Tíminn - 30.01.1993, Blaðsíða 17

Tíminn - 30.01.1993, Blaðsíða 17
Laugardagur 30. janúar 1993 Tíminn 17 Morð um há- bjartan dag * Aköldu mánudagssíðdegi 7. janúar 1991, nánar tilteldð um kl. 16.00, var forstöðukona tómstundaheimilis fyrir afbrotaung- linga að koma aftur til vinnu sinnar. Hún hafði verið hjá lækni, en aðkoman olli henni mesta hryllingi sem hún gat hugsað sér. Elaine Scott. Lífið virtist brosa við henni þegar Bri- an Mitchell kom inn í lífhennar. Aðeins 18 ára var Brian Mitchell kominn með langa og ógeðfellda sakaskrá. Hún hafði beðið Elaine Marie Scott að sjá um athvarfið á meðan hún skryppi frá. Elaine var 21 árs námsmær í Háskólanum í Okla- homa. Það var vetrarfrí hjá henni, en hún kaus að vinna með afbrota- unglingunum, fannst það þrosk- andi auk þess sem hún hugðist nema afbrotasálarfræði í framtíð- inni. Hún hafði unnið þama með náminu í nokkum tíma, þrátt fyrir að foreldrar hennar hefðu áhyggjur vegna þess að stofnunin var stað- sett í mjög varasömu hverfi. En Elaine eyddi áhyggjum þeirra jafn- harðan og sagði að hún væri í meiri hættu þegar hún hlustaði á orð- bragð unglinganna „sinna" heldur en utan vinnustaðar. Þegar forstöðukonan gekk inn ganginn heyrði hún ekkert nema eigið skóhljóð. Yfirleitt var verið að leika körfubolta í leikfimisalnum eða eitthvað annað. Þögnin vissi ekki á gott Hún steig inn á skrif- stofuna. Það sem við henni blasti var nak- inn líkami Elaine Scott Hún lá með sundurtætt andlitið niður í blóðpolli. Allt var undirlagt af blóði. Veggir, gólf og húsgögn. Forstöðu- konunni tókst með erfiðismunum að hringja í neyðarsímann, 911. Einkennisklæddur lögreglumaður birtist eftir stutta stund og úr- skurðaði Elaine látna. Hann hringdi síðan í morðdeildina. Fyrstir á vettvang úr morðdeildinni vom Vance Allen og Eric Mullinex, sem tóku að sér stjóm má'.sins. Forrannsókn þeirra leiddi í ljós að Elaine hefði væntanlega blætt út eftir ótrúlega mddalega árás. Stórt gat var á höfði hennar auk margra smására, og eitthvað sem virtist vera heilavefur úr henni sjálfri fannst á veggjunum umhverfis lík- ið. Blóðslóð lá frá líkinu og inn á bað- herbergið. Svo virtist sem einhver hefði reynt að þvo burt blóðið í bað- karinu. E.tv. hafði morðinginn verið að þvo föt sín og skó. Á bað- herbergisgólfinu var greinilegt skó- far. Mynstrið benti til að um væri að ræða íþróttaskó. Nálægt líkinu var herðatré og golf- kylfa, sem bæði virtust hafa verið notuð til barsmíðanna á fómar- lambinu. Svo virtist sem morðing- inn hefði tekið allt það sem hendi var næst til að misþyrma Elaine. Föt hennar vom í hliðarherbergi skammt frá skrifstofunni. Lfklega hafði hún verið neydd til að afklæð- ast. Auk annarra áverka stóð sirkill á kafi í vinstri handlegg og auðsjá- anlega hafði hún verið stungin á allmörgum stöðum í andlitið með honum. Mikið hafði blætt, þannig að Ijóst var að hún hafði verið lif- andi þegar morðinginn endaði fólskuverk sitt með þessum stung- um. Ekki varð strax ljóst hvort um kynferðisglæp væri einnig að ræða. Líkumar vom þó yfirgnæfandi, þar sem Elaine var nakin. Einnig kom veskið hennar ekki í leitina og gat það bent til þess að tilgangurinn hefði verið rán. Bfllinn hennar var einnig ófundinn, rauður Ford Taur- us. Vitni til sögunnar Vettvangurinn var ljósmyndaður í bak og fyrir og yfirheyrslur hófust yfir þeim, sem komið höfðu á stofn- unina þennan dag og e.t.v. gætu gefið einhverjar upplýsingar. Eitt vitnið sagðist hafa séð mann aka rauða Táumsnum hennar Elaine burt. Hann gat m.a.s. lýst honum. Svartur maður, í svörtum leður- jakka og með rauða derhúfu. 25 ára eða yngri með stutt svart hár, 70-80 kíló og ekki meira en 1.70 á hæð. Aðeins rúmri klukkustund efdr að líkið fannst komu athugulir lög- reglumenn auga á bíl Elaine í inn- an við mílu fjarlægð frá morðstaðn- um. Hvorki fundust fingraför né nokkuð annað, sem gefið gat vfs- bendingu um hver morðinginn væri. Á sama tíma kom unglingur til yfirheyrslu, sem sagðist hafa upplýsingar sem e.tv. reyndust lög- reglunni mikilvægar. „Það er náungi sem heitir Brian, sem sagði að hann hefði séð tvo stráka ógna Elaine. Hann á heima héma rétt hjá,“ sagði pilturinn. Hann vissi ekki götunúmerið, en gat þess að Brian byggi í bleiku húsi. Rannsóknarlögreglumennimir fundu fljótt bleika húsið og bönk- uðu á hurðina. Til dyranna kom táningur, sem kynnti sig sem Alfred Brian Mitchell. Hann staðfesti sög- una um piltana tvo og sagðist hafa orðið svo hræddur að hann hefði haft sig á brott Lögreglumennimir reyndu að útiloka Brian sem grun- aðan, þar sem hann hafði viður- kennt að hafa verið á staðnum, og spurðu hann í þeim tilgangi hvort hann ætti íþróttaskó. Hann sagðist reyndar eiga tennisskó. Þeir báðu hann að leyfa sér að sjá tennis- skóna. Heldur versnaði málið þegar skórnir vom rakir, eins og reynt hefði verið að þvo þá nýlega. Einnig virtist mynstrið passa við skófarið í baðherberginu. Þeir fengu leyfi hjá Brian til að fá skóna til rannsóknar og umsamið var að hann kæmi á lögreglustöðina daginn eftir til nánari yfirheyrslu. Allen og Mul- linex sneru rakleiðis til skrifstofu sinnar til að afla upplýsinga um Alfred Brian Mitchell. Þau gögn, sem þeir fundu, gerðu hann brátt að mjög líklegum morðingja. Brotalöm í kerfinu? Aðeins sautján dögum fyrir morð- ið hafði Brian verið sleppt úr fang- elsi fyrir unga afbrotamenn. Aðeins sextán ára gamall hafði hann verið dæmdur fyrir nauðgun á 12 ára gamalli skólastelpu árið 1988. Bri- an hafði rænt henni er hún gekk á móts við skólarútuna, farið með hana heim til sín og nauðgað henni. Þegar um svo ungan aldur afbrotamanns er að ræða, er heim- ild fyrir því f ríkislögum að sak- bomingur fái náðun á 18 ára af- mælisdegi sínum. Forráðamenn fangelsisins geta þó lengt dvölina til 19 ára aldurs, ef sakbomingur- inn sýnir ekki framfarir eða hugar- farsbreytingu í rétta átt Það kom því morðdeildarstarfs- mönnunum mest á óvart að Brian hefði verið látinn laus eftir svo skamman tíma í fangelsinu. Skýrsl- ur fangelsisins sögðu nefnilega að samkvæmt mati geðlækna og sál- fræðinga, sem umgengist höfðu Brian, væri hann andfélagslegur og með alvarlegar ranghugmyndir um tilveruna. Honum var lýst sem „hættulegum og ofbeldisfullum". Einnig kom f Ijós að Brian hafði verið uppvís að bfiþjófnaði oftar en einu sinni áður en nauðgunarmálið kom upp. Málin skýrast Á rannsóknarstofu lögreglunnar komust sérfræðingar að því að blóð væri að finna á milli trefja í skón- um, þrátt fyrir að þeir hefðu verið þvegnir. Skófarinu bar algerlega saman við það sem fundist hafði á gólfinu í baðherberginu. Nákvæm líkskoðun staðfesti að El- len hafði blætt hratt út, eftir áverka sem henni höfðu verið veittir með herðatrénu og golfkylfunni. Haus- kúpa hennar hafði verið brotin af þvfiíku afli að trefjar úr herðatrénu fundust inni í höfuðleðrinu. Einnig hafði henni verið nauðgað. Svartir ullarþræðir fundust undir hægri þumalfingursnögl fómarlambsins, sem taldir vom úr fötum morðingj- ans. Brian Mitchell kom sjálfviljugur til aðalstöðva lögreglunnar daginn eftir, til að staðfesta yfirlýsingu um það sem hann sagðist hafa séð. Hann neitaði staðfastlega að hafa átt nokkum þátt íverknaðinum, en einbeitti sér þess í stað að mönnun- um tveimur sem höfðu verið að gera Elaine erfitt fyrir. Eftir því sem yfirheyrslan dróst á langinn breytt- ist þó framburður hans, hann varð margsaga og loks kom að því að hann sagði aldrei sömu söguna tvisvar. Brian lýsti atburðum í smá- atriðum sem ljóst var að enginn nema morðinginn sjálfur gæti vit- að um. Ekkert hafði verið gert op- inbert um aðkomuna á skrifstof- unni eða hvaða vopn hefðu verið notuð til að vinna á henni. Hann talaði um golfkylfuna og herðatréð, en þóttist samt hafa verið farinn áð- ur en til alvarlegra átaka kom. Á meðan á yfirheyrslunni stóð fór lögreglumaður heim til ættingja Brians og spurðist fyrir um klæðn- að Brians á þeim tíma sem morðið var framið. Hann mundi að Brian hafði verið í svörtum leðurjakka og svörtum buxum og sýndi honum fötin. Hjá honum fékkst leyfi til að skoða fötin á rannsóknardeild lög- reglunnar. Yfirheyrslur héldu áfram á sama tíma. Einn af fyrrum samstarfs- mönnum Elaine mundi að hún hafði sagt honum að hún væri hrædd við Brian. „Hún sagði að hann væri í sífellu dónalegur við sig og hefði jafnvel í hótunum við hana. Allt frá þeim tíma, er hann kom í hverfið, hefði hann ofsótt hana og einu sinni kall- aði hún á mig, þegar Brian hafði verið mjög dónalegur við hana,“ er haft eftir félaga hennar. Einnig hafðist upp á tveimur ung- um mönnum, sem sögðust hafa séð Brian á gangi á þeim slóðum sem rauði Taurusinn fannst, rétt eftir þann tíma sem líklegast var að Ela- ine hefði verið myrt. Samt gátu þeir ekki staðfest að þeir hefðu séð hann sitja inni í bflnum. í ljósi allra þessara upplýsinga og sönnunargagna var Brian Mitchell tekinn fastur og ákærður fyrir morð af fyrstu gráðu, rán og stuld á farartæki. Ekki var hægt að sanna á hann kynferðisafbrotið fyrr en nið- urstöður DNA-prófunar lágu fyrir. Blóðblettirnir í skónum reyndust vera úr Elaine og þræðimir undir nögl fórnarlambsins voru úr leður- jakka Brians. Einnig fannst blóð úr honum á fingmm fómarlambsins, en Brian hafði hmflast í átökunum. Þá var staðfest að golfkylfan og herðatréð auk sirkilsins væm morðvopnin. Yfirmaður fangelsisins fyrir unga afbrotamenn var harðlega gagn- rýndur fyrir að hafa sleppt Brian lausum eftir svo stuttan tíma. Sér- staklega í ljósi þess að skýrslur sér- fræðinga bentu til að hann væri umhverfinu stórhættulegur, eins og sannaðist með sorglegum hætti. Rök hans vom stutt en ekki að sama skapi laggóð: „Það er erfitt að sjá fyrir feril ungra afbrotamanna." Saksóknari blandaði sér síðar í málið og sagði m.a.: „í þessu þjóð- félagi er mikið um ljóta glæpi, en þessi er með þeim verstu. Hér er myrt á viðurstyggilegan máta ung stúlka, sem fórnar tíma sínum í það að koma ungum afbrotamönnum til betri vegar. Þetta hefði aldrei átt að gerast. Brian Mitchell hefði aldr- ei átt að fá reynslulausn eftir svo skamman tíma. Hvers vegna emm við með sérfræðinga á hverju strái, ef ekkert mark er tekið á þeim?“ Dómurinn Annan júní 1992 var réttur settur til að úrskurða um sekt Brians. Ákæmmar vom morð að yfirlögðu ráði, nauðgun, rán og bílþjófnaður. Auk þess, sem áður er upptalið, vom færðar sönnur á að sæði, sem fannst í leggöngum hinnar látnu, væri úr Brian. Lokaorð sækjenda vom þessi: „Hann vildi hana, ofsótti hana og auðmýkti hana. Hún barð- ist við hann, en mátti sín lítils. Síð- an rændi hann hana, tók veskið hennar, en fyrst og fremst tók hann líf hennar. Hann murkaði úr henni lífið og stakk hana að lokum mörg- um sinnum áður en hún dó.“ Brian játaði aldrei neitt, en sat glottandi og hlustaði á ákæmatrið- in. „Þeir verða að sanna það,“ var það eina sem hann sagði. Verjandi hans reyndi að einbeita sér að því að Brian fengi lífstíðar- fangelsi en ekki dauðadóm. Hann reyndi að höfða til kviðdómenda með að segja frá því að báðir for- eldrar hans hefðu látist í bflslysi er Brian var aðeins átta ára gamall. Síðan hefði hann alltaf fundið fyrir höfnun frá samfélaginu, hvar sem hann kom. Þeir ættingjar, sem hann hefði flakkað á milli, hefðu aldrei sýnt honum vinsemd, hvað þá ást. 25. júní féll dómurinn. Brian Mitc- hell var dæmdur til dauða og allar fyrrgreindar ákæmr staðfestar. Auk dauðadómsins fékk hann 150 ára fangavist án möguleika á náðun. Þegar Brian var spurður hvort hann hefði eitthvað um dóminn að segja, yppti hann öxlum og glotti. Málinu var áfrýjað, eins og alltaf þegar dauðarefsingar er krafist, og munu e.t.v. líða einhver ár á meðan málið velkist í kerfinu. Fátt þykir benda til að úrskurðurinn verði mildaður, þrátt fyrir ungan aldur hins ákærða. Á meðan situr Brian Mitchell í fangelsinu í Oklahoma. Kannski er hann hættur að glotta. Elaine Scott œtlaði að verja Uýl sínu í að hjálpa unglingum sem lent höfðu á glapstigum. Það var kaldhœðni örlag- anna að hún skyldi sjálffallafyrir hendi eins þeirra.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.