Tíminn - 30.01.1993, Síða 18

Tíminn - 30.01.1993, Síða 18
18 Tíminn Laugardagur 30. janúar 1993 w FELAG JÁRNIÐNAÐARMANNA Allsherjaratkvæðagreiðsla Ákveðið hefur verið að viðhafa allsherjaratkvæðagreiðslu við kjör stjórnar og trúnaðarmannaráðs Félags járniðnað- armanna fyrir næsta starfsár. Tillögum um skipan stjórnar og trúnaðarmannaráðs fé- lagsins skal skila til kjörstjórnar félagsins, á skrifstofu þess að Suðurlandsbraut 30, 4. hæð, ásamt meðmælum a.m.k. 75 fullgildra félagsmanna. Tillögur eiga að vera um 7 menn í stjórn félagsins og auk þess tillögur um 14 menn til viðbótar í trúnaðarmannaráð og 7 varamenn þeirra. Frestur til að skila tillögum um skipan stjórnar og trúnað- armannaráös rennur út kl. 18.00 mánudaginn 8. febrúar 1993. Stjórn Félags járniðnaðarmanna. I k! ! Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. Vatnsveitu Reykjavikur, óskar eftir tilboöum i 4.200 m af 0 800 mm „ductile iron“ pipum og tilheyrandi fittings. Útboösgögn veröa afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavik. Tilboöin veröa opnuö á sama staö þriöjudaginn 2. mars 1993, kl. 11,00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Símí 25800 Innkaupastofnun Reykjavikurborgar, f.h. byggingadeildar borg- arverkfræðings, óskar eftir tilboöum i vinylgólfdúka meö frauð- botni. Heildarmagn er 4.300 m2 og afhendingartimi á næstu tveimur árum. Útboðsgögn veröa afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík. Tilboðin verða opnuö á sama staö þriöjudaginn 23. febrúar 1993, kl. 14,00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800 1f Innilegar þakkir til allra, sem sýndu ok.;ur samúö og hjartahlýju viö andlát og útför sonar mins, stjúpsonar og bróöur Guðmundar Grímssonar læknis Lovísa Loftsdóttir Edda Björgmundsdóttir Einar Andrés Einarsson Bragi Björgmundsson 1} J -\ Frú Jakobína S. Pétursdóttir Marargötu 4, Reykjavik veröur jarösungin frá Dómkirkjunni þriöjudaginn 2. febrúar kl. 13.30. Þeir, sem vildu minnast hennar, enj beönir aö láta Félag velunnara Borg- arspitalans njóta þess. Guðmundur Guðmundsson Dóra Hafsteinsdóttir Pétur Vatnar Hafsteinsson Ingjaldur Hafsteinsson Anna Guörún Hafsteinsdóttir Jarþrúður Hafstelnsdóttir Jón D. Þorsteinsson Dagný Jónsdóttir Bengta N. Þorláksdóttlr Grétar Guönl Guömundsson Blll Södermark ___________________________/ Fæddur 15. september 1902 Dáinn 24. janúar 1993 Nú, þegar komið er að kveðjustund, langar okkur systkinin að minnast pabba með örfáum orðum. Hann var fæddur í Kolviðamesi þann 15. sept- ember 1902, yngstur bama þeirra hjóna Margrétar Hannesdóttur og Guðmundar Þórarinssonar. Pabbi ólst þar upp og tók við búi að föður sínum látnum, og rak það ásamt móður sinni. Árið 1941 kvæntist hann mömmu, Margréti Guðjónsdóttur frá Kvísl- höfða í Álftaneshreppi. Amma bjó hjá þeim þar til hún andaðist í hárri elli. Árið 1948 keyptu þau jörðina Dals- mynni, þar sem þau komu okkur upp, ellefu systkinum. Þau byggðu upp jörðina af miklum stórhug. Sem dæmi má nefna að þau virkjuðu Núpá upp úr 1950, það var mikið stórvirki í þá daga. Það vom mikil forréttindi að fá að alast upp saman í svona stórri fjöl- skyldu. Pabbi átti stóran þátt í þeirri einingu sem ríkti á heimilinu. Þegar við lítum til baka, undrumst við oft yfir þeirri þolinmæði og natni sem hann sýndi okkur krökkunum. Hann gaf sér alltaf tíma, þó mikið væri að gera, til þess að skreppa með okkur á hestbak, fara í stórfiskaleik eða aðra hópleiki. Sjaldan settist hann svo niður að hann væri ekki kominn með eitt eða tvö börn í fangið, og þá var nú oft kveðin staka. Pabbi las með okkur bænimar á kvöldin og signdi okkur á morgnana. Aldrei heyrðum við blótsyrði af hans vörum og hann lagði ríka áherslu á að við segðum ekki ljót orð og lifðum heilbrigðu lífi. Pabbi var heilsu- hraustur allt sitt líf, nema hvað sjón og heyrn vom farin að daprast síð- ustu árin. Það kom þó ekki í veg fyrir að hann færi á hestbak svo til á hverj- um degi fram undir það síðasta. And- legri heilsu hélt pabbi óskertri og fylgdist grannt með öllum sínum af- komendum, sem em þó að nálgast sjötta tuginn. Síðastliðið haust héldu pabbi og mamma upp á gullbrúð- kaup sitt og níræðisafmæli hans. Þar var pabbi hrókur alls fagnaðar. Meðal annars eyddi hann drjúgum tíma með bamabömunum þegar hann var að kenna þeim að kveða. Það var einkennandi fyrir pabba hve hann var boðinn og búinn, allt sitt líf, til að aðstoða nýtt fólk sem var að hefja búskap í sveitinni. Hann hafði sjálfur svo mikinn áhuga á búskap að honum var það kappsmál að fólk næði tökum á búskapnum strax í byrjun, og hann lagði ótrauður sitt af mörkum til að svo mætti verða, og skipti þá ekki máli hver í hlut átti. Elsku pabbi. Með góðu og reglu- sömu líferni náðir þú ótrúlega háum aldri, þrátt fyrir mikla vinnu og fáa frídaga alla þína ævi. Nú síðustu árin mátti oft sjá þig, milli sjö og átta á morgnana, á hestbaki í löngum reið- túmm. Fáir munu leika það eftir þér að temja hesta eins og þú gerðir und- ir það síðasta. Fólk er venjulega komið í kör um nírætt. Við, börn okkar og barnaböm, þekktum þig að- eins sem hraustan og heilbrigðan mann, sem aldrei bognaði hvað sem á gekk í lífinu, heldur harðnaði við hverja raun. Það voru erfiðir tímar hjá þér þegar mamma veiktist alvarlega fyrir nokkrum ámm, en með guðs bless- un komst hún yfir það. Trúlega hefúr enginn beðið heitar fyrir henni en þú. Nú er skarð fyrir skildi í litlu sveit- inni okkar, þar sem þú fæddist og undir svo vel alla þína ævi. Það er hinn trúi, dyggi þjónn sem drottinn tekur til sín eftir svo langa vegferð. Elsku pabbi. Börnin okkar sakna afa sem tók þau á hnéð og kvað við þau, fór með þeim í útreiðartúra eða tefldi og spilaði við þau. Hún er björt og falleg minningin um þig, sem endist okkur öllum til æviloka. Hafðu okkar bestu þökk fyrir allt og allt. Börain bóndi í Dalsmynni Langri og farsælli ævi er nú lokið þegar Guðmundur Guðmundsson, bóndi í Dalsmynni í Eyjarhreppi, er kvaddur frá Rauðamelskirkju. Ellefú börnum var komið á legg og miklu starfi skilað á jörðinni. Orð og athöfn ætíð með kurteisi og hlýju, viðmót einkenndist af skilningi og ljúf- mennsku. Margar myndir koma upp í hugann. Lítill drengur lætur sér leiðast, kroppar hélu af glugga. Veðrið það slæmt að mamma leyfir ekki að hann fari einn upp í fjárhús í dag. „Skyldi hann koma ríðandi til gegninga í dag? Á Skugga? Vonandi kemur hann í kaffi til okkar á eftir, en það er bara svo langt þangað til.“ Glittir ekki í eitthvað í sortanum? í klakabrynju stendur hann á tröppunum. „Mér datt í hug að koma við áður en ég færi í húsin, ef strákurinn hefði ætl- að að gefa á garðann með mér.“ Stoltur pjakkur tvímennir með vini sínum til gegninga þennan dag. Jarm heyrist úr klettaskoru um miðjan sauðburð. Skriðið niður á milli steina og lambið fundið, fast. Ærin með markinu hans Guðmund- ar reikandi um og getur ekki annað en veinað; pabbi sóttur og lambið losað. í annríki sauðburðar er ekki staldrað neitt sérstaklega við þennan atburð, hefði sjálfsagt gleymst með öðru og ekki talist til tíðinda. Næst þegar farið er til kirkju á Rauðamel og Guðmundur hefur sem meðhjálp- ari í messulok farið með þakkarbæn, tekur hann lítinn dreng afsíðis. „Ég frétti að þú hefðir bjargað fyrir mig lambi í vor.“ Fjólublár 25 krónu seð- ill er lagður í lítinn lófa. Pjaskað á litla hjólinu upp í Dals- mynni, þar er alltaf eitthvað að ger- ast. Ekki aðeins heimakrakkamir úti við, heldur einnig nokkrir að sunnan í sveit. Slegist í hóp þeirra yngri og aðkomukrakkanna, Guðmundur að bústörfum með eldri strákunum. Ekkert sjálfsagðara en að bæta ein- um gutta við borðið. Margrét allt í öllu, jafnt í matseld og garðyrkju. Guðmundur spyr frétta, létt grín frá eldri strákunum, þotið í leikinn aftur með Tryggva. Hjálpað til að venja undir lamb í fjárhúsunum heima, staðið fyrir í kró þegar hundur er látinn gelta að ánni, fát og hræðsla og ærin sleppur. „Ógnar skussi ertu, strákur." Guð- mundur hleypur út, fyrir ána og nær henni inn. Heimurinn samt að farast lengi á eftir, að láta hann Guðmund þurfa að skamma sig svona. Mörgum ámm seinna er komið í heimsókn í Dalsmynni og stoltur pabbinn sýnir frumburðinn. Mildur hlátur, allt þetta stóra andlit sam- fagnar og er að springa af gleði, strokið um litla kollinn. Enn líða nokkur ár og farið er á hestamanna- mót. Guðmundur þar og hlær við tveim litlum hnoðrum sem fá að fara á bak. Farið með vísu um afastelpuna sína og hestinn hennar, orta af Svani. Eins og tíminn standi í stað. Síðastliðið sumar kemur hann, tæplega níræður, gestur á ættarmót burtfluttra sveitunga, glæsilegur á velli eins og alltaf. Glettni og hlýja. „Ég mátti til með að líta aðeins á gömlu kærustumar mínar frá Stóra- Hrauni." Eftir fagnaðarfund kveður hann með reisn þegar leikurinn stendur sem hæst. Nú, þegar heimurinn er orðinn Iít- ill, er leitt að vera fjarri og geta ekki kvatt Guðmund Guðmundsson frá Dalsmynni öðm vísi en með þessum fátæklegu orðum. Megi minningin um þennan góða dreng lifa hjá Margréti, afkomendunum og öllum sem hann þekktu. Þórólfur Árnason Afi er dáinn. Hann mun aldrei aftur taka okkur á hnén, kveða vísur fyrir okkur eða fara með okkur til hestanna sinna og leyfa okkur á hestbak. Afi á aldrei eft- ir að koma í heimsókn til okkar, né til hans Afastjarna, sem hann gaf okkur í fyrra. Við sitjum og hugsum og hugsum. Samt vitum við vel að afi var orðinn níutíu ára og hann vildi bara vera heima hjá sér og hugsa um dýrin sín. Okkur finnst það svo gott hvað afi var hraustur og þurfti ekki að liggja lengi á spítala. Litli bróðir okkar, Guðmundur Grétar þriggja ára, sagði: „Ég set bara glugga á himininn og sé afa.“ Þó það sé ekki gluggi á himninum, þá vitum við að afi fylgist með okkur öllum. Guð geymi afa. Baraabörain á Kálfárvöllum Afi í Dalsmynni er dáinn. Þegar ég fékk fregnina um að afi í Dalsmynni væri dáinn, fannst mér allar undirstöður lífsins vera að hrynja, eins og ég héngi í lausu lofti. Þá fyrst gerði ég mér fulla grein fyrir því að allt er hverfúlt í þessum heimi. Afi var fastur punktur í tilverunni. Hann var alltaf eins, hægur, hlýr, traustur og lét sér svo annt um allt líf í kringum sig. Ég á yndislegar minningar frá því ég var krakki hjá afa og ömmu í Dals- mynni. Þar var alltaf líf og fjör og húsið fullt af bömum sem voru þeim ýmist skyld eða óskyld. Það virtist alltaf vera hægt að bæta einum við. Amma lagði okkur lífsreglumar með dæmisögum og ljóðalestri, en afi fór með okkur á hestbak, kenndi okkur að umgangast dýrin af alúð og að tala ekki ljótt. Það var alveg sama hvað á gekk í kringum hann. Aldrei haggað- ist afi, heldur brosti kankvís á svip. Á morgnana, þegar afi var búinn að fara út í dyr og signa sig, fómm við stelpumar í röð til að láta hann flétta okkur. Hann var svo blíður og nær- gætinn og gætti þess vel að hvergi togaðist í hárið. Þannig var það um allt sem afi gerði, hann passaði upp á að það kæmi ekki illa við neinn og aldrei heyrði ég hann segja styggðar- yrði við nokkum mann. Þegar manni varð kalt var svo gott að stinga höndunum í st'ra, heita lófana á afa og oft tók hann okkur á hnéð og kvað við okkur vísur. Svona hefur hann verið frá því ég man eftir mér og manni fannst að svona yrði hann alltaf. Eins og klettur í hafinu sem ekkert vinnur á. Hann myndi koma til dyra í Dalsmynni, rólegur með glettnislegt bros á vömm og rétta manni stóra, hlýja hönd. En það er víst þannig að það líf sem guð gefur, tekur hann til sín aftur. Afi var orðinn rúmlega níræður, hafði alla tíð verið hraustur og glaður og fékk að deyja drottni sínum á sárs- aukalausan hátt, sæll með lífshlaup sitt. Hann gat verið heima við leiki og störf fram undir það síðasta og þann- ig vildi hann hafa það. Ég þakka fyrir þær stundir sem ég fékk að vera með afa. Það gefur lífinu aukið gildi að kynnast mönnum eins og honum. Elsku amma, þú átt margt eftir ógert. Guð geymi þig, alla afkomend- ur, ættingja og tengdafólk um ókom- in ár. Ykkar dótturdóttir, Margrét Björk

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.