Tíminn - 11.03.1993, Blaðsíða 2

Tíminn - 11.03.1993, Blaðsíða 2
2 Tíminn Fimmtudagur 11. mars 1993 Rekstrarforsendur í sjávarútvegi létta Bolvíkingum ekki róðurinn: Bjartsýni en sporin hræða „Ég er bjartsýnn á að þetta geti gengið og verð að vera það vegna þess að þjóðfélagið lifir á okkur. Ef við getum ekki staðið okkur í stykkinu við að afia gjaldeyris áfram fyrir þjóðfélagið þá má þetta þjóðfélag aldeilis fara að passa sig. Fyrir okkur er þetta jafnframt spuming um að halda haus og af þeirri ástæðu verð ég að vera vongóður um farsæla lausn," segir Jón Guð- bjartsson, bæjafulltrúi í Bolungarvík. Undanfama daga hefur mikið verið spáð og skeggrætt í Bolungarvík um hvemig beri að standa að lausn á þeim vanda sem þar er upp kominn eftir að fyrirtæki Einars Guðfinns- sonar hf hættu starfsemi. Eins og kunnugt er þá mun bærinn hafa for- göngu um stofnun útgerðarfyrir- tækis með þátttöku sem flestra bæj- arbúa og er ætlunin að það fyrirtæki muni taka að sér að vinna frekar að þeim hugmyndum sem bæjarráð hefur sett fram um leigutöku á frystihúsi og útgerð togaranna. Ef það gengur upp er síðan ætlunin að festa kaup á vinnslu og útgerð, seinna meir. Fyrir utan bæjarstjóm em nokkrir einstaklingar að vinna að því að leggja fram kauptilboð á togurunum og kvóta þeirra og hafa þegar viðrað hugmyndir sínar við skiptastjóra. Ekki er gert ráð fyrir því að fyrrum stjómendur fyrirtækja EG muni koma nálægt stjóm hins nýja út- gerðarfyrirtækis, enda mun ekki neinn vilji fyrir því meðal bæjarbúa. Þá er heldur ekki vitað til þess að af- komendur Einars Guðfinnssonar séu með eitt eða neitt á prjónunum til uppbyggingar atvinnulífs í Bol- ungarvík. Þótt Bolvíkingum sé kappsmál að hefjast handa og reyna allt til að vinna bráðan bug á því gríðarlega at- vinnuleysi sem er meðal heima- manna, 130-140 manns eru á at- vinnuleysisskrá, em rekstrarfor- sendur í sjávarútvegi með þeim hætti að það getur orðið erfitt að fá dæmið til að ganga upp. Botnfisk- vinnslan er rekin með 6.5% halla eða sem nemur tveimur milljörðum á ári, afurðaverð hefúr lækkað um 2.7% á síðastu 12 mánuðum og afli fer minnkandi. Þar fyrir utan hræða sporin frá nágrannabyggðalögunum og fleiri sjávarplássum sem ekki hafa farið varhluta af þeim þrengingum sem sjávarútvegurinn býr við. Daði Guðmundsson, formaður Verkalýðs- og sjómannafékagsins, segir að það sé um að gera að flýta sér hægt með það í huga að reyna að finna lausn til framtíðar í stað þess að ana áfram með einhverjar skammtímalausnir. Þrátt fyrir góð orð stjórnvalda í garð Bolvíkinga og stofnun þriggja manna bjargráðanefndar, búast heimamenn ekki við neinum sérsök- um stjómvaldsaðgerðum þeim til hjálpar. „Ef Davíð Oddsson og félagar ætla að Iáta allt þjóðfélagið fara svona eins og Reykjanesið er að verða, að því er manni sýnist og við Vestfirð- ingar séum næstir, þá er áslæða fyr- ir fólk að fara að kíkja á þessar jót- lensku heiðar. Eða þá að tvinna okkur einhvern veginn við Evrópubandalagið þannig að við fáum hingað ávísun einu sinni á ári, efvið viljum endilega fá að eiga heima héma áfram,“ segir Jón Guð- bjartsson. grh Jóhannes Haraldsson, Vilhelmína Ingimundardóttir, Ragnar Þor- steinsson og Auður Lilja Arnþórsdóttir í hlutverkum sínum í Plógi og stjörnum. Leikfélagið Búkolla í S-Þing: PLÓGUR OG STJÖRNUR Leikfélagið Búkolla í S- Þingeyjar- sýslu sýnir um þessar mundir að Ýd- ölum, íeikritið Plóg og stjörnur eftir írska leikskáldið Sean O’Casey. Um 40 manns taka þátt í sýningunni, þar af em leikarar 17. Leikstjóri er Sig- urður Hallmarsson. Sýningum á Plógi og stjörnum fer nú fækkandi en næstu sýningar verða annað kvöld, föstudagskvöld, og sunnudagskvöld nk. Leikfélagið Búkolla var stofnað á síðasta ári og í því er fólk úr fjórum sveitarfélögum í S- Þingeyjarsýslu. Það hefur áður sett upp gamanleik- inn Biðla og brjóstahöld. Alls 456 leituðu aðstoðar Stígamóta á sl. ári, flestir vegna ofbeldis fyrir 10-20 árum: Nærri 68% þolenda yngri en 10 ára Þær starfa hjá Stígamótum og kynntu ársskýrslu samtakanna nýlega. Frá vinstri, Jónína Gunnlaugs- dóttir, Bergrún Siguröardóttir, Heiöveig Ragnarsdóttir, Guörún Jónsdóttir og Theódóra Þórarinsdóttir. Tímamynd Ámi Bjama Suðurlandsskjálfti: Björgun úr „Æfingin tókst mjög vel og það tók okkur aðeins tvo tíma að rýma svæðið og koma slösuðum á sjúkrahúsið. Það sem betur mátti fara var á sviði stjómunar og fjarskipta," segir Páll Bjaraa- son hjá björgunarsveitinni Tryggva á Selfossi. í byrjun vikunnar tóku hátt í 70 manns úr þremur björgunarsveit- um þátt í æfingu við að bjarga fólki úr húsarústum eftir Suður- landsjarðskjálfta og fór æfingin fram í iðnaðarhverfi á Selfossi. Auk félagsmanna úr björgunar- sveitinni Tryggva tóku þátt í æf- ingunni liðsmenn hjálparsveitar- innar Tintron í Grímsnesinu og hjálparsveitin í Hveragerði sem lagði til 22 sjúklinga. Ennfremur starfsfólk sjúkrahússins á Selfossi og lögregla. Páll segir að þeir hjá Tryggva hafi aldrei fyrr æft björgun eftir jarð- skjálfta á jafn stóru svæði eða haft áður jafn mikið fjölmenni við æf- ingu sem þessa. -grh Fréttatilkynning frá kennur- um í Breiðagerðisskóla: Berum fullt traust til forystunnar „Að gefriu tilefni lýsum við kennar- ar Breiðagerðisskóla yfir fyllsta trausti á forystu Kennarasambands íslands, þrátt fyrir skiptar skoðanir okkar á verkfallsboðuninni," segir í fréttatilkynningu frá kennurum í Breiðagerðisskóla. Undir tilkynninguna skrifa kennar- ar skólans. voru Alls 456 einstaklingar (þ.a. 27 kariar) leituðu til Stígamóta í fyrsta skipti á ár- inu 1992, samkvæmt ársskýrslu sam- takanna. Þetta er þriðjungs fjölgun frá árinu áður. Alls hafa þá rúmlega þús- und einstaklingar Ieitað til Stígamóta á þriggja ára starfstíma samtakanna. Sifjaspell voru langalgengasta ástæðan fyrir komu á síðasta ári. Um 73% þeirra sem komu voru þolendur sifja- spella, hvar af sjötti hlutinn hafði einig orðið fyrir nauðgun. Ofbeldismennim- ir voru 72% fleiri en fómariömbin, eða 786 hvar af 10 vom konur, eða 1,3%. AIIs höfðu 35% þessara einstaklinga orðið fyrir nauðgun, eða 159 konur. Nauðgaramir voru hins vegar hátt í tvö- falt fleiri, eða um 280 manns. Innan við þriðjungi þessa hóps hafði verið nauðg- að af einungis einum ofbeldismanni. Um sjöttu hverri konu (26 konum) hafði verið nauðgað af 4 til 6 og jafnvel þaðan af fleiri körlum. Innan við þriðj- ungur nauðgaranna (83) voru „ókunn- ugir karlar", alla hina þekktu konumar. Rúmlega helmingur nauðgaranna (142) vom úr hópi vina og kunningja. En innan við þriðjungur (83) vom „ókunnugir karlar". Svipað kom í ljós varðandi fómarlömb sifjaspella. Rúmlega helmingur þeirra hafði verið misnotaður af bara einum aðila. En níunda hvert fómarlamb (36 manns) hafði verið kynferðislega mis- notað af 4 til 6 eða ennþá fleiri ofbeldis- mönnum úr hópi nánustu ættingja og/eða fjölskylduvina. Alls 446 vom tilnefndir sem ofbeldis- menn í sifjaspellsmálum, eða um þriðj- ungi fleiri en þolendumir. Átta konur vom í þeim hópi. Rúmlega fjórðungur ofbeldismannanna kom úr hópi vina/kunningja (114 manns), annar fjórðungur var frændur, rúmlega sjötti hluti (17%) var feður, um m'undi hver (11%) bræður, um tíundi hver (10%) stjúpfeður og afar vom litlu færri. Hér komu líka við sögu 3 frænkur, 2 vinkon- ur, ein systir, ein amma og ein móðir. Algengast virðist að þeir sem leituðu til Stígamóta hafi þar skýrt frá ofbeldi sem þeir urðu fyrir mörgum ámm, jafnvel áratugum áður. Því þeir hafa langflestir verið á bamsaldri þegar ofbeldið hófsL En hins vegar vom langflestir á aldrin- um 2040 ára sem leituðu til Stígamóta ífyrra. Nærri 40% fómarlambanna (176) vom á aldrinum 5-9 ára þegar ofbeldið hófst og litlu minni hópur ennþá yngri, eða samtals hátt í 70% yngri en tíu ára. Að- eins tæplega 9% vom eldri en 16 ára þegar ofbeldið hófst Þegar komið var til Stígamóta vom aft- ur á móti einungis 18% þolendanna enn undir tíu ára aldri. En rúmlega 67% þeirra vom komin yfir 16 ára ald- ur. Enda var það í 87% tilfella þolandi sjálfur sem leitaði aðstoðar Stígamóta, en í 12% tilfella móðir eða annað náið skyldmenni. Langflestir (134 manns) vom milli tvítugs og þrítugs og annar stærsti hópurinn (89 manns) milli þrí- tugs og fertugs. Um 44% þolenda vom búsett í Reykja- vík samtals 60% á höfuðborgarsvæð- inu, þegar ofbeldið átti sér stað. Margir hafa síðan flutt „suður" því 76% þeirra vom búsettir á höfuðborgarsvæðinu þegar þeir leituðu Stígamóta. Þar var m.a. spurt hvað sifjaspell hafi staðið lengi yfir. Stærsti hópurinn (7. hver) nefndi eitt skipti, og hjá rúmlega 44% þolenda stóðu þau yfir eitt ár eða skemur. Nærri 30% höfðu hins vegar verið þolendur sifjaspella í 5-10 ár eða lengur. í nærri 3/4 tilfella hafði kynferðislegt ofbeldi átt sér stað á heimili þolanda og/eða ofbeldismanns, þ.e. annars þeirra eða sameiginlegu heimili þeirra. Tæplega þriðjungur þolenda sagði frá ofbeldinu meðan á því stóð eða strax eft- ir að því lauk, og þá oftast móður sinni. En þeim var þó aðeins trúað í 57% til- fella. Tæplega 30% málanna vom kærð annað hvort til bamaverndamefndar eða lögreglu. Aðeins 12 mál náðu hér- aðsdómsstigi. Algengustu afleiðingar kynferðislegs ofbeldis em: Depurð, reiði, erfiðleikar í tengslum við maka, erfitt kynlíf, léleg sjálfsmynd, hegðunarerfiðleikar og ein- angmn. Og hátt í fjórðungur hafði hugleitt sjálfsvíg, hvar af margir höfðu gert til- raun til þess einu sinni eða oftar, jafnvel yfir fimm sinnum. - HEI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.