Tíminn - 11.03.1993, Blaðsíða 4

Tíminn - 11.03.1993, Blaðsíða 4
4 Tíminn Fimmtudagur 11. mars 1993 Tíminn MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Timinn hf. Framkvæmdastjóri: Hrólfur Ölvisson Ritstjóri: Jón Kristjánsson ábm. Aöstoðamtstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar: Birgir Guömundsson Stefán Ásgrímsson Auglýsingastjóri: Steingrimur Gíslason Skrifstofur: Lynghálsi 9, 110 Reykjavik Sími: 686300. Auglýslngasíml: 680001. Kvöldsimar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjóm, fréttastjórar 686306, iþróttir 686332, tæknideild 686387. Setnlng og umbrot: Tæknideild Timans. Prentun: Oddi hf. Mánaðaráskrift kr. 1200,-, verð i lausasölu kr. 110,- Gmnnverð auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Jafnvægi óttans Ríkisstjórn Davíðs Oddssonar lagði upp með þá kenningu í farteskinu að stjómvöld ættu ekki að skipta sér af málefnum atvinnuveganna. Ekki yrði farið í það sem var kallað „sértækar“ aðgerðir af neinu tagi. Með þessa kenningu á lofti var tíminn látinn líða, án þess að hafst væri að í síversnandi atvinnu- ástandi. Þess í stað vom settar nefndir í að teikna upp það sem var kallaður „fortíðarvandi". Meðan þessu fór fram var ekki hugað að framtíðarvandan- um og þetta er nú að koma bæði ríkisstjóminni og fólkinu í landinu í koll. Það fer auðvitað ekki hjá því að verkalýðshreyfing- in og vinnuveitendur í landinu hafi áhyggjur af hinu síversnandi atvinnuástandi. Kjarabaráttan nú geng- ur út á það að reyna að knýja ríkisstjómina til þess að afturkalla óskynsamlegar og óréttlátar aðgerðir, jafnframt því að hafa nauðsynlega fomstu um að- gerðir í atvinnumálum. Atvinnuástandið skapar svo mikið öryggisleysi launafólks að það er ekki fúst til stórátaka á borð við verkföll. Strax síðastliðið haust var af hálfu verkalýðshreyf- ingarinnar hvatt til þjóðarsáttar um kaup og kjör og var þáverandi fomsta hennar tilbúin að leggja nokk- uð á sig til þess að svo mætti verða. Þá stóð fjárlaga- gerð sem hæst og svar stjórnvalda var það eitt að leggja nýjar skattaálögur á almennt launafólk í ýmsu, hvort sem heldur var í heilbrigðismálum, lækkun persónuafsláttar eða með almennri hækk- un skattprósentu á móti niðurfellingu aðstöðu- gjaldsins. Atvinnumálaaðgerðir einkenndust allar af hálfkáki og því að kynnt vom áform, t.d. um stórfellt viðhald bygginga, sem komu aldrei til framkvæmda. Aðilar vinnumarkaðarins reyna nú enn að knýja ríkisstjórnina til aðgerða í atvinnumálum og nú hafa fulltrúar þeirra gengið á fund forustumanna hennar með tillögur sem byggðar em á vinnu starfshópa sem fjallað hafa um horfurnar í atvinnu- málum. Kenningin um afskiptaleysið, sem ríkisstjórnin lagði upp með, er á undanhaldi, en allar aðgerðir hennar einkennast af fljótræði og ganga sumar þvert á það markmið að auka atvinnu í landinu. Auknar skattaálögur á viðkvæmar atvinnugreinar, jafnframt því sem tekjuskattur er lækkaður á íyrir- tækjum, styrkja ekki þá sem höllum fæti standa. Lækkun persónuafsláttar er ótrúleg aðgerð við þær aðstæður sem nú em, og með þeirri aðgerð var sleg- ið á útrétta hönd verkalýðshreyfingarinnar. Það jafhvægi og festa, sem fomstumenn ríkis- stjómarinnar hæla sér af um þessar mundir, er jafn- vægi óttans. Óttinn um að missa atvinnu og tekjur og allan gmndvöll fyrir fjárhagslegri afkomu af þeim sökum, heldur aftur af hinum almenna launa- manni. Því verður ekki trúað að ríkisstjórnin vilji nota sér þetta ógnarjafnvægi. Á það mun nú reyna hvort hún er tilbúin til þess að laga til í sínum eigin garði til þess að skapa aftur bjartsýni og trú á fram- tíðina í þessu þjóðfélagi. Magnús H. Gíslason, fyrrum lóndi og blaðamaður, stingur níður penna hér í Túnanum í gær f tilefni af pistli sem Áml nokkur Páll Ámason niun hafa ritaft í Pressuna fyrir ekki margt löngu í tilefni af útför Eihars Ol- geirssonar, hins gamla Hftsodda ista. Magnúsi mælist vífta vel x grein sinní og víst er þaft rétt hjá honum aö það tilefni, sem Ámi hefur valiö til aft huglciöa skip- brot stórveldis kommúnista — útför Einars Olgeirssonar — er vallft. Sér í lagi J>ar sem útlegg- ing Áma virðist ekki minnst hafa snúist utn hvort „guft“ hafí verift einhvers staftar á gægjum vift dómkiriguhomift (eins og Hannes Hóimsteinn á sínutn tíma) eða ekki, er nú ekki stórt mál. Hafi sá látni gcfiö einhver „instrúx“ um hvemig hann vildi Iáta hátta þessum síftasta víftur- gjömingi f sfna þágu — þá ætti honum víst aft vera þaft í sjálfs- vald setö. Sér í lagi þar sem ekki verftur annaft ráftió af grein Magnúsar H. Gíslasonar en aft útiorin hafi farift fram af sift- semd, sem vottar aft hún hefur kannske ekki verift neitt „ókristilegri“ en gerist og geng- ur. Satt að scgja em þaft ýmsir fiefri en kommúnistar, sem af einhverjum ástæftum efta sér- vísku hafna nærveru presta vlft útför sína og þaft er þeim sfftar- nefndu efiaust aft meinalausu. Og eftír allt og allt, þá em í fullu gildi þau orft viturs manns aft þaft skipti meira máli hvemig menn lifa en hvemíg þeír deyja og aft slá því fram f giensi aft gamalmenni heföi bciur sálast fimm árum fyrr en síftar ein- hveijum póliifskum klíkum til þægftar, er varia snoturt hjá Hitt er aftur annaft og hlýtur aft vera opift tíl umræftu hvemig Einar heitínn Olgeirsson liffti. Um þaft efní verftur ekki komist hjá að verfti fjaliað svo nú sem síöar. Hrun ríkisins, sem var samnefnari beirra hugsjóna sem meir úr og í. Þeir uppgötvuftu einn af Öðrum sósíaldemókrat- ann í sjálfum sér — en meridkga síftla, að miirgum þóttí. Ánnars iýstu margar þær vonarstjðmur meftal ungra manna, sem Einar batt vonlr vift, afteins skamman tíma fyrir augum hans, en dofn- uftu og slokknuftu. Þeirra á meft- alvar Jónas Haralz, sem alkunna er. Og meftaí þeirra fyrstu, sem köstuftu heiftni Einars Olgeirs- sonar á sfftari tfmum, var núver- andi formaftur Alþýöuflokksins. Hann hefur upp frá því varia mátt víkja upp úr sinni Jórdan vegna anna við að skfra gamla fylgis- menn sína. er séft hafa Ijós krat- ismans einnig. Þar á meftal hefur verift margur eitt sinn ilia rakaft- ur orfthákurinn, sem nú gengur meft hvítt um hálsinn og boftar gullöld markaðsfrelsis. Magnús fyrmefndur Ámi Páll geti ekki sagt sig frían aft þessu leytí, þar sem hann eitt sinn hafi verift varaformaftur Alþýöubandalags- ins. Seljum við þaft ekki dýrara Einar bar fyrir brjósti, bar svo skjótt aft höndum og héfúr reynst svo algjört aft kannske leyfist aft virfta kommúnismann og fylgilift hans fyrir sér í nokkuð giiiggu ljósi fyrr en marga sögulega fortíft Mönnum ber saman um aft þama var maður sem óneitanlega trúfti á þann boftskap sem hann fluttí og af ákafa, sem í augum andstæftinga hans var ofstæki. Hafi einhver efi læftst aft honum meft ánmum, þá er vfst um aft hann haffti hljótt um hann. Eins og títt er um menn af hans tagi, þá var honum ektd um málamiðl- anir gefift og hímælalausí Iilaut hann aö cinangrast rneft árunum, þegar fylgismenn hans gamlir tóku hver af öftrum aft slá sífellt En þetta er þaft sketft sem vift lif- um nús Fyrr hefúr ýmis átrúnaft- ur rejTist haldlítíll og þá tekur við einskonar viftkvæmt blygðunar- skeift hins berrassafta — svona meðan menn eru að bafta sig, kasta liinum gaxnla og snjáöa úlf- héftni og útvega sér eitthvað sem gengur í .Jbetri manna stofum'*. Aö sínu leytinu má vel vera rétt hjá Áma aft sú tilfinning aft „haróhausar“ af tagi Einars 01- geirssonar séu aft kíkja á menn nakta t sturtuklefanum hafi verið eínhveijum ónotaieg. En fiestir viröast nú hafa iifað það af. Kisu tekst fijútt aft gleyma sfykkjum sfnum, þegar hún er búin að klóra þau sæmilega í jörft niftur. Fiskverðið þar og soðningin hér Þegar brauðfætur Sovétríkjanna gömlu voru orðnir svo deigir að þeir báru hlassið ekki lengur uppi, þóttist markaðurinn á Vest- urlöndum hafa himin höndum tekið og viðskiptasnillingar og verðbréfauppar spáðu að miklir markaðir væru að opnast. Gengið var út frá því sem vísu að þegnar kommasamsteypunnar miklu myndu á svipstundu kasta af sér oki ríkisrekins áætlanabúsakpar og taka upp frjálst markaðskerfi og hugðu margir gott til glóðar- innar að beina viðskiptum til hinna nýju og forkláruðu sam- veldisríkja. Brátt kom í ljós að markaðurinn austur þar er öðru vísi í laginu en sjálfskipaðir sérfræðingar mark- aðssetningarinnar töldu sjálfum sér og öðrum trú um. Efnahagur samveldisins var bágari en reikn- að var með, miklar brotalamir í framleiðslunni og gjaldeyris- skorturinn yfirþyrmandi. Því var og er óhægt um vik að selja mikið austur fyrir og lögð- ust t.d. fisksölur frá íslandi að mestu niður þegar verslunar- frelsið dundi yfir Samveldi sjálf- stæðra ríkja. Minnisvarðar Frjálsa milliríkjaverslunin tók aftur á móti óvænta stefnu. Út- flutningur frá fyrrum Sovétríkj- um jókst, þrátt fyrir að fram- leiðsla dregst saman. Gífurlegar birgðir af málmum, uppsafnað hráefni til alls kyns nota, lentu á yfirfullum heimsmarkaði með til- heyrandi verðfalli samkvæmt kórréttu markaðslögmáli. Málm- bræðslurnar á fslandi hafa fengið að kenna á þessum sviptingum og Blönduvirkjun er óbrotgjarn minnisvarði um markaðsfrelsið sem yfirféll rússneska siðaskipta- menn, en hún mun standa ónot- uð svo iengi sem ekki er þörf fyr- ir nýjar álbræðslur, þvf Rússarnir munu selja ódýrt ál meðan birgð- Vitt oa breitt L____________**_____________) ir endast, sem verður enn um langa hríð. Ekki er nóg með að Rússar séu hættir að kaupa fisk frá íslandi svo neinu nemi, heldur eru þeir farnir að selja fisk í íslenskum höfnum og fæst hann fyrir slikk miðað við það sem greiða þarf ís- lenskum útgerðum fyrir hann. Sjómenn og lögreglulið í EB- ríkjum heyja stórorrustur á fisk- mörkuðum, eins og glöggt er sýnt fram á í fréttum. Þar kemur ódýr fiskur úr Barentshafi enn við sögu, en Norðmenn kaupa mik- inn Rússafisk og endurselja, frystan og saltaðan, og Samveld- ismenn selja einnig beint á EB- markað fyrir slikk. Undirboðin ganga svo langt að haft er fyrir satt að í Norður-Noregi sé þorsk- kílóið komið niður í eina krónu. Fiskur frá Afríku og Ameríku eykur enn á offramboðið á þeim mörkuðum, sem við íslendingar höfum talið okkur vísa um langt skeið. Þekkingarsala Með minnkandi fiskgengd og auknum tilkostnaði við veiðar og stóraukinni samkeppni á mörk- uðum hljóta að verða afgerandi breytingar á útgerð og fisksölu- málum. Merki um einhverja tilburði í þá átt eru lítt sýnileg, nema að eitt- hvað eru íslensk fyrirtæki að kaupa sig inn í útlendar útgerðir og einhver ósköp er talað um að við eigum að fara að veiða fisk við Afríku og Ameríku og umfram allt að kenna þarlendum hvernig moka eigi upp fiskstofnum með gríðarlegum veiðarfærum upp í verksmiðjuskip. Það þykir gulls ígildi að selja keppinautunum þekkingu og mun sú þjónusta aukast eftir því sem fisksalan dvínar. Eignarhald á svoleiðis tækjum og kunnátta í meðferð þeirra er vel til þess fallin að yfirfylla þá fiskmarkaði, sem líklegir eru til að gefa eitthvað í aðra hönd. Hryðjuverk og slagsmál á fisk- mörkuðum eru mest áberandi í Frakklandi þessa dagana. Þar- lendir fiskimenn mótmæla harð- lega innflutningi á ódýrum fiski og heimta að ríkið verndi þá fyrir svo vondri samkeppni. Franskir bændur hafa Iengi þennan steininn klappað og heimtað innflutningsbann á bú- vörur til að halda uppi verði á eig- in framleiðslu. Aðgerðir þeirra til að leggja áherslu á kröfur sínar eru hinar sömu og fiskimann- anna, að spilla vöru og berjast við lögreglu. Viðbrögðin í Frakk- landi við hinu mikla markaðs- frelsi sýna að mönnum er full al- vara að berjast fyrir afkomu sinni á heimavelli og norskir sjómenn horfa döprum augum til þeirrar framtíðar, sem tíu aurar fyrir þorskkílóið býður þeim. Á íslandi safnast upp birgðir af freðfiski og ekki tókst að salta síld upp í samninga, þótt metveiði væri í gúanó. Eini fiskurinn, sem heldur verð- gildi sínu, er soðningin sem ís- lendingum er seld á heimamark- aði. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.