Tíminn - 20.08.1993, Blaðsíða 1

Tíminn - 20.08.1993, Blaðsíða 1
Frétta-Tíminn... Frétta-síminn..>68-76-48—Frétta-Tíminn...Frétta-síminn—68-76-48... Frétta-Tíminn.Frétta-síminn—68-76-48 Föstudagur 20. ágúst 1993 155. tbl. 77. árg. VERÐf LAUSASÖLU KR. 125.- iT Byggingarvísitalan hækkað þrefalt meira á 2 mánuð- um en næstu 12 mánuðum á undan: Byggingarvísi- talan mælir 16% verðbólgu Eftir að byggingarvísitalan hafði nánast staðið í stað í heilt ár hefur hún nú á tveim mánuðum hækkað um 2,5%, sem umreiknað til heils árs svarar til þess að 15—16% verðbólga hafi nú rokið af stað í byggingarkostnaði. Nefna má sem dæmi, að íbúð sem kostaði 8 milljónir að byggja í júní hefur hækkað í 8,2 milljónir í ágúst. Launavísitalan hækkaði á hinn bóg- inn ekki neitt, sem heldur nokkuð aftur af lánskjaravísitölunni. Sú vísi- tala hækkaði um 0,7% milli mánaða. Lánskjaravísitala 3330 gildir fyrir september. Frá júní í fyrra til júní á þessu ári hækkaði byggingarvísitalan úr 188,6 stigum í 190,1 stig, eða um aðeins 0,8% á heilu ári, og það m.a.s. á gengisfellingarári. í júlí tók síðan byggingarkostnað- urinn á rás, hækkaði þá um 1,3% milli mánaða. Og núna í ágúst hefur hann aftur hækkað um 1,2% milli mánaða. Byggingarvísitalan er nú komin í 194,8 stig og hefur því hækkað um 2,5% síðan í júní. Um- reiknað til árs (þ.e. héldi samsvar- andi hækkun áfram næstu tíu mán- uðina) samsvarar hækkun síðustu mánaða um 15—16% hækkunum á heilu ári. - HEI STEFANJASONARSON kom á Laugardalsvöllinn í gærkvöldi eftír aö hafa lagt hringveginn fótgangandi aö velli. Á Laugardalsvellinum fór fram opnunarhátíö Gym i Norden og þar hélt Stefán eilitla hvatningarræðu fyrir hátíðargesti. Myndin er tekin af Stefáni viö Elliðaám- ar ásamt hópi fólks sem gekk með honum síðasta spölinn. Tfmamynd Ami Bjama Steingrímur J. Sigfússon ræðír um hugsanlegt for- mannsframboð: Yrði erfitt fyrir flokkinn og gæti kost- að átök „Ég hef verið beðinn um að bjóða mig fram í formanns- embættið. Ég hef enga ákvörð- un tekið ennþá og satt að segja iangar mig ekkert mikið til að veröa formaður," segir Stein- grímur 1. Sigfússon en spumir hafa verið uppi um hvort hann ætli að bjóða sig fram í for- mannsembætti f Alþýðubanda- laginu á móti Ólafi Ragnari Grímssyni. Framboðsfrestur- ínn rennur út 7. september. JÞað hefði ýmsa erfiðleika í för með sér fyrir flokkinn ef ég byði mig fram og gæti kostað mikil átök. Mér þaetti erfitt að taka við embættinu við slíkar kringumstæður," segir Stein- gn'mur. „Ég Ift á formanns- hlutverkið sem skuldbindingu og verulega fórn. Ég hef tekið svo til orða að hlyti ég kosn- ingu þyrfti að kveðja 8 ára gamlan son minn og hitta hann næst í fermingunni. Ég hef verið í stjómmálum í 10 ár og meirihiuta þess tíma hef ég verið þingflokksformaður, varaformaður og ráðherra og veit því hvaða bindíng felst í slfkum embættum." Steingrímur er nú á ferð um kjördæmi sitt, Norðurlands- kjördæmi eystra, og segist meðal annars vera að kanna hug heimamanna til for- mannskjörsins. „Ég lft á stjómmálastörf sem samfélagslegt verkefhi en ekki einkaframtak og tel ógeðfellt að svona stórar ákvarðanir séu teknar af einum manrú. Því ráðfæri ég mig við sem flesta/1 segir Steingrímur. -GKG. Ögmundur Jónasson, formaður BSRB, segir að tillaga heilbrigðisráðherra um tryggingagjald vegna sjúkrahússkostnaðar sé alveg fráleit: Hrein og klár eyðilegg* ing á veHerðarkerfinu „Mér finnst þessi tillaga um tryggingagjald vegna sjúkrahúskostn- aðar alveg fráleit og hrein og klár eyðilegging á velferðarkerfinu. Það er góðra gjalda vert að hafa kaskótryggingu fyrir bíla en ekki fyrir fólk. Það er nokkuð sem þjóðin hefur hafnað hingað til og vonandi verður svo áfram. Með þessari tillögu er verið að fara inn á mjög svo varhugaverða braut sem er I algjörrí andstöðu við markmið og tilgang velferðarkerfisins sem er samtrygging allra þegna landsins," segir Ögmundur Jónasson, formaöur Bandalags starfsmanna ríkis og bæja. Að frumkvæði Guðmundar Ama Stefánssonar heilbrigðis- og trygg- ingaráðherra mun vera rætt um það fullum fetum innan ríkisstjómar að leggja á sérstakt tryggingargjald vegna kostnaðar af innlögnum á sjúkrahús sem ætlunin er að inn- heimta í tekjuskattskerfinu. Sam- kvæmt tillögunni mun þó verða hægt að fá undanþágu frá þessum skatti en þá verður viðkomandi að greiða sérstakt innritunargjald þeg- ar hann þarf að leggjast inn á sjúkrahús sem yrði þá töluvert hærri upphæð en sem nemur trygg- ingarskattinum. Með þessum að- göngumiða að sjúkrahússtofnun- um, sem tryggingargjaldið óneitan- lega er ef það verður að veruleika, telur heilbrigðis- og tryggingaráðu- neytið sig geta sparað allt að hálfum miharði króna á næsta ári. „I stað samtryggingar allra þegna landsins í velferðarkerfinu sýnist mér að þarna sé verið að fera þetta yfír á einstaklingsgrundvöll og þannig geta menn hugsanlega sloppið við að greiða sitt til sam- neyslunnar. Ég held að hættan við þetta val sé sú að þeir efnaminni muni sækja um undanþágu frá greiðslu tryggingagjaldsins sökum þess að þeir hafa ekki tök á því. Jafn- framt munu þeir hinir sömu hafa enn síður efni á því að greiða sér- stakt innritunargjald þegar þeir veikjast og þurfa að leggjast inn á sjúkrahús." Formaður BSRB segir að hugsan- Iega muni þeir efnameiri einnig veigra sér við að greiða tryggingar- gjaldið vegna þess að þeir telji sig hafa efni á að greiða innritunar- gjaldið þegar þeir þurfa að Ieggjast inn. Jafnframt muni þetta opna leið fyrir kröfur um aðgreinda þjónustu á sjúkrastofhunum eftir greiðslu- getu viðkomandi sjúklings. „Ég held að menn þurfí að skoða það hvað muni gerast ef allir velja þann kost að hafna þessari kaskó- tryggingu. Ef svo verður þá standa menn uppi með innritunargjald á sjúkrastofrianir. Það er nokkuð sem á ekki að líðast og ég tel þetta einnig mjög svo varhugavert." ögmundur Jónasson segist þó von- ast eftir því að þeir sem vilji kenna sig við jöfnuð og jafnaðarmanna- stefnu muni ekki láta þessar tillögur ná fram að ganga, þótt þær hafi ver- ið settar fram í Hvítbók ríkisstjóm- arinnar á sínum tíma. -gA

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.