Tíminn - 20.08.1993, Blaðsíða 4

Tíminn - 20.08.1993, Blaðsíða 4
4 Tfminn Föstudagur 2Q,xágúst 1993 Tfmínn klALSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FELAGSHYGGJU Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjóri: Aðstoðarritstjóri: Fréttastjórar Tlminn hf. Hrólfur Ölvisson Jón Kristjánsson ábm. Oddur Ólafeson Birgir Guðmundsson Stefán Asgrlmsson Skrifstofur Lynghálsi 9.110 Reykjavik Sfml: 686300. Auglýslngasfmi: 680001. Kvöldsímar: Askrift og dreifing 686300, ritstjóm, fréttastjórar 686306, Iþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tlmans. Prentun: Oddi hf. Mánaðaráskrift kr. 1368,- , verð I lausasölu kr. 125,- Grunnverð auglýsinga kr. 765,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Eysteinn Jónsson í dag er borinn til grafar Eysteinn Jónsson, fyrr- um ráðherra og formaður Framsóknarflokksins. í dag kveðjum við einstæðan leiðtoga, sem með afgerandi hætti hefur sett mark sitt á íslenskt samfélag landi og þjóð til heilla. Eysteinn Jónsson átti langan og merkan feril í stjórnmálum, og var virkur gerandi á einhverju mesta umbrota- og breytingaskeiði í íslandssög- unni, þegar íslendingar breyttust úr því að vera tiltölulega fátæk þjóð undir danskri yfirstjórn, þar sem atvinnuhættir voru einhæfir, yfir í sjálf- stætt lýðveldi þar sem tæknivætt atvinnulíf, vel- ferð og velmegun hafa lengst af verið helstu vörumerkin. Tengsl Tímans við Eystein voru mikil enda Ey- steinn formaður blaðstjórnarinnar samhliða því að hann var formaður Framsóknarflokksins. Eins og fram kemur í fjölmörgum minningar- greinum um Eystein hér í blaðinu í dag var það eitt af persónueinkennum Eysteins að sinna af heilum huga þeim trúnaðarstörfum sem hann tók að sér. Stjórnarformennska á Tímanum var engin undantekning þar á. Þetta má m.a. merkja á ummælum tveggja fyrrverandi ritstjóra Tím- ans í minningarorðum. Þórarinn Þórarinsson sem var samstarfsmaður Eysteins í hálfa öld seg- ir m.a.: „Ég varð iðulega að taka vandasamar ákvarðanir og taldi mig oft þurfa að leita ráða hjá forystumönnum Framsóknarflokksins. Leit- aði ég þá oftar og lengur til Eysteins en nokkurs annars...Það var létt að vinna með Eysteini. Hann var fljótur að átta sig á mönnum og mál- efnum og einn þeirra manna sem alltaf gat gefið sér tíma þótt hann væri önnum kafinn. Hann fylgdi skoðunum sínum fast fram og kom oft með aðfinnslur, en var bæði samningslipur og sáttfús ef með þurfti." Annar fyrrum ritstjóri Tímans, Indriði G. Þorsteinsson, minnist Ey- steins í blaðinu í dag með þakklæti og virðingu. M.a. gerir Indriði að umtalsefni vikulega fundi Eysteins með ritstjórum Tímans á mánudags- morgnum. Indriði segir: „Það var margt sem lærðist af Eysteini á þessum mánudagsmorgn- um. Maðurinn bjó yfir óhemju mikilli reynslu og hvar sem hann drap við fæti í einhverju máli lýsti viðhorf hans athygli og góðum gáfum og umfram allt hleypidómaleysi. Þessir fundir voru að því leyti akademískir, að þeir einkenndust ekki af upphrópunum eða sleggjudómum, held- ur voru þeir eins og námsstund í pólitískri að- ferðafræði. Mér er það minnisstætt, þegar einn okkar vildi fara offari í einhverju máli, að Ey- steinn greip fram í og sagði, að þeir sem fjölluðu um pólitík yrðu ávallt að gæta þess að segja ekki meira en þeir gætu staðið við.“ Eysteinn reyndist Tímanum alltaf vel og blaðið horfir nú á eftir sterkum bakhjarli sem lét sig málefni blaðsins varða allt fram til hinstu stund- ar. Tíminn þakkar Eysteini gjöfula og lærdómsríka samfylgd í gegnum árin. ákveðið hafi verið að hætta að inn- heimta virðisaukaskatt af erlendum Einhvem veginn virðbt það vera sama hvað ríkisstjómin tekur sér fýrir hendur, það verður alltaf úrþví einhvers konar klúður. Bókaskattur- inn er nýjasta dæmið um þennan eiginleika stjómvaJda, en trúiega hafa fáar eða engar ríkisstjómir fengið eins nurgar ábendingar um nokíturt mál eins og ríkisstjómin fékk varðandi erfiðleika í fram- kvæmd bókaskattsins. Rikisstjómin hins vegar, með Friðrik Sophusson f broddi fylkingar, taldi sig nú ekki þurfa að fá ráð utan úr bæ og gaf bókaunnendum og menningar- áhugamönnum langt nef og sagði prentiðnaðinum að Vera ekki með neinnderringviðsig. Pósthúsöskur Hinn óvinsæli bókaskattur varð híns vegar til þess að þeir sem ætl- uðu að kaupa blöð og tímarit erlend- is firá þurftu að fara bæinn á endaog mæta á pósthúsið með seðlaveskið sitttilað borga virðisaukaskattinn af biaðinu sem þeir voru að kaupa. ís- ienska póstþjónustan er hlns vegar ékki hönnuð fyrir siíka innheimtu- starfeemi og því fór ailt í hnút og undanfama daga og vikur hefúr mátt heyra hávær öskur og rifrildi út úr pósthúsum landsins þar sem snaibijálaðir áskrifendur erlendra blaða og tímarita skeyta skapi sínu á yfirtrekktu og uppstttócU póstaf-: i greiðslufólki fyrir það að geta ekki sent blöðin heim til áskrifenda eins og tíðkast hefur tif þessa. Nó hprad híns véöar fréttir af hvt' að þlöðum og tímaritum, þótt trúlegt sé nú að þessari innheimtu hafi ver- ið sjáffhætt því hún hafi reynst óframkvæmanleg, Fjármálaráðu- neytið og fiármálaraðherra ríkis- stjómarinnar hefúr hins vegar engar lagaheimildir til að hætta innheimt- urrni þannig að Friðrik Sophusson er kominn í þá fúrðulegu stöðu að gefá út tilskipanir um að heimilt sé að brjóta lög sem hann sjálfúr bjó tíl. Ekki jafhir fyrit lögum En þótt Friðrik telji sig geta brotið lögin án teljandi vandræða þá ætlast hann til að aðrir bijóti þau ekki. Þannig liggur fyrir að samhliöa ákvörðun ráðherrans um að bijóta lögin um virðisaukaskatt á blöð og tímarit er ætlast tit að innheimtur verði virðisaukaskattur af innlend- um blöðum og tímaritum, Lögin gilda því í rauninni aðeins um suma en ekki aðra og að tilstuðlan fjár- málaráðuneytisins eru ekkí alliráís- landi jafnir fyrir lógum. Friðrik Sophusson fjármálaráð- herrahefur eflaust nokkrar áhyggjur af því að tapa af þeim 70 milljónum sem áttu að skila sér í kassarm sem skatttekjur af erlendu lesefhi. tví miður fyrir hann virðast þessir pen- ingar endanlega glataðir ríkissjóði eins og raunar var búið að benda ráðherranum á margsinnis áður en hann lagöi skattinn a. Garri eiur þá einlægu von í btjósti sér að ráðherrann láti sér þessa fá- ránlegu ákvarðanatöku sína að kenningu verða og hlusti á ráð upp- lýstra manna í framtíðinni. Garri Osiðaðir götustrákar „Það er verstur fjandinn við íslenskt viðskiptalíf að innan þess fá að vaða uppi alls kyns óuppaldir og ósiðaðir götustrákar sem aldrei hefúr verið kenndur munur á réttu og röngu og eru löngu orðnir of gamlir til að láta sér detta í hug að temja sér um- gengnishætti siðaðra manna. Þessir menn koma óorði á alla aðra sem stunda viðskipti, líka þá sem ekki mega vamm sitt vita." Þessi orð hrutu af vörum viðmæl- anda undirritaðs f gær og tilefnið var grein f einu dagbiaðanna í gær eftir Vilhjálm Inga Ámason, for- mann Neytendafélags Akureyrar og nágrennis, en í henni er sagt frá við- skiptum ungra hjóna við fasteigna- sala á Akureyri og bankastjóra fs- landsbanka á Akureyri. Hjónin seldu fbúð sem þau áttu og festu kaup á einbýlishúsi. Vegna óná- kvæmni í vinnubrögðum, sviksemi og undirferlis fasteignasalans og bankamannsins þar nyrðra - fag- mannanna - lyktaði viðskiptunum með því að ungu hjónin sem áttu í upphafi skipta sinna við þessa „heið- ursmenn" ágæta eign, eru nú öreig- ar. „í dag standa ungmennin uppi sem tveir einstaklingar úr sundraðri fjölskyldu, 5 milljón krónum fátæk- ari, eftir að hafa verið auðveld bráð og leiksoppar siðvilltra fagmanna," segir í grein formanns Neytendafé- lagsins. Þessi saga er ekki einsdæmi því miður og oft á tíðum eru ótrúlegar sögur sagðar af viðskiptum fólks við svikahrappa. Þessar sögur eru það margar að ástæða er að ætla að eitt- hvað meira en Iftið sé að f þjóðfélagi sem lætur viðskiptaglæpamenn vaða uppi. Stétt bílasala hefur lengi haft á sér vafasamt orð enda hafa margir svikahrappar og ódámar komið við sögu stéttarinnar og svert heiður hennar og þeirra, sem betur fer, fjöl- mörgu heiðursmanna sem starfa innan hennar. Kunningi undirritaðs átti fyrir nokkru mjög vandaða og dýra bif- reið af eftirsóttri gerð sem hann hugðist selja í tengslum við hús- næðiskaup. Bfleigandinn sem er maður hrekklaus og hafði til þess tíma ekki haft neitt saman að sælda við gangstera og siðvillinga, var boð- aður síðdegis á föstudegi á bílasöl- una þar sem bfllinn var í sölu og var þar fyrir maður sem vildi kaupa bfl- inn með því að skipta á mun ódýrari bfl og staðgreiða mismuninn. Okkar maður vildi að sjálfsögðu selja og voru söluplögg undirrituð og kaupandi greiddi með ávísun á bankaútibú utan Reykjavíkur. Þegar seljandi spurði hvort innistæða væri fyrir ávísuninni þar sem útilokað væri fyrir hann að skipta henni í banka fyrir helgina, hélt kaupandi það nú aldeilis og hringdi í útibúið og einhver sem sagðist heita Jóhann og vera útibússtjóri, sagði seljanda að innistæða á ávísanareikningnum væri ríflega fyrir bflverðinu. Seljandi afhenti því vandaðan bfl sinn í góðri trú og ók í brott á verri bfl en með stóran tékka í veskinu. Á mánudagsmorgni er okkar mað- ur kominn í bankann sinn kl. 9.30, um korteri eftir opnun og ætlar að innleysa tékkann. Þá er búið að tæma reikninginn og loka honum. Hann fer til bflasalans sem vísar öllu ffá sér og á kaupandann. Þegar loks náðist í hann daginn eftir var hann búinn að selja bflinn og umskrá hann á eitthvert þriðja nafn og þeg- ar í það nafn náðist nokkrum dögum síðar var sá líka búinn að selja og umskrá. Núna þremur árum eftir að þessi sala átti sér stað er upphaflegi selj- andinn ekki búinn að fá eina einustu krónu út úr svikahröppunum, ekki einu sinni út úr druslunni sem hann tók upp í hálft verð fína bflsins. Ástæða þess er sú að að uppítöku- bflnum var stolið. Þar voru einhverj- ir eignalausir og próflausir lausa- gönguunglingar að verki sem tókst að eyðileggja bflinn algerlega og var hann einskis virði á eftir. Útkoman úr þessum viðskiptum var því fyrir seljandann tap upp á tæpar tvær milljónir króna og eftir því sem lengra líður verður ólíklegra að hann fái nokkru sinni krónu til baka. Miðað við hvað margar sögur af þessu tagi og öðrum viðskiptum ær- legs fólks við glæpamenn heyrast, er eiginlega full ástæða til að undrast langlundargeð fómarlamba svika- hrappa og ofbeldismanna sem enga aðstoð fá af hálfu opinberra aðila við að leita réttar síns. En hvenær er nóg komið og hvenær tekur fólkið lögin í eigin hendur? Það er kannski spuming sem rétt væri að íhuga. —sá

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.