Tíminn - 20.08.1993, Blaðsíða 5

Tíminn - 20.08.1993, Blaðsíða 5
Föstudagur 20. ágúst 1993 Tíminn 5 Markús Öm Antonsson borgarstjóri Félagasamtök aldraðra velja sj álf verktaka til að byggj a íbúðir á Síðustu daga hefur nokkur um- Qöllun staðið í fjölmiðlum um út- Úutanir Reykjavíkurborgar á lóð- um fyrir ibúðir handa öldruðum. Margt hefur verið rangtúlkað í þeirri umræðu og annað sagt ósatt í forsíðufregn Tímans hinn 18. ágúst sl., sem höfð eru eftir Sig- rúnu Magnúsdóttur borgarfulltrúa Framsóknarflokksins, er farið nokkuð frjálslega með staðreyndir eins og ekki er óalgengt þegar um- ræddur borgarfulltrúi á í hlut Lát- ið er að því liggja að uppgötvast hafi eitthvert áður óþekkt bréf Dav- íðs Oddssonar, borgarstjóra, frá ár- inu 1989, þar sem hann hafi sett samtökunum Réttarholti skilyrði um að eiga viðskipti við bygginga- félagið Annannsfell vegna bygg- ingar fjölbýlishúss fyrir aldraða við Réttarholtsveg. Aðrir fulltrúar minnihlutans sem nú sitja fundi á meðal, þar á meðal Siguijón Pétursson, vilja nú líka eigna sér heiðurinn af þessari „uppljóstrun" eins og bókun þeirra í borgarráði 17. þ.m. ber með sér. Umrætt bréf Davíðs Oddssonar dags. 25. október 1989 er sent sam- hljóða til Sjálfseignarstofnunar- innar Réttarholts og Ármannsfells til staðfestingar á ákvörðun borg- arráðs frá deginum áður um að út- hluta sameiginlega til þessara tveggja aðila byggingarrétti fyrir íbúðir handa öldruðum á svæði við Hæðargarð og Réttarholtssveg. Báðir aðilar höfðu sótt um þessa tilteknu lóð. Ámannsfell ásamt Samtökum aldraðra í október 1988 en félagið Réttarholt nokkru síðar, þ.e.a.s snemma árs 1989. Samstarf tókst milli Ármannsfells og Réttar- holts og á fundi borgarráðs hinn 24. október 1989 var eftirfarandi bókað: „Lagt fram að nýju bréf skrifstofustjóra borgarverkfræð- ings ffá 16. þ.m. þar sem lagt er til að Sjálfseignarstofnuninni Réttar- holti ogÁrmannsfelli h.f. verði gef- inn kostur á byggingarétti fyrir íbúðir handa öldruðum á svæði við Hæðargarð og Réttarholtsveg. Samþykkt." Þennan fund sat m.a. Sigurjón Pétursson og tók þátt í hinni sam- hljóða ákvörðun um úthlutun til Ármannsfells og Réttarholts. Sig- rún Magnúsdóttir var líka á þess- um fúndi og gerði ekki neina at- hugasemd við afgreiðslu málsins. I umræddu bréfi borgarstjóra, sem sent var út daginn eftir, er nánar fjallað um tæknilegar hliðar málsins: að hönnun verði unnin á vegum Ármannsfells í samráði við Borgarskipulag Reykjavíkur, að Réttarholt kjósi sérstaka bygging- sínum vegum amefnd til samráðs við hönnunina en Ármannsfell skuli byggja íbúð- imar og það skilyrði sett að hús verði fokhelt og lóð frágengin inn- an 30 mánaða frá úthlutun. Efnislega skiptir þetta orðalag í bréfi borgarstjóra ekki neinu máli varðandi úthlutunina sem slfka. Það lá skýrt fyrir, að í samræmi við reglur Reykjavíkurborgar hafði borgarráð úthlutað byggingarrétti til Ármannsfells og Réttarholts í sameiningu og borgarstjóri til- kynnir þá niðurstöðu með bréfi sínu. Nú telja þau Sigrún Magnúsdóttir og Sigurjón Pétursson sitthvað „sérkennilegt“ í þessu bréfi borgar- stjóra frá 1989, sem ekki sé tekið fram í bréfum við „venjulegar út- hlutanir". Af þessu tilefni skal lögð áhersla á að bréf borgarstjóra var orðrétt endurrit af bréfi skrifstofu- stjóra borgarverkfræðings sem lagt var fyrir borgarráð til staðfestingar 24. október 1989 að viðstöddum Sigurjóni Péturssyni og Sigrúnu Magnúsdóttur og án þess að þau fyndu nokkuð að orðalagi þess. Fulltrúar minnihlutans dylgja um að sjálfstæðismenn í borgarstjóm hygli Ármannsfelli hf. með úthlut- unum lóða fyrir íbúðir aldraðra og hafi veitt fyrirtækinu einokunarað- stöðu á því sviði. Undir þennan uppspuna var tekið í skýrslu, sem félagsmálaráðherra kynnti nýverið. Að minnsta kosti átta öflugir bygg- ingaraðilar i samvinnu við félög eldri borgara, Verzlunarmannafé- lagi Reykjavíkur, Hrafnistu auk Reykjavíkurborgar sjálfrar, hafa látið að sér kveða í slíkum fram- kvæmdum síðustu ár. Staðreyndir málsins eru þær að frjáls félagasamtök aldraðra, sem að þessum málum hafa ötullega unnið, velja byggingarverktaka sjálf og sækja um Ióðir ásamt þeim. í bréfi Samtaka aldraðra mótt. 5. okt. 1988 segir: „Við sækjum um Ióðina í samvinnu við Ármannsfell hf eins og verið hefur með undan- farin þrjú verkefni, þ.e. Bólstaða- hlíð, Dalbraut og Aflagranda. ...Við viljum taka fram að við hefðum ekki klofið þessar byggingar án samstarfs við Ármannsfell hf. og erum ákveðnir í að halda þessum samstarfi áfram." í bréfi Félags eldri borgara dags. 27. des. 1989 segir m.a.: „Félag eldri borgara óskar eftir því að til endurúthlutunar komi og að Bygg- ingarfélagið Gylfi og Gunnar sf. verði lóðarhafi með félaginu og samstarfsaðili um bygginguna." Og ekki er annað að sjá en að vel hafi tekist til í samstarfi Ármanns- fells og Rettarholts. Félagið sendi inn umsókn í desember 1991 um að fá úthlutað viðbótarlóð við Hæðargarð. í bréfinu segir m.a.: „Verði sú raunin á óskum við ein- dregið eftir að fá lóðinni úthlutað með byggingaraðila okkar, Ár- mannsfelli hf.“ Það lýsir alvarlegri málefnafátækt hvemig borgarfulltrúi Framsókn- arflokksins reynir að koma sér á framfæri við fjölmiðla með óvönd- uðum málflutningi eins og þeim sem fluttur er á forsíðu Tímans sl. miðvikudag. Borgarfulltrúinn hlýtur að vita betur og ætti að meðhöndla sannleikann af meiri gætni, hafandi f huga að með upp- rifjun úr gerðarbókum nefnda og ráða borgarinnar aftur í tímann má auðveldlega fletta ofan af þeirri blekkingariðju, sem svo stíft er stunduð um sinn. Furðulegur sj ónvarpsþáttur Að kvöldi þriðjudagsins 10. ágúst var umræðuþáttur í sjónvarpinu sem hét: „Á sauðkindin ísland?" Stjómandi þáttarins heitir Ragnar Halldórsson. Ég man ekki til þess að ég hafi séð hann stjóma sjón- varpsþætti áður. Þess vegna var honum kannski vorkunn þótt honum færist stjómin óvenjulega illa úr hendi. En greinilegt var að hann hafði enga þekkingu á mál- efninu sem til umræðu var og hefði þar af leiðandi ekki átt að taka þetta verkefni að sér. Ekki var þó að sjá að hann hefði nokkra minnimáttarkennd, síður en svo. Hann var hinn brattasti, einkum til að byrja með. Þátttakendur í umræðunni vom Guðbergur Bergsson rithöfundur, Þorvaldur Gylfason prófessor, Ingvi Þor- steinsson náttúruftæðingur og Amór Karlsson bóndi. Fyrst hélt stjórnandi þáttarins stutta ræðu. Þar kom glöggt fram hvað maðurinn var illa upplýstur um umræðuefni þáttarins sem hann ætlaði að fara að stjórna. Hann sagði m.a. að sauðfjárbænd- ur á íslandi væm um 1400 en var leiðréttur af einum þátttakenda að þeir væm yfir 2.300. Ef ég man rétt vitnaði hann í nýlega birta skýrslu frá hagfræðideild Háskól- ans um hagkvæmni þess að flytja inn landbúnaðarvömr í stómm stíl vegna þess að íslenskar land- búnaðarvömr væm miklu dýrari en innfluttar af sama tagi. Hann miðaði við heimsmarkaðsverð er- lendis en gleymdi að bæta flutn- ingskostnaði, heildsöluálagningu og smásöluálagningu hér við á er- lenda verðið. Þá tók hann ekkert tillit til þess að íslensku vömmar hér em í miklu hærri gæðaflokki. En höfuðáhersluna lagði hann á hvað sauðkindin spillti gróðri landsins vegna ofbeitar. En honum var strax bent á að sauðfé á land- inu hefur fækkað um helming hér á landi á síðustu 12 ámm en á sama tíma hefur gróðurfari hér á landi hnignað mikið og uppblástur landsins aukist mikið. Einnig á að vetrarbeit væri nú engin, en hún Lesendur skrlfa V________________________J fór mjög illa með landið. Enn fremur að nú væri sauðfé á inni- gjöf 6-7 mánuði á ári. Þá væri féð haft í girðingum haust og vor, tvo til þrjá mánuði á ári. Óvíða væri sauðfé meira en þrjá mánuði og jafnvel minna á afréttum á hverju sumri. Hann væri því ekki sauð- fénu að kenna, sá aukni uppblást- ur sem orðið hefði á síðasta ára- tug. Því má skjóta hér inn í að föstu- daginn 13. ágúst var Einar Bolla- son á ferð á hestum með marga er- lenda ferðamenn frá Hveravöllum í skála norðan Hofsjökuls sem er margra kflómetra leið. Morguninn eftir spurði fréttamaður frá ríkis- útvarpi hann hvort þeir hefðu séð margar kindur á þessari leið dag- inn áður. Einar sagði að þeir hefðu ekki séð eina einusta kind á allri þessari löngu leið. Á þessu má sjá að það er mjög orðum aukið hvað sauðfé er mikill skaðvaldur í gróðri á hálendinu. En svo ég víki nánar að umræðu- þættinum þá fannst mér stjórn- andinn alls ekki vandanum vax- inn. Þegar Guðbergur eða Arnór sögðu eitthvað sem honum féll ekki, greip hann alltaf fram í og stoppaði þá af og sneri sér að Þor- valdi eða Inga og spurði hvað þeir segðu um þetta. Þeir sem taka að sér að stjórna svona þáttum í sjón- varpi eða útvarpi, verða að mínu mati að gæta fyllstu óhlutdrægni og grípa ekki fram í nema sá sem hefur orðið hverju sinni taki sér of langan tíma. Stoppa hann þá af og gefa næsta manni orðið hvort sem honum líkar skoðanir manna vel eða illa. Hins vegar tel ég að ef annar viðmælandi grípi fram í mál þess sem hefur orðið, þá sé það sjálfsagt að stjómándi þáttarins þaggi niður í honum þar til sá hef- ur lokið máli sínu. Að mínum dómi á sá sem stjómar svona um- ræðuþáttum að sjá um að allir fái sem jafnastan tíma til að láta skoð- anir sínar koma fram, annað er óhæfa. Ég er ekki að halda því fram að þetta sé einsdæmi við flutning slíkra þátta, því miður hefur það oft gerst áður en þessi piltur fannst mér þó lélegri stjórnandi en flestir aðrir sem ég hef áður hlust- að á. Þá fannst mér alveg furðulegt þegar Þorvaldur Gylfason fór að lesa upp úr nærri 50 ára gömlu skáldverki máli sínu til stuðnings. Ég vona að sjónvarpið sjái sóma sinn í því að vanda betur til vals á þeim mönnum sem það felur að hafa umsjón með hliðstæðum þáttum sem kunna að verða fluttir í því á næstu vikum og mánuðum. Sigurður Lárusson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.