Tíminn - 20.08.1993, Qupperneq 7

Tíminn - 20.08.1993, Qupperneq 7
Föstudagur 20. ágúst 1993 Tíminn 7 Minning: Eysteinn Jónsson fyrrverandi ráöherra Fæddur 13. nóvember 1906 — Dáinn 11. ágóst 1993 Með Eysteini Jónssyni er faliinn frá hinn síðasti þeirra merku og mikil- hæfu stjómmálmanna sem lögðu grunn að efnahagslegu sjálfstæði ís- lensku þjóðarinnar og um Ieið því velferðarríki sem við njótum nú. Eysteinn Jónsson var fæddur 1906. Hann ólst upp á góðu menningar- heimili á Djúpavogi. Hann fékk ung- ur áhuga á þjóðmálum og hreifst af hugsjónum ungmennafélaganna og samvinnuhreyfingarinnar. í þeim anda vann Eysteinn allt sitt mikla lífsstarf. Honum var ljóst að aðeins með því að snúa bökum saman yrði því Grettistaki lyft að skapa fátækri þjóð velmegun og velferð. í Samvinnuskólanum kynntist Jón- as frá Hriflu Eysteini. Jónas sá strax í hinum unga manni mikið efni. Hann kvaddi Eystein til starfa f Stjómarráði íslands aðeins tuttugu og eins árs að aldri. Segja má að þá hafi teningnum verið kastað. Árið 1933 er Eysteinn orðinn þingmaður Suður-Múlasýslu og ári síðar, í júlí 1934, varð Eysteinn fjármálaráð- herra. Frá þeim tíma, í 40 ár, var Ey- steinn í eldlínu íslenskrar stjóm- málabaráttu og lét aldrei deigan síga. Hinn dugmikili og kappsami ungi maður varð að vonum fljótt áhrifa- maður í Framsóknarflokknum. Þeg- ar, árið 1934 var hann kjörinn ritari flokksins. Gegndi hann því starfi í 28 ár eða allt til ársins 1962. Þá tók hann við formennsku. Eysteinn var formaður Framsókn- arílokksins til ársins 1968 þegar hann kaus að láta af því starfi. Ey- steinn varð einnig formaður þing- flokksins þegar árið 1934 í eitt þing og sfðan aftur 1943-69 eða samtals í 27 þing. Þannig mætti lengi telja þau fjöl- mörgu trúnaðarstörf sem Eysteinn Jónsson gegndi. Það munu aðrir gera. Með þessum fáu orðum vil ég fyrst og fremst leitast við að draga upp mynd af manninum sjálfum, hugsjón hans og dugnaði. Litlu máli virtist skipta hversu miklum trúnað- arstörfum á Eystein var hlaðið. Hann gekk ætíð heilshugar að hveiju verkefni. Hann var tillögu- góður með afbrigðum og urðu nið- urstöður oftast í hans anda. Eysteinn sinnti flokksstarfinu af miklum dugnaði. Ekki er því að neita að stundum þótti Eysteinn nokkuð ráðríkur. Staðreyndin er einfaldlega sú að Eysteinn var betur að sér í flestum málum en aðrir menn og málafylgjumaður mikill. Vegna mikillar reynslu og þekkingar á þjóðmálum mat hann hvert mál í víðu samhengi. þrátt fyrir miklar annir í stjómmál- um gaf Eysteinn sér tfma til að sinna sfnum hugðarefnum og var þar á sumum sviðum brautryðjandi. Eysteinn unni útivistum mjög. Þannig leitaði hann sér hvíldar og endumæringar, ekki síst í skíðaferð- um sem hann stundaði af kappi hve- nær sem tími og færi gafst. Með sanni má segja að Eysteinn Jónsson hafi opnað skíðasvæðið f Bláfjöllum fyrir skíðaunnendur. Eysteinn Jónsson varð einhver fyrsti stjómmálamaðurinn sem hvatti til stóraukinnar áherslu á um- hverfismál og umhverfisnefnd. Hon- um var ljóst að hin viðkvæma nátt- úra landsins þolir ekki stöðugt vax- andi ágang mannsins án vamaðarað- gerða og bóta. Eysteinn beitti sér fyrir stofnun Náttúruvemdarráðs og var formaður þess 1972-78. Hann átti stóran þátt í því að fríða ýmsar náttúruperlur þessa lands og stofna fóiksvanga þar sem fjöldinn gat not- ið útiveru í fögm og svipmiklu um- hverfi. Áhugi Eysteins og djúpur skilning- ur á náttúm landsins kom vel fram þau 7 ár senm hann sat í Þingvalla- nefnd. Sem formaður nefndarinnar beitti hann sér fyrir því að fram færi ítarleg rannsókn á myndun og líf- fræði vatnsins. Því mikla vísinda- starfi er nýlega lokið. Mun það vera ftarlegasta rannsókn sem fram hefúr farið á nokkm vatni f heiminum. Þetta mikla verk er ómetanlegt og ber gott vitni um óvenjulega fram- sýni Eysteins Jónssonar. Um Eystein Jónsson stóð oft mikill stormur, eins og títt er um þá sem skara fram úr og hafa ákveðnar skoð- anir. Eysteinn undi sér vel í slíkum átökum enda frábær ræðumaður. Hinn mikli erill tók þó um tíma nokkuð á heilsu Eysteins. Með heil- brigðu lífemi, ekki síst útivistum og með aðstoð sinnar ágætu eiginkonu Sólveigar Eyjólfsdóttur, náði hann fúllri heilsu og starfsorku. Sólveig stóð ætíð sem klettur við hlið síns manns í blíðu og stríðu. Eysteinn lauk fjömtíu ára starfsferli sem forseti sameinaðs þings. Sem forseti naut hann óskiptrar virðingar enda með meiri þingreynslu en aðrir menn. Eysteins Jónssonar mun lengi verða minnst af þeim fjölmörgu mönnum sem honum kynntust og með virðingu af bæði stuðnings- mönnum og andstæðingum, er ég sannfærður um. Þjóðin stendur í stórri þakkarskuld við Eystein Jóns- son. Sérstaklega eigum við framsóknar- menn þó Eysteini Jónssyni mikið að þakka. Með þessum fátæklegu orð- um kem ég þeim þökkum á framfærí og flyt jafnfiramt hinstu kveðju okkar framsóknarmanna. Við hjónin vottum eftirlifandi eig- inkonu Eysteins, Sólveigu Eyjólfs- dóttur, bömum þeirra og aðstand- endum okkar dýpstu samúð. Steingrímur Hermannsson Eysteinn Jónsson er látinn. í hálfa öld var hann í hópi áhrifamestu stjómmálamanna landsins. Slíkt er fágætt meðal lýðræðisþjóða þar sem fram fer reglubundið val til hinna þýðingarmestu trúnaðarstarfa. Hvaðan kom honum þrek til að inna af höndum þessa þjónustu? Við því fást trauðla einhlít svör og kemur mér þó í hug, auk eðliskosta, mótun bemskuára, tengslin við landið og fólkið í landinu og lífsfömnautur- inn, Sólveig Eyjólfsdóttir. Hann Eysteinn fæddist á Djúpavogi 13. nóvember 1906. Foreldrar hans vom séra Jón Finnsson, sóknar- prestur þar, og Sigríður Hansína Beck, kona hans. Þeirra foreldrar vom mikið manndómsfólk, séra Finnur Þorsteinsson og Ólöf Einars- dóttir á Klyppsstað og Hans J. Beck og Steinunn Pálsdóttir á Sómastöð- um. Á heimili prestshjónanna á Djúpa- vogi fléttaðist saman menning, vinnusemi og aðhald. Kært var með söfnuði og sóknarpresti og fjöl- skyldu hans. Og heimilið jafnt og umhverfið veitti æskilegt svigrúm fyrír yngstu kynslóðina til athafna og leikja, sem líkt og af sjálfu sér leiddu til þátttöku í lífsbaráttu hinna fúllorðnu. „öll vinna tók mig nokkuð föstum tökum," sagði Eysteinn einhverju sinni um unglingsárín á Djúpavogi. Og hann var fyrr en varði orðinn þátttakandi í sjálfsþurftarbúskap for- eldra sinna. Síðan tók við fiskvinna, verslunarstörf, sjósókn og annað sem til féll í plássinu. Vitanlega gekk hann í bamaskóla þorpsins og faðir hans veitti honum að auki staðgóða tilsögn og greiðan aðgang að les- máli. Eiginleg skólaganga dróst nokkuð og varð stutt, tveir vetur í Samvinnuskólanum hjá Jónasi Jóns- syni. Hann lauk prófi þaðan vorið 1927. Skömmu eftir heimkomuna til Djúpavogs og áður en ráðrúm gæfist að svipast um eftir starfi barst Ey- steini símskeyti frá nýskipuðum dómsmálaráðherra, Jónasi Jónssyni: „Mundirðu vilja magra skrifstofúat- vinnu Rvík vetrarlangt?" — Hann svaraði um hæl játandi og fór suður með næstu skipsferð. Ákvörðun hans varð örlagarík. Eysteinn Jónsson gekk þegar til liðs við Framsóknarflokkinn með afger- andi hætti. Hann starfaði í Stjómar- ráðinu næstu árin. Seinni misserin þar vann hann að nýskipan ríkisbók- haldsins og gegndi fleiri þýðingar- miklum verkþáttum. Snemma árs 1931 var hann skipaður ríkisskatt- stjóri. Fleira bar til tíðinda á æviferli Ey- steins um þær mundir. Hann kynnt- ist verðandi eiginkonu sinni, Sól- veigu Eyjólfsdóttur, og gengu þau í hjónaband 20. febrúar 1932. Þau byrjuðu búskapinn í leiguhúsnæði — með sex í heimili, því foreldrar Eysteins brugðu búi um þær mund- ir og fluttu til Reykjavíkur ásamt fósturdætmm. Eldri bróðir Eysteins, séra Jakob, var farinn að heiman áð- ur. Foreldrar Sólveigar vom Eyjólfur Jónsson múrari í Reykjavík og Þor- björg Mensaldursdóttir kona hans. Þau bjuggu á Bergstaðastræti 46 og þar ólst Sólveig upp og sótti Miðbæj- arskólann þegar hún hafði aldur til. Hún varð fljótt vel verki farin og byrjaði ung að vinna fyrir sér. Hugur hennar hneigðist að leiklist og hafði hún farið með nokkur hlutverk hjá Leikfélagi Reykjavíkur þegar anna- samt heimili þeirra Eysteins krafðist allrar starfsorku húsfreyjunnar ungu. Árið 1934 fluttu þau hjónin ásamt skylduliði í eigið húsnæði að Ásvalla- götu 67 og áttu þar heima í hálfa öld. Þau eignuðust sex böm sem hér verða nafngreind í aldursröð ásamt mökum: Sigríður deildarstjóri í Reykjavík átti Sigurð Pétursson sem er látinn, sambýlismaður Jón Kristinsson. — Eyjólfur afgreiðslustjóri í Keflavík, kvæntur Þorbjörgu Pálsdóttur. — Jón sýslumaður í Keflavík, kvæntur Magnúsínu Guðmundsdóttur. — Þorbergur forstjóri í Reykjavík, kvæntur önnu Margréti Marísdótt- ur. — Ólöf Steinunn húsfreyja í Kópavogi, gift Tómasi Helgasyni. — Finnur prentari í Reykjavík. Þegar frá upphafi lét Eysteinn Jóns- son mjög að sér kveða í Framsóknar- flokknum og samtökum samvinnu- manna og átti til dæmis góðan þátt f stofnun tveggja samvinnufélaga f Reykjavík með verslun og íbúða- byggingar að markmiði. Hversu skjótt hann kom til áhrifa f Fram- sóknarflokknum byggðist vitanlega á starfshæfni hans og vaskleik. Mér eru hugstæð tvö atvik því tengd. Al- þingiskosningamar 1931 voru mjög heitar. Þá fóru fram fyrstu stjóm- málaumræður í útvarpi. Hlustað var með athygli um allt land. Fjármála- ráðherrann var farinn að stríða f kjördæmi sínu norður í Eyjafirði. Ungur og óþekktur maður var settur

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.