Tíminn - 20.08.1993, Blaðsíða 8

Tíminn - 20.08.1993, Blaðsíða 8
8 Tíminn Föstudagur 20. ágúst 1993 Eysteirm Jónsson sést hér í ræöustóli Alþingis. til að ræða ríkisfjármálin. í annan stað talaðist svo til að sami maður, Eysteinn Jónsson, færi á nokkra framboðsfundi með frambjóðendum Framsóknarflokksins í Suður- Múla- sýslu. Kynningin reyndist kröftug. Tveimur árum seinna varð Eysteinn þingmaður Sunnmýlinga þegar Sveinn í Firði dró sig í hlé sakir ald- urs 1933. Og hann var skipaður fjár- málaráðherra í ríkisstjóm sem mynduð var eftir enn nýjar kosning- ar 1934. Þessi hraða atburðarás varð undan- fari hins langa og merka stjómmála- ferik Eysteins Jónssonar á miklu umbrotaskeiði í sögu lands og þjóð- ar. Hann sat á Alþingi yfir fjörutíu ár, þingmaður Suður- Múlasýslu og Austurlandskjördæmis og var ráð- herra nærri tvo áratugi. Og hann var í forystusveit Framsóknarflokksins í hálfa öld, ritari, formaður og í ftam- kvæmdastjóm. Það segir mikla sögu að um val hans til allra þessara trúnaðarstarfa á vegum Framsóknarflokksins varð aldrei ágreiningur þar á bæ. Sjálfur ákvað hann hvenær hætta skyldi á hverjum pósti. Svo stóð á tungli í landsmálum þegar Eysteinn hóf störf í Reykjavík 1927 að Framsóknarflokkurinn fór með forystu í ríkisstjóm. Það gerði hann raunar næstu fimmtán árin og leiddi þá fimm ríkisstjómir. Megin- hlutverk þeirra vom breytileg eftir þjóðfélagsástæðum. Alþýðuflokkur- inn studdi þá fyrstu sem TVyggvi Þórhallsson veitti forstöðu. Auð- kenni hennar var hröð sókn til fram- fara í velferðarmálum. Framsóknar- flokkur og Alþýðuflokkur mynduðu ríkisstjóm 1934 undir forsæti Her- manns Jónassonar og Eysteinn varð fjármálaráðherra. Hún varð kunn fyrir forystu um atvinnuuppbygg- ingu á krepputímum og fmmkvæði um almennar tryggingar og lýðrétt- indi. Þegar heimsstyrjöldin fór að tók við þriggja flokka „þjóðstjóm" með Hermann í forsæti, en Eysteinn fór með viðskiptamál og fleira — fram til 1942. Næst varð Eysteinn Jónsson ráð- herra 1947 í ríkisstjóm þriggja flokka undir forsæti Stefáns Jóhanns Stefánssonar og fór nú með mennta- og kirkjumál, heilbrigðismál, flug- mál og landhelgisgæslu. Þessi ríkis- stjóm var við völd í þrjú ár. Eftir fárra mánaða hlé var Eysteinn skip- aður fjármálaráðherra í samstjóm framsóknar- og sjálfstæðismanna, aftur 1953 og enn 1956 í þriggja flokka „vinstri" stjóm sem fór frá undir árslok 1958. Um það er lauk ráðherradómi hafði Eysteinn farið með fjármál ríkissjóðs Iengur en nokkur annar fyrr og síð- ar. Og sagt var að hann sem fjár- málaráðherra léti „ef unnt var ekki hjá líða að hafa til staðar afl þeirra hluta sem gera skal“. Voru það orð að sönnu, því löngum var tekjuaf- gangur hjá Eysteini — og kom sér vel. Þótt Eysteinn Jónsson sæti í mörg- um ríkisstjómum, tók hann þátt í enn fleiri viðræðum um stjómar- myndun. Og vitanlega varð stjómar- andstaða einnig hlutskipti hans á þingferlinum. Saga stjórnmálamanns, sem svo lengi skipar framvarðasveit, er um leið brot af sögu lands og þjóðar og verður ekki sögð í blaðagrein. Margt ber að höndum á langri leið. íslend- ingar bmtust út úr kreppunni miklu á fjórða áratugi aldarinnar og mættu uppréttir aðdraganda ófriðarins mikla. Lýðveldi stofnuðu þeir 1944 og kusu að ljúka því áður en stór- veldi veraldar gerðu upp sín í milli við ófriðarlok. íslendingar hlutu að marka sér stöðu meðal frjálsra þjóða þegar við stofnun lýðveldis og gerðu það. Þeir stækkuðu í áföngum fisk- veiðilögsögu sína, háðu „þorska- stríð“ og unnu. Og komu sér upp velferðarþjóðfélagi þar sem leitast skal við að mæta þörfum lítilmagn- ans. Vissulega em þetta verk margra, manna, félaga og stjómmálaflokka, unnin með skipulegum hætti og höfúðvettvangur Alþingi og ríkis- stjóm — þess ber að minnast. Ey- steini var nánast kappsmál að fólk hefði þetta á hreinu. „Menn verða að kunna þá list að berjast fyrir sínum málstað og afla honum stuðnings ... en semja síðan og taka tillit til ann- arra sem nægir til þess að nægilega margir standi saman um viðunandi úrlausnir," sagði hann. Og þetta hef- ur löngum tekist og stundum með ágætum. Til dæmis við stofnun lýð- veldisins og við ákvörðun um 50 mílumar sem allur þingheimur studdi að lokum. Slíkur árangur ber í sjálfúm sér mikla umbun. „Mála- miðlun er aðalsmerki samskipta frjálsra manna." — Og Eysteinn sagði enn fremur um landsmála- störfin: „Enginn skyldi halda að það sé leið- inlegt hlutskipti að ganga f pólitíska vinnu með öðmm mönnum. Því fylgir þvert á móti eðlileg lífsfylling og vinnugleði — engu minni en öðr- um verkum sem menn ganga til fús- ir af nauðsyn og áhuga." Allt em þetta eftirtektarverð skila- boð frá svo langreyndum stjóm- málamanni og bera ljóst vitni um heilbrigð viðhorf hans sjálfs til manna og málefna. Eysteinn Jónsson hlaut sem forvíg- ismaður í sínum flokki — og fjár- málaráðherra — mjög að fást við meginviðfangsefni landsmálanna á hverjum tíma. En áhugasvið hans var vítt Nefna skal sem dæmi for- ystu um tengingu hringvegarins á íokastigi, störf hans sem forseta Sameinaðs Alþingis síðasta kjör- tímabilið, og fmmkvæði um nátt- úruvemd og útivist fyrir og eftir að þingferli lauk. Ekki var Eysteinn alltaf heilsu- hraustur. En viljastyrkur hans var mikill og starfsþrekið lengi óbug- andi. Hann var og raunsær og hafði góða yfirsýn um sviðið. Hann sagði einhverju sinni að samvinnuhreyf- ingin væri „hugsjón í vinnufötum". Þessi ummæli vom ekki aðeins dag- sönn heldur og dæmigerð fyrir hann sjálfan, þvf hann lá ekki á liði sínu og var einkar sýnt um að hrinda áform- um í framkvæmd. Stundum á það líklega sinn þátt í erfiðleikum ein- staklinga og þjóða að „vinnufötin" séu látin liggja eftir heima hvers- dags. Eysteinn Jónsson var gæfumaður í einkalífi. Ungur eignaðist hann góð- an og mikilhæfan lífsfömnaut í þeirra orða fyllstu merkingu og fjöl- skyldan varð samhent og fjölskyldu- böndin sterk. Heimilið varð honum persónulega traustur bakhjarl. Þangað lögðu og flokksmenn leið sína. Og á fyrstu ritaraámm hans var „flokksskrifstofan" í reynd að Ás- vallagötu 67! Allt var þetta baráttu- manninum Eysteini Jónssyni harla mikils virði. Ég held það hafi tekið Eystein æði- mörg misseri að aga svo starfshætti sína að ekki ógnuðu þeir heilsu hans og lífi. En það tókst og þar átti úti- vist um helgar ábyggilega drjúgan þátt. „Útivist hleður mann orku,“ sagði hann. Og varð að trú sinni. Því hann átti langa ævi framundan og honum auðnaðist að vitja Bláfjall- anna fram um áttrætt. En allt hefur sinn tíma. Þróttur skertist og leiðin varð torsótt. Eysteinn Jónsson and- aðist á Landspítalanum 11. þessa mánaðar. Það er örðugt að skrifa um Eystein Iátinn, því svipmyndimar hrannast að. Á unglingsámm fylgdist ég með ferli hans í fyrstu, í útvarpi, blöðum og á mannfundum. Við heima dáð- umst að þessum unga manni og veittum honum brautargengi heils- hugar. Fjölskyldu hans kynntumst við seinna allnáið og eigum dýrmæt- ar minningar um samvemstundir á heimili þeirra Sólveigar á Ásvalla- götunni. Um áratuga skeið áttum við Ey- steinn samleið í kjördæmi og á Ál- þingi. Gott er að minnast samvem okkar og samvinnu, flokksbræðr- anna allra, sem setið höfum á Al- þingi fyrir Austurlandskjördæmi frá stofnun þess 1959. Á það samstarf bar aldrei skugga og jafnan gengið til verks með einum huga. Merkilegt þykir mér eftirá hve traustu skipulagi Eysteinn kom á samstarf allra alþingismanna af Austurlandi um málefni kjördæmis- ins. Líkt og af sjálfu sér fékk það samstarf form og inntak — og varð harla gott Athyglisvert hefur mér þótt hvem veg ýmsir spakir menn hafa ávarpað Eystein Jónsson við aðskiljanleg tækifæri. í þann mun sem hann var að segja sig frá viðamestu trúnaðar- störfum — velta af sér reiðingnum, eins og hann sagði stundum — var meðal annars tekið svo til orða í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins: „Það er mikil gæfa í því fólgin að öðlast þá fullnægingu í lífsstarfi sínu og þann sálarfrið sem gerir mönnum kleift að ganga frá leik á þann hátt sem Eysteinn Jónsson hefur gert á síðustu árum. Það segir meira um manninn sjálfan en mörg orð.“ Þegar Eysteinn hætti þingmennsku braut forseti Neðri deildar, Gils Guð- mundsson, gróna þingvenju, ávarp- aði hann sérstaklega og beindi til hans þakkarorðum. Gylfi Þ. Gíslason fylgdi dæmi deildarforseta og sagði þá meðal annars: ,Af Eysteini Jónssyni hef ég aldrei í áratugi, í samstarfi eða baráttu, reynt annað en drengskap og heiðar- leik. Þar hefur farið vitur maður og góður drengur, sem á þakkir skildar okkar allra, sem setið hafa með hon- um á Alþingi og unnið með honum.“ Ég tek upp þessi ummæli samtíðar- manna Eysteins Jónssonar í öðrum stjómmálaflokkum vegna þess að þau túlka margt það í minni hugsun sem ég á bágt með að koma orðum að nú þegar leiðir skiljast um sinn. Við þær tilvitnanir skal nú aðeins bætt þessum ávarpsorðum Guð- mundar Inga á Kirkjubóli sem ég geri að mínum: Störfþín voru stór og brýn, stækkuðu þjóðar gengi. Óska ég þess að áhrifþín ennþá vari lengi. Með þessum fátæklegu línum vil ég votta minningu Eysteins Jónssonar virðingu og þökk. Við Margrét kona mín og okkar fólk sendum Sólveigu og öðrum ástvinum Eysteins inni- legar kveðjur og biðjum þeim bless- unar. Vilhjálmur Hjálmarsson Öll vitum við að sá dagur kemur að við munum kveðja þennan heim. í hvert sinn sem vinir og samferða- menn falla frá verðum við máttvana þótt fréttin sé misjafnlega óvænt. Eysteinn Jónsson hafði náð háum aldri þegar hann féll frá. Fréttin um andlát hans var samt óvænt fyrir mörg okkar sem höfðum vonað að hann væri á batavegi. Við fráfall Eysteins koma minning- amar eðlilega upp í hugann. En þær eru svo margar og grípandi að það er nánast engin leið að raða þeim sam- an og koma þeim frá sér í fáum orð- um. Maðurinn var svo óvenjulegur og áhrif hans svo mikil að maður veit eiginlega ekki hvar á að byrja. Verk hans og spor eru út um allt þjóðfélagið. Lífsstarf hans hefur skotið rótum víðar en við almennt gerum okkur grein fyrir og árangur starfa hans á sviði félags- og þjóð- mála blasir víða við, án þess að getið sé um nafnið hans. Vínur hans og samstarfsmaður, Vilhjálmur Hjálm- arsson, skrifaði minningar hans og ætlaði að gera það í einni bók. Þegar upp var staðið voru bækumar orðn- ar þrjár þótt það helsta væri valið úr. Morguninn sem Eysteinn féll frá var ég við störf í Alþingi og átti þá langt samtal við Pétur Jónasson prófessor um Þingvelli og hið merka rit hans um Þingvallavatn og allt umhverfi þess. Þegar leið á samtalið gat Pétur þess að ástæðan fyrir því að hann réðst í þessar umfangsmiklu rann- sóknir hefði verið að Eysteinn Jóns- son fór þess á leit við hann fyrir 20 ámm sem formaður Náttúruvemd- arráðs. Þetta er aðeins lítið dæmi um áhugamál Eysteins og áhrif hvarvetna í þjóðfélaginu. Landið, saga þess, náttúran og fólk- ið sem þar býr áttu allan hug Ey- steins Jónssonar. Sérhver dráttur landsins og einkenni vom eins og greypt í huga hans og hann þekkti betur til en flestir aðrir um land allL Sem fomstumaður í Framsóknar- flokknum alla sína tíð ferðaðist hann um allt landið og kynntist högum hvers einasta byggðarlags og fjöl- margs fólks. Þær fáu frístundir sem hann átti notaði hann gjaman til útiveru og naut sín best í faðmi ís- lenskrar náttúm. Ég kynntist Eysteini Jónssyni fyrst sem unglingur. Hann ferðaðist um Austurland sem þingmaður kjör- dæmisins og kom oft á heimili for- eldra minna. Hann hafði lifandi áhuga á öllu sem var að gerast og spurði margs. Hann gaf sér góðan tíma til að tala við okkur og það var ávallt fjörugt og glaðlegt í kringum hann. Það varð síðan hlutskipti mitt að fara í framboð til Alþingis fyrir Aust- urlandskjördæmi þegar Eysteinn Jónsson hætti sem þingmaður kjör- dæmisins 1974. Það var á margan hátt erfitt að koma inn í stjómmálin þegar Eysteinn var að hætta, því hans skarð varð ekki auðveldlega fyllt. Af hógværð sinni gerði hann lítið úr því og aðstoðaði okkur af mikilli alúð. Hann lagði mikið upp úr þvf að samvinna milli þingmanna væri góð og var alltaf fús til að miðla af þekkingu sinni og reynslu. Það em næstum tveir áratugir síðan Eysteinn Jónsson hætti á Alþingi. Við sem gengum í fótspor hans höf- um fundið vel fyrir áhrifum hans og starfsorku. Hann var alls staðar kunnur fyrir dugnað, reglusemi, áræðni og heiðarleika. Félagar hans og samstarfsmenn í stjómmálum hafa flestir dáð hann og orð hans vom almennt mjög ráðandi í erfið- um ákvörðunum. Hann hafði mót- andi áhrif á alla fundi sem hann tók þátt í og var óþreytandi að gefa tón- inn og leggja línur í málflutningi. Andstæðingar hans í stjómmálum virtu hann mikils og hans er nú minnst sem eins af merkustu stjóm- málamönnum sem ísland hefur átt. Ferill Eysteins Jónssonar í stjóm- málum er óvenjulegur og glæsilegur en það kom ekki af sjálfu sér. Kom- ungur naut hann mikils trúnaðar vegna skarprar greindar, dugnaðar og fómfysi. Hæfileikar hans nutu sín vel í stjómmálum. Hann hafði óþrjótandi starfsþrek og hlífði sér hvergi. Stjómmálin vom mikilvæg- asti þátturinn í lífi hans og Fram- sóknarflokkurinn átti hug hans all- an. Við sem störfum f Framsóknar- flokknum nú stöndum í mikilli þakkarskuld við Eystein Jónsson. Það var gæfa flokksins og þjóðarinn- ar að fá hann ungan til starfa í þjóð- málum og merki hans mun lengi lifa. Framsóknarmenn á Austurlandi minnast Eysteins af miklum hlýhug og djúpri virðingu. Hann vann hug og hjörtu margra með einlægni sinni, ræðusnilld og öllu háttemi. Við þökkum honum gæfuríkt starf fyrir fjórðunginn og þjóðina. Umboð sitt í stjómmálum sótti hann ávallt til Austurlands þótt hann væri sem ráðherra og forustumaður flokksins stjómmálamaður fyrir landið allt. Hann var Austfirðingur að ætt og uppmna og var mótaður af því um- hverfi sem hann ólst upp í austur á Djúpavogi. Ég vil fyrir hönd Framsóknarmanna á Austurlandi þakka öll sporin sem hann steig fyrir okkar hönd, um- hyggjuna og framsýnina fyrir hönd

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.