Tíminn - 20.08.1993, Blaðsíða 9

Tíminn - 20.08.1993, Blaðsíða 9
Föstudaggr.20. ágúst 1993 Tíminn 9 fjórðungsins. Við biðjum góðan Guð að styrkja Sólveigu og alla afkom- enduma sem nú sjá á bak kæmm ástvini sem þurfti oft að leggja mikið á fjölskyldu sína í þeim störfum sem hann gegndi. Við Sigurjóna þökkum persónuleg kynni og fyrir þá ánægju og gæfú að hafa fengið tækifæri til að kynnast Eysteini og Sólveigu. Halldór Ásgrúnsson Við lát Eysteins Jónssonar verður mér hugsað til hins langa samstarfs sem ég átti með honum í samvinnu- hreyfingunni. Þar var hann í fylking- arbrjósti, lengi varaformaður stjóm- ar Sambandsins og síðar stjómarfor- maður í nokkur ár. Þó verða það stjómmálin sem fyrst og fremst munu halda nafhi hans á lofti í sögu þjóðarinnar. Þar skipaði hann sér sess meðal forystumannanna um áratuga skeið. TVúlega verður það dómur sögunn- ar að á fyrra helmingi tuttugustu aldarinnar hafi tvinnast saman ein- hverjir þýðingarmestu örlagabræðir í sögu íslensku þjóðarinnar. Á þess- um tíma verður ísland sjálfstætt ríki undir Danakonungi (1918) og sfðan fullvalda lýðveldi (1944), eftir að hafa lotið erlendum yfirráðum í margar aldir. Túttugasta öldin hefur líka gef- ið íslensku þjóðinni slíka velmegun, að hún fram til þessa hefúr verið í hópi þeirra þjóða þar sem lífskjör em hvað best. Það er því ekki ofsagt að algjör bylting hafi orðið í lifnaðar- háttum Islendinga á þessari öld. Ekki komu þessar breytingar af sjálfu sér. Frelsið kostaði baráttu, þótt hún væri ei með vopnum háð, og það var þessi barátta fyrir frelsinu sem reyndist þjóðinni mikill orku- gjafi, enda vöktu sigramir í sjálf- stæðismálunum aukna trú á fram- tíðina. Þjóðin hafði dug til þess að færa sér í nyt hinar miklu framfarir sem áttu sér stað í veröldinni, ekki síst eftir Iok sfðari heimsstyrjaldar. Ekki var hikað við að takast á fang- brögðum við miklar fiamkvæmdir og stórar athafnir. í baráttunni fyrir stjómarfarslegu og efnahagslegu sjálfstæði þjóðar- innar var það mikil gæfa að eiga „aldamótamennina" með sínar björtu draumsýnir og óbilandi trú á landið sitt Þá var það ekki síður gæfa þjóðarinnar að hún eignaðist dugmikla stjómmálamenn, sem reyndu með störfúm sínum að tryggja það að draumar aldamóta- mannanna yrðu að vemleika. En fleira kom hér til sem skipti sköpum. Samtök fólksins höfðu komið til sög- unnar og áttu eftir að láta að sér kveða í ýmsum myndum. f hópi þessara samtaka var samvinnuhreyf- ingin sem festi rætur í Suður-Þing- eyjarsýslu með stofnun fyrsta kaup- félagsins árið 1882. Þá urðu ung- mennafélögin þýðingarmikil sam- tök, ekki síst á fyrstu áratugum aldarinnar. JUdamótamennimir" vom þar í forystusveit, en þeir höfðu einmitt næman skilning á því að samvinnufélögin og ungmennafé- lögin vom tveir homsteinar í upp- byggingu frelsis og framfara. Ung- mennafélögin lögðu áherslu á þjóð- rækni og þjóðfrelsi. Samvinnufélög- in vom hins vegar sameinaða aflið til að bæta efnahagslega afkomu heim- ilanna, gefa aukna trú á framtíðina og stuðla að efnahagslegu sjálfstæði þjóðarinnar. Hvor tveggja lögðu þessi samtök áherslu á manngildið sem skipa skyldi hærri sess en óheft peningahyggja. Samvinnuhreyfingin byggðist á frjálsum samtökum fjölda einstaklinga á gmndvelli lýðræðis. Þannig gat fólkið sjálft með samtaka- mætti sínum skapað afl framfara sem varð þýðingarmikill þáttur í efnahagslífi þjóðarinnar. Það fór ekki á milli mála að margar af hugsjónum „aldamótamannanna" urðu að vemleika í tímans rás. Dug- miklir og framsýnir stjómmálamenn unnu drengilega að því að láta fram- tíðardraumana rætast. Þá lyftu sam- tök fólksins í landinu grettistökum á ýmsum sviðum. Þar í flokki vom samvinnufélögin afkastamest. Gamalt orðtæki segin „Veldur hver á heldur". Þetta á við stjómmálin, rekstur fyrirtækja, félagasamtök, já reyndar flestar athafnir manna. Það var gæfa samvinnuhreyfingarinnar að eiga dugmikla fmmherja og síðar farsæla forvígismenn. í samvinnu- hreyfingunni var það gmndvallarat- riði að ákveðnar hugsjónir um sam- vinnu og samtakamátt gætu notið sín. Meðal annars þess vegna var það svo þýðingarmikið að til væm for- vígismenn sem gætu túlkað þessar hugsjónir og sameinað fólk undir merki þeirra. Einn af forvígismönnum í sam- vinnuhreyfingunni frá byijun fjórða áratugs aldarinnar til seinni hluta þess áttunda var Eysteinn Jónsson. Hann fæddist á Djúpavogi 1906 og ólst þar upp í foreldrahúsum. Þegar aldur leyfði stundaði hann þar vinnu bæði til sjós og lands með heima- námi hjá föður sínum, sr. Jóni Finnssyni. Hann Iauk prófi í Sam- vinnuskólanum hjá Jónasi Jónssyni 1927. Þegar hér er komið sögu hefði Eysteinn trúlega verið reiðubúinn að hefja störf innan samvinnuhreyfing- arinnar, ef Jónas skólastjóri, sem þá var mesti ráðamaður innan Fram- sóknarflokksins, hefði ekki ætlað honum annað hlutverk. Þannig vom mál með vexti, að Jónas lagði sig fram um að fá unga menn til starfa fyrir Framsóknarflokkinn. Ljóst er að í Eysteini sá hann efnilegan stjómmálamann, enda kvaddi Jónas hann til starfa sem aðstoðarmann sinn, þegar hann varð ráðherra 1927 í ríkisstjóm Tryggva Þórhallssonar. Eysteinn hafði nú kastað teningn- um. Stjómmálabrautin var ráðin og framinn skammt undan. Hann varð foringi ungra framsóknarmanna; hafði þá þegar fengið orð fyrir að vera ræðuskömngur. Eysteinn verð- ur svo fjármálaráðherra í ríkisstjóm Hermanns Jónassonar 1934, sem var samstjóm Framsóknarflokks og Al- þýðuflokks og fékk nafnið „Stjóm hinna vinnandi stétta". Eysteinn var þá aðeins 27 ára gamall og þá orðinn þingmaður Sunnmýlinga. Heim- skreppan var þá í algleymingi og það reyndi að sjálfsögðu mikið á fjár- málaráðherrann að ráða fram úr hinum erfiðu málum sem upp komu. Ekki verður um það deilt að Ey- steinn stóðst með mikilli prýði fyrsta prófið í ráðherrastóli. Á löngum stjómmálaferli sínum, sem ekki verður rakinn hér — enda gerð góð skil í þriggja binda æviminningum — átti Eysteinn eftir að gangast und- ir mörg reynslupróf, bæði í ráð- herrastólum og á Alþingi. Þau próf stóðst hann þannig, að hann verður talinn í hópi mestu stjómmála- manna landsins á ámnum 1934- 1974. Hann markaði djúp og heilla- rík spor í þjóðlíf íslendinga á þessum árum, þegar þjóðin var að brjótast út úr fátæktinni og byggja upp velferð- arríki, sem ekki á sér marga jafn- ingja. Geta skal þess að Eysteinn tók einarða afstöðu með vamarsamn- ingnum milli íslands og Bandaríkj- anna 1951. Þá átti hann ásamt öðr- um framsóknarmönnum þátt í því að sett var fram krafa í ríkisstjóm Ól- afs Thors 1953, þar sem Eysteinn var ráðherra, að erlendir verktakar á Keflavíkurflugvelli hættu starfsemi sinni, en íslenskir verktakar leystu þá af hólmi. Eysteinn Jónsson var þó ekki aðeins stjómmálaforingi, heldur líka for- ystumaður í íslensku samvinnu- hreyfingunni. Störf hans þar standa mér nálægt, enda átti ég á þeim vett- vangi samvinnu með honum í ára- tugi. Er ég ekki frá því að samvinnu- hugsjónimar, sem Eysteinn bar í brjósti frá unga aldri, hafi orðið hon- um til styrktar í stjómmálabarátt- unni, enda var samvinnupólitík hluti af lífsviðhorfi hans. Á sama hátt hef- ur það verið samvinnuhreyfingunni ómetanlegur styrkur að eiga slíkan málsvara sem Eysteinn var, hvort sem var í ríkisstjóm, á Alþingi eða í dagtegum störfum. Það var samvinnuhreyfingunni enn meiri nauðsyn að eiga góða mál- svara, vegna þess að frá því henni tók að vaxa fiskur um hrygg hefur hún átt mótherja, sem hafa lagt sig fram um að hefta framgang samvinnu- starfsins, að sjálfsögðu í því augna- miði að styrkja samkeppnisaðilana. Störf þessara aðila voru með ýmsu móti: það snerti lagasetningar á Al- þingi, fyrirgreiðslur til mótherjanna í sumum ríkisstofnunum og ráðu- neytum, að ógleymdum borgaryfir- völdum, sem iðulega lögðu steina í götu samvinnufélaganna, bæði Sam- bandsins og kaupfélagsins í Reykja- vík. Auðvitað var það hin pólitíska undiralda sem hér áður fyrr mótaði ákvarðanir í bæjarstjóm, þegar mál samvinnuhreyfingarinnar voru á dagskrá. Það var því ekki vanþörf á því, að samvinnuhreyfingin ætti málsvara á Alþingi, enda vom aðal- mótherjamir þar vel mannaðir. Víð- ar í stjómkerfinu þurfti hún að eiga málsvara. Störf Eysteins Jónssonar innan samvinnuhreyfingarinnar vom margþætt. Hann átti stóran þátt í stofnun Kaupfélags Reykjavíkur árið 1931. Var hann formaður félagsins frá upphafi uns það sameinaðist öðr- um hliðstæðum félögum í Kaupfélag Reykjavíkur og nágrennis, KRON, sem sett var á stofn árið 1934. í stjóm Sambandsins var hann kjör- inn 1944 og sat þar óslitið til ársins 1978. Hann gegndi stöðu varafor- manns 1946 til 1975. Síðustu þrjú árin var hann stjómarformaður Sambandsins. Hafði hann þá setið í Sambandsstjóm í 34 ár. Þá átti Ey- steinn sæti í stjóm menningarsjóðs Sambandsins í mörg ár. Þekking og reynsla Eysteins Jóns- sonar af þjóðmálum og starfsháttum víðsvegar um Iandið kom að góðu liði við stjómarstörf í Sambandinu. Á Sambandsstjómarfundum fór oft mikill tími í umræður um málefni kaupfélaganna. Félögin leituðu oft til Sambandsins, þegar um vandamál var að ræða í rekstrinum. Eysteinn var bæði tillögu- og úrræðagóður þegar finna þurfti lausn á vandamál- um. Oftast var hann hvetjandi þegar uppbyggingarstarf var til umræðu. íslensk samvinnuhreyfing á Ey- steini Jónssyni miklar þakkir að gjalda. Brennandi áhugi hans á mál- efnum samvinnufélaganna var mik- ill. Með löngu starfi í stjóm Sam- bandsins tengdi hann saman nútíð og fortíð. Reynsla hans af störfum Alþingis í áratugi, en þar sat hann á forsetastóli í nokkur ár, og af störf- um í æði mörgum ríkisstjómum, gaf honum óvenjumikla innsýn í stjóm- málin og sjálfan þjóðarbúskapinn. Það var því þýðingarmikið fyrir sam- vinnuhreyfinguna að eiga Eystein Jónsson sem málsvara í svo langan tíma. Á þeim ámm, sem Eysteinn sat í Sambandsstjóm, var samvinnu- hreyfingin öflug og Iagði fram mik- inn skerf í þjóðarbúskapinn. Hreyf- ingin átti ekki lítinn þátt í því að skapa það velferðarþjóðfélag sem við nú búum við. Fyrir nokkmm ámm byrjaði hins- vegar að syrta í álinn, ekki síst hjá Sambandinu. Þróun mála þar olli miklum vonbrigðum ekki síst hjá eldri forystumönnum. Við Eysteinn Jónsson vomm í þeim hópi ásamt fjölda annarra. Þegar þessar línur em ritaðar ríkir nokkur óvissa um framtíð Sambandsins. Nú verða kaupfélögin og sem flestir sam- vinnumenn að hjálpa til þess að framtíð Sambandsins verði tryggð. Ekki má ljúka minningargrein um Eystein Jónsson án þess að minnast á hug hans til íslenskrar náttúm. Ey- steinn hefur verið „náttúmbam", mikill útivistarmaður, mikill nátt- úmskoðandi. Jafnvel í mesta annríki stjómmálanna gaf hann sér tíma til þess að ganga á vit móður náttúm. Þangað sótti hann andlega hvíld og styrk til að takast á við hin marg- þættu verkefni. Útiveran, skíðaferðir og göngur á fjöll, reyndist mikil og góð heilsubót, enda bar hann aldur- inn vel, ekki síst þegar tillit er tekið til þess andlega álags sem fylgdi því að vera í forystu stjómmálanna. Áhugi Eysteins fyrir íslenskri nátt- úm varð til þess að hann hóf afskipti af náttúmvemd og umhverfismál- um. Þessum málum helgaði hann að hluta störf sín og sýnir það best framsýni hans í þessum málum. Hann hafði t.d. forystu um nýja nátt- úmvemdarlöggjöf og varð formaður Náttúmvemdarráðs árið 1972, Því starfi gegndi hann í nokkur ár. Ey- steinn hefur ferðast mikið um landið og skoðað náttúm þess. Hann þekkir þar margan krók og kima, fjöll og dali. Gönguleiðimar í kringum Reykjavík em kunningjar hans. Þótt aldurinn hefði færst yfir, vom útiver- unni ekki gefin grið. Farið var á skíði þegar færi gafst, ekki bara göngu- skíðin. Haldið var upp í Bláfjöllin og farið þar í stærstu Iyftunni upp á hæstu brekkumar. Þar sáu menn Ey- stein renna sér í rólegu svigi af miklu öryggi niður hlíðamar. í einkalífi hefur Eysteinn Jónsson verið mikill gæfumaður, átt farsælt og hamingjusamt heimilis- og fjöl- skyldulíf. Sólveig kona hans hefúr verið styrkur lífsfömnautur. Hún stjómaði heimilishaldinu með ein- stakri prýði. Þá hefúr bamalán aukið gæfú þeirra hjóna, en böm þeirra em: Sigríður, Eyjólfur, Jón, Þorberg- ur, Ólöf og Finnur. Bamabömin em þrettán og bamabamabömin níu. Að leiðarlokum vil ég þakka Ey- steini Jónssyni mikið og gott áratuga samstarf innan samvinnuhreyfingar- innar. Við Margrét minnumst með þakklæti vináttunnar og samveru- stundanna sem við áttum í gegnum árin með þeim hjónum. Við sendum Solveigu og fjölskyldunni okkar innilegustu samúðarkveðjur og biðj- um guð að blessa framtíð þeirra. Erlendur Einarsson Nokkmm orðum og þakklátum huga vil ég minnast föðurbróður míns, Eysteins Jónssonar, er varð bráðkvaddur miðvikudaginn 11. ág- úst 1993. Skammt er síðan hann gekk á fjöll og skóf mjöll á skíðum. Og engu hafði Elli kerling fengið áorkað í glímu við hið andlega at- gervi frænda míns, er skyndibragði var beitt. Er því harmur í huga skyld- menna og vina, en langri og góðri ævi er lokið. Eysteinn fæddist á Djúpavogi 13. nóvember 1906, sonur frú Sigríðar Hansdóttur Beck og séra Jóns Finns- sonar á Hofi í Álftafirði og Djúpa- vogi. Eysteinn var þriðji sonurinn. Elstur var Finnur sem dó nokkurra vikna. Næstelstur var Jakob sem skýrður hafði verið skemmri skím en náð þrótti ungabam, og varð hann gamall maður. Fleiri urðu ekki böm Sigríðar og séra Jóns. Sigríður Beck var hin fimmta í röð þrettán bama Hans Jakobs Beck, út- vegsbónda á Sómastöðum í Reyðar- firði og fyrri konu hans, Steinunnar, dóttur Páls bónda að Karlsskála Jónssonar og konu hans Helgu Áma- dóttur. Hans Jakob var sonur Christ- ens N. Beck, verslunarmanns á Eski- firði, danskrar ættar og Mariu Eliza- betar, dóttur Richards Long, versl- unarstjóra á Eskifirði. Richard var fæddur skammt frá Hull í Englandi 30. nóvember 1783. Hann er ættfað- ir Longættar á íslandi en Becksætt á íslandi er ein grein hennar, afkom- endur Maríu Elizabetar og Christens Beck. Hans Jakob Beck var fjölhæfur for- ystunmaður í byggðarlagi sínu, fór utan til Norðurlanda og Englands, talaði dönsku, ensku og eitthvað í frönsku, lék á orgel, byggði steinhús árið 1875 sem enn stendur friðlýst og talaði máli fríkirkjusafnaðar sem stofnaður var eystra eftir átök við kirkjustjóm og yfirvöld. Hans Jakob missti fyrri konu sína og var seinni kona hans Mekkín Jónsdóttir Beck. Séra Jón Finnsson var sonur prests- hjónanna Finns Þorsteinssonar frá Desjarmýri og Klyppstað í Loð- mundarfirði og Ólafar Einarsdóttur í Hellisfirði Erlendssonar. Minni séra Finns var með fádæmum. í Bessa- staðaskóla skemmti hann skóla- bræðmm sínum með því að þylja sögur utan bókar á kvöldin, íslend- ingasögur og aðrar fomsögur, Þús- und og eina nótt og þjóðsögur. Finn- ur var sonur Þorsteins Mikaelssonar og Kristínar, dóttur séra Jóns Stef- ánssonar í Vallanesi, en faðir Þor- steins, Mikhael Mathias skipstjóri var af enskum og skandínavískum ættum. Þau hjón, Þorsteinn og Kristín, vom bæði tvö hnyttin og skáldmælt og samtöl þeirra stund- um í bundnu máli. Framættir Eysteins Jónssonar margar kynslóðir virðast í fljótu bragði vera einvörðungu austfirskar, að undanteknum hinum þremur er- lendu forfeðmm sem hér em nefnd- ir. Löngu fyrr, snemma á 16. öld, hafði þó flust austur af Suðurlandi formóðir Eysteins ein, prestsdóttir í Odda á Rangárvöllum. Það var Krist- ín Stefánsdóttir, Gíslasonar biskups í Skálholti Jónssonar og varð tengda- dóttir, eiginkona og móðir skáld- prestanna nafnkunnu, Einars Sig- urðssonar í Heydölum, ólafs og Stef- áns. Fyrr á tímum höfðu margir foreldr- ar ekki efni á því að senda böm sín í skóla eins og tekið var til orða, lang- skólaveginn. Foreldrar bræðranna Jakobs og Eysteins höfðu ekki efni á að styrkja báða syni sína til fulls með slíkum hætti. Ef svo hefði verið, ímynda ég mér að Eysteinn hefði val- ið náttúmffæðina og orðið þrótt- mikill fræðimaður á því sviði. Nátt- úrufræðin á íslandi hafi þannig trú- lega farið á mis við öflugan liðs- mann. Það varð hlutskipti Eysteins að beita gáfúm og kröftum á öðmm vettvangi. Haft var eftir Eysteini að affærasælast væri alla jafna að sinna því sem menn hafa nokkur tök á að hafa áhrif á. Ungur varð Eysteinn áhrifamaður í stjómmálum landsins og stöðu sinni í fremstu víglínu hélt hann síðan sökum hæfileika og kapps, trúr hugsjón sinni. Ungu fólki gaf han þetta ráð: Allir væm í raun áhrifamenn þvf að alls staðar biðu verkefni úrlausnar, þótt ekki væm þau öll jafn áberandi í þjóðfélaginu. Sökum hartnær aldarfjórðungs- dvalar minnar erlendis, minnist ég nú tveggja skeiða samvista við Ey- stein, Sólveigu og þeirra fólk. Frá æskuskeiði og unglingsámnum skiptast á í minningunni ánægjuleg- ir fundir tveggja bammargra fjöl- skyldna, á stórhátíðum, afmælum og í ferðum út á land. Einnig þrjú minninngabrot: Bílferð austur á Kambabrún þegar ég var fjögurra ára. Þaðan leit ég Suðurlandsundir- lendið sem ég hélt vera sléttur Kan- ada þar sem ég hafði séð dagsins ljós og saknaði, nýkominn til íslands. Hafði ég þá í gleði minni á orði á vestur- íslensku: „Eysteinn good að keyra mig til Kanada.“ Löngu síðar, vegleg myndskreytt Sturlunga í fermingargjöf í tveimur bindum með kortum og ættartölum. í þriðja lagi í löngufrímínútunum á mennta- skólaámnum og stundum eftir skóla: besta skemmtun í bænum — stúkusæti á áhorfendapalli Alþingis þar sem áttust við ræðuskömngar á gullaldartíma, hver öðmm snjallari, Eysteinn skýrmæltur og viss í sinni sök, með tölur á hraðbergi, vígfimur en sanngjam. Hið síðara skeið tíðra samfunda við Eystein og Sólveigu er næstliðinn hálfur annar áratugur. Ánægjulegar heimsóknir, samtöl og umræður um menn og málefni, austfirskar ættir, stjómmál heima og erlendis, náttúr- unnar ríki, náttúmvemd og útivist Margt bar á góma og fræddist ég um margt. Það var íslandi mikið lán og óþekkt í öðmm löndum, eftir því sem ég best veit, að náttúmvemd naut í upphafi forystu manns á borð við Eystein, fyrmrn reynslumikils áhrifamanns á hæsta valdastigi sem á besta aldri kaus að láta öðmm eftir forystu flokks og stjómmála til að helga sig náttúruvemdarmálum. Ey- steins verður minnst fyrir störf sfn á því sviði. En vandasamt er að halda í horfinu þegar kempur víkja um síðir og hætt var við sem gerst hefúr illu heilli að fslendingar hafa staðið í stað í umhverfismálum og stefna jafnvel stundum í öfuga átt Eysteinn fylgdist allt til loka með stjómmálum og þótti mér leik- manninum furðu sæta er maðurinn sá fyrir atburði, ár fram í tímann t.d. út frá þróun í bankamálum, hús- næðismálum eða fjölskyldumálum. Síðastnefndi málaflokkurinn var honum mjög hugleikinn sfðustu áratugina og taldi hann allt sem honum tengdist vera sérsvið. Stund- um var sem honum þætti miður að fá ekki ráðið neinu lengur. Og ég fæ raunar ekki varist þeirri hugsun að unglingamir sem nú hafa fært sig af áhorfendapöllunum niður í þingsal- inn, hefðu vel mátt þiggja fleiri ráð hjá gömlu kempunni, hinum aldur- hnigna vitmanni sem aldrei stirðn-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.