Tíminn - 20.08.1993, Blaðsíða 11

Tíminn - 20.08.1993, Blaðsíða 11
Föstudagur 20. ágúst 1993 Tíminn 11 nýja lýðveldis að hæfí tign og gæð- um lands vors, sögu þjóðarinnar og hugsjónum fólksins sem byggir landið." Ritsafn Vilhjálms á Brekku er mikil- væg heimild um störf Eysteins í þágu þjóðarinnar og jafnframt skemmtileg lesning um ævi hans og hin fjölbreyttu áhugamál. Ævisagan sýnir hversu víða Eysteinn kom við á stjómmálaferli sínum sem ráðherra í 19 ár og þingmaður í 41 ár. Þeir sem vilja kynna sér sögu samtímans hafa þar aðgengilegt heimildarit. Að lokum vil ég segja frá máli sem ég hafði nokkur afskipti af en Eytsteinn Ieysti með einstökum myndarbrag. Ég bendi á þetta sem skýrt dæmi um verklag hans. Eftir að Eysteinn varð menntamála- ráðherra 4. febrúar 1947 beitti hann sér fýrir setningu laga um félags- heimili. Þau voru síðan samþykkt á Alþingi 22. maí 1947 og tóku gildi 1. janúar 1946. Hér var gengið rösklega til verks. Næstu árin áður hafði ung- mennafélagshreyfingin tekið upp markvissa baráttu fyrir fjárhagsleg- um stuðningi ríkisins við byggingu félagsheimila og á Alþingi 1946 voru flutt tvö frumvörp um málið. Ey- steinn náði samkomulagi við báða flutningsmennina um nýtt frumvarp sem hann fékk samþykkt á Alþingi nokkrum vikum síðar. Hann hafði undirbúið málið vel og fylgdí því fast á eftir í þinginu. Lögin um félagsheimili mörkuðu tímamót í byggingu samkomuhúsa hér á landi þar sem þau tryggðu 40 af hundraði byggingarkostnaðar úr fé- lagsheimilasjóði. Næstu áratugina voru byggð vegleg félagsheimili í flestum byggðum landsins er gjör- breyttu allri aðstöðu til félags- og menningarlífs og þjóðin mun lengi búa að. Eysteinn skildi manna best þörfina fyrir bætta aðstöðu í hinum dreifðu byggðum til félagsstarfsemi og greip tækifærið um leið og það gafsL Hann var aldrei að gaufa við hlutina eftir að stefnan hafði verið tekin. Við hjónin kveðjum kæran vin og munum jafnan minnast hans er við heyrum góðs manns getið. Með ein- lægri samúðarkveðju til fjölskyld- unnar. Daníel Ágústínusson Það er tómlegt til þess að vita að Ey- steinn Jónsson skuli ekki vera leng- ur á meðal okkar. Horfinn er af sjón- arsviði einn þeirra stjómmálamanna sem lengst hafa sett svip á íslenskt þjóðlíf. Hann hefur verið samofinn stjómmálasögu okkar svo lengi sem elstu menn muna og markaði þar djúp og farsæl spor. Eysteinn var prestssonur frá Djúpa- vogi, sonur sr. Jóns Finnssonar og Sigríðar Beck, fæddur 13. nóvember 1906. Eysteinn lauk prófi úr Sam- vinnuskólanum 1927. Hann vakti strax athygli fyrir óvenjulegar gáfur og mannkosti og var honum ungum sýndur mikill trúnaður. Árið 1927 urðu mikil þáttaskil í ís- lenskri stjómmálasögu. íhaldið missti stjómartaumana um sinn og félagshyggjuöflin tóku við. Á örfáum ámm gekk bylgja framfara og fram- kvæmda yfir landið eins og vorblær. Hefði þetta framfaratímabil ekki komið hefðu afleiðingar heim- skreppunnar nokkmm ámm seinna orðið íslandi miklu þungbærari. ís- lendingar vom miklu betur búnir undir að þrauka af kreppuna vegna þess framfaraskeiðs er á undan var gengið. Eysteinn var kjörinn til setu á Al- þingi fyrir Framsóknarflokkinn í Suður-Múlasýslu 1933 og átti sæti þar til 1974.1934 tók Eysteinn sæti í ríkisstjóm sem fjármálaráðherra. Það kom í hlut hans öðmm fremur að vinna ísland út úr kreppunni. Með nákvæmni, samviskusemi og gætni rækti hann starf sitt sem ráð- herra og gegndi ráðherrastörfum í tæp 20 ár, Iengur en aðrir hafa gert á íslandi að undanteknum Bjama Benediktssyni sem var ráðherra nokkmm mánuðum lengur. Eysteinn átti um langan aldur gott og náið smastarf við Hermann Jón- asson. Eysteinn var ritari Framsókn- arflokksins 1934-62 og er Hermann lét af formennsku f Framsóknar- flokknum 1962 var einboðið að Ey- steinn tæki við formennskunni. For- maður Framsóknarflokksins var Ey- steinn árin 1962-68. Formaður þing- flokks Framsóknarmanna var Eysteinn í 27 ár. Vegna allra þessara starfa sinna innan flokksins var Ey- steinn mikill áhrifamaður og einnig svo um þingstörf. Honum var mjög í mun að efla starf kvenna og ungra innan flokksins. Eysteinn lét af þingmennsku 1974 og hafði þá setið lengur á Alþingi en nokkur annar að undanteknum Pétri Ottesen eða í tæpt 41 ár. Síðustu þrjú árin sem Eysteinn sat á þingi var hann forseti Sameinaðs Alþingis. Bætti hann skipulag þingsins, lengdi )inghaldið, bætti kjör þingmanna og varð sex bama auðið. Nú er Eysteinn allur. Eftir lifir minningin um mætan hugsjónamann sem ævinlega var köllun sinni trúr. Mörgu kom hann í verk, margt sá hann þó ógert. Ey- steinn unni landi sínu og þjóð og hafði áhyggjur af framtíð hennar í viðsjálum og ágengum heimi. Langri starfsævi er lokið. Um Eystein geis- uðu oft miklir stormar í stjómmála- baráttunni. Þó fer hann af heimi með hreinan skjöld. Þingflokkur Framsóknarmanna kveður Eystein með virðingu og þökk. Ég á þá ósk að andi Eysteins svífi áfram yfir vötnum Framsóknar- manna. Páll Pétursson tindrandi orustu. Og þrátt fyrir fylgd mína við málstað Lúðvíks fann op- inn bamshugur samt í ýmsu ákveð- inn samhljóm við orð Eysteins sem meitluð vom af sérstökum sannfær- ingarkrafti og einstæðri ýtni sem erfitt var að standast Þriggja vetra reynsla á Alþingi Iöngu síðar opinberaði fyrir mér, hve eðli- Iegt það væri að slíkur maður hefði til æðstu forystu verið valinn og ekki síður að hann hefði átt svo ötult stuðningsmannalið eystra, slíka of- urgnótt atkvæða að oft þótti manni meira en nóg um. Eysteinn var þá forseti sameinaðs Alþingis og bar vissan ægishjálm reynslu og forystuhæfileika yfir allan þingheim, enda augljóst að mönnum þótti Ijúft að lúta leiðsögn hans sem Eysteirm Jónsson og Jónas Jónsson frá Hriflu takast í hendur á 50 ára afmœli Framsóknarflokksins. starfsaðstöðu og gerði þingmennsk- una að fullu starfi. Hann var áhrifa- meiri en aðrir forsetar og naut í for- setastarfi trausts bæði stjómarand- stöðu og stjómarliðs. Þótt Eysteinn léti af þingmennsku hætti hann ekki afskiptum af stjóm- málum. Var hann mjög virkur í flokksstarfi, sat í framkvæmdastjóm flokksins og miðstjóm þar til fyrir fá- um ámm og fylgdist með stjóm- málabaráttunni, brennandi í andan- um til endadægurs. Eftir að Eysteinn lét af þing- mennsku gegndi hann stjómarfor- mennsku í Sambandi íslenskra sam- vinnufélaga um nokkurra ára skeið og vann þar sem annars staðar far- sælt starf. Eysteinn var mikill útivistarmaður og unnandi íslenskrar náttúru. Hann beitti sér fyrir lagasetningu um nátt- úruvemd og var fyrsti formaður Náttúruvemdarráðs 1972-78. Var hann í raun fyrstur íslenskra stjóm- málamanna til að beita sér með verulegum árangri fyrir umhverfis- vemd. Eysteinn var mjög góður ræðumað- ur og talaði af sannfæringarkrafti. Hann vígðist ungur hugsjónum samvinnu og félagshyggju og á þann eld sló aldrei fölva. Hann mótaði mjög stefnu Framsóknarmanna um hálfrar aldar skeið og þar með á hann drjúgan þátt í því velferðar- samfélagi sem við höfum búið við hér á íslandi. Eysteinn var maður baráttunnar, var ætíð í fylkingarbrjósti og sparaði sig hvergi. Vafalaust hefúr það kom- ið niður á heilsu hans og fjölskyldu. Eysteinn hugsaði aldrei um eigin hag og auðgaðist ekki að veraldleg- um fjármunum. Fómfýsi hans og heiðarleika var viðbrugðið og féll þar aldrei skuggi á. Eysteinn stóð ekki einn í lífinu. Hann átti hina ágætustu konu, Sól- veigu Eyjólfsdóttur, sem veitti hon- um frábæran stuðning bæði heima og einnig í stjómmálastarfi. Þeim Horfinn er af heimi heilsteyptur og svipmikill leiðtogi, einkar eftir- minnilegur persónuleiki, einarður og yfirlætislaus í senn. Minning Ey- steins er í mínum huga yljuð miklu þakklæti, vörðuð einlægri virðingu. Fáein fátækleg kveðjuorð skulu færð við leiðarlok. Eysteinn Jónsson varð hverjum þeim manni minnisstæður sem fékk að kynnast honum og eiga með hon- um einhverja samleið. Mörg og mæt em þau farsældarspor sem honum auðnaðist að marka með starfi sínu í íslenzka samfélagssögu, því víða var á vettvangi unnið og alls staðar af hugmóði og heilindum. Hann sam- einaði fjölmarga beztu kosti stjóm- málamannsins, hjá honum ófust saman einstæð glöggskyggni á menn og málefni, málafylgja og stefnu- festa, framsýni raunsæisins og ekki sízt einlægni heiðarleikans í hví- vetna. Hann var sístarfandi, sífellt leitandi leiða til frekari farsældar fólksins í landinu með samvinnu og samhjálp fjöldans að leiðarljósi, heit- ur unnandi íslenzkrar náttúm. Aust- urland átti þar ötulan málsvara í öllu og engan betri son. Slíkum manni var gott að mega kynnast og ekki síður þótt í ýmsu væm öndverð sjónarmið. Mér þótti máske markverðast alls að finna þetta margræða sambland harðfylgis og hlýju, harðfylgis við að finna mál- um framgang, hlýju í garð samferða- fólksins, ekki sízt fólksins eystra sem hann var fulltrúi fyrir. Hann hikaði ekki við að Ieggja byrj- andanum lífsreglur þótt í öndverðri fylking færi og fyrir það verð ég æv- inlega þakklátur. íslenzk samtíð á honum mikla þökk að gjalda fyrir allt hans auðnustarf um áratugi. Ég man Eystein fyrst á fundi heima, þegar ég var tólf ára, og ég man enn hve ég hreifst af viður- eign þeirra Lúðvíks, fágætri vopn- fimi í orðum, ljósri framsetningu glöggra raka, hver lota líkust ítur- snjallri íþrótt — orðanna tæra leik í var í senn sanngjöm og réttsýn og þó afgerandi ákveðin. í hópi okkar Austurlandsþingmanna var hann foringi og félagi um leið, enda honum kappsmál mest að menn sameinuðu krafta sína til átaka í öllu því er austfirzkri byggð mátti til blessunar verða, samstarf og samstaða okkar var hans verk öðmm fremur og öfundarefni í hópi þingmanna annars staðar frá. Minning Eysteins er heið í huga mínum og harla gott að minnast samfunda á liðnu hausti í hópi sam- eiginlegra vina austan að. Hinn eld- legi áhugi hans var í öllu óbifaður og aðvörunarorð hans um sérstöðu smáþjóðar í þjóðahafinu í ævarandi gildi. Eysteinn var gæfumaður mikill og auðnaðist að sjá marga drauma sína um betra mannlíf á landi hér verða að virkileika. Hann átti í Sólveigu konu sinni einstaklega traustan og vel gerðan lífsförunaut og fjölskyldu- lán þeirra gott og gjöfult. Sólveigu og hennar fólki eru sendar einlægar alúðarkveðjur frá okkur hjónum. Eysteinn Jónsson setti sinn mikla og afgerandi svip á íslenzkt þjóðlíf um áratugi. Hans mun minnzt verða með verðugri virðing og vermandi þökk. Þar fór mætur drengur mikilla mannkosta. Birta og hlýja umvefja ágæta minning hans. Helgi Seljan Mér er ómögulegt að muna hvar fundum okkar Eysteins Jónssonar bar fyrst saman. Vafalaust hefur það þó verið í einhverri af ferðum hans, þegar hann var þingmaður á Austur- landi. Það skorti þó svo sannarlega ekki á að hann væri í sviðsljósinu. Hann var í fylkingarbrjósti í stjómmálum í fjörutíu ár sem ráðherra, þingmað- ur, formaður Framsóknarflokksins, foringi í stjómarandstöðu, forseti Sameinaðs þings og aðal skylminga- maður f útvarpsumræðum frá Al- þingi frá upphafi sem fylgst var með af miklum áhuga áratugum saman og vom sífellt fréttaefni á síðum blaðanna. Með honum er genginn síðasti stjórnmálamaðurinn sem hefúr í fylkingarbrjósti upplifað heimskreppuna, síðari heimsstyrj- öldina og þau umbrotaár sem á eftir fóm. Eysteinn fór ekki með lúðrablæstri eða hreykti sér yfir samstarfsmenn sína þar sem hann var á ferðinni. Hann var hæglátur maður og barst ekki á, en bak við þetta rólega fas bjó þeim mun meira. Skarpar gáfur og rökrétt hugsun, einstakur dugnaður og heiðarleiki, úthald og harka þegar það átti við gerði hann að þeim for- ingja sem var í fylkingarbrjósti öll þessi ár. Við samstarfsmenn hans á Austurlandi sem annars staðar bár- um fyrir honum mikla virðingu. Hann gerði miklar kröfur til þeirra sem störfuðu með honum, en því meiri til sjálfs sín. Leitun var að grandvarari stjómmálamanni og lausari við að skara eld að sinni köku. Þessir eiginleikar öfluðu hon- um virðingar meðal andstæðinga í stjómmálum þótt hart væri sótt á stundum. Eysteinn hætti þingmennsku og beinum stjómmálaafskiptum 65 ára gamall eftir einstæðan feril. Honum var falinn trúnaður og hæstu emb- ætti yngri en öðmm mönnum, varð fjármálaráðherra aðeins 27 ára gam- all á krepputímum. Sextíu og fimm ára var hann enn fullur starfsorku og sneri sér að því hugðarefni sem var honum ætíð hjartfólgið, en það var vemd íslenskrar náttúm og einnig forusta hjá samvinnuhreyfingunni. I hvom tveggja afkastaði hann miklu verki, eins og honum var ávallt lagið. Hann var, eins og kallað er á nútíma- máli, þungaviktarmaður. Leiðir okkar lágu saman af og til, á flokksfundum og samkomum, og þegar hann var á ferðinni á Austur- landi. Við hjónin kynntumst fyrst persónunni á bak við stjómmála- manninn er hann dvaldi hjá okkur í tvo daga um kyrrt sér til hvíldar eftir ferð Náttúruvemdarráðs um Austur- land skömmu eftir að hann hætti þingmennsku. Margt bar á góma, um stjómmál og önnur málefni. Hann átti mörg hugðarefni. Þeir dagar voru minnisstæðir og drógu á eftirminnilegan hátt fram hans geð- þekku og heilsteyptu persónu. Ég man eftir að eitt af því sem bar þá á góma var hve það væri mikilsvert fyrir stjómmálamenn að eiga góða fjölskyldu. Hann mat konu sína afar mikils, enda er hennar þáttur í stjómmálaferli hans ekki smár. Sól- veig var honum stoð og stytta. Slíks þurfti við, því dvölin á tindi stjóm- málanna var ekki alltaf dans á ró- sum. Ég átti síðar eftir að finna enn betur hve mikils hann mat þetta at- hvarf stjómmálamanna, fjölskyldu og maka. Aldrei þurfti svo mikið að ræða landsmálin, þegar við hitt- umst, að hann spyrði ekki eftir hvemig Margrét konan mín hefði það, og bæði fyrir kveðju til hennar. Eysteinn var þingmaður Austur- lands alla tíð, og það duldist ekki hvað honum þótti vænt um heima- hagana. Hann afkastaði miklu verki í þágu landshlutans, sem seint verður fullmetið, og ég ætla mér ekki þá dul að reyna að telja þau málefni upp sem hann beitti sér fyrir. Austurland er víðáttumikið og var þá enn erfið- ari yfirferðar en það er nú. Það þurfti að byggja upp frá grunni, og ekkert áhlaupaverk að vera í fomstu fyrir Austurland jafnframt fomstu á landsvísu. Lítið atvik þegar Eysteinn var sjötugur sýnir vel lífshætti hans og ræktarsemi við Austurland. Af hógværð sinni vildi hann ekki hafa fjölmiðlafár í kringum aftnælið sitt og veitti aðeins einu blaði viðtal. Það var Austri, blað okkar Framsóknar- manna á Austurlandi, sem ekki telst til stórblaðanna. Mér þótti vænt um þetta og mælti mér mót við hann vegna viðtalsins. Hann bað mig að koma heim til sín á Ásvallagötuna klukkan sjö morguninn eftir „stund- víslega". Það gekk eftir og þá var hann risinn úr rekkju fyrir góðri stundu og starfsdagurinn var hafinn. Þannig var hans líf. Það einkenndist

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.