Tíminn - 20.08.1993, Blaðsíða 13

Tíminn - 20.08.1993, Blaðsíða 13
Föstudagur 20. ágúst 1993 Tíminn 13 ungu manna var Eysteinn leiðtogi sem alltof snemma sleppti forustu- taumunum. Þó minnist ég þess á einum af mörg- um fundum þessara ára, hvemig hann í umræðum tætti í sundur málatilbúnað okkar, þar sem á lævís- an hátt átti að koma flokksforust- unni í nokkum vanda. Við sátum eft- ir hljóðir og það stóð nánast ekki steinn yfir steini. Þá sáum við að þessi mikli flokkshestur mundi verja undirstöður síns flokks af hörku ef með þyrfti. Eftir brotthvarf af þessum flokks- slóðum var ekki laust við að maður væri litinn nokkru homauga. Mér er því minnisstætt hversu hlýlegt handtak ég fékk, þegar við nokkrir kunningjar sóttum Eystein heim á góðri stundu. Samvinnumanninum Eysteini Jóns- syni kynntist ég best. Honum þótti mjög vænt um að heimili Jónasar Jónssonar frá Hriflu var á sínum tíma breytt í félagsheimili fyrir sam- vinnustarfsmenn og nemendur úr Samvinnuskólanum og fylgdist vel með starfinu á þeim vettvangi. Þetta hús varð síðan eins konar vagga Búsetahreyfingarinnar og þegar fyrsta húsnæðissamvinnufé- lagið, Búseti í Reykjavík, var stofnað fyrir tæpum tíu ámm, var Eysteinn í hópi stofnfélaga og ávarpaði meðal annars stofnfund félagsins með eftir- minnilegum hætti. Þau hjón hugsuðu sér í upphafi að eignast íbúð hjá Búseta, þegar þau yfirgæfu sitt samvinnuhús við As- vallagötu eftir hálfa öld. Kringum- stæður og barátta gegn Búseta komu í veg fyrir það og þá hafði Eysteinn samband við mig og óskaði eftir að segja sig úr félaginu. Hann vildi ekki verða til þess að taka þar rétt frá ein- hverjum öðrum, sem þyrfti á honum að halda. Ég þurfti að hafa nokkuð fyrir því að sannfæra Eystein um það, að þátttaka hans í Búseta tæki ekki rétt frá neinum öðrum og kaup hans á íbúð annars staðar breyttu engu þar um. Fimm árum síðar vígðum við svo okkar fyrsta hús og við þá athöfn ávarpaði Eysteinn okkur aftur og lýsti tilkomu Búseta á þann hátt, að nú væri týndi hlekkurinn í íslenska húsnæðiskerfinu loksins fundinn. í spjalli á eftir lýsti hann svo furðu sinni yfir þeim skilningsskorti ís- Iendinga, að geta aldrei litið á rétt til einhvers eða yfir einhverju eins og hverja aðra eign. Þegar Búsetahreyfingunni var ýtt úr vör fyrir tæpum áratug, voru við- brögðin með margvíslegum hætti. Meðal svokallaðra samvinnumanna ríkti allnokkurt tómlæti með þenn- an nýja samvinnusprota. En gömlu samvinnumennimir, þeir sem komnir voru á eftirlaunaaldur, skynjuðu best þörfina og tilganginn. Fremstur í þeim hópi var Eysteinn Jónsson. Nú er kvaddur síðastur þeirra stjómmálamanna, sem á ámnum fyrir seinni heimsstyrjöld var í for- ustu við mótun okkar þjóðfélags. Ævistarfið er ómetanlegt þessari þjóð. Eysteini Jónssyni tókst það sjald- gæfa, að vera hvort tveggja í senn, mikilvirkur áhrifamaður í þjóðfélag- inu áratugum saman, og jafnframt látlaus þegn þess, sem hafði sam- viskubit af því að taka frá öðmm hina minnstu hluti. Gæfa hans og okkar var sú, að hann gekk um þetta land í bókstaflegri merkingu eins og hann ætti landið og það hann. Kæra Sólveig, böm og ættingjar. Innilegar samúðarkveðjur. Reynir Ingibjartsson Alpamir. Tign og dýrð fjallanna sem tengja höfuðlönd álfrmnar. Hið sögufræga Bemarskarð skartaði snjódyngjum og ítalskri sól. Unn- andi íslenskrar náttúm, lesari aust- firskra fjalla og safnari steina úr flestum byggðum fslands var eins glaður og bam sem gengur inn kirkjugólfið f fegurstu guðshúsum heimsins. Eysteinn Jónsson gældi við grjótið og teygaði fegurð þessarar fjalla- drottningar Evrópu. Þetta var haust- ið 1967. Hann hafði Ieitt Framsókn- arflokkinn til mesta kosningasigurs á lýðveldistímanum, en Viðreisnin sat samt áfram. Ég var ungur maður á leið til ffamhaldsnáms og höfðum við sammælst um ökuferð um meg- inlandið, Eysteinn, Sólveig og náms- maðurinn í hlutverki bflstjórans. Það var röskur aldarþriðjungur síð- an hann steig inn á svið íslenskrar sögu, varð ráðherra yngstur allra, glímdi við Jónas og kaus tvímenning með Hermanni, varðist árásum nas- ista, brást við þrautum kreppunnar og hafði svo setið í ríkisstjóm í nær áratug áður en lýðveldið var stofnað á Þingvöllum. í skugga sólarinnar, sem sleikti hin sögufrægu fjöll, sagði hann mér að nú ætlaði hann að hætta for- mennsku í Framsóknarflokknum. Rétti tíminn væri kominn. Honum varð ekki þokað þótt ég beitti öllum þrótti og ákafa ungs manns til að telja honum hughvarf. Auðvitað lét svo sterkur stofn íslenskra stjóm- mála ekki ungan strák hagga sér. Hugurinn var skýr. Ákvörðunin hafði verið tekin. Rökin vom marg- vísleg, en þó var fjarri því að hann ætlaði að draga sig í hlé. Eysteinn taldi að sín biðu mörg verkefni á öðmm sviðum. Hann hefði of lengi varið ámm í árangur- slítið skak um eilífan vanda efna- hagslífsins. Nú væri tími kominn til að helga vemdun íslenskrar náttúm þá krafta sem enn væm til reiðu. Og þeir reyndust vissulega miklir. A næstu árum skráði Eysteinn Jóns- son stóra kafla í hina ungu bók um- hverfisvemdar á íslandi. En þessa haustdaga í Ölpunum var hugur Eysteins við þau tímamót að hann hafði ákveðið að hætta for- mennsku í Framsóknarflokknum. Lfldegast yrðu ýmsir honum ná- komnir í þingflokknum sammála þeirri skoðun. Ef hann biði í eitt kjörtímabil enn, yrði Ólafur Jóhann- esson orðinn of gamall og þá enginn augljós sem arftaki. En Ólaf myndi skorta hugmyndaflug og ferskan kraft. Þess vegna var Eysteinn að velta því fyrir sér í Ölpunum að lík- legast væri skynsamlegt að munstra Steingrím og mig með Ólafi í nýja forystu, Steingrím sem gjaldkera og mig sem ritara! Sjálfsagt myndu ein- hverjir í þingflokknum telja okkur of unga, enda þá hvorugur okkar Stein- gríms á þingi. En Eysteinn benti á að aldur okkar væri svipaður og hans og Hermanns þegar þeir settust í stjóm hinna vinnandi stétta 1934. Þannig hugsaði „sá gamli" — eins og við strákamir í SUF kölluðum hann jafnan — í tæm fjallalofti Alp- anna, en þegar heim kom vildu þess- ir „einhverjir úr þingflokknum" munstra einhverja aðra en okkur Steingrím og helst auðvitað sjálfa sig. Og sagan fór eins og allir vita, en í stfl við glettni örlaganna rifja ég upp þessa óskastöðu foringjans frá 1967 þegar formenn Alþýðubanda- lagsins og Framsóknarflokksins færa honum nú kveðjur og þakkir á skiln- aðarstundu. Það var mér dýrmæt reynsla á yngri ámm að kynnast Eysteini Jónssyni náið, fylgjast með honum í starfi, ræða við hann lengi, hlýða á mat hans á mönnum og málefnum, sjá vinnustfl hans, árvekni, úthald og kraft. Mér er til efs að nokkur stjóm- málamaður íslenskur hafi á þessari öld spannað lengri sögu með virkum áhriftim og beinni þátttöku í at- burðarás. Hann var þátttakandi í innsta hring Framsóknarflokksins þegar Tryggvi Þórhallsson, Jónas Jónsson og Ásgeir Ásgeirsson vom höfuðleiðtogar flokksins, hafði á Al- þingishátíðinni 1930 þegar verið að- stoðarmaður Hriflugoðans í Stjóm- arráðinu í þrjú ár, varð húsbóndi í fjármálaráðuneytinu 55 ámm áður en ég settist þar inn, en var samt alla mína tíð í Ámarhvoli að flytja mér ráð um fjármálastjómina. Saga Ey- steins Jónssonar verður því aðeins sögð að þjóðarsaga íslendinga sé um leið rakin, jafnt í meginköflum sem og smáatriðum. Eg hafði lokið mínu fyrsta háskóla- prófi þegar ég kynntist Eysteini fyrst og sinnti rannsóknum til doktors- prófs um leið og starfið innan Fram- sóknarflokksins skóp okkar kynni, sem um árabil urðu náin og mikil. Það varð mér sem annað háskólapróf að hljóta þá gæfu á mótunarskeiði ungs manns að umgangast Eystein á daglegum vettvangi stjómmálanna. Hann sagði stundum íbygginn á svip að sú merka bók Sturlunga væri lík- lega besta lestrarbiblía stjómmála- mannsins. Ég var að vísu lítt lesinn á þá bók, en lærði mikið af því að fylgj- ast í tæpan áratug með virkri dagbók Eysteins Jónssonar. Fyrir það vil ég þakka. Síðan skildu hinar formlegu leiðir, en vinátta okkar og kunningsskapur héldust engu að síður. Hann varð róttækari með ámnum og fylgdist ótrúlega vel með öllu, stóm og smáu, á vettvangi stjómmálanna. „Ég held ég sé orðinn miklu meiri sósíalisti en Magnús og Lúðvík," sagði hann eitt sinn eftir einhverja glímuna á ámnum upp úr 1970. Á formannstíma sínum, 1962- 1968, lét hann flokksþing Framsóknar- flokksins álykta um brottför hersins, en hvomgur eftirmanna hans á þeim stóli hefur gengið svo langt. Sagði reyndar oft að fátt þætti sér jafn- slæmt og þurfa að deyja með erlend- an her enn á íslenskri gmndu. Svo Ianga dvöl hins erlenda herliðs vildi hann ekki hafa á sinni pólitísku sam- visku. Hann var eindreginn and- stæðingur aðildar íslands að hinu Evrópska efnahagssvæði og fannst lítt til um afstöðu sumra í þingliði Framsóknarflokksins á liðnum vetri. Hann dæmdi núverandi forystu Sjálfstæðisflokksins hart, enda hafði hann betri og nánari samanburð við Jón Þorláksson, Ólaf og Bjama en nokkur annar íslendingur á þessu herrans ári. Eysteinn og Sólveig bjuggu nær all- an sinn búskap í einu af samvinnu- húsunum áÁsvallagötunni, afrakstri félagslegs framtaks í húsnæðismál- um kreppuáranna. Þar ólu þau upp vænan hóp bama og oft var gest- kvæmt þegar liðsmenn húsbóndans að austan gistu þar vikum og mán- uðum saman. Handan við limgerðið ól skipstjóraekkjan sfðan upp dætur tvær og syni og í það hús sótti ég Búbbu í fyrsta sinn fyrir rúmum 20 ámm. Það var að kvöldlagi á miðju sumri og Eysteinn var að klippa trén meðfram götunni. Hann brosti í kampinn og stríðnisglampinn skein úr augunum þegar stelpan úr næsta húsi, sem trítlað hafði í stofunni hans frá bamæsku, og uppreisnar- seggurinn úr Framsóknarflokknum leiddust út Bræðraborgarstíginn. Þannig munum við hann, hlýjan, mannlegan og kátan. Sagan geymir orðstír mikils foringja sem umfram aðra menn skóp örlög íslands á þess- ari öld. Við Búbba sendum Sólveigu, böm- um hennar og Eysteins og fjölskyld- unni allri kveðju okkar og þakkir fyr- ir svo ærið margt á liðinni tíð. Ólafur Ragnar Grímsson f dag er kvaddur hinstu kveðju í Hallgrímskirkju í Reykjavík, Ey- steinn Jónsson, fyrrverandi alþingis- maður og ráðherra. Eysteinn var fæddur á Djúpavogi 13. nóvember 1906; hann andaðist í Reykjavík 11. ágúst s.l. Það var því á upphafstug aldarinnar að bjarmi þessa heims skein honum fyrst í augu og nokkuð liðið á síðasta tuginn þegar hann hvarf á vit annarra ljósa. Með góðum rétti mætti kalla Eystein Jónsson mann aldarinnar, enda mun vand- fundinn sá maður er markað hafi farsælli spor í þjóðlífsakur íslend- inga á þessari öld. Starfsdagur Eysteins var orðinn langur, enda bar hvoru tveggja til, að hann hafði tekið daginn snemma og svo hitt að hann hélt góðri starfs- heilsu langt fram eftir ævi. Löngum hefur verið til þess vitnað er Ey- steinn settist í ráðherrastól árið 1934, þá aðeins 27 ára gamall, og hafa ekki jafnungir menn gegnt ráð- herrastörfum á íslandi síðan þetta gerðist. Eysteinn var fyrst kjörinn á þing fyrir Sunn-Mýlinga árið 1933 og ljóst af öllum tiltækum heimild- um að hann er óðar orðinn einn af forustumönnum Framsóknarflokks- ins. Eysteinn sat á Alþingi óslitið til árs- ins 1974, eða samtals í rúmlega fjóra áratugi, þingmaður Sunn- Mýlinga til árins 1959, en eftir breytta kjör- dæmaskipun 1959 fyrir Austfirð- inga. Segir samtímamaður Eysteins, Jón Helgason ritstjóri, í prentaðri heimild, að hann hafi haft „traustara og eindregnara fylgi f kjördæmi sínu en flestir aðrir þingmenn". Eysteinn var forseti Sameinaðs þings síðasta kjörtímabilið er hann sat á þingi. Ráðherra var hann f sex ríkisstjóm- um á árunum 1934 til 1958 og stóð ráðherradómur hans samtals í rúm 19 ár. Lengst af var hann fjármála- ráðherra og kom það f hans hlut að stýra fjármálum ríkisins á kreppuár- unum. Nú, meira en hálfri öld síðar, munu allir sanngjamir menn viður- kenna að í þeirri tvísýnu baráttu, sem þama var háð, hafi hinn kom- ungi fjármálaráðherra í fyrsta ráðu- neyti Hermanns Jónassonar unnið það þrekvirki er lengi mun til vitnað. Ég veit að aðrir munu verða til þess að gera ítarlega grein fyrir stjóm- málalegum ferli Eysteins og hlut- verkum hans í stjómsýslunni og mun því stytta mál mitt um þau efni. Ég get þó ekki stillt mig um að minna á giftudrjúgan þátt hans í að stefna íslendingum í flokk með vest- rænum þjóðum í þeim átökum sem urðu fljótlega upp úr síðari heims- styrjöld og enn um sinn munu kennd við það kalda stríð sem nú er að engu orðið. Það vill oft verða háttur þeirra, sem gæddir em óvenjulegu starfsþreki, að hafa mörg jám í eldinum og svo var um Eystein Jónsson. Hann var mikill útivistarmaður og unni mjög náttúm landsins. Það kom því af sjálfu sér að hann yrði oddviti nátt- úruvemdarmanna þegar þau mál- efni hófu að taka á sig þá mynd sem við þekkjum í dag. Var hann formað- ur Náttúmvemdarráðs á ámnum 1972 til 1978. Jón Helgason ritstjóri komst svo að orði um Eystein að hann hefði verið alinn upp innan samvinnuhreyfing- arinnar. Ungur maður vann hann hjá kaupfélaginu á Djúpavogi, bæði í búð og á skrifstofu. Hann stundaði nám í Samvinnuskólanum 1925 til 1927 og lét svo ummælt að Jónas Jónsson hefði verið óþreytandi að stappa samvinnustálinu í nemendur. Áratugum seinna varð þetta orðalag Vilhjálmi Hjálmarssyni tilefni til að segja að hjá Eysteini hefði sam- vinnustálið hvorki dignað né heldur hefði á það fallið; vom það orð að sönnu. Árið 1931 átti Eysteinn hlut að því með öðmm að stofna Kaupfélag Reykjavíkur og var hann formaður þess frá stofnun og þar til hann gerð- ist fjármálaráðherra árið 1934. Þá var Eysteinn og hvatamaður þess að stofnað var Byggingarsamvinnufélag Reykjavíkur árið 1932. Var Eysteinn ritari í fyrstu stjóm félagsins sem reisti hvorki meira né minna en 39 íbúðir á fyrstu tveim starísámm sín- um, þar af 33 í einbýlishúsum. Ey- steinn var fyrst kosinn f stjóm Sam- bands íslenskra samvinnufélaga árið 1944; hann var varaformaður stjóm- arinnar frá 1946, en formaður frá 1975 til 1978 er hann lét af stjómar- störfum fyrir aldurs sakir. Þegar Eysteinn kom fyrst í stjóm Sambandsins var Sigurður Kristins- son forstjóri þess. Eysteinn starfaði síðan með Vilhjálmi Þór öll þau ár sem hann var forstjóri, þ.e. 1946 til 1954, og síðan með Erlendi Einars- syni frá ársbyrjun 1955. Af þessum tímasetningum er ljóst að Eysteinn var í stjóm Sambandsins einmitt þau ár og áratugi er hagur þess stóð með mestum blóma. Eysteinn var kjörinn heiðursfélagi Sambandsins á aðalfundi þess árið 1978. Eysteinn var kominn nokkuð á sjö- tugsaldur þegar ég tók að hafa af honum nokkur persónuleg kynni. Um áratugs skeið áttum við samleið á stjómarfundum í Sambandinu, hann sem varaformaður og formað- ur stjómar, ég sem einn af fram- kvæmdastjómm Sambandsins. Eftir að hann hætti í Sambandsstjóm, 1978, hélt hann uppi góðum tengsl- um við fyrirtækið og mætti t.d. und- antekningarlaust á aðalfundum svo lengi sem heilsan leyfði. Mér verður Eysteinn Jónsson minnisstæður fyr- ir þrennt: í fyrsta lagi vil ég nefna ljúfmennsku hans og lítillæti; í öðm lagi einstakan hæfileika hans til að setja mál fram á skýran og einfaldan hátt — þetta tel ég raunar að hafi verið lykillinn að velgengni hans á stjómmálasviðinu; í þriðja lagi ber að nefna það sem ef til vill mætti kalla varasjóð málafylgjumannsins. Svo mjög sem hann iðkaði að stilla máli sínu í hóf, þá kom það þó fyrir — og þá einkum á hinum stærri fundum — að hann hélt yfir okkur brýningarræður sem áreiðanlega munu seint úr minni líða þeim sem á hlýddu. Ég hef að framan nefnt nokkra veigamikla þætti í starfsemi Eysteins á samvinnuvettvangi, en hef þó ekki getið um þann þáttinn sem veiga- mestur er og Vilhjálmur Hjálmars- son, samherji Eysteins, hefur lýst með þessum orðum: „Allan stjóm- málaferil sinn var hann hinn óþreyt- andi málsvari samvinnuhreyfingar- innar og hafði veruleg áhrif á mótun löggjafar um samvinnufélög til mik- illa heilla fyrir allt starf samvinnufé- laganna." íslenskir samvinnumenn standa í mikilli þakkarskuld við Eystein Jónsson. Á þeim tímamótum, sem nú verða, flytur stjóm Sambandsins fram dýpstu þakkir til hins látna for- ystumanns fyrir áratuga starf hans að samvinnumálum, svo í kaupfélög- unum og Sambandinu sem á hinum breiðari vettvangi þjóðmálanna. Eft- irlifandi konu Eysteins, frú Sólveigu Eyjólfsdóttur, bömum þeirra sex, tengdabömum og öllu öðru skyldu- liði flytjum við dýpstu samúðar- kveðjur. Drottinn blessi minningu Eysteins Jónssonar. Hvfli hann í friði. Sigurður Markússon Fjalladrottning, móðir mín! mér svo kær og hjartabundin, sœll ég bý við brjóstin þín, blessuð aldna fóstra mín. Hér á andinn óðul sín öll, sem verða á jörðu fundin. Fjalladrottning, móðir mín, mér svo kœr og hjartabundin. Fagra, dýra móðirmtn, mirmar vöggu griðastaður, þegar lífsins dagur dvín, dýra, kæra fóstra mtn, búðu um mig við brjóstin þtn. Bý ég þar um eilífð glaður. Fagra, dýra móðirmtn, minnar vöggu griðastaður. (Sigurður Jóusson frá Anurvatni) Elsku afi minn. í hvert sinn er ég gríp stein til að velta í lófa mér verður mér hugsað til þín. Afi átti steinasafn sem við bamabömin máttum skoða, sumt í gegnum gler, annað máttum við koma við og velta í lófanum til að skoða betur. Ýmsar tegundir af steinum sem afi hafði safnað saman. Sumt kom af heimaslóðum, annað af öræfum eða úr nánasta umhverfi. Steinamir lágu þama rólegir, en höfðu frá mörgu að segja, eins og afi. Hann sagði okkur ýmislegt um þessa steina. Hvemig þeir myndast og hvemig hann fann þá eða fékk. Steinamir mynduðu í bamshugan- um ævintýraheim í vinnuherbergi afa. Og afi var ævintýramaðurinn okkar. Það var ekki auðvelt fyrir okk- ur krakkana að átta okkur á því hvað hann væri. Það vom tildæmis allar þessar ljósmyndir þar sem hann stóð með mörgum öðmm köllum í röð fyrir framan Alþingishúsið og stund- um var hann líka í sjónvarpi eða út- varpi og talaði þá mest um pólitík sem ég skildi lítið í. Okkur krökkunum fannst þetta stúss í stjórnmálum ári spennandi og trúðum því af lífi og sál að afi hefði ætfð rétt fyrir sér. Skrifborðið hans afa varð allt að því heilagt, að minnsta kosti allt er á því lá. Þetta var staðurinn þar sem afi hugsaði, þar sem öll þessi mikilvægu skjöl lágu og þessi stóri svarti sími sem hann notaði til að tala við mikilvæga menn, jafnvel forsetann. Afi átti fleiri hliðar. Hann kenndi okkur að elska og virða fósturjörð- ina. í gönguferðum gekk hann með okkur og sagði okkur til í jarðsögu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.