Tíminn - 20.08.1993, Blaðsíða 14

Tíminn - 20.08.1993, Blaðsíða 14
14 Tíminn Föstudagur 20. ágúst 1993 eða benti okkur á fugla sem hann var sérstaklega fróður um. Hann lá líka með okkur í mosanum og horfði á skýin búa til aðra heima. Eysteinn afi var rólegur maður og allt, sem hann tók sér fyrir hendur, gerði hann á sinn eigin máta. Ég man að ég skautaði með honum á litlu vatni hönd í hönd og það var svo erfitt fyr- ir stelputryppi eins og mig að renna mér eins rólega og sagði þá við hann að nú færum við saman niður. Þessi augnablik virðast vera óendanleg, þar sem afi skíðar niður í stórum, fallegum svig- beygjum og svo allir hinir f kring, sem æddu niður til að vera sem fyrst niðri. í húsi afe og ömmu á Ásvallagötu 67 virtist ailt vera svo einfalt og kyrrt Allar athafnir dagsins virtust vera þar svo öðru vísi og hátíðlegri. Það var allt öðru vísi að borða þar hafragraut á morgnana, því því fylgdi ákveðin athöfn. Skeið með Iýsi og svo rúgbrauð með osti. Allt hafði því sinn gang og sinn rétta tíma. í hádeginu lagði afi sig og því þótti mér gaman að fylgjast með. Oft kíkti ég fyrir hom í vinnuherberginu til að sjá hann liggja þar og sofa. Mér þótti þetta mjög merkilegt. Afi gerði lfka undarlegar æfingar á stofugólf- inu með priki og sandpokum sem amma saumaði. Þetta vom hægar æfingar, sem minna mig núna á kín- verska gamla menn undir bemm himni, hægar og ömggar og alltaf þær sömu. Þetta em bara nokkur minninga- brot er koma núna upp í hugskoti mfnu, því svo margs er að minnast. Það er erfitt að kveðja þig, elsku afi minn, og tilhugsunin um að geta ekki gengið saman eða talað saman fyllir mig sámm söknuði. Það er allt- af svo margt sem eftir er að ræða. Það er líka svo margt sem minnir mig á góðar stundir, glaðar stundir með fjölskyldunni, sem vom marg- ar. Svo margt sem minnir á góðan dreng, sem svo margir þekktu og virtu. Ég er glöð yfir því að hafa haft möguleika á að tala við þig á þessum síðustu dögum og geta sýnt þér strákana mína. Að geta kvatt þig með kossi, elsku afi minn, og þakka þér fyrir allt sem liðið er, en sem við, sem eftir stöndum, gleymum ekki. Elsku amma Sólveig, f mínum huga vomð þið ætíð eitt. Þið studd- uð hvort annað f blfðu og stríðu, eitthvað sem nútildags virðist vera svo lítdð um. Afi hefði ekki getað gert allt, sem hann gerði í lffinu, án þín. Þú studdir hann í gegnum súrt og sætt Og nú er hann farinn og þú stendur eftir. En þú stendur ekki ein. Þið afi eigið föngulegan hóp bama og bamabama, sem í dag kveðja og minnast afa mfns Eysteins Jónsson- ar, fyrrverandi ráðherra. Þakka þér, afi minn, fyrir að hafa verið frábær afi okkur öllum bama- bömunum. Sólveig fsland á marga feður. í okkar aug- um em þeir fyrirferðarmestir, sem höfðu forystu f landsmálum á þess- ari öld, sem nú er brátt liðin. íslandi reið oft á gætnum og úrræðagóðum mönnum á þeim umbrotatímum sem yfir þjóðina hafa gengið allt frá þeim tfma er tengsl okkar við Dani vom að rofna og þangað til nú, að tvær rflásstjómir em í landinu; þessi sem er kosin af landsmönnum f al- þingiskosningum og hin, sem hefur völd sfn frá fámenniskosningum f verkalýðsfélögum og skipar fyrir í efnahagsmálum. Sá lýðræðisþróttur sem yfir okkur gekk, þegar við töldumst fær um að stjóma okkar málum sjálf, og árang- urinn af öllu því basli, speglast nú í til þess að gera sæmilegri afkomu mikils meirihluta heimila, nokkm ríkidæmi f einstaka tiífelli og þröngri stöðu á sviði efnahagsmála. Fábrotnir atvinnuvegir og miklar draumsýnir um miklar iðjur á næsta leyti hafa einkennt stjómmál hinna yngri manna. Stórvirkjanir bíða verkefna og ungt og menntað fólk fer f útlendinginn með þekkingu sína og atorku. Á meðan standa stjómmálamenn upp fyrir haus í leit að nýjum viðfangsefhum til að skatt- leggja á meðan þeir ákveða af tómri hreystimennsku að grafa vegi í gegn- um fjöll eða undir fírði. Verði fólk veikt heyrir það undir luxus að njóta aðhlynningar. Við höfum nefhilega veríð að fara aftur á bak síðustu tutt- ugu árin eða svo. Árið 1927 myndaði Tryggvi Þór- hallsson ríkisstjóm, sem ákvað að vinna hratt og vinna vel á meðan tími ynnist til, en líftfmi ríkisstjóma getur orðið næsta stuttur. Þá var hið gamla embættismannakerfí eins og verkalýðshreyfíngin nú, einskonar ríki f ríkinu, sem sagði fyrir um sfn kjör og starfsferíl, og kostaði ekki lít- ið að hrinda því valdakerfi og koma á nýrri skipan og völdum í þeirra hendur, sem kosnir vom til að fara með þau. Ríkisstjóm IVyggva Þór- hallssonar vann hratt og vel að mý- mörgum framfaramálum, sem mið- uðu öll að því að rýmka til fyrir ein- staklingum í lífsbaráttunni og auka sjálfsgildi þeirra. Jafnvel menntun, sem hét næstum að vera sérréttindi, var gerð almenn upp að vissu marki, svo að innan skamms tíma var risinn upp hópur af ungu fólk með eins- konar skemmri skím úr héraðsskól- um. Hún dugar mörgum þeirra enn. Inn í þetta tímabil almennrar end- urreisnar fléttuðust síðan lífssögur magra einstaklinga, sem áttu eftir að taka við verkefnunum og hafa for- ystu fyrir framhaldi nýskipunar. maður Sunn-Mýlinga komungur að aldri, eða árið 1933. Hann kom inn í þingflokk Framsóknarmanna um það leyti, þegar þar var að draga til stórtfðinda. Ljóst var að annar af helstu foringjum flokksins, Jónas frá Hriflu, hafði á stundum tæpan meiríhluta þingflokksins á bak við sig og þau umskipti vom orðin, að Tryggvi Þórhallsson var gengin úr flokknum og hafði stofnað Bænda- flokk. Eysteinn fylgdi Jónasi að mál- um, enda ætluðu þeir og fleiri flokknum víðara hlutverk en verða einvörðungu flokkur einnar stéttar í landinu. Áður en Eysteinn var kos- inn á þing barðist hann ötullega með Jónasi á meðan þau sársaukafullu uppskipti stóðu yfir sem enduðu með brottför TVyggva. Eysteinn var ásamt Hermanni Jónassyni og fleir- um í hópi bæjarradíkala, en svo vom þeir nefhdir ungir fylgismenn Jónas- ar á þessum tíma. Ekki var þó með góðu móti hægt að kalla þessa menn radíkala, en þeir vildu sem flokks- menn forða flokknum frá því að lok- ast inni með einhæf stefnumið. Aftur kom Eysteinn við sögu eftir þingkosningamar 1934. Þá barðist hann fyrir því að formaður flokksins hlyti sinn eðlilega sess sem leiðtogi nýrrar ríkisstjómar. Alþýðuflokkur- inn, sem var hinn aðilinn í væntan- legri samsteypustjón, kaus að hafa Eysteinn varð viðskiptaráðherra f þjóðstjóminni svonefndu 1939- 1942. Þá var lokið í bili einhliða samstarfí Alþýðuflokksins og Fram- sóknarflokksins og Sjálfstæðisflokk- urínn kominn til sögunnar sem þríðji aðili. Menn vildu leita sem mestrar samstöðu vegna stríðshætt- unnar, en heimstyrjöldin skall yfir í september haustið 1939. Eyríki eins og ísland varð að búast við með sér- stökum hætti vegna hættu á að- flutningstregðu og Ienti það í hlut viðskiptaráðherra að undirbúa og sjá um skömmtun á ýmsum nauðsynj- um og birgðasöfnum eftir því sem aðstæður leyfðu. Þeir Hermann og Eysteinn vom enn sem fyrr fulltrúar Framsóknar í ríkisstjóm. En sú breyting hafði orðið á bak við tjöld- in, að foríngi flokksins hafði lent í andófí við þá eftir kosningamar 1937. Þetta átti sér eðlilegar og óvið- ráðanlegar orsakir og átti eftir að hljóta sársaukafullan endi, sem mæddi einna mest á Eysteini, sem var ritari flokksins og hlífði sér aldr- ei þegar um ágreining var að ræða, eða ef hann taldi að standa þyrfti fast fyrir, enda væri það flokknum fyrir bestu. Þegar til stóð að endumýja stjóm- arsamstarfið 1937 hittust þeir Ey- steinn og Jónas frá Hriflu og sátu lengi í bfl Eysteins fyrir utan heimili heyrðist löngum síðan, að pólitískir andstæðingar hans frá þeim dögum vildu gera sem minnst úr honum. Hins vegar fór það svo, að eftirmælið um Nýsköpunarstjómina féll mjög að sjónarmiðum Eysteins, sem Ieyfði sér að kalla fímbulfambið og nýsköp- unaræðið „gums“. Hingað höfðu verið keypt skip allt frá 1930 með dísilvélum, sem brenndu olíu. Tog- arakaup nýsköpunar voru með ein- dæmum m.a. vegna þess að togar- amir voru flestir ef ekki allir kola- kyntir. Þegar Stefanfa tók við var efnahagsástandið þannig, að taka varð upp skömmtun f landinu á helstu nauðsynjum, alveg eins og á stríðstímum. Eysteinn var fjármálaráðherra á ár- unum 1950 -1958. Á þeim ámm var hann búinn að eiga lengrí sögu að baki í fremstu röð íslenskra stjóm- málamanna en flestir aðrir. Atvikin höguðu þvf þannig til, að vegna vinnu minnar kynntust við nokkuð á þessum ámm. Þess var mjög gætt á Tímanum að ekki skrifuðu fleiri um pólitík í blaðið en sérstakir trúnaða- menn flokksins. Ég var ekki í þeim hópi og raunar aldrei, enda var alltaf til nóg af mönnum til að sinna þeim störfum; sitja á þingfundum og skrafla utan að hlutum. Þeir sem unnu blaðið að öðm leyti höfðu lítið samneyti við flokksforingja. Og svo Eysteirm ásamt hópi framsóknarmanna i sumarferð í byrjim áttimda áratugarms. Einn þeirra ungu manna, sem vom kallaðir til verka var Eysteinn Jóns- son, fyrrverandi ráðherra, sem lát- inn er nokkuð við aldur, að loknum giftusömum ferli í stjómmálum. Segja má að hann hafi í fyrstu verið einn af sveinum Jónasar Jónssonar frá Hriflu. En Eysteinn var alltof sjálfstæður í skoðunum til að vera sveinn eins eða neins til Iengdar. Vom þeir þó margir, sem undu við að hlýða í einu og öllu vilja og fyrir- mælum Jónasar frá Hriflu, enda þoldi hann jafnan illa að standa í miklum skoðanaskiptum við menn. Mátti segja um Jónas á tímabili, þeg- ar mest þurfti að vinna og án tafa, að hann hafi lotið sjónarmiðum Aldin- borgara: Vi alene vide. Eysteinn Jónsson var prestssonur frá Djúpavogi. Hann brautskráðist úr Samvinnuskólanum 1927, en þar lærði hann undir handarjaðri Jónas- ar frá Hriflu. Áður hafði hann verið starfsmaður í Stjómarráðinu f ein fjögur ár. Eftir námið í Samvinnu- skólanum hélt hann heim á Djúpa- vog um vorið og var þar um tíma, eða þangað til hann fékk skeyti frá Jónasi: Komdu suður, stóð í skeyt- inu. Þá var Jónas orðinn ráðherra í stjóm Týggva Þórhallssonar. Ey- steinn brást vel við þessu kalli for- ingjans og hóf að nýju störf í Stjóm- arráðinu og vann þar næstu þrjú ár- in, eða þangað til hann var gerður að skattstjóra í Reykjavík og formanni niðurjöfnunanefndar. í Stjómarráðinu vann Eysteinn að málefnum landhelgisgæslunnar og annaðist um þarfír hennar f landi, en margs þurfti búið við. Hann annað- ist einnig innkaup fyrir rfldsspítal- ana, en upp úr þessu starfi hans spratt Innkaupastofnun ríkisins. Segja má, að Eysteinn Jónsson hafi snemma þurft að bera ráðherratitil. Starf hans við Landhelgisgæsluna og spítalana leiddi til nokkurrar nafti- giftar, sem Spegilinn tók síðan upp. Þeir nefndu hann Brauðamálaráð- herrann. Eysteinn var tuttugu og þriggja ára um þetta leyti. Eysteinn Jónsson var kosinn þing- hom í síðu Jónasar á þessum ámm, töldu hann vandsetinn og fara of geist og erfiðan í málum, þar sem samvinna tveggja flokka þufti að ríkja. Alþýðflokksmenn vitnuðu til þess, að samstarf flokkanna byggðist í raun á því, að þeir hefðu með mál- efni bæja og kaupstaða að gera, en Framsókn ætti að sjá um sveitimar. Alþýðuflokksmenn sáu andstæðing í hverjum þeim, sem nefridur var bæj- arradíkal, en það voru þeir kallaðir Jónas frá Hriflu og ungir liðsmenn hans um þessar mundir. Það var einkum Héðinn Valdimarsson sem vildi ekki þessa tegund af samkeppni frá samstarfsflokki. Leikar fóm þannig að Alþýðuflokkurinn neitaði að samþykkja Jónas frá Hriflu sem forsætisráðherra nýrrar stjómar. Jónas frá Hriflu var á Laugarvatni sér til hvfldar eftir kosningar. Þegar sýnt þótti að Héðinn og félagar myndu ekki láta af skoðun sinni, kvaddi Jónas þá Hermann og Eystein austur að Laugarvatni. Báðir vom ungir menn, sem höfðu staðið fast með honum í gengnum orrahríðum. Og þama á Laugarvatni sagði hann þeim að þeir yrðu að taka við ráð- herradómi. Enginn ágreiningur varð um þá tvo í þingflokki Framsóknar og ekki frekari tafir á stjómarmynd- un. Þetta varð stjóm hinna vinnandi stétta og þar var Eysteinn fjármálar- ráðherra til árins 1939. Aðstaða þessa unga manns í sæti fjármála- ráðherra var ekki glæsileg. Kreppan var þá í algleymingi í landinu, en Ey- steinn hafði góða yfirsýn yfir lands- hagi og lét ekki basl komandi ára byrgja fyrir sýn. Um þetta leyti hófst mikil nýbygging vega, bæði vegna nauðsynjar í dreifbýlu landi og einn- ig og ekki síst til að geta veitt verka- mönnum atvinnu sem víðast um landið. Seinna, þegar Eysteinn var spurður um þessa vegagerð hló hann við og sagðist eiginlega ekki vita hvemig þeir hefðu farið að þessu. En mikið gladdist hann á lokaári þing- ferlis síns þegar byggingu hringveg- arins lauk með brúnni yfir Skeiðar- ársand. hans. í það sinn gerði Jónas kröfu til að verða forsætisráðherra og vildi fá Eystein í lið með sér til að koma því í kring. Eysteinn benti honum á, að Hermann væri óumdeilt ráðherra- efni flokksins eins og hann hefði ver- ið, enda hefði ekkert gerst sem rétt- lætti það að hann yrði sviptur þeirri stöðu. Auk þess væri ljóst, að þing- flokkurinn myndi aldrei samþykkja breytingu. Þetta mat Eysteins var rétt, en Jónas frá Hriflu sætti sig ekki við það. Þeir Hermann og Ey- steinn áttu eftir að sitja fimm ár í ríkisstjóm með Jónas frá Hriflu meira og minna andstæðan þeim, mann sem skrifaði einna mest í Tím- ann, málgagn flokksins. Eysteinn kom mikið við sögu, þegar Jónas var felldur frá formennsku í flokknum 1944, einnig þegar Framsóknar- menn reyndu að koma í veg fyrir síð- asta framboð Jónasar í Suður-Þing- eyjarsýslu. Þangað fór Eysteinn og reyndi að tala um fyrir mönnum og deildi við Jónas á fíindi í kjördæm- inu. Það sagði Eysteinn síðar að hefði verið versta ferð sem hann hefði farið fyrir flokkinn. Löngu seinna átti Framsóknarflokkurinn afmæli, en Eysteinn var þá formað- ur. Þá var Jónasi boðið og þar tókust þeir í hendur Eysteinn og Jónas. Nokkurt hlé varð á ráðherradómi Eysteins Jónssonar á árum utan- þingsstjómar og síðan á ámm Ný- sköpunarstjómar Ólafs Thors. Þá var Eysteinn framkvæmdastjóri Prent- smiðjunnar Eddu. En hann varð menntamálaráðherra í stjóm Stef- áns Jóhanns Stefánsson 1947 (Stef- anfu). Þá tók Þjóðleikhúsið til starfa, en þangað réði Eysteinn Guðlaug Rósinkrans sem þjóðleikhússtjóra, og mun einhverjum hafa þótt það misráðið. En Eysteinn vissi sínu viti enda fór það svo, að síðan Guðlaugur var við Þjóðleikhúsið tala menn um hann með eftirsjá. Eysteinn hafði ekki verið í stjómarandstöðu fyrr en Nýsköpunarstjómin tók við völdum. Vegna mikils kunnugleika hvað varðaði ríkisrekstur og ríkisfjármál varð hann erfiður andstæðingur og mun enn vera. Ég kom aftur að Tím- anum, eftir að hafa verið nokkum tíma á Alþýðublaðinu, um það leyti sem Eysteinn Jónsson varð formað- ur Framsóknarflokksins. Hann var þá jafnframt formaður blaðstjómar Tímans og sat fundi með ritstjómm á mánudagsmorgna. Var hann mjög vanafastur með þessa fundi og vildi að ritstjórar mættu. Drakk hann þá svart kaffi og sykurlaust og fannst mér og eflaust öðmm matgæðing- um, að kaffið svarta væri heldur þunnur þrettándi fyrir slíkan önnum kafinn afreksmann. Eysteinn hafði þá nokkm áður verið skorinn upp við magasári, sem hafði þjáð hann lengi. Man ég eftir frá þeim árum, að eitt sinn var ég staddur við Edduhús, en kosningabarátta var þá í algleym- ingi. Ég sá Eystein koma út úr hús- inu, þreytulegan mjög og sýnilega eitthvað þjáðan. Hann snaraðist inn í bfl sem beið hans við húsið, lagði sig út af í aftursæti og breiddi frakka sinn yfir sig. Síðan var ekið af stað niður sundið. Ég spurði viðstadda hvert hann væri að fara. Komið var kvöld og veður heldur hryssingslegt Mér var svarað að hann færi beint til kjördæmis sfns á Austurlandi. Og undir nótt, spurði ég. Það verður ekki stansað fyrr en eystra var svarið. Mér fannst þetta mikil harka, og ólíkt þeim hugmyndum, sem maður gerði sér á þeim ámm um að menn í háum stöðum svifu um á dúnsæng- um góðs atlætis. Á mánudagsfundum Tímans var Eysteinn jafnan hinn reifasti, drap á mál, sem hann taldi að þyrfti um- fjöllunar við og var stundum með smámiða í vösum sfnum, sem hann studdist við sér til minnis. Oft hafði hann skrifað margsinnis ofan f staf- ina, eins og hann hefði verið að dunda við slíkt á fundum, þar sem setur vom oft langar. Það var margt sem lærðist af Eysteini á þessum mánudagsmorgnum. Maðurinn bjó yfir óhemju mikilli reynslu og hvar sem hann drap við fæti í einhveiju máli lýsti viðhorf hans athygli og góðum gáfum og umfram allt

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.