Tíminn - 05.10.1993, Blaðsíða 1

Tíminn - 05.10.1993, Blaðsíða 1
Frétta-Tíminn...Frétta-síminn.-68-76-48—Frétta-Tíminn...Frétta-síminn».68-76-48—Frétta-Tíminn...Frétta-síminn. ..68-76-48 m Þriðjudagur 5. október 1993 187. tbl. 77. árg. VERÐí LAUSASÖLU KR. 125.- Jeltsín berst viö höfuðlausan her Þegar Tíminn fór í prentun í gærkvöldi var enn barist á götum Moskvuborgar en þó virtust óeirðimar í mikilli rénun. Fréttum um mannfall bar ekki saman en tölur voru nefndar á bilinu 100-500 manns. Ráðamenn flestra fyrrum Sovétlýðveldanna hafa lýst yfir stuðningi við Jeltsín. Atburðarás gærdagsins í Moskvu hófst kl. 5:20 að staðartíma, eða laust eftir klukkan 2:00 að íslensk- um tíma. Hersveitir hliðhollar Jeltsín umkringdu Kreml og aðal- byggingu rússneska vamarmála- ráðuneytisins. Tekist var á um höf- uðstöðvar Rússneska sjónvarpsins þar sem menn Jeltsíns héldu yfir- ráðum. Á sjöunda tímanum fóru fram árangurslausar viðræður á milli Jeltsíns og andstæðinga hans. Það var síðan um áttaleytið að hersveitir og skriðdrekar og þyrlur réðust til inngöngu í þing- húsið. Mönnum forsetans tókst bráðlega að ná á sitt vald fyrstu tveim hæðum þingsins. Eldur braust út á 13. hæð Hvíta hússins eftir skriðdrekaskothríð, en hann átti eftir að loga allan gærdaginn. Kasbulatow þingfor- seti og Rutskoi, tilnefndur forseti Rússlands af andstæðingum Jelt- síns, gáfust upp um fjögurleytið að íslenskum tíma. Þeir höfðu sam- band við fulltrúa vestrænna ríkja og fóru fram á að lífi þeirra yrði þyrmt áður en þeir gáfu sig sveit- um Jeltsíns á vald. í gærkvöldi var enn barist við að- alstöðvar sjónvarpsins, við þing- húsið og ráðhúsið. -ÁG Áformað er að innheimta sérstakt atvinnutrygg- ingagjald af launafólki, eða 0,5% af launum. ASÍ: Nýr skattur á launafólk „Þama er alveg greinilega á ferðinni flöt skattahækkun sem lækkar skattleysismörkin," seg- ir Gylfl Arnbjömsson, hagfræð- ingur ASÍ. í frumvarpi ríkisstjómar til fjár- laga 1994 er áformað að leggja á sérstakt atvinnutryggingagjald á launafólk, eða sem nemur 0,5% af launum. Sömuleiðis er gert ráð fyrir því að hækka trygginga- gjald atvinnurekenda um 0,35% um næstu áramóL Áætlað er að þessi ráðstöfun muni skila ríkissjóði um 1,4 miiljörðum króna á næsta ári. Til að draga úr áhrifúm þessarar skattlagningar á afkomu tekju- lágra fjölskyldna er áformað að verja 150 miljónum króna til hækkunar á bamabótaaukanum. -grh Barist á götum Moskvuborgar í gær. Talið er að allt aö 500 manns, hermenn og óbreyttir borgarar, hafi látist í átökunum. Landsmenn borga fyrir lækkun matarskattsins með mörgum nýjum sköttum og hækkun annarra: 10 milljarða halli Fjárlagafrumvarp 1994 er lagt fram með tæplega 10 milljarða króna halla (um 150.000 kr. á hverja fjögurra manna fjölskyldu). Fjármála- ráðherra varð í gær aö viðurkenna aö hann vissi þess ekki dæmi að fjárlagafrumvarp hafi veríö lagt fram meö meiri halla. Á hinn bóginn benti hann á aö hallinn á frumvarpinu sé minni en sá 12,3 milljarða halli sem nú þykir fyrirséður á ríkissjóði í ár, þannig að gera megi ráð fyrír minni halla á næsta árí en þessu. Frumvarpið ráðgerir 103.500 m.kr. tekjur á næsta ári (26,4% af VLF), sem er 1.300 m.kr. lægra en fjárlög þessa árs. Þeir liðir sem lækka mest eru tekju- og eignaskattar fyrirtækja um 700 milljónir og 1.500 milljóna áætl- uð sala eigna (sem nær ekker varð úr) sem lækkuð er í 500 m.kr.á næsta ári. Gjaldaáætlun næsta árs hefúr hins vegar ekki tekist að þrýsta niður fyrir 113.300 m.kr., sem er 2.300 m.kr. hærri upphæð en í fyrra. Þar munar mestu um 1.500 m.kr. hækkun fram- lags í Atvinnuleysistryggingasjóð, 1.200 viðbótar milljónir í vaxta- greiðslur og 600 millj. hækkun fram- lags í Jöfnunarsjóð. Breytingar á tekjuhlið frumvarpsins eru með þeim hætti að telja má víst að næstu vikumar eigi menn eftir að tala um miklar skattahækkanir og aðrir um miklar skattalækkanir — og að báðir hópamir geti jafnvel haft rétt fyrir sér. Hvað staðgreiðsluskattinn snertir munu menn ekki verða varir við mikl- arbreytingar, því 1,5% skattahækkun- in sem tekin var upp til bráðabirgða í byrjun þessa árs breytist um næstu áramót í 1,5% hækkun á útsvari sveit- arfélaganna (til uppbótar fyrir að- stöðugjaldið). Lækkun á matarskatt- inum verða landsmenn hins vegar að greiða fyrir með mörgum nýjum sköttum og hækkun annarra skatta. Fmmvarpið gerir ráð fyrir ?.ð lækkun virðisaukaskatts (vsk) af matvömm niður í 14% muni rýra tekjur ríkis- sjóðs um 2.500 milljónir króna — og væntanlega minnka útgjöld þeirra sem kaupa matinn um sömu fjárhæð. En stærsta hlutann af þessum „gróða“ munu menn sjá á eftir upp í aðra skatta. Nýtt atvinutryggingagjald (0,5% af tekjum) á að skila ríkissjóði um 1.000 milljónum á næsta ári, ný „heilsukort" um 400 milljónum og vaxtaskattur um 150 milljónum. Þar á ofan eiga vaxtabætur að lækka um 400 milljónir á næsta ári og hátekjuskatt- urinn að hækka um 100 milljónir. Samtals er þetta um 2.050 milljónir króna. Sem „sárabætur" til launalágra bamafjölskyldna á að hækka bama- bótaauka um 150 milljónir. Fyrirtækin (sem hrósað gátu happi yfir að losna við 4.000 milljóna kr. að- stöðugjald á þessu ári) geta enn þakk- að stjómvöldum fyrir skattalækkun. Fmmvarpið gerir ráð fyrir að inn- heimta tekju- og eignaskatta fyrir- tækja lækki um 700 milljónir frá fjár- lögum síðasta árs, og enn meira, eða 1.000 milljónir frá raunvemlegri inn- heimtu þessa árs. Þetta er rúmlega 21% lækkun á milli ára. Lækkunin stafar að hálfu af síðari áfangalækkun tekjuskattsins (úr 39% í 33%) og hinn helmingurinn er vegna niðurfellingar skatts á verslunar- og skrifstofuhús- næði. Þar á móti verður sveitarfélög- unum að vísu opnuð leið til hækkunar fasteignagjalda af atvinnuhúsnæði. Á útgjaldahliðinni er eitt megin- markmiðið að lækka rekstrarútgjöld allra ráðuneyta. Fmmvarpið gerir ráð fyrir að rekstrargjöld A-hluta ríkis- sjóðs verði 43.000 milljónir króna, sem er um 300 m.kr. lægra en í fjár- lögum í ár og um 900 m.kr. lægra en útgjöld em áætluð í raun. Hvað mesta athygli vekur að launa- greiðslur (34.100 m.kr.) em áætlaðar um 700 milljónum lægri en á þessu ári. Greiðslur lífeyris- og sjúkratrygg- inga eiga að standa í stað milli ára og slysatryggingar eiga að lækka nokkuð frá þessu ári. Greiðslur vegna búvöm- framleiðslu eiga að lækka um 900 milljónir milli ára og framlög til LÍN eiga enn að lækka umtalsvert, sem skýrt er með fækkun lánþega. - HEI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.