Tíminn - 05.10.1993, Page 4
4 Tfminn
Þriðjudagur 5. október 1993
Tíminn
Ritstjóri: Þór Jónsson ábm.
Aöstoöamtstjóri: Oddur Ólafsson
Fréttastjóri: Stefán Ásgrimsson
Útgefandi: Mótvægi hf.
Framkvæmdastjóri: Hrólfur Ölvisson
Skrifstofur: Lynghálsi 9, 110 Reykjavlk Sfmi: 686300.
Auglýslngasfml: 680001. Kvöldsfmar: Áskrift og dreifing 686300,
ritstjóm, fféttastjórar 686306, Iþróttir 686332, tæknideild 686387.
Setnlng og umbrot: Tæknideild Timans. Prentun: Oddi hf.
Mánaöaráskrift kr. 1400- , verö I lausasölu kr. 125,-
Grunnverö auglýsinga kr. 765,- pr. dálksentimetri
Póstfax: 68-76-91
r
A breiðan grunn
Dagblaðið Tíminn er ekki málgagn stjórnmála-
flokks lengur. Það er sjálfstætt og óháð dagblað
og um það ríkir alger einhugur í hlutafélagsstjórn
Mótvægis hf. sem gefur Tímann út. Til að skerpa
enn frekar á frelsi blaðsins frá Framsóknarflokkn-
um hefur Steingrímur Hermannsson, formaður
flokksins, nú sagt sig úr hlutafélagsstjórninni.
Steingrímur segist víkja úr stjórninni vegna
radda um að það kunni að skaða fyrirtækið að for-
maður stjórnmálaflokks sitji í stjórn þess.
Tíminn mun stöðugt leitast eftir frelsi frá hags-
munaöflum, ekki síst eigendum sínum, og hafa
hag lesenda sinna í fyrirrúmi. Lesendur blaða eiga
kröfu á að kynnast öllum hliðum hvers umfjöll-
unarefnis, svo að þeim veitist hægara að mynda
sér eigin skoðanir á málefnum líðandi stundar.
Tími blaða, sem tala máli eins stjórnmálaflokks
og Iáta önnur sjónarmið en húsbónda síns liggja í
láginni, er liðinn.
Með þessu er ekki verið að segja að Tíminn hafi
alla jafna verið slíkt blað. En sú breyting, sem nú
verður, veldur því að grundvöllur blaðsins breikk-
ar og það mun ná til fleiri hópa þjóðfélagsins en
áður var. Tíminn verður alhliða og hleypidóma-
laus fréttamiðill auk þess að vera vettvangur fyrir
markverð skoðanaskipti á hverjum tíma.
Nýlega var kastljósinu varpað á samning sem
fyrri stjórn Mótvægis hf. gerði við Framsóknar-
flokkinn um afnot af nafni blaðsins í skipti fyrir
auglýsingar. Nafnið Tíminn er eign Framsóknar-
flokksins.
Innan blaðsins og núverandi stjórnar Mótvægis
hf. og ekki síst í Framsóknarflokknum, sem er
með stærstu hluthöfum félagsins, er fullur vilji
fyrir því að blaðið haldi því nafni, sem það hefur
borið frá stofnun þess árið 1917. Stjórn Mótvægis
hf. hefur hins vegar farið fram á viðræður við for-
ystu Framsóknarflokksins um afnotaréttinn á
nafninu í því skyni að skoða ákvæði samningsins
nánar.
Því verður ekki haldið fram með haldbærum
rökum að sjálfstæði eða frelsi blaðsins skerðist,
þó að það kasti ekki nafni sínu.
Jeltsín eina vonin
Verstu uppþotum í Moskvu síðan í októberbylt-
ingunni árið 1917 virðist vera að linna. Altént
hafa forystumenn uppreisnartilraunar kommún-
ista, Kasbúlatov og Rútskoj, verið fangelsaðir. En
þeim hefur tekist að sýna hættulegt fordæmi.
Getur forsetinn í Kreml tryggt frið í öðrum sam-
veldisríkjum úr því að hann missti stjórnina um
skeið í sjálfri höfuðborginni? Rík ástæða er til að
hafa áhyggjur af þróun mála þar eystra. Jeltsín
verður að sigra. Rússland á ekki aðra framtíðar-
von.
I gær,4. október. tók nýr ritstjóri til
starfa hjá Tímanum, Þór Jónsson.
Stjóm Mófvægis hf vill á þessum
tímamótum bjóða I’ór velkominn
til starfá og óska honum alls vel-
famaðar í starfi. Um leið þakkar
stjómin fráfarandi ritstjóra, Jóni
Kristjánssyni vel unnin störf.
Nýkjörin stjóm Mótvægis hf tók til
starfa að loknum hluthafafundi
þann 18. ágúst sfðastliðinn. Það
sem af er starfstíma hinnar nýju
stjómar hafa mörg erfið verkefni
blasað við. Hið vandasamasta var þó
valið á ritstjóra. Honum er ætlað að
vera höfúndurinn að verkinu sem
verið er að skapa. Það er hans að Jónsson fékk atkvæði þriggja bæðimeðbyrogmótbyr.Hugmynd-
móta og byggja upp hið nýja dag- stjómarmanna af fimm, annar um- inni um að gefa út nýtt dagbað sem
blað við hiið framkvæmdastjóra sækjandi fékk eitt atkvæði og einu yrði mótvægi við aðra fjölmila á
sem annast daglegan rekstur félags- atkvæði var skilað auðu. markaðnum, var vel tekið í upphafi
ins og sér um bókhald og fjárreiður Þór hefur mikla reynslu af fjöl- og líklega hefur hún sjaldan átt jafri
þess. Ritstjóri hefur samkvæmt miðlun þrátt fýrir ungan aldur en góðan hljómgrunn og nú. En slík
samþykktum Mótvægis hf það hlut- hann er aðeins 29 ára að aldri. Hann feðing er ekki þrautaiaus og margt
verk að annast ritstjóm blaðsins og hefur stundað blaða- og frétta- er að varast ef tilraunin um óháð
útgáfúrita félagsins, samkvæmt mennsku frá árinu 1984, á dagblað- blað á að rætast Þar reynir mest á
nánariákvörðun stjómarog erhon- inu Tímanum, Stöð 2 og Bylgjunni, ritstjóra og treystum við Þór til að
um heimilt að setja erindisbréf þar auk greinaskrifa og fféttapistla í valda vel þessu vandasama verkefni.
sem nánar em ákveðnar skyldur og aðra fjölmiðia hér heima og eriend- Enn og aftur bjóðum við hann vel-
réttindi ritstjóra. Honum er því fal- is. Þór lauk prófi frá Blaðamannahá- kominn til starfa og óskum honum
Ið mikið sjálfstæði, enda ómöguiegt skólanum í Stokkhólmi vorið 1991 góðs gengis á nýju dagblaði.
að halda uppi sjáfstæðu og óháðu en hafði áður sótt fjölmiðlanám- Stjórn Mótvægis hf skipa Stein-
dagblaði án þess. skeið f Blaðamannaskólanum í grímur Gunnarsson, Jón Sigurðs-
Stjómin ákvað af þessum ásteðum sömu borg. Þá gaf Þór ásamt Eggert son, Bjami Þór Óskarsson, Bryndís
að auglýsa eftir riistjóra. Á annan Skúlasyni út bókina Skyttur á veiði- HlöðversdóttirogSteingrimurHer-
tug umsókna bárust og valiö er því slóð um jól 1989. mannsson. Varamenn eru Hrafh
vandasamt. Að lokinni kosningu í Frá því að nýkjörin stjóm Mótvæg- Magnússon, Sveinn Finnbogason
stjómínni lyktaði málum svo að Þór is hf tók til starfa hefur hún hlotið og Bárður I Ialldórsson.
Virðingarheimt
íslandsmet í fjárlagahalla og kol-
svört þjóðhagsspá eru plöggin sem
lögð voru fyrir Alþingi í gær, fyrsta
starfsdag þinghaldsins í vetur. Ví-
greifur forsætisráðherra lýsir yfir að
þetta verði átakaþing, en það er
nafnið sem sextíumenningamir og
þremur betur gefa innantómu rifr-
ildi og hnútukasti, sem öðru fremur
einkennir umræður í deildinni.
Stjómarandstaðan segist eiga ýmis-
legt vantalað við stjómarsinna og er
sammála forsætisráðherra um
átakaþingið. Því er ljóst að skrattan-
um verður skemmt prýðilega í vetur,
en hvort þau mál sem brenna heitast
á þjóðarvesalingnum og krefjast úr-
lausna verða farsællega til lykta
leidd, er svo önnur saga.
Eðlilegt er og sjálfsagt að einhver
átök séu á Alþingi milli stjómar-
sinna og stjómarandstöðu og að
mönnum hlaupi kapp í kinn þegar
uppi eru ólíkar skoðanir um hvemig
taka eigi á málum. En að þingmenn
séu kosnir til þess eins að rífast
hverjir við aðra og ausa úr sér
óhróðri um andstæðingana er
hrapalegur misskilningur.
Þingræðislegar hug-
myndir
Stjómmálamenn hljóta að sækjast
eftir völdum og áhrifum. Til þess eru
þeir í pólitík. En í þingræðisríkjum
eru völdunum takmörk sett. Þeim er
dreift og flokkar skipast á um stjóm-
arsetur.
Því er óeðlilegt að þeir sem með
stjóm fara, hrifsi til sín bókstaflega
öll völd og embætti eins og reyndin
vill verða.
Stjómarþingmaðurinn Sigbjöm
Gunnarsson hefur látið þá skoðun í
ljósi að æskilegt sé að formenn
nokkurra mikilvægra þingnefnda
skuli kjömir úr hópi stjómarand-
stæðinga og jafnvel að þingforseti
skuli jafnan vera úr flokki andstæð-
inga stjómarinnar.
Þetta eru athyglisverðar hugmynd-
ir og í hæsta máta þingræðislegar.
Oft er það, að stjómarandstaðan
' Vitt Ofl breitt j
hver sem hún annars er hefur um-
boð hartnær helmings kjósenda til
setu á Alþingi. Það heyrir til undan-
tekninga að kjósendumir geti geng-
ið að því vísu hvaða flokkar vinna
saman að loknum kosningum. Það
em foringjar flokkanna sem ákveða
stjómarmynstur og eftir hvaða
kokkabókum skuli stjóma.
Því er það í meira lagi vafasamt að
einhverjir stjómmálaforingjar
ákveði hverjir skuli fara með nær öll
völd í landinu og hverjir verði gerðir
áhrifalausir með því að halda þeim
utan allra möguleika á að hafa áhrif
á gang mála.
Abyrgð eða stráks-
skapur
Engin ástæða er til að ætla að for-
maður nefnda og þingforseti muni
setja ríkisstjóm og meirihluta AI-
þingis stólinn fyrir dymar að koma
fram málum þótt þeir aðilar komi
ekki úr hópi stjómarsinna. Þvert á
móti ætti það að geta auðveldað
stjóm þingsins og flýtt fyrir fram-
gangi mála þegar mikið liggur við.
Að gera stjómarandstöðuna algjör-
lega ábyrgðarlausa býður aftur á
móti alls kyns stráksskap heim, mál-
þófi og hnútukasti sem ekki er þing-
heimi sæmandi, þótt til séu þeir sem
hafa skemmtun að slíku ati.
Enn ber þess að gæta að stjómar-
andstaða á ekki og vill ekld vera
áhrifa- og ábyrgðarlaus. Hún á líka
að fó tækifæri til að hafa áhrif á gang
þingmála þótt meirihiutinn hafi að
sjálfsögðu ávallt úrslitavaldið, og
það mun ekki skerðast þótt and-
stæðingamir fói betra tækifæri en
nú er til að taka þátt í málatilbúnaði.
Náist sátt um störf og ffam-
kvæmdastjóm þingsins og ef komið
verður í veg fyrir að meirihlutaað-
staða sé misnotuð úr hófi fram, mun
Alþingi fá notið þeirrar virðingar
sem þingmenn kvarta sáran yfir að
skorti.
Utandagskrámmræður og ófrjótt
karp mun minnka að mun ef sátt
verður.um að misbjóða forseta ekki
með sífelldu nuddi um að komast í
pontu til að rífast um eitthvað sem
fæstum kemur við. Með auknum
áhrifúm stjómarandstöðu í nefnd-
um væri hægt að útkljá meðferð
mála áður en þau em tekin til ann-
arrar umræðu. Margt fleira mætti
upp telja sem efla mundi þingstarfið
með breytingunni og víst er að virð-
ing Alþingis myndi síst þverra við
það að þingheimur tæki upp svolitla
siðabót. OÓ