Tíminn - 05.10.1993, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 5. október 1993
Tíminn 11
„Valdaráðuneytin(( og
herinn á bandi Jeltsíns
Upphaf átaka 21. sept.
Borís Jeltsín Rússlandsforseti leysir
upp æðstaráðið (þingið) og ákveður
að kosið verði á nýtt þing í desem-
ber.
Æðstaráðið hótar Jeltsín málshöfð-
un og felur Aleksandr Rútskoj vara-
forseta að fara með forsetaembætti
þar til kjörtímabil Jeltsíns rennur út
1996.
Þing Rússlands
Þjóöfulltrúaþing: Á því eiga sæti
1068 fulltrúar, kjörnir í mars 1990.
Æðstaráðið: Kosið var á það úr
hópi fulltrúa á þjóðfulltrúaþingi í júní
1991.
Kjörtímabil allra þingmarma á báðum
þingum rennur út 1995.
Engan landa skaðaði í blóðsúthellingunum í Moskvu í gær:
Allir íslendingarnir
á öruggum stöðum
I Reuterfréttaskeyti frá Moskvu er
komist svo að orði að þar eigi stjórn
Borísar forseta Jeltsíns í höggi við
kommúnista og þjóðemissinna og
eftir honum sjálfum er haft að
stjómin hafí á móti sér „samsærí
kommúnista og fasista."
Eitthvað getur verið til í því; fyrir
löngu var vitað að aðilar sem horfðu
með söknuði um öxl, sumir til Sovét-
ríkjanna og kommúnistaflokksins og
aðrir til hvítliða borgarastríðsins eftir
bolsévíkabyltinguna eða keisaratím-
ann, voru famir að draga sig saman.
Einhvem tíma hefðu þessir aðilar tal-
ist ólíklegastir allra til að verða
bandamenn, en þeir eiga það sameig-
inlegt að þeim líst ekkert á lýðræðið
og em á móti Jeltsín. „Þingliðar"
undir forustu þeirra Khasbúlatovs og
Rútskojs hafa haft á lofti fána Sovét-
ríkjanna gömlu og hrópað að „allt
vald“ skuli „til ráðanna," að fyrir-
mynd frá byltingardögunum 1917.
Fullmikil einföldun mundi þó vera
að gera ráð fyrir því að hér sé um að
ræða viðureign annars vegar lýðræð-
issinna en hins vegar kommúnista og
róttækra þjóðemissinna. Á bak við
þetta er einnig allflókin valdabarátta
þar sem við eigast einstakir stjóm-
málamenn og skjólstæðingar þeirra,
áhrifaaðilar í atvinnurekstri, ráðu-
neyti, valdhafar í stjómarumdæmum
og lýðveldum, herinn, lögreglusveit-
ir, mafi'ur. Að öllu samanlögðu er
sennilegt að beinir hagsmunir séu
hér öllu þyngri á metunum en hug-
myndafræði og hugsjónir af ýmsum
toga.
Það sem leysti viðureignina úr læð-
ingi var að því er virtist óleysanlegt
þrátefli milli framkvæmdavaldsins
(Jeltsíns sem forseta) og löggjafar-
valdsins (æðstaráðsins). Stjómarskrá
Rússlands er enn sú sovéska frá
Bresjnevstíma og þingin em frá tíð
Gorbatsjovs. Hvort tveggja er með
tímaskekkjusvip undir núverandi
kringumstæðum og ýmislegt óljóst
um valdaskiptinguna miili forseta og
ríkisstjómar annars vegar og þing-
anna hins vegar.
Þrátefli þessara aðila hafði þær al-
varlegu afleiðingar að stjómsýsla
lamaðist og efnahagskreppan versn-
aði. Bati í efnahags- og kjaramálum,
sem farið var að bóla á, virtist dæmd-
ur til að fara út um þúfur af völdum
þessa stjómleysisástands. Þetta varð
til þess að Jeltsín greip til þess úrræð-
is að rjúfa þingið (æðstaráðið). Það
var stjómarskrárbrot (a.m.k. að dómi
Peters Frank, prófessors í rússnesk-
um stjómmálafræðum við Essexhá-
skóla), en Jeltsín færir fram sér til af-
sökunar í því sambandi að þingin em
frá tímanum áður en lýðræði hafði
verið að fullu innleitt
Mat fréttaskýrenda er að Jeltsín hafi
þá fyrst ákveðið að stíga þetta skref er
hann taldi sig hafa trvggt sér stuðn-
ing valdamestu stofnana Rússlands.
Þær stofnanir em fyrst og fremst her-
inn og „valdaráðuneytin tvö“ (eins og
það er orðað í Sunday Times), örygg-
ismálaráðuneytið og innanríkisráðu-
neytið (sem er þekkt undir gamal-
kunnri skammstöfun, MVD). S.l.vet-
ur og fram á vor er talið að herinn
hafi verið beggja blands í deilum for-
seta og þings, enda var staða Jeltsíns
þá frekar veik. En sigur hans í þjóðar-
atkvæðagreiðslunni 25. apríl varð
æðsta ráðinu áfall sem það jafnaði sig
ekki eftir síðan. Þann sigur notfærði
Jeltsín sér til þess að styrkja stöðu
sína hægt og bítandi. Hann útnefndi
nýjan dómsmálaráðherra, sér hlynnt-
an, og herti tök stjómarinnar á fjöl-
miðlum, þvert ofan f samþykktir
þingsins. Sfðast en enn ekki sfst kom
hann sínum mönnum í helstu stöður
í ráðuneytum öryggis- og innanríkis-
mála, sem enn hafa (eins og var á sov-
éska tímanum) eigið herlið.
Engan íslending sakaði í átökunum
í Moskvuborg í gær og samkvæmt
upplýsingum frá sendiherra íslands
eru þeir allir á öruggum stöðum.
Það eru reyndar fáir ísendinga í
borginni sem stendur.
Þeir íslendingar sem Tímanum er
kunnugum um að eru í Moskvu að
sendiráðsmönnum frátöldum eru
tveir námsmenn, Arinbjjöm Áma-
son og Karl Konnráðsson, Haukur
Hauksson, sem er fréttaritari Ríkis-
útvarpsins og að hluta til við nám,
Jón Ölafsson fréttamaður, sem er
þar staddur í fjölskylduerindum og
tveir kaupsýslumenn Svafar Jónat-
ansson, stjómarformaður Virkirs
Orkint hf. og Hjörtur Fjelsted. Þá er
hópur manna frá íslandi staddur á
Kamtsjaka vegna samstarfsverkefni
um orkuframkvæmdir. „Tveir þeirra
Ólafur Egllsson sendlherra.
ráðgerðu að fara hér um á mogmn,
en ég hef ráðið þeim frá því,“ sagði
Ólafur Egilsson, sendiherra í
Moskvu síðdegis í gær.
„Það er að byrja að skyggja hérna
núna og það hefur verið kyrrlátt, en
þó er hér skotið í ýmsar áttir," sagði
Ólafur Egilsson. „Ég veit ekki hvort
að þetta em merkjaskot eða raun-
vemleg skot, en þetta er skæðadrífa
og ljósrákir sem ég sé út um glugg-
an, þannig að þetta er nú ekki alveg
búið.. Þetta er skothríð sem að á sér
ekki upptök við Hvíta húsið, þetta er
lengra inn í hverfinu."
íslenska sendiráðið er staðsett u.þ.b
rúmlega kílómeter frá Hvíta húsinu,
lengra upp með Moskvuánni í áttina
að Kreml. íslenska sendiráðið var
aldrei í neinni hættu vegna átakanna
að sögn Ólafs. -ÁG
Rússlandsforseti hafði náð undir-
tökunum áður en viðureign hans
og þingsins hófst.
Þessi efling Jeltsíns kvað hafa ráðið
úrslitum um að herinn snerist ein-
dregið í lið með honum. í hemum
var til skamms tíma um að ræða
vemlega andstöðu við Jeltsín og van-
trú á stjóm hans. Talið er að Pavel
Gratsjev, vamarmálaráðherra, hafi
lengi vel ekki þorað að taka eindregna
afstöðu með Jeltsín, af ótta við að það
leysti úr læðingi klofning í hemum
og að hluti hans gengi í lið með þing-
inu. Borgarastyrjöld milli forseta og
þings, sem Gratsjev og ráðuneyti
hans kváðu hafa talið yfirvofandi, yrði
þá jafnframt borgarastríð innan hers-
ins. Það munu hershöfðingjamir fyr-
ir hvem mun hafa viljað forðast. En
þegar svo Jeltsín virtist hafa náð und-
irtökunum, sérstaklega með því að ná
„valdaráðuneytunum" á sitt band,
lækkaði risið á andstæðingum hans í
hemum og það mun hafa leitt til þess
að að Gratsjev treysti sér til að taka
ótvíræða afstöðu með forsetanum.
Og þegar þetta er ritað em allar líkur
á að það ráði úrslitum.
Stjómmálaþreyta rússnesks al-
mennings virðist og hafa orðið Jelt-
sín til hjálpar, þótt einhverjum kunni
undarlegt að virðast. Hún hefur kom-
ið þannig út að þótt almenningur
virðist hafa takmarkað álit á forsetan-
um, hefúr hann enn minna álit á
þinginu.
Á fréttaskýrendum er að heyra að
þeir telji að Jeltsín geti úr því sem
komið er helst stafað hætta af andófi
ráðamanna í sumum stjómamm-
dæmanna og lýðveldanna. Líklegast
sé þó að sú andstaða lognist út af með
ósigri þingsins ofan á það að Jeltsín
hefúr herinn og valdamestu ráðu-
neytin sín megin. dþ.
fslensk stjórnvöld;
Stuðningur
við Jeltsín
Utanríkisráöherra sendi frá
sér fréttatilkynnlngu í gær
þar sem lýst var yfir fullum
stuðningi íslenskra stjóra-
valda við Boris Jeltsín, for-
seta Rússlands, sem lýðræð-
islega kjörinn leiðtoga rúss-
nesku þjóðarinnar.
Jafnframt er lýst alvarlegum
áhyggjum vegna átakanna í
Moskvu og sú von látin í ljósi
að þeim linni án frekari
blóðsúthellinga. Jón Baldvin
Hannibalsson utanríkisráð-
herra aftók í fréttum Ríkisút-
varpsins í gær að stuðnings-
yfirlýsingin fæli í sér stuðn-
ing við að Rússlandsforseti
beitti vopnavaldi. Hann segir
að atburðirnir í Rússlandi
valdi alvarlegum áhyggjum,
enda sé ekki séð fyrir hvaða
afleiðingar þeir hafi bæði í
Rússlandi og fyrir ástand
mála í heiminum almennt.
-ÁG