Tíminn - 27.11.1993, Síða 2
2
IÐARI
Laugardagur 27. nóvember 1993
Þingmaður hefur spennt upp
regnhlíf í ræðustól Alþingis
og þannig vakið athygli á
tillögu sinni til þingsályktunar um
endurskoðim laga frá sjálfstæðis-
árinu 1944 um þjóðfána íslend-
inga.
Slíkar regnhlífar voru gefnar
þátttakendum á Norðurlanda-
ráðsþingi, en á þeim eru myndir
af fánum aðildarríkjanna. Sam-
kvæmt íslenskum lögum er bann-
að að nota þjóðfánann með þess-
um hætti. Þingmaðurinn, Guð-
mundur Hallvarðsson (Sjfl.),
spennti upp regnhlífina til þess að
leggja áherslu á fáránleika þessa
banns.
Aðferð þingmannsins til að
vekja athygli á skoðun sinni verð-
ur látin liggja milli hluta hér. Þó
að einhverjir telji að hún sam-
ræmist ekki þingsköpum á hinu
háa og grafalvarlega Alþingi,
hafði hún sannarlega tilætluð
áhrif. Eins hljóta það að vera rök
með þingsályktunartillögunni að
hundakúnstir í ræðustól Alþingis
veki meira umtal en ímynduð
„óvirðing' Norðurlandaráðs við
íslenska fánann með því að setja
hann á regnhlíf.
í fjórðu málsgrein 12. greinar
laga um þjóðfánann er þess sér-
staklega getið að óheimilt sé að
nota fánann í firmamerki, vöru-
merki eða á söluvaming, umbúðir
um eða auglýsingu á vörum. Hjá
Seinna fánamálið
þingsályktunartillögunnar þeirrar
skoðunar „að gæðavörur íslenskr-
ar framleiðslu, sem til útflutnings
eru ætlaðar, geti og eigi að bera
glögg einkenni íslands' og að það
sé „í hæsta máta eðlilegt og við
hæfi að t.d. bæklingar til kynn-
ingar á landi og þjóð og til upplýs-
ingar fyrir ferðamenn séu áprent-
aðir með íslenska þjóðfánanum".
Þó að í 12. grein laga um fánann
sé tekið fram að ekki megi
„óvirða' fánann, hefur viðhorfið
breyst á þeim árum, sem liðin eru
frá setningu þeirra árið 1944.
Lögin hafa þó ekkert breyst. ís-
lenska þjóðfánanum hefði verið
sýnd óvirðing með því að skilja
hann útundan, þegar aðrir fánar
voru settir á regnhlífar Norður-
landaráðs. Fáninn er hafinn til
frægðar og frama með notkun
hans í landkynningar- og vöru-
kynningarskyni. Honum er lyft til
vegs og virðingar með almennari
notkun en heimil er með lögum.
Eins og sakir standa er þjóðfán-
inn, tákn fullveldisins og „ímynd
fegurstu hugsjóna þjóðarinnar', í
reynd vanvirtur með of Iítilli
notkun. Eða eins og flutnings-
maður tillögunnar sagði á Al-
þingi, þá hefur bann við óvirð-
ingu þjóðfánans orðið þess vald-
andi að virðingin við fánann hef-
ur snúist upp í andhverfu sína.
um er skiljanlegt að nýr þjóðfáni
væri settur í svo hátt öndvegi, að
strangar reglur væru látnar gilda
um notkun og meðferð hans. Nú
á dögum særir það hins vegar
ekki þjóðarstoltið, þótt fáninn sé
settur á regnhlíf með öðrum fán-
um. Enda eru flutningsmenn
Með regnhlíf að vopni hóf Guðmundur Hallvarðsson seinna fónamólið
í ræðustól ó Alþingi. Mynd: RÚV- Sjónvarpið.
frændþjóðum okkar þykir slík
notkun á þjóðfánum aftur á móti
sjálfsögð. Hvað skyldi líka auð-
kenna íslenska vöru betur á er-
lendri grund en fáninn?
Lögin um þjóðfánann eru ein af
mörgum fornleifum íslenskra
laga. Sumar takmarkanir þeirra á
notkun fánans eiga ekki lengur
við rök að styðjast, enda sett á
tímum þegar löggjafinn var upp-
blásinn af þjóðarstolti og fjálgri
virðingu fyrir einingartákninu.
Ágreiningurinn um útht fánans
hleypti þá einnig hita í máUð, hið
svonefnda fánamál. Á þeim tím-
Orka fallvatna og
jarðhitasvæði
f TÍMANS RÁS
Ari Trausti
Guðmundsson
jarðeðlis-
fræðingur
l. Orkubúskapur á íslandi er
háður afkomu jökla, úrkomu á
jökullausu landi, hitaflæði um
jarðskorpuna og ýmsu fleira.
Nýtanleg orka er einkum þrenns
konar ef horft er fram hjá brenn-
anlegu eldsneyti: Orka faUvatna,
jarðhitaorka og orka fengin með
vindmyllum; tveir fyrstnefndu
þættimir eru mikilvægastir.
H. Meðalúrkoma á fermetra á fs-
landi í heild er talin um 2000
miUimetrar á ári. Hluti hennar er
snjór sem ekki verður að vatni
fyrr en eftir nokkra dvöl í jöklun-
um. Umrædd meðalúrkoma skU-
ar sér tíl umhverfisins eftir þrem-
ur leiðum. Um 1600 mm verða
að yfirborðsvatni sem rennur til
sjávar (með ám og lækjum) um
350 mm gufa upp en um 50 mm
verða að grunnvatni en það nær
misdjúpt í jörðu og skilar sér
smám saman í átt tU sjávar.
m. Yfirborðsvatn og hálendi eru
undirstaða vatnsorku. Liðlega
helmingur landsins er hærri en
400 metrar yfir sjó. Hálendið og
1600 mm meðalúrkoma (1,6 kg)
á ári á fermetra tryggja mikla
vinnanlega vatnsorku. Á 50 þús-
undum ferkílómetra lands (50
mUljörðum fermetra) falla hvorki
meira né minna en 100 mUljónir
tonna af vatni á ári og 80 mUljón-
ir skila sér í rennsli yfirborðs-
vatns. Vatnið hefur stöðuorku
vegna þess að það er í tUtekinni
hæð yfir sjó og þegar það rennur
(og hæðin minnkar) breytist
stöðuorka þess í hreyfiorku. Hún
er grunnurinn að raforkufram-
leiðslunni. Á öllu landinu er af-
rennslið um 160 mUljónir tonna
og reiknað hefur verið út að ork-
an sem í úrkomunni felst sé ná-
lægt 250.000 gígavattsstundum á
ári en heUdarorkuframleiðslan er
um 4200 GWst/ár. Tæknilega
virkjanleg vatnsorka er sögð um
64.000 gígavattssundir á ári en
hagkvæmt er að virkja um
45.000 GWst á ári. Af því hafa
menn nú þegar virkjað tæplega
tíunda hluta. Enn má bæta miklu
við en þá koma tU álita umhverf-
isþættir, hagrænir þættir o.fl.
IV. Grunnvatn og hitaflæði frá
kviku og heitum undirlögum
landsins eru undirstaða jarðhita-
orku. Um fimm mUljarðar tonna
af vatni bætast í grunnvatnsforð-
ann í jarðlögum landsins á ári og
er hann ærinn fyrir. Vatnið sem
Ekki er mikil orka fólgin í einum leirhver en samanlögð jarðhitaorka Islendinga er geysimikil auðlind;
miklu meiri en vatnsorkan. (Mynd: Á Reykjanesi. A.T.G.)
dýpst fer hitnar í heitum jarðlög-
um þar sem víða er 100-300 stiga
hiti á um 1000-2000 metra dýpi
og reyndar grynnra sums staðar.
Varmaforði í jarðskorpu íslands
er um 28 milljarðar gígavatts-
stunda, miðað við þrjá efstu kfló-
metra skorpunnar. Með borhol-
um er tæknilega unnt að hirða
tæpan mUljarð gígavattsstunda af
jarðvarmaorku en hagkvæmt ætti
að vera að beisla 10-20% ejða aUt
að 100-200 mUljónum GWst. AU-
ar borholur, hitaveitur og varma-
orkuver landsins virkja nú um
9.000 gígavattsstundir sem er að-
eins brotabrot af hagkvæmustu
orkukostunum. Þama er því mik-
U ónýtt orka fyrir hendi en verð-
ur auðvitað aðeins virkjuð með
tilliti til umhverfisþátta, hag-
rænna þátta o.fl.
V. Menn harma oft að ekki finn-
ist hér plía. Þótt það svarta guU sé
torfengið er nóg af hvítu gulli
sem er vatn, heitt og kalt. Gleym-
úm því ekki heldur að vetni verð-
ur ef tU viU framtíðarbrennsluefni
og þá er gott að hafa næga orku
og vatn til að framleiða eftirsótta
vöm.
TÍMINN
Ritstjóri: Þór Jónsson • Aðstoóarritstjóri: Oddur Ólafsson • Fréttastjóri: Stefón Ásgrímsson
Utgefandi: Mótvægi hf • Stjórnarformaður: Bjarni Þór Öskarsson • Auglýsingastjóri: Guðni Geir Einarsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Hverfisgötu 33, Reykjavík
Póstfang: Pósthólf 5210, 125 Reykjavík
Aðalsími: 618300 Póstfax: 618303
Auglýsingasími: 618322, auglýsingafax: 618321 • Setning og umbrot: Tæknideild Timans • Prentun: Oddi hf. • Útlit: Auglýsingastofan Örkin • Mónaðaróskrift 1400 kr. Verð í lausasölu 125 kr.