Tíminn - 27.11.1993, Síða 7

Tíminn - 27.11.1993, Síða 7
Laugardagur 27. nóvember 1993. Fjölskyldur örvænta Útgerðarmeim hunsa átakið „íslenskt, já takk" og flytja skipaverk- efni úr landi Ástand atvinnumála í skipaiðn- aðinum er nú komið á það stig að mikillar örvæntingar er farið að gæta meðal fjölskyldna starfs- manna. Á skrifstofum stéttarfélaga í atvinnugreininni fer sífellt meiri tími í að svara t.d. fyrispumum frá aðstandendum starfsmanna sem vita varla sitt rjúkandi ráð um hvert stefnir og hvað framtíðin ber í skauti sér. Því miður er fátt um svör enda virðist ekkert lát á því að útgerðar- menn flylji verkefni til útlanda í stað þess að skipta við innlendar stöðvar. Að mati Samiðnar, sam- bands iðnfélaga, stuðlar þessi út- flutningur verkefna að „gjaldþroti skipaiðnaðarins og atvinnuleysi hundmða starfsmanna til viðbótar við þá 500 sem þegar hafa misst vinnuna í skipaiðnaði frá 1987.* Nýjasta dæmið í útflutningi skipaverkefna er að útgerðarmað- ur frystitogarans Péturs Jónasson- ar í Reykjavík hefur ákveðið að láta smíða nýtt skip fyrir sig í skipasmíðastöð í Noregi. Sam- kvæmt fréttum frá Noregi er litið á þessa ákvörðun útgerðarmanns sem Jólagjöfina frá íslandi,* enda er talið að verkefnið muni veita 150 manns þar vinnu í tæpt ár. Það kaldhæðnislega við þetta er að á sama tíma er átakið .íslenskt, já takk* í fullum gangi. Þá hafa borist óstaðfestar fréttir um að verið sé að semja við Pól- vetja um endurbætur á Svémi RE. Nýlega rituðu formaður og vara- formaður Samiðnaðar, sambands iðnfélaga, Qármálaráðherra og iðn- aðarráðráðherra bréf þar sem vak- in var athygli þeirra á áhrifum er- lendra undirboða og ríkisstyrkja á atvinnugreinina. í bréfinu kemur fram að fyrrgreind verkefni hafi ekki verið boðin út hérlendis held- ur hafi verið samið beint við er- lenda aðila .sem beita rQdsstyrkj- um og undirboðum til að ná verk- efnum frá íslenskum skipasmíða- fyrirtækjum.* , Ein aðalkrafa iðnaðarins á hend- ur stjómvöldum er að settir verði jöfnunartollar á erlend skipa- smíðaverkefni í því skyni að auka markaðshlutdeild innlendra stöðva. Þrátt fyrir að þessi krafa um jöfunartolla hafi verið uppi á borðinu í nokkur ár bendir fátt eitt til þess að hún nái fram að ganga. Þá bendir margt til að þess að umsvifamikill ríkisstyrkur norsku ríkisstjórnarinnar til skipasmíða- stöðvar í Norður — Noregi muni leiða til uppstyttu verkefna við rússneska togara hérlendis. En m.a. hefur Stálsmiðjan í Reykjavík notið góðs af vinnu við rússneska togara. Til marks um umsvif þessa út- flutnings á skipaverkefnum til er- lendra stöðva, þá voru skip nær þriðjungur af heildarinnflutningi íslendinga í jólamánuðinum í fyrra. í þessum eina mánuði vom flutt inn skip fyrir 3,4 milljarða króna, sem ollu því að viðskipta- halli við útlönd í þessum eina mánuði nam rúmlega þremur milljörðum króna. Árið 1992 voru keypt skip er- lendis fyrir 6,6 milljarða króna. Það er fjórum til fimm sinnum meiri skipainnflutningur en tvö næstu ár á undan, eða ámóta upp- hæð og Flugleiðir notuðu til þotu- kaupa árið 1990, svo dæmi sé tek- ið. -GRH Fyrirtæki og félagasamtök í Reykjavík Styrkir til nýrra viöfangsefna Atvinnumálanefnd Reykjavikur lýsir hér með eftir hugmyndum um ný viðfangsefni fyrirtækja og félagasamtaka í borginni með vísan til reglna nr. 31/1993 um úthlutun styrkja úr Atvinnuleysistryggingasjóði. Til að verkefnið teljist styrkhæft þarf það að vera: Skýrt afmarkað og tímabundið (ekki til lengri tíma en 6 mánaða) Nýtt viðfangsefni Unnið af fólki af atvinnuleysisskrá í Reykjavík. Þeir sem lengst hafa verið á atvinnuleysisskrá hafa forgang að starfi við verkefnið. Styrkhæf verkefni yrðu unnin á vegum umsækjenda en á ábyrgð Reykjavíkurborgar. Fjárhæð styrks yrði jafnhá þeim atvinnuleysisbótum, er ella hefðu verið greiddar þeim einstaklingum, sem falla af atvinnuleysisskrá vegna þátttöku í verkefninu. Umsóknir skulu sendar borgar- hagfræðingi, Ráðhúsi Reykjavíkur, fyrir 7. desember næstkomandi. Atvinnumálanefnd Reykjavíkur Nýtt heiti Framkvæmdadeildar Innkaupastofnunar ríkisins Framkvæmdadeild Innkaupastofnunar ríkisins fer með yfirstjórn verklegrar framkvæmdar skv. lögum nr. 63 / 1970 um opinberar framkvæmdir. Nafni Framkvæmdadeildar hefur verið breytt og heitir hún nú Framkvæmdasýslan. Breytingin er gerð til samræmis við nýja tíma og vegna breyttra áherslna hvað varðar starfsemi stofnunarinnar. Aukin áhersla er nú lögð á undirbúning framkvæmda, útboðum beitt við val hönnunar - og framkvæmdaaðila auk þess að lokaskil framkvæmda verða undantekningalaust innt af hendi. Því er nafni stofnunarinnar breytt í hentugra og þjálla orð. Sí FRAMKVÆMDASYSIAN Framkvœmdadeild Innkaupastofnunar ríkisins Borgartúni 7 - 105 Reykjavík Kt.: 510391- 2259 Sími: 91 - 623 666 Bréfasími: 91 - 623 747 ATV? STUÐLAHÁLSI2. P. 0. B0X 5350 • 125 REYKJAVÍK Könnun — útboð Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins auglýsir eftir húsnæði undir vinbúð á Blönduósi og eftir samstarfsaðila um rekstur verslunarinnar. Lýsing á þessu verkefni er fáanleg á skrifstofu Blönduós- bæjar. Þeir, sem áhuga hafa á samstarfi, sendi nafn og heimilis- fang til ÁTVR eigi síðar en 7. des. 1993. ÁTVR mun velja aðila úr röðum þeirra sem gefa erindi þessu gaum og bjóða þeim þátttöku í útboði. Áfengis- og tóbaksverstun ríkisins, Stuðlahálsi 2,110 Reykjavík Skattframtöl Bókhaldsþj ónusta Rekstr arráðgj öf Júlíana Gísladóttir , Viðskiptafræðingur Meistari 1 mafkaðsfræðum Langholtsvegur 82 Sími: 68 27 88 104 Reykjavík Fax: 67 88 81 Reykrör - Loftræstingar Smíöa og set upp reykrör, samþykkt af brunamálastofnun frá 1983 Smíöa og sett upp loftræstingar <3 Er viöurkenndur af bygglnga- fulltrúa Reykjavlkur frá 1983 ’BLIKKSMIÐJA skúlagötu34 BENNA 44

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.