Tíminn - 27.11.1993, Page 14
14
Laugardagur 27. nóvember 1993
Hörður Tryggvason
bóndi Svartárkoti, Bárðardal
t MINNING
Hann Hörður frændi er dáinn.
Við slíka fregn fyllmnst við sökn-
uði, en þannig er ávallt þegar
kallið kemur. Hörður föðurbróð-
ir okkar fæddist 13. júlí árið
1909 að Víðikeri í Bárðardal.
Hann var sonur hjónanna Sig-
rúnar Ágústu Þorvaldsdóttur og
Tryggva Guðnasonar, er þar
bjuggu rausnarbúi. Þau hjón
eignuðust tíu böm, þijú þeirra
dóu í frumbemsku, en upp kom-
ust sjö og er Hörður frændi þriðji
bróðirinn sem fellur frá. Látnir
eru Egill og Höskuldur. Hin
systkinin em Helga, Kári, Kjart-
an og Sverrir. Eins og sjá má
skírðu Víðikershjónin börn sín
rammíslenskum nöfnum forn-
kappanna.
Hörður ólst upp í hópi glað-
værra systkina og á heimilinu
var bóklestur og kveðskapur í
heiðri hafður, þó vinnutími væri
oft langur, eins og þá tíðkaðist.
Ungur fór Hörður til náms í
Laugaskóla og var þar í tvo vet-
ur. Árið 1935 kvæntist Hörður
hinni ágætustu konu, Guðrúnu
Önnu Benediktsdóttur frá Stórási
í Bárðardal, og bjuggu þau sam-
an í ástríku hjónabandi í tæp 60
ár. Fyrstu hjúskaparárin bjuggu
þau í Víðikeri í þrí- og fjórbýli
með bræðmm Harðar, Kára og
Kjartani, og fjölskyldum þeirra
og móður hans og bræðrunum
Agli og Sverri. Þó Víðikershúsið
hafi verið stórt og reisulegt á
þeirra tíma mælikvarða var oft
þröng á þingi, en sambýlið sér-
staklega gott og heimilisfólkið
samhent.
Guðrún og Hörður eignuðust
þijú börn: Hauk fjármálastjóra
hjá RALA, kvæntan Sigrúnu
Steinsdóttur; Tryggva bónda í
Svartárkoti, kvæntan Elínu Bald-
vinsdóttur, og Steinunni hús-
freyju á Húsavík, gifta Daníel
Jónssyni. Bamabömin urðu sjö
og bamabamabömin em tvö.
Árið 1947 fluttu Guðrún og
Hörður í Svartárkot, sem er
syðsti bær í Bárðardal. Bærinn
stendur við Svartárvatn þar sem
Svartáin fellur úr vatninu. Þama
er rómuð náttúmfegurð, fögur
Qallasýn, fjölskníðugt fuglalíf og
jaðar Ódáðahrauns nær að tún-
garði. Góð silungsveiði er í á og
vatni. Hörður stundaði mikið
veiðar í vatninu með börnum
sínum og síðar barnabörnum,
bæði í net og á dorg og orðlagður
var reykti silungurinn hans.
Hörður frændi var mikill nátt-
úmunnandi, þekkti öll blóm og
jurtir, einnig fugla og fylgdist vel
með háttum þeirra. Öll sumur
var mikið um gesti í Svartárkoti,
vini og vandamenn og innlenda
sem erlenda ferðamenn. Gest-
risni var mikil og ekki spillti
glaðværð húsráðenda. Það var
jafnan siður þeirra hjóna að
ganga út með gestum og sýna
þeim umhverfið og .blómagarð-
inn', en svo nefndi Hörður
stundum Tunguna sunnan við
ána. Sannarlega kunnu þau
hjónin að meta landið sitt og alls
staðar var sama snyrtimennskan
bæði úti og inni.
Hörður frændi var mjög greind-
ur maður og las mikið alla sína
ævi. Hann hafði sérstaklega
skemmtilega og lifandi frásagn-
argáfu og varð allt að ævintýr-
um. Minnumst við systur ótal
ævintýra er hann sagði okkur
þegar hann bjó í Víðikeri. Það
eru okkur ógleymanlegar stundir
þegar hann var að spinna á
spunavélina og sagði okkur
bömunum sögur á meðan, m.a.
Múnchhausensögur og söguna
um Hati-hati. Reyndar var hann
óþreytandi að segja okkur sögur,
hvar og hvenær sem færi gafst.
Svo ríkur var þessi siður að alla
tíð síðan og alveg fram á síðustu
ár höfurn við beðið Hörð frænda
um að segja okkur sögur er við
hittumst, ekki síst söguna um
Hati-hati. Það er ómetanlegt að
hafa átt slíkan frænda.
Hörður og Guðrún bjuggu góðu
búi og fyrstu árin þeirra í Svart-
árkoti byggðu þau heimilisraf-
stöð. Seinna, þegar Tryggvi son-
ur þeirra og Elín kona hans hófu
búskap í sambýli með þeim, var
íbúðarhúsið stækkað, ný rafstöð
byggð, einnig stórt fjárhús ásamt
hlöðum og ræktun aukin til
muna. Hörður var góður spila-
maður og spOaði bridge. Var oft
gripið í spil þegar gesti bar að
garði og vom þeir feðgar í spda-
klúbbi í Dalnum. Síðustu árin
átti Hörður frændi við vanhedsu
að striða og fyrir rúmu ári hættu
þau búskap og fluttu á dvalar-
heimili aldraðra að Hvammi á
Húsavík. í sumar voru þau
heima í Svartárkoti um tíma og
greip þá Hörður stundum hrífu
sína ef þurrkur var. Hann andað-
ist að morgni 19. nóv. sl. og
verður jarðsunginn frá Lundar-
brekkukirkju laugardaginn 27.
nóv.
„Er syrtir að nótt, til sxngur er mál
að ganga,
sxt mun hvíldin eftir vegferð
stranga.'
og fyrr í sömu vísu:
„En samt ergaman að hafa
lifað svo langan dag.'
(Öm Amarson)
Elsku Rúna okkar, Haukur,
Steinunn, Tryggvi og allt ykkar
fólk. Við systumar og fjölskyldur
okkar samhryggjumst ykkur
innilega og biðjum góðan Guð
að blessa ykkur.
Hildur, Sigrún, Rannveig
og Áslaug Káradxtur
If
Alúðar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur vinar-
hug við andlát og útför
Péturs Þorsteinssonar
fyrrverandl sýslumanns
Sérstakar þakkir em færðar Dalamönnum.
Björg Ríkarðsdóttir
Jóna Lára Pétursdóttir Rfkarður Már Pétursson
Þorstelnn Pétursson Þórhlldur Pétursdóttlr
tengdasynlr og bamaböm
Afmælis- og minningargreinar
Þeim, sem óska birtingar á afmælis- og/eða minningargreinum
í blaðinu, er bent á, að þær þurfa að berast a.m.k. tveimur
dögum fyrir birtingardag. Þœr þurfa aö vera vélritaðar.
Bridge
UMSJÓN: BJÖRN ÞORLÁKSSON ^
Enn sigra Hjördís
og Ásmundur
Reykjavíkurmótið í tvímenningi fór fram um síðustu helgi með þátttöku
42 para. Sigurvegarar urðu Hjördís Eyþórsdóttir og Ásmundur Pálsson.
Þetta er annað stórmótið á stuttum tíma sem þau vinna, en fyrir
skemmstu sigruðu þau barómeter Bridgefélags Kópavogs.
Hjördís og Ásmundur tóku snemma forustuna og héldu henni út allt
mótið þótt stutt væri lengstum í Sigurð Vilhjálmsson og Hrólf Hjaltason
sem lentu í öðru sæti með tuttugu stigum minna. Haukur Ingason og
Sævar Þorbjömsson höfnuðu í þriðja sæti.
Keppnisformið var barómeter og
voru spiluð forgefin spil, tvö spil á
milli para. Spilað var í Sigtúni 9 og
keppnisstjóri var hinn röggsami
Kristján Hauksson. Lítum á tvö
spil úr mótinu.
SpU 58, Austur gefur/allir
NORÐUR
A K653
y KG
é DG6
* ÁD53
VESTUR AUSTUR
+ GT9 * ÁD4
V 8 V D75432
♦ T9832 4 K7
* KT74 + 62
SUÐUR
A 872
V ÁT96
♦ Á54
+ G98
Austur Suður Vestur Norður
Guðjón Fríðjón Sponni Sigfús
1 * pass pass dobl
pass lgrand allir pass
Guðjón Bragason og Erlingur
Amarson vom í vöminni gegn
einu grandi Friðjóns Þorvaldsson-
ar og þeir sýndu skemmtilega
spretti í vöminni. Útspilið var tíg-
ultía, drottning í blindum, kóngur
hjá austri og suður dúkkaði. Guð-
jóri skipti yfir í lauf, átta, tía og
drottning í blindum átti slaginn.
Þá kom hjartaás og hjartagosi sem
fékk að eiga slaginn (vestur kast-
aði spaða). Þá spilaði Friðjón laufi
úr blindum á gosa og Erlingur átti
slaginn á kóng. Því næst kom tí-
gull sem sagnhafi drap heima með
ás. Tíguldrottningin fylgdi í kjöl-
farið og lauf á níuna heima þar
sem sagnhafi vildi vera heima fyr-
ir endaspilið. En það varð aldrei.
NORÐUR + K653 v - ♦ - *Á VESTUR AUSTUR
+ GT + ÁD4
V - V D7
♦ 9 ♦ -
* 74 * -
SUÐUR + 872 V ÁT ♦ - * -
Þegar suður tók hjartaásinn kast-
aði Guðjón drottningunni undir!
Sagnhafi gat tekið á tíuna en varð
síðan að gefa afganginn. Þar með
græddust vöminni tveir slagir fyr-
ir einn sem fómað var (blindur
fær bæði slag á laufás og spaða-
kóng ef austur fer inn) og afrakst-
urinn varð 8 slagir, 120, sem var
með minna móti á NS-spilin.
MULTI-sögnin góða sýnir alltaf á
sér fleiri og fleiri hliðar. Spil 73
NORÐUR
+ 8
♦ 873
♦ T8753
♦ 7643
VESTUR AUSTUR
+ GT42 A 7653
V D76 M KT94
♦ ÁK2 ♦ G86
+ KD5 * 82
SUÐUR
▲ ÁKD9
♦ ÁG4
♦ D5
+ ÁGT9
Suður var gjafari á jöfnum
hættum og ákvað að opna á
tveimur tíglum (sterkt jafnskipt
eða veikur 6-litur í hálit). Hið
átómatíska svar norðurs er hjarta,
og þannig gengu sagnir út um
allan sal, en Vignir Hauksson,
með tíuna fimmtu í tígli og mikið
msl, fann passið! Sú ákvörðun
gaf 95% skor, þar sem spilið
vannst á meðan gröndin (2-3 á
flestum borðanna) vom vonlaus.
Ekki vom sagnir einungis
skrýtnar heldur framgangur
spilsins einnig. Suður stóð spilið
slétt, gaf fimm slagi og þar af fjóra
á tromp! Útspil vesturs var lauf-
kóngur sem sagnhafi drap og spil-
aði strax tíguldrottningu. Vestur
átti slaginn og tók laufkónginn og
spilaði meira laufi sem vestur
stakk. Þá kom hjarta (fullseint) og
sagnhafi drap með ás, tók þijá
efstu í spaða og kastaði tveimur
hjörtum, spilaði síðan fjórða spað-
anum og kastaði hjarta úr blind-
um. AV áttu tvo trompslagi en 90-
kallinn stóð eftir.
Kauphallarmótið
1993
Kauphallarmót Bridgesambands
íslands verður haldið á Hótel Sögu
helgina 3.-5. desember nk. Mótið
verður haldið í samvinnu við
Verðbréfamarkað íslandsbanka
sem mun reka Kauphöll á staðn-
um eins og undanfarin ár og nú
verða Eurocard kreditkort einnig í
samstarfi. Ef pör em keypt með
kortum frá Eurocard, getur við-
komandi dottið í lukkupottinn í
enda mótsins en þá verður eitt
parið dregið út og kaupandi þess
fær kaupverðið endurgreitt. Þetta
gildir því aðeins að eitthvert af
kortum Eurocard sé notað við
kaupin.
Mótið hest að venju með upp-
boði föstudagskvöldið 3. desem-
ber á Hótel Sögu, þar sem öll
skráð pör verða að mæta. Allir
karlmenn sem taka þátt verða að
spila í jakkafötum með bindi og
kvenfók í viðeigandi klæðnaði.
Skráning í mótið er á skrifstofu
BSÍ í síma 91-619360. Ef þátttaka
fer yfir 32 pör verður valið úr pör-
um eftir styrkleika. Þátttökugjald
er 10.000 kr. á par og lágmarks-
boð er einnig 10.000 sem viðkom-
andi ábyrgist ef enginn býður
hærra. Skráningarfrestur rennur
út nk. mánudag 29. nóvember.
Frábær vöm
Það er oft auðvelt að blekkja
andstæðinginn með litlum til-
kostnaði. Lítum á dæmi um það
úr sveitakeppni á Englandi fyrir
nokkrum árum. Suður verður
sagnhafi í 6 gröndum og útspilið
er tígulnía.
NORÐUR
+ ÁKD * ÁKD2 * KDT * DT5
VESTUR AUSTUR
+ 752 + 8643
V GT63 M 54
♦ 987 ♦ 6543
* ÁG9 * 743
SUÐUR
+ GT9 V 987 ♦ ÁG2 * K862
Við sem sjáum öll spilin sjáum að
laufgosinn liggur fyrir svíningu og
3-3 legan tryggir 12. slaginn En
sagnhafi fór niður á spilinu eftir
frábæra vöm vesturs. Suður drap
útspilið heima á gosa og réðst
strax á laufið. Hann spilaði tvisti,
gosinn kom frá vestri, og drotm-
ing í blindum. Ef samgangur hefði
verið nægur hefði suður eflaust
farið heim og spilað litlu laufi að
heiman en eins og spilið er ákvað
hann að spila lauftíunni. Austui
og suður settu lítil spil og vestur
drap á ásinn. Vestur spilaði sig út á
tígli sem sagnhafi drap í blindum.
Allt benti til að vestur hefði verið
með ÁG í laufi og hægt væri að
svína tíunni af austri. Samt sem
áður var eðlilegt að athuga hina
litina og reyna að fá talningu ef
hjartað myndi ekki brotna. Þann-
ig að sagnhafi (sem spilaði eins og
stórmeistari allt spilið) tók þrisvar
hjarta, vestur kastaði tígli í fjórða
hjartað. Þá tígulslagir og eftir að
spaða hafði verið spilað þrisvar
virtist sem vestur ætti 13.
spaðann. Sagnhafi svínaði því
laufáttunni. Vestur fagnaði full-
naðarsigri og átti tvo síðustu
slagina, á laufgosann blankan og
hjartagosann einnig. Tveir niður.