Tíminn - 27.11.1993, Qupperneq 15

Tíminn - 27.11.1993, Qupperneq 15
Laugardagur 27. nóvember 1993 Annarskonar ævisaga BÓKMENNTIR Einar E. Laxness Einar Már Guðmundsson: Englar alheimsins. Skáldsaga. Almenna bókafelagið, 1993. 224 bls. f alvarlegum geðsjúkdómum rofn- ar vanabundið samband manns við veruleikann, bæði hlutveru- og félagslegan. Jafnframt þessu tapast eða brenglast sjálfsmynd einstaklingsins svo að breytingar verða á persónuleikanum. Þannig skýtur upp í kollinum á viðkom- andi hugmyndum, sem flokkast undir ranghugmyndir, en þessar ranghugmyndir eru af ýmsum toga og geta birst í bæði kostuleg- um og óhugnanlegum myndum. Með þessar ranghugmyndir í koll- inum kemur fram orðræða geð- sjúklingsins sem stangast á við hina vanabundnu orðræðu, þann- ig að árekstur verður milli veru- leika geðsjúklingsins og hins ytri heims. Bent hefur verið á að hið skáldlega mál sé náskylt orðræðu hins sjúka óg þar búa eflaust ein- hver sannindi að baki. Sagan Englar álheimsins er sögð af Páli, geðsjúklingi, sem er látinn. En hann segir ævisögu sína frá vöggu til sjálfsvígs síns. Þannig verður þessi ævisaga hálfgerðar játningar Páls og sýna upplifanir hans og viðburði, þar sem fyrir kemur urmull af persónum líkt og í góðum ævisögum. Líta má þessa sögu sem paródíu á ævisögur, því hér er sögumaður geðsjúklingur sem eflaust mundi ekki hæfa nú- tímaævisagnariturum. Þannig lýsir hann fyrri árum sínum, en jafn- framt spinnast inn í þetta brot þeg- ar Páll er að missa vitið eða er í geðrofi. Sögumaður eða Páll rifjar upp at- burði og segir frá ýmsum persón- um þar sem sögusviðið er Reykja- vík. Stundum segir hann frá í nú- tíð og þar með upplifir lesandi textann á öðru plani en í venju- Iegri ævisögu. Inn í textann bland- ast svo brot sem lýsa ástandi og upplifun sögumanns og þar ber oft Einar Mór Guðmundsson á ljóðrænum tilþrifum. Jafnframt því birtist vel sú orðræða sem þar á við um heim Páls, líkt og þegar hann reynir að sjá samhengi milli sín og draums sem móður hans dreymir: ,Ég var bijálaður hestur í auga eih'fðarinnar.' Páll byijar sögu sína alveg á fyrsta skeiði lífs síns og í raun fyrr, þann- ig að þessi ævisaga nær því lengra aftur en hefðbundnar ævisögur. Þannig hefur Páll einskonar yfir- sýn yfir allan sinn feril og sú hug- mynd, sem hann hefur um þessa ritun og setur fram, er: .... um að enginn ætti að skrifa ævisögu sína fyrr en ævi hans er öll.' Og við þetta stendur sögumaður. f upphafi koma vel fram tenging- ar og hugmyndir sem einkenna orðræðu hins geðveika, líkt og þegar Páll segir hvar fæðingarstað- ur hans var: „Ég er Reykvflcingur — reykjandi víkingur'. En þó að tengingar sögumanns séu oft á tíð- um einkennilegar, þá hvílir yfir þeim skyldleiki við tungutak sem er fengið úr samtímanum og úr þeirri heimssýn sem við blasir. Hér má minnast á dægurlagatexta og vísanir í bókmenntir. Sú skörun er oft á tíðum vel gerð, lflct og þessi tilvitnun sýnir: „Ólafur pabbi minn gerði ekki ráð fyrir komu minni fyrr en um miðjan aprfl, en ég hef alltaf verið á undan tímanum og apríl er grimmastur mánaða.' Sá partur, sem tilheyrir bamæsku Páls, minnir óneitanlega á fyrri sögur Einars Más, þ.e. Riddara hringstigans og Vængjasláttinn í þakrennum, en þó er þessi texti mun jarðbundnari. Aftur á móti þegar annað skeið tekur við í lífi Páls, eða unglings- og fullorðinsár, þá verður textinn fjölbreyttari og nær hugarflugi Páls. Stundum nær frásögnin að vera á þrem plönum líkt og þegar Páll rifjar upp atvik frá bemsku sinni: „... og horfir dol- fallinn á þessa tvo heima, raun- vemleikann í raunvemleikanum og raunvemleikann í myndinni ... og man þetta allt löngu síðar,... ég sjálfur allur útataður í málningu, grænn og blár á fingmnum, engu að síðar sannfærður um að ég sé Vincent van Gogh endurborinn. Mig verkjar í eyrað.' Sá drungalegi heimur, sem líf geðsjúklings er, endurspeglast í lýsingu Páls á þeim hrakningum sem hann á við að glíma frá Kleppi í fangaklefa, frá gistiheimilum til endastaðarins eða öryrkjablokkar. Jafnframt þessu kemur vel fram sá raunveruleiki sem geðsjúklingar þurfa að horfast í augu við, en það em lyf. En í orðum Páls ber oft á húmor og kaldhæðni, en þó ein- lægni þegar hann lýsir áhrifum „lyfjaskýsins' sem hangir yfir vit- um hans. Þannig er atburðarásin raunsæisleg á yfirborði, en yfir textanum hvflir þó alltaf léttleiki og húmor. Það er helst í hinum ljóðrænu bútum sem hið þunga yfirbragð liggur yfir textanum. í sögunni kemur fyrir fjöldinn allur af persónum sem em misvel gerðar, en einna áhugaverðastar eru aðrir sálufélagar sögumanns. Hér má nefna Pétur sem er kom- inn með Kína á heilann í geðvefld sinni og keðjureykir útí eitt. Þann- ig tekst Einari oft að spinna saman raunsæisleg atriði og fjarlægari hugmyndir, sem þó eiga heima í ranghugmyndaheimi þessara manna. Með þessari sögu tekst Einari Má að skapa skáldverk með ákveðnu tvísæi, þar sem tungutak skáld- skaparins og þess geðsjúka skarast á lifandi hátt. Þannig að útkoman verður oft á tíðum mjög áhuga- verð fyrir þær sakir hvað orðræða nútímans blandast heimi hins vit- firrta á skáldlegan hátt. Hver er grímumaðurinn? BÓKMENNTIR Jón Þ. Þór Stefán Júlíusson: Grímumaðurinn. Skáldsaga. Bókaútgáfan Björk 1993. 187 bls. Sagan af grímumanninum gerist í upphafi heimskreppunnar miklu, um 1930. Sögusviðið er lítfll bær, sem Hraunfjörður heit- ir, en kunnugir lesendur þurfa vart að velkjast lengi í vafa um við hvaða bæ er átt. Aðalpersóna sögunnar er ungur piltur, Ámundi Guðmundsson. Hann er af fátæku foreldri og þegar sagan hefst er fjölskylda hans komin í fjárhagskröggur, sem eiga rætur sínar að rekja tfl kreppunnar. Heimilisfaðirinn hefur gengið atvinnulaus um skeið, matarreikningurinn hjá kaupmanninum hækkar stöðugt og lítt gengur að greiða af íbúð- inni, sem keypt var á meðan bet- Stefón Júlíusson ur áraði. Ámundi er á hinn bóg- inn dugnaðarforkur og til þess að létta undir með foreldrum sínum og skapa sjálfum sér möguleika á skólagöngu tekur hann að sér ýmis viðvik fyrir Þórð kaupmann Jónsson, þann hinn sama og heldur föður hans í helgreipum og getur neitað fjöl- skyldunni um úttekt þegar hon- um sýnist. Flest þessara viðvika eru hins vegar á mörkum þess löglega og þannig er grímumað- urinn til kominn. Þessi skáldsaga Stefáns Júlíus- sonar er létt og þægileg aflestrar. Söguþráðurinn er einfaldur og skýr og sama máli gegnir um sögupersónumar. Hér er bmgðið upp einfaldri, jafnvel einfaldaðri mynd af htlu samfélagi á tíma- mótum, þar sem stéttaskipting er áberaundi. Sumir hafa allt tfl alls, aðrir ekki neitt. Rómantíkin er hins vegar höfð með í spilinu og fyrir hennar tilverknað fer allt vel að lokum. Atburðarásin er þannig býsna reyfarakennd og minnir um margt á sögur, sem skrifaðar vom á öldinni sem leið og fram- undir fyrri heimsstyrjöld. Allt um það er bókin hpurlega skrif- uð og vísast ágætis afþreying fyr- ir þá lesendur, sem ekki vilja hafa alltof krefjandi rit á nátt- borðinu. 15 Félagsvist á Hvolsvelli Félagsvist verður ( Hvolnum sunnudagskvöldin 28. nóvember og 12. desember kl. 21 (ekki 5. nóvember, eins og áður var auglýst). Góð kvöldverðlaun. Framsóknarfélag Rangælnga Aðalfundur Framsóknarfélags Reykjavíkur verður haldinn mánudaginn 29. nóvember n.k. I Hótel Lind kl. 20.30. Venjuleg aðalfundarstörf. Finnur Ingólfsson alþingismaður mun ræða stjómmálavið- horfið. Framsóknarfélag Reykjavíkur Aðalfundur Aðalfundur fulltrúaráðs framsóknarfélaganna I Reykjavlk verður haldinn mánudag- inn 6. desember n.k. I fundarsal A, Hótel Sögu, og hefst kl. 17.00. Auk venjulegra aöalfundarstarfa fjallar fundurinn um borgarmál og stjómmálavið- horfið. Nánari dagskrá verður auglýst slöar. Stjóm fulltrúariðslns Finnur Auglýsing frá Ábyrgðasjóði launa Að gefnu tilefni er vakin athygli á því að eingöngu þeir launþegar, sem skráðir eru atvinnulausir á uppsagnar- fresti, hafa rétt á bótum úr Ábyrgðasjóði launa vegna rift- unar eða uppsagnar vinnusamnings þegar bú vinnuveit- anda er tekið til gjaldþrotaskipta. í d-lið 1. mgr. 5. gr. laga nr. 53/1993 um Ábyrgðasjóð launa vegna gjaldþrota segir „Ábyrgð sjóðsins tekur til bóta vegna launamissis í allt að þrjá mánuði vegna riftunar eða uppsagnar vinnu- samnings, enda skal sá sem krefst bóta samkvæmt þessum lið sýna fram á með vottorði vinnumiðlunar að hann hafi leitað eftir annarri atvinnu þann tíma sem bóta er krafist." Aðeins þeir launþegar, sem skrá sig reglulega hjá vinnu- miðlun á uppsagnarfresti, hafa því rétt á greiðslu launa í uppsagnarfresti ffá Ábyrgðasjóði launa. Ábyrgðasjóður launa, Suðurlandsbraut 24, Húsafriðunarsjóður Húsafriðunarnefnd ríkisins auglýsir eftir umsóknum til húsafriðunarsjóðs, sem starfar samkvæmt lögum nr. 88/1989 og reglugerð nr. 316/1990. Veittir eru styrkir til að greiða hluta kostnaðar vegna: - undirbúnings framkvæmda, áætlanagerðar og tækni- legrar ráðgjafar. - framkvæmda vegna viðhalds og endurbóta á friðuðum húsum og húsum sem hafa menningarsögulegt og list- rænt gildi - byggingarsögulegra rannsókna og útgáfu þeirra. Umsóknir skulu berast eigi síðar en 1. febrúar 1994 til húsafriðunarnefndar ríkisins, Þjóðminjasafni íslands, Suðurgötu 41, 101 Reykjavík, á umsóknareyðublöðum sem þar fást. Vakin er athygli á nýrri reglugerð um húsafriöunarsjóð og nýjum umsóknareyðublöðum. Frekari upplýsingar eru veittar í síma 91-622475 milli kl. 10.30 og 12 virka daga. Húsafriðunarnefnd ríkisins Móðir okkar, tengdamóðir og amma Rósa Petra Jensdóttir Bámgötu 37, Reyk|avik verður jarösungin frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 30. nóvember kl. 13.30. Ingibjörg S. Karlsdóttir Sigurbjörg K. Kartsdóttir Svanhildur Karisdóttir og bamaböm Sigfús Guðmundsson Valdimar Runólfsson Þórður Jónsson

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.