Tíminn - 08.01.1994, Blaðsíða 1

Tíminn - 08.01.1994, Blaðsíða 1
SIMI 631600 Stakkholti 4 Inngangur frá Brautarholti 78. árgangur Laugardagur 8. janúar 1994 5. tölublað 1994 VSI segir kröfur sjómanna pólitískar. „Hreinasta djö... kjaftœöi," segir formaöur SSI: Tilraun til þríhliba vibræðna mistókst Tilraun ríkissáttasemjara til að koma á þríhliöa vi&ræöum ríkisvalds, sjómanna og út- vegsmanna við lausn sjó- mannaverkfallsins mistókst seinnipartinn í gær. Ríkis- sáttasemjari sagði þá að máliö væri í biðstöðu og bjóst ekki við að kalla menn saman til fundar um helgina. Framkvæmdastjóri VSÍ segir deiluna vera komna úr hefð- bundnum farvegi kjaravið- ræðna í ljósi tillagna sjómanna um breytingar á kvótalögum, fiskverði og nýrri lagasetningu um réttarstöðu sjómanna. Hann segir kröfur sjómanna pólitískar og beinast að stjóm- völdum. Óskar Vigfússon, formaður Sjó- mannasambands íslands, segir þessa túlkun framkvæmdastjóra VSÍ vera „hreinasta djö... kjaft- æði" og bendir á að sjómenn hafi lagt fram kröfur sínar við stjómvöld samkvæmt ósk þeirra þar um, í framhaldi af fundi for- ystumanna samtaka sjómanna með forsætisráðherra í vikimni. En á þeim fundi geröu sjómenn ráðherra grein fyrir stöðu mála eftir meint viðræðuslit deiluað- ila í vikunni'. Á fundi sjómanna með Ólafi Davíössyni, ráöuneytisstjóra í fórsætisráðuneytinu, eftir há- degi í gær kom fram aö ríkis- stjómin treystir sér ekki til að standa að neinni breytingu á verðmyndun fisks. í framhaldi af því óskuðu sjómenn eftir því að taka upp einshverskonar þrí- hliöa viðræður við sína viðsemj- endur og ríkisvaldiö. Skilyröi sjómanna fyrir þessum viðræð- um, eftir að ríkið hafnaöi verö- myndunarkröfu sjómanna, var að haldið yröi áfram að vinna aö gerð sérkjarasamninga. „Það kom okkur því mjög á óvart, þegar Þórarinn V. Þórar- insson, framkvæmdastjóri VSÍ, hafnaöi því. Hann sagði að at- vinnurekendur treystu sér ekki til að hefja viðræbur um sér- kjarasamninga fyrr en séð væri hvaö kæmi út úr hinum málun- um. Við svömöum því einfald- lega að þá væri þetta búiö." Von var á sjávarútvegsráðherra til landsins frá Færeyjum í gær, en eins og kunnugt er þá halda Færeyingar sinni aflahlutdeild innan íslenskrar lögsögu í ár. Stjóm Kvikmyndasjóðs íslands harmar í ályktun þann mikla niðurskurð, sem oröib hefur á framlögum til sjóðsins sam- kvæmt fjárlögum fyrir 1994. Bent er á að niðurskurðurinn til Gert var ráð fyrir að ráðuneytis- stjóri forsætisráöuneytisins myndi gera sjávarútvegsráð- herra grein fyrir stööu mála við fyrsta tækifæri. Nánast ekkert haföi veriö rætt við starfsmenn SR-mjöls um kaup á hlutabréfum ríkisins í fyrirtækinu, þegar undinitað- ur var samningur um kaupin skömmu fyrir áramót. Eftir sjóðsins og Kvikmyndasafnsins nemi um 19 milljónum eða um 17,5% af framlögum fyrra árs. Þetta telur stjóm sjóðsins mikið áfall og meiri skerðingu en aör- ar listgreinar mega búa vib. Eins og kunnugt er, þá er for- sætisráöherra á NATO-fundi í Belgíu. Þaö hefur hinsvegar vak- ið nokkra athygli að hann kall- aði Halldór Ásgrímsson, alþing- aö kaupsamningur hafði ver- iö geröur var starfsmönnum sent bréf þar sem þeim er boö- ið aö fá upplýsingar um stöðu SR-mjöls með hugsanleg hlutafjárkaup í huga. Eftir að gengið var frá samn- ingi um sölu ríkisins á hluta- bréfum í SR- mjöli til nokkurra útgerðarmanna og fjármálafyr- irtækja, sagði talsmabur kaup- enda að meirihluti starfsmanna væri meðal kaupenda. Enginn starfsmaður hafði þá gengiö frá formlegu hlutabréfaloforði og raunar hefur það ekki verið gert enn. ismann og fyrrverandi sjávarút- vegsráðherra, á sinn fund skömmu áður en hann hélt af landi brott. { byrjun þessarar viku fengu starfsmenn SR-mjöls bréf frá fulltrúum kaupenda þar sem þeim er boðiö ab fá send gögn um stöðu SR- mjöls „með hugs- anleg hlutafjárkaup í huga". Starfsmenn eru þessa dagana að fá gögnin í hendur. Gert er ráb fyrir að í lok næstu viku verbi endanlega gengið frá því hvaða starfsmenn verði með í hluta- bréfakaupunum. Starfsmenn, sem Tíminn ræddi við, sögðust reikna með að á milli 50 og 100 starfsmenn gerist hluthafar. Almennur stuðningur er með- al starfsmanna við þá aðila, sem Albert Guömundsson í Tímaviötali: Hef áhuga, heilsu og erindi í borgarstjórn Albert Guðmundsson, fyrrver- andi sendiherra, kveðst hafa áhuga, heilsu og erindi til þátttöku í borgarstjómarkosn- ingum í vor, enda hafi hann margt að segja við kjósendur. Sjá blaðsíöu 2 gert hafa kauptilboð í SR-mjöl. Stuðningur við Harald Haralds- son, framkvæmdastjóra Andra, viröist vera mjög takmarkaður meðal starfsmanna. Enn er ekki endanlega ákvebið hvemig skipting hlutabréfa veröur milli einstakra aðila. Einn starfsmaður, sem 'nminn ræddi við, sagöi að starfsmönn- um og útgerðarmönnum væri boðið aö kaupa eins mikið af hlutabréfum og þeir hafi áhuga á, en fjármálafyrirtækin muni eignast það sem á vantar. -EÓ Sjá einnig frétt á bls. 6 - ■ ■■ A-------- Harmar niöurskurð Skautavebur hefur veríb í höfubborginni ab undanförnu og er enn, enda hata ungir og gamlir Reykvíkingar maett meb skautana sína nibur á Tjörn. Tfmamynd CS Starfsmenn SR-mjöls fengu boö um aö gerast hluthafar eftir aö kauptilboö haföi veriö undirritaö: Ekki rætt við starfsmenn fyrr en í þessari viku

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.