Tíminn - 08.01.1994, Qupperneq 4

Tíminn - 08.01.1994, Qupperneq 4
4 Laugardagur 8. janúar 1994 STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Utgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: jón Kristjánsson Ritstjóm og auglýsingar: Stakkholti 4,105 Reykjavík Inngangur frá Brautarholti. Sfmi: 631600 Símbréf: 16270 Póthólf 5210, '125 Reykjavík Setning og umbrot: Tæknideild Tímans Prentun: Prentsmibja Frjálsrar fjölmiölunar hf. Mánabaráskrift 1400 kr. m/vsk. Verb í lausasölu 125 kr. m/vsk. Einkavinavæðing eða þjóðráð? Síldarverksmiðjur ríkisins eru öflugt fyrirtæki, þótt skipst hafi á skin og skúrir í starfseminni gegnum tíðina. Stundum veiðist síld og loðna í gífurlegu magni og framleiðslan vex; mögur ár koma inn á milli. Það hefur verið þokkaleg samstaða um það í þjóðfélaginu að það sé eðlilegt að breyta rekstrar- formi SR í hlutafélag. Það var gert með lögum frá Alþingi á síðasta ári. Hins vegar er sala þessara hlutabréfa stórt skref í einkavæðingu hér á landi. SR-mjöl er eitt af stærstu sjávarútvegsfyrirtækjum hérlendis og á djúpar rætur í atvinnulífi þeirra byggðarlaga, sem það starfar í. Sala þess er því ekkert smámál og það er eðlilegt að hún veki mikla athygli og umtal. Staðreyndin er sú, að gengið var frá þessari sölu í miklum flýti rétt fyrir áramótin, degi eftir að til- boðsfrestur rann út. Seljendur lögðu það mat á málið að hæstbjóðandi gæti ekki staðið við tilboð sitt. Tekið var tilboði, sem var allmiklu lægra, á þeim forsendum að þar væri um trausta aðila að ræða. Þrátt fyrir þessa ákvörðun liggja ekki enn fyrir upplýsingar um hve mikinn þátt einstaka útgerðarmenn, sem tilheyrðu þessum hópi bjóð- enda, ætla að taka í þessum kaupum né endanleg- ar ákvarðanir um þátttöku sveitarfélaga. Tilboðið, sem tekið var, hljóðaði upp á 725 milljónir króna. Þær grundvallarspurningar, sem hljóta að vakna, eru þessar: Er þetta verð full- nægjandi út frá hagsmunum ríkissjóðs og al- mennings, sem á þessar eignir? Var rétti tíminn nú til þess að selja fyrirtækið? Ef svo er, að þetta hafi verið óskastundin til þess, endurspeglast það þá í því verði, sem fyrir eignirnar fæst? Hvaða áhrif hefur einkavæðingarstefna stjórnvalda og sá þrýstingur, sem af henni stafar, haft á þetta mál? Hér er verið að fjalla um gífurlega verðmætar eignir. Eigið fé SR-mjöls h/f er á annan milljarð króna og endurstofnverð þeirra eigna, sem um ræðir, er miklu hærra. Fyrirtækið er í góðum rekstri núna og mun skila miklunm hagnaði á ár- inu 1993. Ef spár ganga eftir um loðnuveiði næstu tvö árin, eru miklar líkur á því að það verði skuldlaust eftir þann tíma. í ljósi þessa átti staða seljenda að vera sterk og engin nauður rak þá til þess að ganga frá málinu í miklum flýti og ganga áð hverju sem er. Fram hehir komið tillaga í fjárlaganefnd Alþing- is um að Ríkisendurskoðun geri athugun á þessu máíi og skili nefndinni áliti á því, hvort hér hafi verið haldið á hagsmunum ríkissjóðs sem skyldi. Þessi tillaga er eðlileg. Ríkisendurskoðun er sá að- ili, sem rétt er að gefi sitt álit á málinu í ljósi þess hve hér er um miklar eignir og hagsmuni að ræða. Því hefur verið haldið fram að hér hafi trú- arbrögð einkavæðingarinnar ráðið ferðinni og þrýstingur um að sýna loks árangur á því sviði eftir neyðarlega útreið síðustu tveggja ára. Því hefur einnig verið haldið fram að mikið hafi leg- ið við að koma fyrirtækinu í hendur einkávina stjómvalda. Ef þetta eru aðeins dylgjur og getsak- ir, ætti álit Ríkisendurskoðunar þar um að vera seljendum kærkomið. Hún er sá aðili í stjórnkerf- inu, sem eölilegt er að fjalli um málið. Undir oki heimilisskulda Oddur Ólafsson skrifar Nú, þegar ár fjölskyldunn- ar er upp runniö, eru skuldir heimilanna helmingi meiri en ríkissjóbs og slaga hátt upp í sameiginlegar skuldir atvinnuveganna, sem flestum þykir nóg um, eins og raunar skuldir hins opinbera, sem sérfróöir segja aö séu á hættumörkum. Þaö, sem flokkast undir heimil- isskuldir, em um 260 milljarðar og sé gripiö til hefðbundinna meöaltalsútreikninga þýöir þetta aö hver einstaklingur skuldi rúmlega milljón kr. Margir skulda ekkert og geta þeir sem nenna dundaö sér viö aö reikna út hve háum fjárhæö- um skuldararnir eiga aö standa skil á og hver vaxtabyrðin er. Það, sem flokkast undir heimil- isskuldir, em húsnæðislánin og lán, sem tekin em hjá peninga- stofnunum og lífeyrissjóðum til hvers kyns nota og íbúðarhús- næði og bílar og fleira, oftast ættingjar, er sett í pant fyrir. Afarkostir Þótt menn rífi hár sitt í ör- vinglan, þegar lýst er yfir áhyggjum vegna skulda ríkisins og fjárhagsstööu atvinnuveg- anna, em flestir furöu rólegir vegna fjárskuldbindinga sem einstaklingar og f jölskyldur taka á sínar heröar, nauöugar viljug- ar. Einkaeignarstefnan í húsnæð- ismálum er helsta orsök skulda-. súpunnar. Leiguhúsnæði er af skornum skammti, það er dýrt og öryggisleysi fylgir því að leigja. Hvort sem fjölskyldufólki líkar betur eöa verr, neyðist það til aö eignast eigiö húsnæöi og taka öll þau lán sem bjóöast, meö hvaða afarkostum sem þeim fylgja. Þessa sögu þekkja allir og þá viðbót aö alltof margir byggja eða kaupa stærra en þeir hafa þörf fyrir og enn síður efni á. En þaö er eitt af lögmálum neyslu- þjóðfélagsins, sem skuldaramir búa í, og þýðir ekki í mót aö mæla, því hönnuðir og bygg- ingameistarar, sem vita svo miklu betur hverjar em þarfir fólks en þaö sjálft, hafa yfir trú- arsetningu sína, þegar aö flott- ræfilshættinum er fundið: „ís- lendingar vilja búa veglega." Aldrei er spurt hvort þeir hafi efni á því. Þaö em ekki endilega sjálfir skuldaramir, sem hafa reist sér huröarás um öxl meö óvarlegri lánasöfnun. í mörgum tilvik- um, kannski flestum, neyöa aö- stæöumar þá til aö safna meiri skuldum en þeir em borgunar- menn fyrir. Viðbótarlán og neyöarráöstaf- anir ýmsar sökkva fólki yfirleitt aöeins dýpra í skuldasúpuna og em skammgóöur vermir fyrir þá verst settu. Framtíbarheill í veði En hvemig svo sem til skulda heimilanna er stofnab og af hvaða orsökum, verður því ekki á móti mælt aö þær em komnar langt upp fyrir öll eðlileg tak- mörk og ógna tilvist og framtíö- aröryggi mikils fjölda fjöl- skyldna. Samdráttur og minnkandi at- vinna gerir mörgum skuldaran- um erfitt fyrir meö aö standa í skilum og standa heiöarlegir og samviskusamir menn frammi fyrir því aö veröa þrotamenn án þess að fá viö neitt ráöiö. Hjónabönd, fjölskyldulíf og framtíðarheill bama er í húfi ab það takist að halda heimilunum saman, en allt útlit er á að á ári fjölskyldunnar fari fleiri íslensk- ar fjölskyldur á vonarvöl vegna tekjuskerðingar og fjárhagserf- iðleika en dæmi em um á lýö- veldistímanum. Mikil eignarýrnun Það er opinbert leyndarmál að eignarýmun í landinu er mikil. Það em ekki aðeins hlutabréf og ríkisfyrirtæki sem hafa hrapaö í verögildi. Fasteignaverð hefur lækkað mikið, en það sem er ekki viöurkennt á heiðarlegan máta er sölutregðan til vitnis um að auglýst verö em fjarri öll- um þekktum markaöslögmál- um. Þetta veldur því að eignir em oft veösettar fyrir hærri lánum en hægt er að fá fyrir þær á markaði. Þegar samansafnaðar vaxtaskuldir og fleira kemur þar ofan á, em skuldaramir komnir í vítahring, serri þeir losna ekki úr. Er skemmst aö minnast þeirra tíðinda, sem fram- kvæmdastjóri Húsnæöismála- stjómar sagöi nýverið, aö dæmi væm um aö fólk gengi úr nýleg- um íbúðum sínum án þess að fá neitt til baka af því, sem þaö var búiö að leggja í þær af eigin fé, og læsti ekki einu sinni á eftir sér. Vítahringur í nágrannalöndum, t.d. Bret- landi, hefur einkaeignarstefnan beöið svipaö skipbrot og em þær fjölskyldur, sem hvorki geta selt né búib áfram í húsum sín- um, aö nálgast tvær milljónir. Ungt fólk gengur ekki að tryggri atvinnu, þegar þaö hefur aldur og menntun til aö leita inn á vinnumarkaöinn, og þab á heldur ekki tryggan samastaö ef þaö stofnar fjölskyldu, nema þaö eigi efnaða aö. Svona er ástandiö á íslandi í upphafi árs fjölskyldunnar. Fjölskyldur flosna upp, æ færri börn fæöast skilgetin og sífellt fleiri þeirra al- ast ekki upp hjá báðum foreldr- um sínum. Ef heldur fram sem horfir, fer þaö aö heyra til und- antekninga og eins hitt aö böm eigi sér alsystkini, heldur eiga þau þeim mun fleiri stjúp- og hálfsystkini. Sjálfsagt munu einhverjir geta fært rök aö því að sú þróun sé heppileg, en út frá fjölskyldu- sjónarmiðum verðiu' hún það aldrei. Meini menn eitthvað meö því aö fjölskyldan sé undirstööuein- ing samfélagsins og að æskilegt sé að efla hana og styrkja, í stað þess að splundra henni, hlýtur þaö aö vera nauðsynlegt aö búa svo um hnúta að fólki sé gert fjárhagslega mögulegt að stofna fjölskyldu og efla hana og við- halda henni, og þaö er einmitt heimiliö sem er umgjörð fjöl- skyldulífsins. Sé fjölskyldu ekki gert kleift að eignast heimili — ekki endilega einkahús — og henni ekki tryggt aö geta búið undir þaki innan veggja, er tómt mál aö tala um fjölskyldu- vemd eða neitt í þá áttina. Skuldugir öreigar Skuldir heimilanna em samfé- laginu hættulegri en virðist viö fyrstu sýn. Aö eiga ekkert er slæmt, en aö eiga eingöngu skuldir er margfalt verra. Öreigi er betur settur en skuldugur maöur og tekjulaus. Frá honum er allt tekiö áöur en hann eign- ast neitt. Hann getur ekki séð fjölskyldu farboröa, er utan- veltu í þjóbfélaginu og finnst hann vera byrði á samborgur- unum. Nú em ekki allir svona illa sett- ir, þótt skuldugir séu. Mörgum tekst að standa í skilum, þótt erfitt sé. En það breytir ekki því aö skuldir heimilanna sliga marga fjölskylduna til falls og skilja eftir sig sár, sem aldrei gróa. Ekkert hefur upp á sig aö fara að leita að sökudólgum, en þeim mun meiri nauösyn ber til aö leita lausna, sem bjargað geta heimilunum undan oki skuld- anna.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.