Tíminn - 08.01.1994, Blaðsíða 10

Tíminn - 08.01.1994, Blaðsíða 10
10 Laugardagur 8, janúar 1994 Enginn flýr sig sjálfan Hann sat í bílnum meb sjálfsmorb í huga og beib eftir rétta andartakinu til ab skera sig á púls. Þá sá hann fórnar- lambib ganga framhjá og sjálfsmorbshvötin vék fyrir annarri hvöt: drápsfysninni. voru 11 stungusár á líkama hennar, þar af þrjú á hálsi auk þess sem andlitið var illa skorið. Morðinginn hafði auösjáanlega haft þaö að meginmarkmiði að ganga frá henni endanlega. Lögreglan varð einskis vísari í rannsókn sinni. Ástæða glæps- ins var ókunn, ekki þótti líklegt Þab var ekkert rökrétt vib morbib á Sharon Calligan og þess vegna libu þrjú ár ábur en málib leystist. í nóvember 1992 var rannsókn- arlögreglumaður að blaða í gömlum gögnum Northamp- ton- lögreglunnar í Granby, Massachusetts. Það, sem vakti athygli hans, var gömul mappa í flokknum „Óleyst mál". Fram- an á möppunni var mynd af forkunnarfagurri konu, sem hafði verið myrt þremur árum áður. Undir venjulegum kringum- stæðum hefði viðkomandi látið kyrrt liggja, en einhver innri eölishvöt fékk hann til að opna möppuna og kynna sér máliö. Það var 19. desember 1989 sem lík konunnar fannst. Hún fannst í bifreið á bílastæði fyrir framan verslunarmiöstöð. Líkið var nokkuð illa útleikið, sérstak- lega andlitið, en það var engum vandkvæðiun bundið að nafn- greina konuna, vegna skilríkja sem hún bar í töskunni. Einnig fundust peningar í töskunni, þannig að hægt var að útiloka ránmorð. Hún hét Sharon Gall- igan, 20 ára háskólamær í Mass- achusetts. Rannsókn lögreglunnar sýndi að Sharon hafði samleigt með vinkonu sinni í lítili íbúð í grenndinni. Kvöldið áður hafði hún farið út í búð, rétt fyrir lok- un, í þeim tilgangi að kaupa matvörur og jólagjafir. Herberg- isfélagi hennar beið hennar, en hún sneri ekki aftur. Lögreglan yfirheyrði fjölda manns, þ.á m. kærasta Sharon, en enginn reyndist grunsamleg- ur og fátt var um vísbendingar. Málið vakti mikla athygli í fjöl- miðlum á sínum tíma. Sharon var sem fyrr segir einstaklega glæsileg stúlka og fyrirmyndar- nemandi. Fjölmiðlamenn þyrptust til Granby til að fjalla um málið. Örlög á örlög ofan Fjölskylda hennar var harmi lostin. Þetta var ekki í fyrsta skipti sem hún haföi orðið fóm- arlamb glæpamanna. Sharon hafði verið nauðgað tveimur ár- um áður og eitt sinn hafði hún sloppiö við illan leik undan fyrrverandi kærasta, sem lagði á hana fæð eftir að sambandi þeirra lauk. Eins og móðir hennar sagði: „Hún var loks bú- in að ná sér andlega núna eftir fyrri áföll. Er ekkert réttlæti í þessum heimi?" Krufning sýndi að Sharon hafði verið stungin til bana. Alls Teikning lögreglunnar eftir framburbi vitnis. Þab, sem er sérstakt vib teikn- inguna, er ab lögreglan dáleiddi vitnib. Síbar urbu menn orblausir er þeir sáu hversu mjög myndin líktist morbingjanum. aö morðinginn hefði þekkt fómarlambið persónulega og þaö gerði málið snúnara en ella. Sharon átti sér engan óvin, svo vitað var. Hún haföi verið ein- staklega óheppin allt sitt líf og sennilega hafði hún, þegar yfir lauk, aðeins verið röng mann- eskja á rangri stundu. Allir við- mælendur lögreglunnar vom sammála um að hún hefði ekki getað átt einn einasta óvin. Þvert á móti var hún einn vin- sælasti nemandi skólans og átti stóran og tryggan kimningja- hóp. Fyrst og fremst vantaði vitni að því sm gerst hafði á bílastæðinu fyrir framan versl- unarmiöstööina. Búið var að yf- irheyra allt starfsfólk og svo virtist sem enginn hefði séð neitt óvenjulegt. Dálciöslan Það kviknaði loks von hjá lög- reglunni, þegar einhver tók eftir hraðbankalúgu skammt frá morðstaðnum. Lögreglan var búin að tímasetja moröið nokk- uð nákvæmlega og þegar færsl- ur bankans vom yfirfamar, kom í ljós að einn notandi haði tekið út peninga á kort sitt einmitt um sama leyti og taliö var að Sharon hefði verið myrt. Haft var samband við viökomandi og sá tjáði lögreglunni að hann minntist einskis, en konan hans hafði beöið í bílnum á meðan hann fór að taka út peningana og hún hafði tekiö eftir ungvun manni fyrir framan gráan Toy- ota, sem henni þótti einhverra hluta vegna gmnsamlegur. Hún mundi ekki útlit hans, en þegar lögreglan spurði hvort hún væri reiðubúin til að láta dáleiöa sig af sálfræðingi, samþykkti hún það. Dáleiðslan gekk vel; eftir að konan féll í trans tók undir- vitundin við og þá gat konan gefið lýsingu á viðkomandi. Hún sá hvítan mann um þrí- tugt, fölan og grannan með óvenju stór útstæð augu. Hann hafði verið með svarta húfu, þannig að háraliturinn var óljós, en þetta var samt miklu betra en ekkert fyrir lögregluna. Allir helstu fjölmiðlar komu teikningunni á framfæri, sem lögreglan lét gera eftir lýsing- unni, og viðbrögðin létu ekki á sér standa. Hinn grunabi sleppur Aðeins tveimur dögum seinna Kenneth Mitchell hvarfíþrjú ár. Þab var ofseint ab hegna honum þegar hann loks fannst. var framiö vopnað rán. Ræn- ingjamir vom þrír og afgreiðslu- maðurinn kveikti strax, þegar hann sá einn þeirra. „Hann var nákvæmlega eins og sá á mynd- inni." Lögreglan veitti glæpa- mönnunum eftirför og endaði sá eltingarleikur með því að bíll ræningjanna lenti í árekstri viö annan bíl. Lögreglan náði að handtaka tvo þeirra, en sá þriðji, lykilmaðurinn og sá sem afgreiðslumaðurinn hafði þekkt, slapp úr klóm lögregl- unnar. Enn virtust örlögin að verki. Félagar hans sögðu manninn heita Kenneth Mitchell, 34 ára. Þeir vissu fátt um hann annaö en að þeir höfðu kynnst nokkr- um dögum fyrir ránið. Lögregl- an hafði upp á sambýliskonu hans, en hún sagði að eftir rán- ið misheppnaða hefði ekkert til Mitchells spurst. Hún sýndi lög- reglunni mynd af honum og eftir það var lögreglan ekki í vafa — rétti maðurinn var fund- inn. Þeir, sem höfðu vantreyst dáleiðsluaðferðinni, urðu aö játa sig sigraða. Myndin var slá- andi lík hinum eftirlýsta Kenn- eth Mitchell. Næstu daga sat lögreglan um híbýli Mitchells og þá staði sem hann var vanur að sækja, en án árangurs. Hann virtist hafa guf- aö upp og enginn vissi neitt um ferðir hans. Mitchell var fæddur í E1 Paso í Texas, yngstur fimm systkina. Fjölskyldan hafði flust til Gran- by árið 1975. Foreldrar hans voru heiðarlegt fólk, sem vann sína vinnu af samviskusemi, en snemma fór að bera á brestum í syni þeirra. Hann var fyrst handtekinn 13 ára fyrir búðar- SAKAMAL hnupl og eftir það kom hann oft við sögu lögreglunnar. Hann náði þó að fara í gegnum menntaskóla, en lengri varð skólagangan ekki. Árið 1979 giftist Mitchell, en hjónaband- inu lauk hálfu ári seinna. Eftir skilnaðinn hafði Mitchell verið í lítilli vinnu og smám saman urðu afbrot hans tíðari. Enn ein tilviljunin Og þá komum viö aftur að upphafinu. Mitchell hafði verið í felum í þrjú ár, en þegar rann- sóknarlögreglmnaðurinn var aö fletta í gegnum „Sharon Gallig- an"-málið í nóvember 1992, fannst honum hann þekkja Mitchell af myndinni. Eftir skamma umhugsun minntist hann þess að hafa séð hann á vegahóteli í Westfield í Massac- husetts, aðeins tveimur dögum áður. Tilviljunin var svo alger að hann átti bágt með að trúa að þetta gæti staðist. Hann gerði þegar viðeigandi ráðstafanir og hjólin fóm að snúast. Enn var von til að hafa hendur í hári þessa manns, sem svo ákaft hafði verið leitað í þrjú ár. Sagan öll Hópur lögreglumanna fór til vegahótelsins og hélt til her- bergis 5. Þegar lyklinum var stungið í skrána og lögreglan mddist inn, var aðkoman held- ur ömurleg. Vissulega var Mitc- hell í herberginu, en enn einu sinni hafði hann sloppið úr klóm réttvísinnar, hann var lát- inn. Hann hafði framið sjálfs- morð aðeins sólarhring áður með því að skera sig á púls. Við hlið hans lá brotin viskíflaska og sex þéttskrifaðar blaðsíður á borðinu, kveðjubréf. Þar stað- festi Mitchell að hann væri sek- ur um morðið á Sharon og vildi skýra frá því sem gerst hafði kvöldið sem Sharon dó. Hann hafði sjálfur verið hald- inn miklu þunglyndi á þessum tíma og sá ekki aðra leið en að svipta sig lífi. Hann fann sér hníf, keyrði aö bílastæðinu fyrir utan verslunarmiðstöðina og lagði bílnum þar. Hann fór í huganum í gegnum misheppn- að líf sitt og beið eftir kjarkinum til að stíga skrefið til fulls. Hann mundaði hnífinn, en sá þá und- urfagra konu, Sharon Galligan, ganga framhjá. Hann varð skyndilega yfir sig snortinn af fegurö hennar og ekkert fjarlæg- ara en að fremja sjálfsmorð. Af einhverjum innri hvötum, sem honum tókst ekki að spoma gegn, stökk hann út úr bílnum og greip í handlegg hennar. Hann ætlaði að segja eitthvað fallegt við hana, en hún rak strax upp hræðsluóp. Þá tók hann fyrir munn hennar, ýtti henni inn í bílinn og stakk hana með hnífnum. Eftir fyrstu stunguna varð allt svart og Mitchell mundi ekki hvað gerð- ist næst. Hann gerði síðar við- eigandi ráðstafanir og hafði ver- ið kvalinn af eigin samvisku síð- an. Hann vildi fremur svipta sig lífi en að þurfa að horfa framan í ættingja sína í réttarsalnum og útskýra hvers vegna. Kenneth Mitchell tókst að sleppa undan armi laganna, en það var til lítils. Að mati sál- fræðinga var hann í eðli sínu klofinn maður, en með kröftuga samvisku og eftir morðið á Sharon var aðeins tímaspursmál hvenær hann gæfist upp. Eng- inn fær umflúið sjálfan sig.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.