Tíminn - 15.01.1994, Blaðsíða 1

Tíminn - 15.01.1994, Blaðsíða 1
SIMI 631600 78. árgangur Lögá verkfall Ríkisstjómin ræddi leibir til að leysa kjaradeilu sjómanna og útgerðarmanna með lögum á fundi sínum í gær. Enginn ákvöröun lá fyrir í gærkvöldi þegar blaðið fór í prentun. Forystumenn stjómarand- stöðunnar sendu ríkisstjóm- inni bréf í gær þar þess er krafist að Alþingi verði þegar í stað kallað saman til að fjalla um þá alvarlegu stöðu sem upp er komin í kjaradeilunni. í bréfinu er setningu bráðabirgðalaga al- gerlega hafnað. Stjómarand- staöan lýsir sig hins vegar til- búna til viðræðna um setningu laga ef það mætti veröa til þess að liðka fyrir lausn deilunnar. Jafnframt er lýst yfir vilja til að hraða afgreiðslu slíkra laga. Fundir í fyrrinótt stóðu lengi nætur með fulltrúum deiluaö- ila og stjómvalda. Enginn ár- angur náðist og virðast deiluað-- ilar vera sammála um að frum- kvæði að lausn málsins verði að koma frá stjómvöldum. Jim Sills undirofursti í helgarvibtali: Viö erum bestir á okkar sviöi Sú björgunarsveit sem nú er stödd á Keflavíkurflugvelli og fór frækilega för austur í Vöðla- vík í vikunni hefur hlotið fjölda viðurkenninga hersins fyrir að vera besta sveit sinnar tegundar í heiminum. Þetta kemur fram í athyglisverðu helgarviðtali við Sills undirofursta yfirmann sveitarinnar í blaðinu í dag. Björgxmin í Vöðlavík er orðin að alþjóðlegu fréttaefni en CNN sjónvarpsstöðin hefur greint frá henni í sérstökum þætti. Sjá nánar blaðsíöu 8 og 9 STOFNAÐUR 1917 Laugardagur 15. janúar 1994 Stakkholti 4 Inngangur frá Brautarholti 10. tölublaö Birtir í borginni - Daginn er nú farib ab lengja öríítib og sólin hœkkar um „hœnufet" á dag. Reykjavík var fögur rétt fyrir mibjan dag ígcer eins og sjá má á myndinni sem sýnir höfubstabinn frá sérstœbu sjónarhomi. Tímamynd Launakerfí frumsýningaraöalsins er geggjun. VM5Í: Tímasprengjur tifa út um allt „Þetta er launakerfi fmmsýn- ingaraðalsins og þessa geggjun þarf einfaldlega aö brjóta á bak aftur. Þetta er eintómt mgl," segir Bjöm Grétar Sveinsson, formaður Verka- mannasambands íslands, um skýrslu viðskiptaráðuneytisins um launakjör bankastjóra og bankaráðsmanna. Athygli vekur í skýrslunni að laun bankaráðsmanna, sem ákveða laun bankastjóra, em tekjutengd launum bankastjór- anna. Samkvæmt því hafa bankaráðsmenn fjárhagslegan ávinning af því ab laun banka- stjóranna séu sem hæst. Bjöm Grétar segir að mikið hafi verið talað um friö á vinnumark- aði, en hinsvegar sjái menn hvemig tímasprengjumar séu stilltar út um allt þjóðfélagiö. „Þær em að smáspringa og ég minni bara á sjómannaverkfall- ið." Hann segir að launamismunur- inn í þjóðfélaginu sé sívaxandi og það viröist ekki vera nein sátt í þjóðfélaginu um að breyta því. „Þannig að ef verkafólk gerir þab ekki sjálft þá gerir þaö enginn," segir Bjöm Grétar Sveinsson, for- maður VMSÍ. -grh Björn C rétar Sveinsson. Allur risnu- kostnaöur bankastjóra greiddur Bankastjórar ríkisbankanna fá greiddar 190 þúsund krónur í fastan risnukostnað á ári. Auk þess fá þeir allan risnukostnað greiddan samkvæmt framlögð- um reikningum. Bankastjóram- ir fá allan ferba- og dvalarkostn- að innanlands og erlendis greiddan. Þeir fá sömuleiðis bif- reið frá bankanum til umráða og greiðir bankinn allan rekst- urskostnað viö hann. Þessar bif- reiðar em endumýjaðar á þriggja til fjögurra ára fresti. Bankastjóramir fá ennfremur greiddan allan símakostnað. Þetta er meðal upplýsinga sem koma fram í nýrri skýrslu Ríkis- endurskoðunar um launakjör bankastjóra ríkisbankanna og forstöðumanna annarra opin- berra lánasjóba sem undir iðn- aðar- og viðskiptaráðuneytið heyra. -EÓ Sjá nánar blaðsíðu 3 Hross drepast af eitrun Þrjú hross hafa drepist á bæn- um Gerði í Suðursveit vegna eitrunar í heyi úr rúllubögg- um. Um var aö ræða úrvals- hryssur sem mynda stofninn að því hestakyni sem hjónin á bænum verið að rækta undan- farin ár. Tjónið er því verulegt. Að sögn Brynjólfs Sandholts yf- irdýralæknis hefur verið staðfest vib rannsókn sérfræðinga á Keld- um aö hrossin drápust úr bodú- isma, en þar er um að ræba mjög hættulegt eitur sem myndast í heyi út frá einhverju dýri sem hefur komist í rúlluna og drepist þar. Sennilega hefur annað hvort fugl eða mús rúllast upp meö heyinu í sumar og út frá því myndast þetta brábdrepandi eit- ur. Brynjólfur sagbi ab svona tilvik kæmi upp u.þ.b. einu sinni á ári. Nokkur hross drápust í Mosfells- bæ í fyrra og um 20 hross Borgar- firði fyrir tveimur ámm. Brynj- ólfur sagði ab bændur væru al- gjörlega vamarlausir gagnvart þessum vágesti. Nánast útilokað væri aö sjá það á rúllunni hvort heyib væri eitrað. Tilvik þar sem um eitrun væri að ræða væm auk þess svo fá að enginn leið væri fyrir bændur að leita af sér allan grun. -EÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.