Tíminn - 15.01.1994, Blaðsíða 4

Tíminn - 15.01.1994, Blaðsíða 4
4 Hn$«fm Laugardagur 15. janúar 1994 STOFNAÐUR 1 7. MARS 1917 Útgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: Jón Kristjánsson Ritstjóm og auglýsingar: Stakkholti 4,105 Reykjavík Inngangur frá Brautarholti. Sími: 631600 Símbréf: 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Tæknideild Tímans Prentun: Prentsmiöja Frjálsrar fjölmi&lunar hf. Mánaöaráskrift 1400 kr. m/vsk. Verö í lausasölu 125 kr. m/vsk. Undirbúningur sveit- arst j órnarkosninga Undirbúningur sveitarstjómarkosninga er nú haf- inn af fullum krafti víða um land. í stærstu sveitar- félögunum eru hafin prófkjör með tilheyrandi aug- lýsingastarfsemi frambjóðenda. Hættan við próf- kjörin er sú, að ef auglýsingastarfsemi og kostnaður frambjóðenda gengur úr hófi fram, þá geti ekki nema efnaðir menn, eða þeir, sem eiga fjársterka að eða em gerðir út af fjársterkum fyrirtækjum, tekið þátt. Hins vegar er það kostur við prófkjör, að vegna þeirra er ekkert sæti sjálfsagt fyrir neinn, nema til- raunir séu gerðar hjá flokkunum til þess að ráða úr- slitum fyrirfram, eins og virðist vera hjá Sjálfstæðis- flokknum í Reykjavík. Umræður um sveitarstjómarmál vom miklar á síð- asta ári, í tengslum við umræður um sameiningu sveitarfélaga. Þau mál em nú í biðstöðu vegna kosn- inganna og það fór svo að lítið gerist 15. janúar, en þá er útmnninn sá frestur sem gefinn var til að leggja fram nýjar sameiningartillögur. Það kemur því í hlut nýrra sveitarstjómarmanna að móta að- gerðir í sameiningu og verkaskiptingu sveitarfélaga. Miklar upplýsingar liggja fyrir um þau mál eftir kosningarnar í haust, en líklegt er að sameiningar- málin þróist meira í frjálsum farvegi á næstunni, og verkaskiptingarmálin taki mið af því að sveitarfé- lögin em enn mjög mörg og mismunandi stór. Ríkisstjórnin gaf út yfirlýsingu í haust, í tengslum við kosningar um sameiningarmálin, um að flutn- •ingi verkefna til sveitarfélaga verði flýtt eins og kostur er. Heilsugæsla, málefni aldraðra og málefni fatlaðra vom nefnd í því sambandi. Það er ekki við því að búast að neinar aðgerðir verði í þessum efn- um, fyrr en nýjar sveitarstjórnir hafa verið kjörnar í vor. Sveitarfélögin veita mikilvæga þjónustu og em nær fólkinu en ríkisvaldið. Eigi að síður verður þess vart að tortryggni er ríkjandi um flutning verkeflia í stómm stíl flá ríki til sveitarfélaga. Hún er sprottin af því að menn óttast að aðstaða sveitarfélaganna verði misjöfn til þess að veita þjónustuna. Ríkið hef- ur farið með jöfnunarhlutverk og það er eðlilegt að svo verði áfram, hver sem niðurstaðan verður um flutning verkefna. Jöfnunarsjóður sveitarfélaga er tiltölulega öflugur og hefur gegnt mikilvægu hlut- verki í því að jafna aðstöðuna til þjónustu. Áfram þarf að tryggja honum afl til þess að láta til sín taka á þessu sviði. Það má ekki ske að í landinu verði sveitarfélög með tvenns konar verkefni. Sú hætta er vissulega fyrir hendi að stærri sveitarfélögin krefjist nýrra verkefna frá ríkinu og fjármuna til þess að leysa þau, en þau minni treystist ekki til þess. Verkaskiptingin á að vera ein í landinu og margir þeir, sem ekki vilja sameinast nágrannasveitarfélögum, hafa lýst vilja sínum til samvinnu um aukin verkefni. Nýrra sveitarstjómarmanna bíður því að móta skipulag sveitarstjómarmála til framtíðar. Það er auðvitað langtímaverkefni, eins og annað á sviði stjórnsýslunnar. Meginverkefni sveitarfélaganna er að skapa örygg- isnet um fólkið sem í þeim býr, veita því nauðsyn- lega þjónustu og skapa atvinnulífi og einstakling- um þægilegt starfsumhverfi. Hvemig til tekst í þess- um efnum, getur skipt sköpum um byggðaþróun á viðkomandi stöðum. Oddur Ólafsson skrifar Ylrækt hefur veriö helsti vaxtarbroddur í landbún- aöi á síöari tímum. Kunn- áttu í virkjun jaröhitans fleygir fram og tækniframfarir á ýms- um sviöum til aö byggja æ stærri gróöurhús og nýta þau betur en áöur þekktist. Nú er enn ein nýj- ungin aö ryöja sér til rúms, sem gerir ylræktarbændum kleift aö rækta plöntur sínar allt áriö. En þaö er raflýsing meö þar til gerö- um lömpum, og er skammdeg- inu þar með sagt stríð á hendur, en áöur var búið aö bægja kulda- bola frá garöi. Blóm eru nú ræktuö á íslandi allt árið um kring og meö hverju árinu styttist sá tími sem ferskt grænmeti úr íslenskum görðum er ekki á boðstólum. Alit kostar þetta miklar fjárfest- ingar, en ekki á aö þurfa að segja íslendingum þaö aö fé, sem bundiö er í virkjun jarövarma og raforkuframkvæmdum, á aö skila sér margfalt til baka, ef eðlilega er aö málum staöiö. Kostnaöur er mikill í fyrstu, en þegar einu sinni er búiö aö virkja auðlindina er rekstrar- kostnaöur sáralítill. Skilningsleysi En það er rétt eins og garðyrkja teljist ekki til búskapar á ísa köldu landi. Hún nýtur ekki niðurgreiöslu eöa opinberra styrkja í neinu formi, garðyTkju- menn teljast varla til bænda- stéttar og sýnast utanveltu þegar búmenn og höföingjar eru-aö vandræöast meö vandamál landbúnaöar. Dæmi um það algjöra skiln- ingsleysi, sem ylræktin líður fyr- ir, er þaö okurverð sem henni er gert að greiða fyrir rafmagn. Hjá opinberum aöilum eða kerfisk- örlum orkumálanna vottar ekki fyrir skilningi á hve mikla þýð- ingu raflýsingin hefur til aö nýta gróðurhúsin og jarövarmann allan ársins hring. Sömu tæknikratarnir og ráða- mennirnir, sem búnir eru aö svalla í virkjunarframkvæmdum og dreifingarkerfum langt fram- yfir allar eölilegar þarfir og hafa ekki hugboö um hvemig þeir eiga að koma offramleiöslu sinni í verö og slökkva á orku- vemm, hafa ekki vit á aö stuöla að hagkvæmri notkun orkunnar til ræktunar. Ef ylræktarbændur fengju ork- una á viöráöaniegu veröi, sem hefur nákvæmlega engin auka- útgjöld í för meö sér fyrir orku- verin, gæti myndast þar mark- aður traustra kaupenda, sem ekki yröi lakari búbót með tíð og tíma en t.d. smáiðjuver eöa þá stóriöjuver, sem tæknikratar orkugeirans em svo spenntir fyr- ir. Óheibarleg samkeppni En af því aö engu er líkara en allir áhrifaaöilar bindist samtök- um um aö kasta allri ylrækt fyrir úlfaria, er þessum vaxtarbroddi landbúnaðarframleiöslunnar fórnað fyrst af öllu í samningum við Evrópubandalagsveldiö. Innflutningur á blómum er tollfrjáls orðinn og grænmeti yf- ir vetrartímann. Vonlítiö er aö standast samkeppni við inn- flutning á grænmeti og blóm- um, sem oftar en ekki á uppmna sinn í þriöja heiminum þar sem skilyröi til ræktunar em önnur og vinnuafliö nær ókeypis. Niöurgreiðslur og lítt duldir ríkisstyrkir gera útlendum keppinautum íslensku ylræktar- bændanna mun hæna undir höföi á hérlendum markaöi en heimamönnum. í nokkmm löndum Noröur-Evrópu er létt vemlega undir með ylrækt meö lágu orkuveröi til gróöurhúsa, og skattgreiöslum af atvinnu- veginum er mjög í hóf stillt. Þaö vill nefnilega svo til aö víö- ast hvar er garöyrkja og ræktun í gróöurhúsum talin alvöm at- vinnuvegur og viðurkennd bú- grein, en í mesta jarðhitalandi í veröldinni og líkast til því eina, sem býr viö offramleiöslu á raf- orku, er litiö á ylræktina sem einhvers konar kolbít í öskustó athafnalífsins og henni gert aö þrífast hvergi. Hagsmunir neytenda? Jöfnunargjöld á aörar búvömr nema hundmöum prósenta, svo aö lítiö þarf aö óttast samkeppni á þeim sviöum nema á einstaka tegndum unninna kjötvara og mjólkurafuröa. Furöulítiö ber annars á því aö Evrópska efnahagssvæöið er oröið aö veraleika og aö ísland er aöili aö mesta viðskipta- bandalagi sögunnar. í þessu mikla tollabandalagi verður hvergi vart viö að verðlag lækki í innflutningi, íslenskum neytendum til hagsbóta. Þaö er aöeins á grænmeti og blómum sem tollar em lækkaðir vemlega eða afnumdir meö öllu. Vamingur eins og bílar og heimilistæki er neytendum jafn- dýr eftir sem áöur, því tollamir em aöeins umskírðir og nefndir jöfnunargjöld. Hagsmunir ís- lenskra neytenda em fyrir borö bomir í samningum, sem gerðir hafa veriö viö EB, og vernd margra íslenskra framleiöslu- greina sömuleiöis. Aðalmáliö sýnist vera að tryggja neytendum EB-ríkja toll- frían fisk frá íslandi. Ný sviö, ný hugsun íslenskur landbúnaöur er að leggja inn á ný sviö og veita verður nýjum hugmyndum um búvömframleiöslu brautar- gengi. Náttúmlegar afuröir án aukaefna svo sem tilbúins áburöar, skordýraeiturs og rot- varnarefna em aö veröa æ eftir- sóknarveröari úti í hinum stóra og yfirleitt þéttbýla heimi. Slíkar búvömr era dýrari en verksmiðjuframleidd matvæli, en vandfýsnir kaupendur láta þaö ekki á sig fá. Þaö er á þessum sviðum sem íslensk búvömfram- leiðsla getur helst oröiö sam- keppnishæf erlendis sem á heimamarkaöi. Vegna veöurfars og fleiri nátt- úmlegra aðstæðna er ísland kjöriö til vistvænnar matvæla- framleiöslu. Ræktun blóma og grænmetis með mengunarlausum orkugjöf- um í svölu umhverfi er eins um- hverfisvæn framleiðsla og hugs- ast getur. Að veita svona at- vinnugreinum náðarstuöiö í upphafi EES-aldar er heimsku- legra en svo að támm taki eða að þaö geti vakið kátínu, eins og vel lukkuö asnaspörk gera stundum. Til hvers konar framtíðar þeir aöilar líta, sem fara svona aö ráöi sínu, er varla hægt aö gera sér í hugarlund, en ekki er það íslensk framtíðarsýn. Þaö er úr móö aö tala um aö eitthvaö sé þjóðhagslega hag- kvæmt. í hæsta lagi er talað um að eitthvað sé þjóöhagslega óhagkvæmt, eins og að stunda búvömframleiöslu á íslandi eöa sækja sjó á skipum undir 500 tonnum. Hvaö sem því líöur, em þeir margir utan lands sem innan, sem þykjast vissir um aö vist- væn matvælaframleiðsla og mengunarlaus ræktun veröi drjúg auösuppspretta í framtíð- inni og jafnvel fyrr en varir. Nýting jarövarma og vatnsorku til ylræktar er þjóðhagslega hag- kvæmur kostur nú og síöar, og þegar viö bætist hreint land og vistvænir búskaparhættir veröur Island ekki síður búsældarlegt en margir þeir aldingarðar, sem sunnar liggja.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.