Tíminn - 15.01.1994, Blaðsíða 13

Tíminn - 15.01.1994, Blaðsíða 13
Laugardagur 15. janúar 1994 13 t ANDLAT 5. JANÚAR - 1 3. JANÚAR Signý Óladóttir, Dvalarheimilinu Höfða, Akranesi, lést í Landspítalan- um 5. janúar. Soffía Kjartansdóttir, Laugavegi 98, er látin. Helga Jóhannsdóttir andaðist í Sjúkrahúsi Siglu- fjaröar fimmtudaginn 6. janúar. Þórbur Þórðarson, fyrrv. verkstjóri og fram- færslufulltrúi, Háukinn 4, Hafnarfirði, lést í St. Jósefs- spítala á gamlársdag. Nanna Sigfríb Þorsteinsdóttir, Sólbakka, Borgarfirði eystra, lést í sjúkrahúsinu á Egils- stöbum 5. janúar. Hrefna Jensen, Bústaðavegi 101, lést í Borg- arspítalanum 4. janúar. Útförin fór fram frá Foss- vogskapellu föstudaginn 14. janúaí. Jörgen Valsson lést 25. desember í Kaup- mannahöfn. Anna Kristjana Karlsdóttir andabist á heimili sínu 5. janúar. Útför hennar var gerb frá Kópavogskirkju mið- vikudaginn 12. janúar. Gísli Sigurbjömsson forstjóri andaðist 7. janúar. Sigurður Jakob Ólafsson lést af slysförum 8. janúar. Ólafur Jón Þórbarson, Smáratúni 20, Keflavík, lést í sjúkrahúsi Keflavíkur sunnudaginn 9. janúar. Ásdís Helgadóttir, Tunguvegi 18, lést í Landa- kotsspítala laugardaginn 8. janúar. Sölvi Kristinn Friðriksson frá Batavíu í Vestmannaeyj- um lést þann 30. desember sl. og hefur útförin farið fram í kyrrþey. Þórdís Þorbjamardóttir, Selvogsgrunni 29, lést 13. janúar. Ketill Gíslason andaðist 6. janúar. Þóra Einarsdóttir andaðist í hjúkrunarheim- ilinu Skjóli sunnudaginn 9. janúar. Þorgeir Jónsson, Freyjugötu 5, lést laugardag- inn 8. janúar á hjartadeild Landspítalans. Ingibjörg Bergsveinsdóttir frá Sfykkishólmi er látin. Þorsteinn Magnússon lést í sjúkrahúsinu á Seyðis- firði 11. janúar. Svanlaug Jónsdóttir frá Möðmvöllum í Kjós lést á Heilsuvemdarstöðinni 10. janúar. Óskar Jónsson frá Holtsmúla, Landsveit, Hrafnistu, Reykjavík, andab- ist í Landspítalanum laugar- daginn 8. janúar. Anna Ólafía Ámadóttir, Bergþómgötu 45 b, andaöist í Landspítalanum 11. janúar. Þórir Hrafn Pálsson frá Árkvöm, Fljótshlíð, lést í Landspítalanum mánudag- inn 10. janúar. Útförin fer fram frá Fossvogskapellu miðvikudaginn 19. janúar kl. 13.30. Geirjónsson lést 10. janúar. Anna Rísberg Sigurðardóttir, Stigahlíð 10, lést þriöjudag- inn 11. janúar að hjúkmnar- heimilinu Skjóli. Guðrún Laufey Tómasdóttir, Laugavegi 50, lést í Borgar- spítalanum mibvikudaginn 12. janúar. Guörún Guövaröardóttir, Eskihlíð 14, lést á heimili sínu 12. janúar. Jóhannes Þorsteinsson lést í Sjúkrahúsi Akraness 10. janúar. Útförin verður gerð frá Akraneskirkju þribjudag- inn 18. janúar kl. 11. Jóhanna Bjömsdóttir, Aðalbraut 59, Raufarhöfn, lést 5. janúar sl. Útför henn- ar verður gerb frá Raufar- hafnarkirkju laugardaginn 15. janúar kl. 14. Haugsuga óskast Óska éftir haugsugu eða snekkjudæludreifara. Þarf að vera 5 m3 eða stærri. Upplýsingar í síma 97-31228 á vinnutíma eða heimasíma 97-31370. Lón hf., Vopnafirði. Hross tapaðist 4 vetra bleikálótt, kolótt meri tapaðist úr girð- ingu frá Ási, Ásahreppi, í sumar eða haust sem leið. Þeir, sem kynnu að vita eitthvað um hvar hún er, eru vinsamlega beðnir um að hafa samband við Sigþór í síma 98-75064 eða Jóhann í síma 91-642107. ■\ J Innilegar þakkir færum viö öllum þeim, er sýndu okkur samúö og vináttu við andlát og útför móöur okkar, fósturmóöur, tengdamóöur, ömmu og langömmu Vilborgar Kristjánsdóttur Ölkeldu, Staðarsveit Sérstakar þakkir til starfsfólks SL Fransiskusspltalans I Stykkishólmi. Þóröur Gíslason Margrét Jónsdóttir Elín G. Gísladóttir Þóröur Kárason Hjörtur Gíslason Rannveig Jónsdóttlr Friöa Glsladóttlr Sverrir Gunnarsson Lilja Gisladóttlr Marteinn Nfelsson Kristján Guöbjartsson Ásdís Þorgrimsdóttir Bamaböm og langömmuböm Stóreignamaðurmn og bygg- ingameistarinn mikli, Donald Trump, er búinn aö gifta sig rétt einu sinni og er sú hamingju- sama Marla Maples, sem ól nú- verandi manni sínum bam fyrir nokkrum mánuðum. Tólf hundruð manns voru í veislunni og fengu reyktan fisk að borða, dilkakjöt, nautabuff, túnfisk, kalkún og þar ofan á hesthúsuðu gestimir styrju- hrognum fyrir 66 þúsund doll- ara. Brúðartertan var nær tveir metrar á hæb og þakin hvítum blómum. Fór veislan hið besta fram og engum sögum fer af því að neinn hafi dmkkiö yfir sig. I 5PEGLI TIMANS Bragbab á tertunni. Hættuleg undirföt Það er vel þekkt fyrirbæri í veit- ingahúsalífi í Reykjavík ab ung- ar og spengilegar stúlkur sýni undirföt á bömm á síðkvöldum. Þetta er ekki tiltökumál og kvab glæða viöskiptin, bæði á krán- um og í nærfatabransanum. Svona undirfatasýningar em algengar í útlandinu og þykja arðbærar og skemmtilegar. Þó geta þær dregiö illan dilk á eftir sér. John Shaskhy er 45 ára gamall sölumaður á Florida. Fyrir skömmu var hann á ferö nærri West Palm Beach, þegar hann þurfti nauðsynlega að komast í síma. Hann stansaði við bar og gekk inn til að hafa upp á síma. Aumingja John gekk beint í flasið á hálfberri stelpu í gagn- sæjum undirflíkum og átti sölu- maðurinn fremur á dauða sín- um von en svona ósköpum. Hann missti allan mátt og skjögraði ab barborðinu þar sem önnur sýningarstúlka og enn fá- klæddari fór að stumra yfir hon- um og reyna að dreypa vatni á sölumanninn. Þá fékk hann hjartaslag. John Shaskhy var fluttur á brott í sjúkrabíl, þar sem hægt var að koma hjarta hans af stað aftur, og svo lá hann á spítala í tvær vikur og er taliö að hann muni ná sér. Eftirmálin er þau að hjartveiki sölumaðurinn hefur stefnt bar- eigandanum og krefst þess að hann borgi allan kostnab af spítalavistinni og þar ab auki vill hann fá tvær milljónir doll- ara í skaðabætur. Lögfræöingur hans bendir á að stúlkumar á nærfötunum hafi ollið hjarta- feilnum og að viðskiptavinimir hafi ekki verið varaöir við svona glannafengnum tískusýning- um. Bareigandinn neitar sakar- giftum, en máliö verður tekið fyrir innan tíðar. Sýningarstúlkan hafbi ekki annab ab sýna en gagnsœ undirföt. Djujd tangódýfa. I lukkunnar velstandi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.