Tíminn - 07.04.1994, Qupperneq 9

Tíminn - 07.04.1994, Qupperneq 9
Fimmtudagur 7. aprfl 1994 rðSTííE?4ltt.ua1Efl 9 Bílasprengja veldur dauba átta ísraelsmanna: Böm bmnnu eins og kyndlar eftir spreng- ingu á strætóstöb Afula, ísrael, Reuter Böm , brunnu eins og kyndlar eftir að bílasprengja sprakk á strætisvagnastöö í noröurhluta ísraels í gær. Talið er aö palest- ínskir öfgamenn hafi komiö sprengjunni fyrir. Vitnum bar saman um aö aö- koman hafi verið hræöileg. Börn komu í ljósum logum út úr vagninum hrópandi á hjálp. Líkamspartar lágu eins og hrá- viöi um götuna. Að minnsta kosti átta létu lífið og um fimm- tíu slösuðust, sumir alvarlega. Talið er aö tilræöismaðurinn hafi látist í sprengingunni. Tvö ár frá því oð Bosníu-Serbar hleyptu affyrstu skotunum: Bosníu-Serbar vilja alls- herjar vopna- hlé í Bosníu Sarajevó, Reuter Bosníu-Serbar fóm fram á þaö við yfirmenn Sameinuöu þjóö- anna í gær aö þeir tækju aö sér aö koma á vopnahléi í Bosníu, nákvæmlega tveimur ámm frá því aö leyniskytta í Sarajevó hleypti af fyrstu skotum stríös- ins. Michael Rose, yfirmaöur friöar- gæsluliðs Sameinuöu þjóðanna í Bosníu, greindi frá því aö Bo- sníu- Serbar hefðu fariö þess á leit viö sig aö hann kæmi á fundi leiðtoga Bosníu-Serba og yfir- manns Bosníuhers sem er að mestu skipaður Múslimum. Leiötogar Bosníu-Serba sögöust vilja ræöa allsherjar vopnahlé í Bosníu. Stjómvöld í Washington og Moskvu hafa knúiö fram vopna- hlé í einum þriðja hluta Bosníu þar sem Múslimar og Króatar búa. Einnig hafa þau komiö á vopnahléi í Sarajevó, þar sem Múslimar og Bosníu-Serbar búa en borgin veriö hefur í herkví síöustu misserin. Bosníu-Serbar hafa fallist á að Sameinuðu þjóöirnar fái aö senda eftirlitsmenn til borgar- innar Gorazde þar sem Múslimar eiga í vök að verjast. Þeir vilja samt ekki að Rose mæti á svæöið og bera því viö aö ekki sé hægt að tryggja öryggi hans. Formælandi Sameinuöu þjóö- anna sagöi aö tólf manns hefðu látiö lífið í grennd viö Gorazde á þriðjudag, þar af þrjú böm. Tala látinna er þá komin í 64 frá því fyrir páska. Rose sagðist telja að Bosníu- Serbar væru meö árásum sínum aö reyna að þvinga Múslima aö samnmgaboröinu. Stjórnvöld í Króatíu tilkynntu í gær að þau ætluðu aö senda alla bosníska flóttamenn heim til sín því að ekkert væri lengur aö ótt- ast á þeim svæðum sem Króatar og Múslimar hafa látið af bar- dögum. ■ Zulumenn á göngu áleiöis til Pretoríu. Tugir milljóna til styrktar Inkata- hreyfingu Zulumanna í síöasta tölublaöi Þýska vikurits- ins Der Spiegel er greint frá því aö Inkatahreyfing Zuluhöföingjans Butolesis hafi mörg undanfarin ár veriö studd meö fé þýskra skatt- borgara. Sem dæmi nefnir Spieg- el stuöning Adenauerstofnunar- innar, sem er nátengd kristilegum demókrötum, viö gagna- og upp- lýsingamiöstöö Inkatahreyfingar- innar. Sá styrkur einn og sér nam sem svarar 250 milljónum ís- lenskra króna. Þeir peningar vom teknir af fé þróunarsamvinnu- ráðuneytisins og áttu að notast til aö treysta gmndvöll lýöræöis í Suður Afríku og hvetja stríðandi fylkingar til að berjast með orö- um í staö vopna. Ráðuneytið styrkir fjölda þróun- arverkefna í gegnum stofnanir tengdar þýsku stjómmálaflokk- unum. Þingmenn þýskra sósíal- demókrata hafa lýst hneykslun sinni yfir aö haldiö skuli áfram að styrkja liösmenn Butolesis, en hann berst sem kunnugt er meö öllum ráöum gegn því aö kosn- ingar veröi í heimalandi Zulu- manna í Suöur-Afríku. ■ Kaupmannahöfn, Reuter Danska þjóöþingiö samþykkti í gær aö senda eftiriitssveit til borgarinnar Hebron á vesmr- bakka Jórdanár. Poul Nymp Rasmussen, forsæt- isráöherra Danmerkur, sagði frá því í gær aö þingið hefði fallist á að senda 35 manna hóp til Hebron. í hópnum væm bæði lögregluþjónar og óbreyttir borgarar. Ákveðið hefur verið að í Hebr- on veröi 160 erlendir eftirlits- menn til að fylgjast meö því aö samkomulag Frelsissamtaka Pal- estínu, PLO, og ísraelsstjómar um sjálfsstjóm Palestínumanna á Vesturbakkanum verði virt. Enn er þó óljóst í hverju ná- kvæmlega starf eftirlitsfólksins muni felast. Þaö liggur samt fyr- ir aö ekki veröur um hefðbimd- iö friöargæslustarf aö ræða. ísraelsstjóm féllst á það í síð- ustu viku aö kölluð yröi til sveit erlendra eftirlitsmanna meðal annars til aö tryggja öryggi Pal- estínumanna í Hebron. Þar hef- ur ríkt mikil spenna frá því að öfgasinnaður ísraelsmaöur myrti á fimmta tug íslamstrúar- manna viö bænagjörð í mosku bæjarins. Af þeim 160 sem sendir veröa til Hebron veröa 90 Norðmenn og 35 ítalir auk Dananna 35. Hvorki gengur né rekur í stjórnarmyndunarviörœbunum á Ítalíu: Bossi á í vök ab verjast í átökunum við Berlusconi Reuter Arafat á heimleib Yasser Arafat, leiötogi Frelsissamtaka Palestínu, PLO, heilsar Mohamad Qudssyia, yfirmanni herafla samtakanna, á flugvellinum í Amman. Arafat hefur krafist þess oð Israelsher fari meb allt sitt liö frá Jeríkó og Cazaströndínni innan viku. Frá Amman hélt hann til Kairó þar sem fulltrúar PLO og Israels- stjórnar eru aö reyna aö komast aö samkomulagi um hvernig viörœöum um sjálfsstjórn Palestínu- manna á herteknu svœöunum skuli háttaö. Róm, Reuter Umberto Bossi, formaöur Norö- urbandalagsins á Ítalíu, var harðlega gagnrýndur í gær fyrir aö eiga sök á að upp úr slitnaöi í stjórnarmyndunarviöræöum flokkanna sem mynduðu Frels- isbandalagið fyrir nýafstaðnar þingkosningar. Stjómmálaskýrendur og höf- undar lesendabréfa gagnrýna Bossi fyrir aö hnýta í þá ákvörö- un fjölmiðlakóngsins Berlus- conis að bíöa meö frekari stjóm- armyndunarviöræöur þangaö til Scalfaro, forseti landsins, hefði útnefnt forsætisráöherra. Berlusconi stofnaöi flokk sinn Áfram Ítalía fyrir tveimur mán- uðum og náöi aö festa sig í sessi fyrir kosningar og mynda Frels- isbandalagið með Noröur- bandalaginu og nýfasistum. Bossi er sakaöur um að viröa ekki vilja kjósenda sem hefðu greitt flokkum Frelsisbandalags- ins atkvbæöi sitt af því aö þeir hefðu viljaö sjá flokkana sem aö því standa sameinaða viö stjómvölinn. Bossi hefur hvaö eftir annaö ráðist harkalega að Berlusconi, sem hann uppnefnir „Berluska- iser" og segir hann vanhæfan til aö leiða ríkisstjórn vegna um- svifa sinna í fjölmiölaheimin- um. Stjómmálaskýrendur segja ab Bossi eigi ekki annarra kosta völ en að mynda stjórn meö Berlus- coni og nýfasistum. Ef hann sætti sig eklá viö það, veröi aö boöa til nýrra þingkosninga. Bossi þarf nauösynlega á pólit- ískum sigri aö halda í viöureign- inni viö félaga sína úr Frelsis- bandalaginu til að sýna aö hann sé einhvers megnugur eftir aö hafa þurft aö horfa upp á hluta af fylgi Norðurbandalagsins hverfa til liðs viö Berlusconi. ■ Danir ætla ab senda eftirlits- menn til Hebron Til sölu JOKER 88 keðjubréf Sími: 91-675978.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.