Tíminn - 03.05.1994, Blaðsíða 1

Tíminn - 03.05.1994, Blaðsíða 1
SIMI 631600 Stakkholti 4 Inngangur frá Brautarholti STOFNAÐUR 1917 argangur Þriðjudagur 3. maí 1994 82. tölublað 1994 Saltfélagiö gjaldþrota: 40 manns Reykvískum hestamönnum og raunar fleirum létti mikib í gœrþegar í ijós kom ab ekki var um brábsmitandi vírus- sjúkaóm ab rœba í hestunum í Víbidal. Fjöldinn allur greip tœkifœrib eftir ab varúbarrábstöfunum hafbi verib aflétt og fór á hestbak. Mannorö mitt er í veöi og ég mun hreinsa mig aföllum ásökunum. Erling Sigurösson tamningamaöur: Er alsaklaus í þessu máli „Þetta hefur kostað mig mikla fjármuni og leiðindi vegna þessa orðróms sem er í gangi. Ég verð náttúrulega að hreinsa mig af ásökim- um, því ég er alsaklaus í þessu máli," sagði Erling Sig- urðsson, tamningamaður og eigandi hrossanna í Víöidal, sem veiktust og taliö var að væru sýkt af veirusjúkdómi sem væri nýr hér á landi. Erling sagði í samtali við Tím- ann að svo hefði vissulega virst sem þetta væri bráðsmit- andi í húsinu hjá sér. En þótt veikin hefði verið staðbundin taldi hann ólíklegt að ónæm- iskerfið í hans hestum væri eitthvað veikara en í öðmm. Tímanum er kunnugt um að ýmsir hestamenn hafa deilt á Erling og jafnvel haldið því fram að hann hafi gefið horm- ónabættan fóðurbæti sem hrossin þoldu ekki og ónæm- iskerfið hefði veikst við það. Þetta var borið undir Erling: „Ég er nú búinn að heyra þennan áður, þ.e. að ég hafi flutt inn hormónabættan fóð- urbæti frá Danmörku. Ég hef aldrei gefiö mínum hestum annað en fóðurblöndu frá Fóðurblöndunni, sem heita Hestakögglar, grasköggla sem ég hef keypt af Grasköggla- verksmiðjunni Flatey í Skaga- firði, íslenskt lýsi og vítamín sem keypt er í Hestamannin- um í Ármúla. Þetta hef ég gef- ið mínum hestum og ekkert annað." Að undanförnu hefur Erling verið miðpunkturinn í vanga- veltum um hvemig sjúkdóm- urinn gæti hafa borist til landsins og margir hafa sakað hann um að hafa borið smit til landsins með óvarkárri hegð- an. „Það em búnar að vera al- veg rosalegar sögur í gangi. Ég á að hafa tekið með mér öll reiðtygi heim frá Danmörku en þetta er allt úr lausu lofti gripið. Ég hef líka heyrt að ég hafi komið með Sindrastangir með mér heim en ég hef mikið verið að kynna þær stangir á undanförnum ámm. Ég not- aði Sindra- stangir sem til vom á þeim stað sem ég var á í Dan- mörku. Ég var með mín reið- föt í lokubum plastpoka og vom þau sett í þvott um leið og ég kom heim. Ég á ekki orð yfir þeirri illkvittni sem ég hef orðið var við á undanfömum dögum, mér hafa jafnvel bor- ist morðhótanir. Þetta hefur verið með ólíkindum. En ég vil nota tækifærið og þakka þeim fjöldamörgu aðilum sem hafa stutt mig með ráðum og dáðum, fólki sem þekkir mig og veit hvemig mín vinnu- brögð em. Þetta er frekar eitt- hvert jabarfólk sem greinilega vill mér hið versta," sagði Er- ling Sigurðsson sem er reynsl- unni ríkari eftir atburði síð- ustu daga. ■ Hann segist vonast til ab góð sátt náist um þessa breytingu, jafnt meöal þeirra sem harðast hafa gagnrýnt sjóðinn og þeirra sem lagst hafa gegn því að sjóð- urinn verbi afnuminn. Eins og kunnugt er, gagnrýndi stjómarandstaðan á þingi harð- lega þau áform stjórnvalda að leggja sjóbinn niður í blóra vib álit stofnana og hagsmunasam- taka eins og Seðlabanka, Þjób- hagsstofnunar, ASÍ, VSÍ, VMSÍ sagt upp íslenska saltfélagsins hf. og móðurfélags þess, Saga Food Ingrerients A/S, hafa óskað eft- ir gjaldþrotaskiptum og sagt upp öllum starfsmönnum fé- laganna, tæplega 40 manns. Fyrirtækið er komiö í greiðslu- þrot eftir að kaupandi afuröanna, hollenska fyrirtækib AKZÖ, hætti í byrjun apríl aö greiða fyrir salt- ið sem því var selt, vegna krafna um breytingar á komastærö og eölisþyngd saltsins. Heildar- skuldir em nálægt 600 millj. kr. en eignir nær einvöröungu bundnar í saltverksmiðjunni á Reykjanesi. Fuíltrúar minnihlutaeigenda í stjórn félagsins em mjög ósáttir viö þessa niöurstöðu, samkvæmt greinargerð sem þeir sendu fjöl- miðlum í gær. Saltverksmiöjan var keypt áriö 1988 af Saga Food sem byggði hana upp og rak fyrirtækiö. Reksmr fyrirtækisins hefur geng- iö erfiðlega frá því hann hófst um mitt ár 1992, vegna tækni- legra vandamála viö aö ná upp viðunandi afkösmm. Fram- leiösluvaran, „Saga salt" var seld erlendis af AKZO, sem jafnframt varö meirihiutaeigandi í ágúst 1993, eftir fjárhagslega endur- skipulagningu sem þá fór fram. Innlendu hluthafarnir og fram- kvæmdastjóri þess, undir forysm Hitaveim Suðurnesja, hafa leitaö leiöa til aö bjarga fyrirtækinu. Þótti ekki fullreynt hvort takast mætti aö ná samningum. ■ Sjálfstœbismenn mótmœla: Orvæntingar- fullir menn „Þetta eru bara örvæntingar- fullir menn sem eru þama að verki," segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. Sjálfstæöismenn mótmælm því viö yfirkjörstjórn í gær að þeir aöilar sem standi aö fram- bobi R-listans fái að kenna sig viö höfuöborgina og kalla sig Reykjavíkurlistann. Yfirkjörstjórn mun taka ákvöröun í málinu á fundi sín- um í dag. ■ og Samtaka iönaöarins. Þar sem sjóöurinn hefur í reynd verið óvirkur frá árinu 1992 og út- greiðslur höfðu farið fram, þá töldu stjómarandstæðingar að það eina sem vekti fyrir stjóm- völdum væri að koma höndum yfir 200 milljónimar. Sam- kvæmt því væri sjávarútvegs- ráöherra í reynd að ganga er- inda fjármálaráðherra sem vantaði fé í ríkishítina. Veröjöfnunarsjóöur sjávarútvegsins: • / Milljonirnar 200 til ríkissjóös Þótt sjávarútvegsrábherra hafi ákveöib að falla frá fyrri áformum rnn ab leggja niður Verðjöfnunarsjóö sjávarút- vegsins, þá verður 200 millj- óna króna inneign sjóðsins ráðstafað í samræmi við ákvæbi fmmvarpsins. Það þýbir aö þessir fjármunir gjaldþrota sjávarútvegsfyrir- tækja munu renna til ríkis- sjóðs og þá hugsanlega til Haf- rannsóknastofnunar. „Ég ákvab að breyta fmmvarp- inu og í stað þess að leggja sjóð- inn formlega niður þá er hann gerður óvirkur. Meö þessu móti verður hægt aö grípa til verð- jöfnunar ef þær aðstæður koma upp. Hinsvegar verður ráðherra ekki heimilt að gera það fyrr en þorskstofninn er kominn upp í 250 þúsund lestir. Þannig að sjóðurinn veröur óvirkur næstu árin," segir Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.