Tíminn - 03.05.1994, Blaðsíða 3

Tíminn - 03.05.1994, Blaðsíða 3
Þri&judagur 3. maí 1994 3 Niburstaöa fengin frá Danmörku úr blóösýnum sjúku hrossana í Víöidal. Brynjólfur Sandholt yfirdýralœknir: Fóðurbreyting talin líklegasta skýringin Niöurstaba úr blóbsýnum sjúku hrossana í Víðidal kom frá Danmörku í dag og er hún sú að um væga herpes sýk- ingu sé að ræða í öndunarfær- um hrossana. Ekki er neitt sem bendir til þess að um hættulega veirusýkingu sé að ræba heldur fékkst væg svör- un fyrir herpes vírus, veiru 4, sem veldur vægum sýkingum í öndunarfærum hrossa. Brynjólfur Sandholt yfirdýra- læknir segir að notuð hafi veriö útilokunaraðferð. „Við höfum ekki fundið neina bakteríusýkingu, við höfum ekki getað ræktað neinar veirur, það eina sem við höfum er mælingar sem sýna hækkun á mótefni í þessum hrossum." Brynjólfur var spuröur hvort þessi veirusýking væri með þeim hætti að veiran gæti legið í dvala í líkama dýrsins og blossað síðan upp fyrirvara- laust? „Sýkingin getur verið dulin allt æviskeið þeirra sem einu sinni hafa sýkst, hvort sem það er í mönnum eða skepnum. Á undanförnum árum höfum viö fengið tilfelli af hósta og nef- rennsli í einstaka hrossum vítt og breitt um Stór- Reykjavíkur- svæðið. Við höfum tekið og sent út blóðsýni úr þeim og þar höfum viö fengið líka hækkun á mótefnamælingunni, og í þessum tilfellum hefur verið talið að annað hvort sé um væga sýkingu að ræöa eöa ekki. Við höfum aldrei fengið afger- andi svar. Viö skoöum það núna hvort vib getum hafa ver- ið með þessa sýkingu á undan- förnum árum. En í þessu tilfelli hafa einhverjar staðbundnar ástæður þarna í þessu hesthúsi kannski valdiö því að mótstaða hrossana hafi verib minni og þar af leiöandi hafi þetta smit orðið." Brynjólfur var spuröur hvort möguleiki gæti verið á því að smitið hefði borist með notuð- um reiðtygjum sem flutt hafa verið til landsins eða jafnvel með innfluttu fóöri sem annaö hvort hefur verið skemmt eða hrossin ekki þolað vegna of mikils krafts. „Við skobuðum þetta í síðustu viku og þær upplýsingar og það sem við sáum þarna í húsinu, benti ekki til þess. Viö skoðuð- um fóður þama og spurbumst fyrir og þaö var ekkert þama sem benti til þess sem þú ert að spyrja um. Meira vil ég ekkert um það segja." Tíminn spurði hvort hér væri ekki um einsdæmi að ræða, að 15 hross smituðust með þessum hætti á jafn skömmum tíma? „Jú, það er rétt og við erum ab reyna að finna út meö hvaöa hætti þetta smit reyndist svona útbreitt í þessu húsi á svona skömmum tíma. Og það er þá sem við hugsum okkur ab þarna sé eitthvaö sérstakt í hús- inu en það höfum við bara ekki fundið. Við teljum að þaö getí verið mikið álag á hrossunum, mikil þjálfun, enhver fóður- breyting átt sér stað þarna, kannski með breyttu heyi eða fóðurbæti, nú eða þá að húsið hafi verið lokað í einn eða tvo daga og þama inni hafi mynd- ast mikil svækja og hiti og þab hafi minnkað mótstööu þessara hrossa. Þetta er það sem við er- um að leita að og við erum að vinna í því núna. Þessir hestar eru ennþá í einangrun og verða í einangrun áfram og vib vinn- um að rannsóknum á þeim á meðan." Brynjólfur var spurður í fram- haldi ab því sem hann sagði um þrjár helstu ástæðumar, hvort ekki væri hæpið að hús hjá at- vinnumanni væri lokað og loft- laust í nokkra daga og eins það að flest öll hross á Víðidals- svæbinu væm nú í toppformi þannig að spjótin virtust því fyrst og fremst beinast að fóður- breytingunni og hvort hún væri ekki orsakavaldurinn öðm fremur? „Ég get verið sammála þér í því að flest hrossin á þessu svæbi eru nú undir mjög miklu álagi vegna mikillar þjálfunar og eins það að hesthús hjá atvinnu- manni er síbur lokað og loft- laust í marga daga, þannig að fóðurbreyting viröist líklegri en annaö. Við emm og verðum að hafa alla þessa þætti í huga og getum ekki útilokaö neinn einn frekar en annan fyrr en endan- leg niðurstaða fæst í þessu máli," sagði Brynjólfur Sand- holt yfirdýTalæknir að lokum. Ab apótek séu flest á íslandi og lyfjanotkun samt minnst segir landlœknir sýna ab: Lyfsala ræöst ekki af fjölda apótekanna „Hvort þab væra 10 apótek héma á Laugaveginum eöa 2, mundi engu máli skipta varb- andi meiri eba minni lyfja- notkun. Eins og heilbrigbis- skýrslur frá Norðurlöndunum leiða í Ijós, þá ræðst fjöldi lyfja- ávísana og lyfjasala í hverju landi af flestu öðm fremur en fjölda apóteka," sagði Ólafur Ólafsson landlæknir um þá gagnrýni, við umfjöllun um lyfjafrumvarp á Alþingi, ab fjölgun apóteka mundi leiba til aukinnar lyfjasölu. Væri þetta á rökum reist ætti lyfjanotkun á mann að vera meiri hér en á hinum Norður- löndunum, því ajiótek væm hlutfallslega flest á Islandi. Tölur um lyfjasölu, mælda í dag- skömmtum á hverja 1.000 íbúa á dag, sýni þó þvert á móti að lyfjanotkun sé með því allra minnsta hér á landi. Færeyingar einir nota örlítið minna af lyfj- um. En svo vill til að þar em apó- tek hlutfallslega fæst. Feröamaöur lést í Bláa lóninu Skoskur ferðamaður fannst látinn í Bláa lóninu síödegis á sunnu- dag. Skotinn, sem var um fertugt, var þá búinn aö vera týndur í nokkra klukkutíma en hans var fyrst saknað þegar hann kom ekki fram í rútunni sem átti að aka ferðamönnunum frá lóninu. Eftir ab föt Skotans fundust hófu bað- veröir skipulagða en árangurs- lausa leit. Það vora síðan björg- unarsveitarmenn úr Þorbirni sem fundu manninn. Staöarhaldari Bláa lónsins hefur lýst því yfir í fjölmiðlum ab slysiö hafi orbiö, þrátt fyrir aö öllum öryggisat- riðum hafi verið framfylgt. ■ Eftirfarandi tölur era úr Nor- rænum heilbrigöisskýrslum fyrir árib 1992. Fremri dálkurinn sýn- ir fjölda íbúa á hvert apótek í hverju Norðurlandanna. Sam- kvæmt þeim tölum eiga íslend- ingar hlutfallslega nærri þrisvar sinnum fleiri apótek en Færey- ingar og Danir. Aftari dálkurinn sýnir lyfjanotkun mælda í dag- skömmtum á dag á hverja 1.000 íbúa í hverju Norðurlandanna. íbúar á apótek og lyfjanotkun íbúar/apótek DDD/1000 /dag Færeyjar 15.700 620 Danmörk 15.000 740 Noregur 12.800 690 Svíþjóð 10.200 830 Finnland 6.600 820 ísland 5.600 630 Samkvæmt þessu er lyfjanotk- unin minnst í Færeyjum og á ís- landi en mest í Svíþjóð og Finn- landi og litla fylgni þar að sjá við fjölda apóteka. Landlæknir segir skýringuna þá að mönnum hætti til að gera allt of mikið úr áhrifum eftirspurnar sjúklinganna á lyfjasölu. Vissu- lega sé eftirspum sjúklinga til staðar, en staðreyndin sé hins vegar sú, eins og allir vita, að eft- irspurnin ráðist langmest af læknunum. Það hafi margsinnis komið í ljós að meginhluti eftir- spumarinnar, þ.e.a.s. hvort sjúk- lingurinn fær lyf, hvort hann er lagður inn á sjúkrahús, hvort hann fær aðgerð, hvort hann fer á örorku, hvort hann fái veik- indaleyfi. ,,..þaö era læknamir sem ákveöa þetta allt saman." Eins og fram hafi komið hjá Al- þjóöa heilbrigðisstofnuninni, „þá sé það í 70 til 80% tilfella læknirinn sem er aö spyrja eftir þjónustunni," segir landlæknir. Öraggasta leiöin til aö draga úr lyfjasölu sé því sú, að fækka læknum og fækka sjúklingum. Skil á vörugjaldi Vegna breytinga á lögum um vörugjald, sem tóku gildi 1. janúar 1994, og þar sem ný reglugerð tók gildi 1. maí sl., vill ríkisskattstjóri minna á skil vörugjalds. Reglur um gjaldstofn vörugjalds eru óbreyttar, en minnt er á að gjaldstofn af innlendri framleiðslu er heildsöluverð vara sem eru framleiddar, unnið að eða pakkað hér á landi. Gjalddagi vörugjalds er nú fimmti dagur þriðja mánaðar eftir lok uppgjörstímabils vegna sölu eða afhendingar á því tímabili. Gjalddagi vörugjalds fyrir tímabilið janúar-febrúar 1994 er því 5. maí. Vörugjald telst greitt á tilskildum tíma hafi greiðsla sannanlega verið póstlögð á gjalddaga. Álag skal nú vera 2% af þeirri upphæð sem vangreidd er, fyrir hvern byrjaðan dag eftir gjalddaga, þó ekki hærra en 20%. Sé vörugjald ekki greitt innan mánaðar frá gjalddaga reiknast dráttarvextir af því sem gjaldfallið er. Gjaldflokkum vörugjalds er fjölgað í sjö. Jafnframt flytjast vörur á milli gjaldflokka auk þess sem nýjar vörur bætast við og aðrar falla út. í gjaldflokki A (6% vörugjald) er m.a. kaffi, te, nasl og ísblöndur. í gjaldflokki B (11 % vörugjald) eru m.a. ýmsar byggingavörur og snyrtivörur. í gjaldflokki C (16% vörugjald) eru m.a. ýmsar plastvörur, rafmagnsvörur og vörur til vélknúinna ökutækja. í gjaldflokki D (18% vörugjald) er m.a. sælgæti og hráefni til sælgætisiðnaðar, sætakex og ávaxtasafi ásamt öðrum drykkjarvörum. í gjaldflokki E (20% vörugjald) eru m.a. ýmis heimilistæki og smávarningur. í gjaldflokki F (25% vörugjald) eru vopno.þ.u.l. íg/'a/dffoA'k/G(30%vörugjald)erm.a.sykur, sjónvarpstækioghljómflutningstæki. Útgáfa sölureikninga og uppgjör vörugjalds. Meginreglan er sú að aðilar í vörugjaldsskyldum rekstri skulu færa á sölureikninga og aðgreina á þeim gjaldskylda sölu eftir gjaldflokkum, þannig að heildarverð vöru ásamt fjárhæð vörugjalds komi sérstaklega fram vegna hvers gjaldflokks. Tilteknum aðilum er þó heimilt að tilgreina á sölureikningi að vara sé með vörugjaldi. Við skil á vörugjaldi í ríkissjóð er gjaldanda heimilt að draga frá innheimtu gjaldi af sölu það vörugjald sem hann hefur sannanlega greitt við kaup á hráefni og efnivöru til gjaldskyldrar framleiðslu á viðkomandi uppgjörstímabili. Sé vörugjald af aðföngum hærra á uppgjörstímabili en innheimt vörugjald af sölu skal mismunurinn greiddur úr ríkissjóði. Nánari upplýsingar um vörugjald veita skattstjórar og virðisaukaskattsskrifstofa ríkisskattstjóra. RSK RÍKISSKATTSTJÓRI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.