Tíminn - 03.05.1994, Blaðsíða 6

Tíminn - 03.05.1994, Blaðsíða 6
6 Þribjudagur 3. maí 1994 Grænt er gott Lan Shui hljómsveitarstjóri. fram samkvæmt líkindalögmáli — því fjölmennari sem þjóö er, þeim mun fleiri afburðamenn fæöast. Auðvitað fer það svo eftir aðstæðum hvemig rætist úr efni- viönum — hvort gáfurnar nýtast til að smíða atómsprengju eba hvort eigandi þeina veröur myndarbóndi í sinni sveit (eins og t.d. Vilhjálmur á Narfeyri). í Kína em nú á annan milljarö manna — fimm sinnum fleiri en í Bandaríkjunum — og þar em miklir hæfileikar saman komnir, margir afburðamenn (fimm sinn- um fleiri en í Bandaríkjunum), mikil vinnusemi og mikill vilji til að blómstra. Þessir smávöxnu, grannholda og kurteisu menn sem komu fram á sinfóníutón- leikunum 28. apríl, Lan Shui og Ting Zhou, fönguöu greinilega hug og hjörtu bæði hljómsveitar og áheyrenda með kunnáttu sinni og framkomu. Sennilega er sú rísandi sól, sem margir þykjast sjá í austri, ekki síður yfir Kína en Japan. ■ Allt ér vænt sem vel er grænt," segir þar, og Græna tónleikaröö Sinfóníu- hljómsveitarinnar er sérstaklega hugsuð fyrir þá sem vilja helst ekki láta sér leiðast á tónleikum. Enda er jafnan fullt hús á græn- um tónleikum og — þab sem merkilegra er — ab vemlegu leyti annað fólk en sækir hinar raðim- ar, þær rauðu og gulu. Fjórðu og síðustu tónleikar grænu raðarinn- ar vom 28. apríl, og meginstefiö var Kínverjar og kínversk tónlist — kínverskur stjómandi (Lan Shui), kínverskur píanóleikari (Ting Zhou) og verk tveggja kín- verskra samtímatónskálda (Chen Yi og Tan Dun). Tónskáldkonan Chen Yi hefur búið og starfað í Bandaríkjunum síðan 1986, eftir margvíslegar hremmingar í menningarbylting- unni. Eftir hana var flutt „Sprout" fyrir strengjasveit, hæglátt verk og vestrænt í aðalatriöum — raunar fúga ab uppbyggingu — en samt með greinilegum aust- rænum áhrifum. í þessu verki a.m.k. hefur Chen Yi hlaupib yfir vestrænar formbyltingar 20. ald- ar, en brætt þess í stað saman klassík austurs og vesturs. Næst spilabi Ting Zhou einleik í 2. píanókonsert Rachmaninoffs. Þetta fallega og vinsæla verk minnir á Brahms í upphafi, en á Tsjækofskí í lokin, með smástróf- um úr Beethoven hingað og þangað eða, eins og Egill „klarin- ett" sagbi einu sinni um íslenskt verk: „Maður hafbi ekki við að taka ofan fyrir gömlu meisturun- um." En þetta er bráðfalleg tón- list, og bæöi hljómsveit og ein- leikari spiluðu af krafti og áhuga, undir eldlegri stjóm Lan Shui — sem líka er búsettur í Bandaríkj- unum í seinni tíö, eins og píanist- inn og tónskáldin tvö. Ting Zhou píanóleikari er reyndar ekki nema 19 ára og á sjálfsagt eftir að gera garðinn frægan áöur en lýkur; nú spilaði hann af mikilli fimi og talsverðum krafti, þótt segja megi að stundum hafi hann ekki haft við hljómsveitinni þegar hæst lét í henni. Langskemmtilegasta verkið á tónleikunum var þó, merkilegt TONLIST SIGURÐUR STEINÞÓRSSON nokk, það sem okkur er fjarlæg- ast, Hljómsveitarleikhús I eftir Tan Dun. Stjómandinn sagði fá- ein orð á undan þar sem hann gerbi nokkra grein fyrir verkinu, sem hann sagði vera þjóðlega kín- verska tónlist, ab vísu skrifaða fyr- ir. vestræn hljóbfæri. Efnislega samanstendur verkið úr þremur eindum eða stefjum, sem stund- um heyrðust hvert í sínu lagi, en stundum saman: í einu er mönn- um stefnt til hofsins, í öbm vinna menn á ökmnum, en hið þriðja gerist í Pekingópemnni. Þarna vom ásláttarhljóðfæri af ýmsu tagi auðvitað mjög áberandi — m.a. bönkuðu blikk-spilarar á munnstykkin með flötum lófa — en önnur hljóbfæri gerðu ýmsa fína og óvenjulega hluti. Sérstaka viðurkenningu stjómanda fékk Martial Nardeau fyrir flaumleik sinn, sem var „kínverskur" mjög að heyra. Hljómsveitarleikhús I eftir Tan Dun er litríkt verk og skemmti- legt, en samt gæti maður búist við að þreytast fljótlega af svo óvenjulegri tónlist og fjarlægri okkar reynsluheimi. En hver veröur þreyttur á náttúrlegum hljóðum eins og þyt í laufi, fugla- söng eða svarri brimsins vib ströndina? Og þannig er þessi tónlist einhvem veginn — nátt- úrleg þótt í ströngum stakki formsins sé. Síðast á efnisskrá var sinfónísk fantasía eftir Tsjækofskí, Franc- esca da Rimini op. 32, og segir frá örlögum elskendanna Francescu og Paolo í Hinum guðdómlega gleðileik eftir Dante (allt þetta úr tónleikaskrá). Fantasía þessi telst tæplega til meiri háttar verka skáldsins, en bæði hljómsveit og stjórnandi tóku hana meö verb- ugu áhlaupi og geislandi strófum leibandi manna. Því hefur spáð spaks manns vör að yfirburöir einstaklinga komi Ting Zhou einleikari. DÝRALÆKNISPISTILL Islensk dýr eru veik fyrir nýjum smitefnum Islensk dýr hafa að mestu verið einangruð frá landnámstíö. Þau hafa ekki „sjúkdóma- reynslu", hafa ekki aðlagast nema fáum smitsjúkdómum og era við- kvæmari en dýr frá svæðum er- lendis þar sem landlægir era margir skæðir sjúkdómar. Næmiö hefur komið í ljós, þegar smitefni hafa borist til landsins, og eins þegar dýr hafa verið flutt til út- landa (dæmi: kverki og inflúensa hrossa). Meinlausir sjúkdómar er- lendis, sumir jafnvel ósýnilegir þar, hafa orðið ab landplágum hér (dæmi: mæðiveiki í sauöfé). Við höfum samt verib heppin aö fá ekki þá verstu, eins og gin- og klaufaveiki, smitandi fósturlát í kúm, hundaæbi, svínafár, hænsnapest, skæbar salmonella- tegundir eba hestainflúensu. Þennan lista mætti lengja meb nokkram tugum mjög alvarlegra sjúkdóma og mörg hundrað öðr- um, sem gætu borist hingað meb smitmenguðum vöram, dýram eöa fólki og fötum þess, sem ó- hreinkast hefur af dýram erlend- is. Nýlega var heill kassi af notuö- um og óhreinum búnaði íslensks hestamanns, sem kom frá útlönd- um, stöövaður í tolli hér. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem slíkt finnst. Enginn vafi var um smithættu. Til era hestamenn sem leyfa sér að hafa það að gamanmálum, að þeir hafi sloppið í gegnum tollinn meb óhreina strigaskó og fleira vegna þess aö tollverðir taki að- eins þab sem hafi „reið-" í nafni (reiðföt, reibtygi, reiðstígvél o.fl.). Hugsa þessir menn ekki um þá skelfingu sem hlotist gæti af kæraleysi þeirra? Skilja þeir ekki að heilbrigði íslenska hestsins er ómetanleg? Hestamenn, standið á verbi gegn svona ábyrgðarleysi. Mikið er í húfi. Ýmsir hrossasjúk- dómar gætu orbið mjög afdrifaríkir Eins og hrossabúskap er háttab hér á landi, gætu smitsjúkdómar, sem bærast hingað, orðib mjög alvarlegir og stöbvað sýningar, hrossaverslun og flutning í og úr beitilöndum. Þeir gætu einnig spillt fyrir útflutningi hrossa og afurðum sem unnt er að selja til útlanda. Nú er t.d. ab opnast markaður fyrir mótefni gegn sjúk- dómum, sem framleidd era úr blóði hrossa vegna óvenjulegs heilbrigðis þeirra. íslensku hross- in hafa verið laus við alla alvar- Siguröur Sigurbarson, dýralœknir á Keldum. lega smitsjúkdóma til þessa, sam- anber orðið hestaheilsa. Húð- sveppur sá, sem breiöst hefur út hérlendis nýlega, gefur smjörþef- inn af því sem borist gæti hingað. Hann er þó vægur samanborið við illvíga og bráðsmitandi húb- sveppi sem finnast á hrossum í grannlöndum okkar og raunar um allan heim. Þeir berast hing- að, ef óvarlega er fariö. Innflutn- ingsárátta sumra rábamanna þjóbarinnar er hættuleg heilsu ís- lenskra dýra. Þeir ættu ekki aö láta áróður hagsmunahópa æra sig og færa af vegi. Magnús Steph- ensen flokkaði refinn með saub- fjársjúkdómum í riti um húsdýr árið 1808. Fari ráðamennirnir ekki vel með vald sitt, verða þeir á sama hátt settir í flokk með smit- andi pestum sem berast hingað fyrir glópsku þeirra. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.