Tíminn - 03.05.1994, Blaðsíða 9

Tíminn - 03.05.1994, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 3. maí 1994 KWnffltiWÍfflftyiPIÍ 9 inn er svo í mars og apríl. -Þú hefurþá ekki séð árangur af þessu starfi? Nei, því miður. Þaö verður líka að taka með í reikninginn að þarna hafa verið þurrkar um lengri tíma og útlitið er því ekki bjart. -Er þetta samt ekki öðruvísi að- stoð en Alþjóðaráð Rauða kross- ins hefur lengst aflagt stund á? Jú, en hjálparstarf er sífelldri þróun undirorpið. Það er reynt að veita þá hjálp sem hæfir að- stæðum. í Súdan gáfum við fólkinu mat um leið og það fékk ffæin til að koma í veg fyrir að það æti fræin eins og gerðist í Sómalíu. -Nú hefur aðstoð við lönd þriðja heimsins verið gagnrýnd mikið að undanfómu. Telur þú að það starf sem þið inntuð af hendi hafi verið raunveruleg hjálp? Mér fannst við vera að gera verulegt gagn. Við dreifðum líka veiðarfærum og fólkið var svo þakklátt að fá eitthvað til þess að geta farið að bjarga sér. Þetta var óneitanlega miklu skemmtilegra en þegar ég var þarna í fyrra skiptið þegar við vorum bara aö gefa þeim mat. Það er svo skammgóður verm- ir. Auðvitað þarf að gera það þegar fólk er að deyja úr hungri en það er ekki varanleg lausn á vandamálinu. Ágúst Þór Ámason VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1. 5aí5 « 0 5.607.439 2.4^ >2Sls 1 612.538 3. 4af5 151 6.997 4. 3af5 4.959 497 Heildarvinningsupphæð þessa viku: 9.741.147 kr. UPPLÝSINGAfliSlMSVARI 91-681511 lukkulIna991 002 Á vegum Alþjóöa Rauöa krossins viö störf í Afríku: Hjálp til sjálfshjálpar Islendingar taka orðið æ meiri þátt í starfi Alþjóða- ráös Rauða krossins. Áöur fyrr voru það oftast hjúkrunar- konur sem fóru héöan til starfa á vegum þess. En á síð- ustu árum hefur þó oröið mik- il breyting á og í dag fer fólk með ýmiskonar menntun og starfsreynslu til starfa um all- an heim á vegum ráðsins. Bima Halldórsdóttir, sem er nýkomin heim frá Súdan, hafði þann starfa með hönd- um að sjá til þess að hjálpar- gögn og matvæli sem vom send til landsins kæmust á leiðarenda. -Hver voru fyrstu kynni þín af Súdan? Fyrst þegar ég kom til Afríku var ég meira í Kenía en Súdan. Mitt hlutverk var að koma hjálpargögnum inn í landið og síðan á áfangastað. Ég varð að byrja á að læra á kerfið í Næróbí. Fara í tollinn og aðrar opinberar skrifstofur sem höfðu með inn- og útflutning matvæla og hjálpargagna að gera. Mér féllust reyndar hendur í fyrstu vegna hæga- gangsins sem er ólýsanlegur. Svo ákvað ég að það þýddi ekkert aö vera að æsa sig. Mað- ur verður bara að taka hlutun- um eins og þeir eru I landinu þar sem maður er. Það gekk bara mjög vel. Fólkið er mjög almennilegt og þægilegt að vinna með því. Það gengur bara allt rosalega rólega. -/ hverju fólst aðstoð Rauða krossins við Súdani? Það var verið að bólusetja bæði börn og nautgripi. Þegar ég var í Súdan í fyrra skiptið, 1990/91, brást uppskeran. Við flugum því með mat á nokkra staði þar sem komið var upp birgðastöðvum. Ætlunin var að fara með matvæli meö bíla- lest upp til Bor, þar sem við höfum höfuðstöðvar okkar við Níl. Það var búið að smíða risastóran pramma sem hafði verið siglt upp til borgarinnar og þaðan átti svo að sigla með matvælin og dreifa þeim til nauöstaddra. Af þessu varð þó ekki, því stjórnvöld töldu að matvælaaðstoðin kæmi upp- reisnarmönnum til góða og bönnuðu okkur að fram- kvæma þessa áætlun. -Liggja hjálparstofhanir á bar- dagasvœðum alltaf undir grun um hlutdrœgni? Máliö er að aðrar hjálpar- stofnanir geta leyft sér meira en Rauði krossinn. Við meg- um ekki fara á staði nema með samþykki allra stríðsaðila. Við verðum að halda okkur á mottunni ef ekki er gefið grænt ljós frá öllum hlutaðeig- andi aðilum. -Hvað tók þá við eftir að þið vom stoppuð með þessum hœtti? Þá fór ég bara í minn skrif- borðsstól. í raun beið mín heilmikið verk, því vanhöld höföu verið á því að gengið væri frá tollskjölum eins og vera ber. Það er heldur ekki hlaupið að því að koma til ókunnugs lands í nokkra mán- uði, þar sem allt er í hæga- gangi og aörir siðir en maður á aö venjast heima fyrir, og ganga frá öllum nauðsynleg- um pappírum tengdu hjálpar- starfinu við erfiðustu aðstæð- ur. Þetta var ansi stór bunki sem beið mín. Elstu skjölin voru orðin tveggja ára gömul og þarna var ég þangað til ég hafði lokið við að ganga frá Caldramaður wð iðju sína. Verkfœri til sjálfshjálpar. þeim öllum. -Hvað tók við eftir dvölina í Súdan? Ég var þar í rúmlega hálft ár og kom þá aftur heim. í lok árs 1992 var ég beðin um að fara til Sómalíu og þó að fjölskylda mín og nánustu ættingjar væru ekki sérlega hrifnir af hugmyndinni tókst mér aö sannfæra þau um að þetta yTÖi í lagi. Til að byrja með var ég í Norður-Sómalíu við að skipu- leggja eldsneytisnotkun og dreifingu. Eftir einn og hálfan mánuð var ég send til suður- hluta landsins þar sem ég fékk það verkefni að kanna þörfina á neyðareldhúsum sem Rauði krossinn hafði komið upp þeg- ar ástandið var sem verst. Okk- ur til mikillar ánægju kom í Ijós að óhætt var að loka þeim. Versta hungursneyðin var yfir- staðin. Við létum fólkið sem flúið hafði heimabyggð sína vegna óaldarinnar hafa ýmis- iegt með sér sem gæti nýst því þegar heim væri komið. Á því svæði sem ég var á voru það aðallega konur sem fengu slíka aðstoð. Þær fengu maís, baun- ir og olíu. Kjólaefni og plast- dúka sem nota mátti til að breiöa yfir þakið og verjast þannig rigningu. -Dvöl þín f Afríku var lengri í þetta skiptið en það fyrra. Hvað kom til? Já, um það leyti sem tíma mínum í Sómalíu var að ljúka var ég spurð hvort ég vildi fara aftur til Súdan. Ég ákvað að slá til eftir að hafa haft samband við Rauða krossinn hérna heima. í þetta skipti var ég staðsett rétt við landamæri Kenía og Súdan í bæ sem heit- ir Lkichokio sem er Keníameg- in. Við voru meö tvær flugvél- ar, eina Twin Otter og eina DC 3, sem við flugum til ýmissa staða. Til aö byrja meö þurft- um við þó að fara á staðina og kanna hvort það væri raun- héruð en nautgripixnir eru flestir dauðir og það er bók- staflega ekkert eftir þarna. Það er búið að vera stríð þarna í tíu ár og ástandið er alveg hörmu- legt. Nú hefur Súdan ekki verið svo mikið í umrceðunni, hvemig stendur á því? Tja, það er ekki gott að segja en hungursneyðin hefur ekki verið eins gífurleg og í Sómal- íu. Fólk liggur að minnsta kosti ekki deyjandi úti á götu. En því er ekki að neita að þetta fer mikið eftir fréttaflutningi. Þegar ég kom til Súdan í seinna skiptið voru bæði Sam- einuðu þjóöimar og Lútherska heimssambandiö að dreifa matvælum svo að við snemm okkur að verkfæradreifingu. Þetta vom hakar og skóflur og önnur þau tól sem heima- menn þekktu. í desember fór- um við svo að dreifa fræjum á þá staði sem höfðu aðstöðu til að geyma þaö. Sáningartím- Þorp í Súdan. veruleg þörf fyrir okkur og hvort vib gætum gert eitthvað og hvað þá helst. í framhaldi af þessu var ákveðið að byggja upp nokkrar heilsugæslu- stöðvar og abstoba við að byggja upp ræktun á þessum slóöum. Þetta em nautgripa- Birna Halldórsdóttir á veraldarvakt, nýkomin heim frá Súdan.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.