Tíminn - 03.05.1994, Blaðsíða 16

Tíminn - 03.05.1994, Blaðsíða 16
Vebrib í dag (Byggt á spá Veburstofu kl. 16.30 í gær) • Suburland til Breibafjarbar: Subvestan kaldi eba stinningskaldi í fyrstu en síban sunnan- og subaustan kaldi. Skúrir. • Vestfirbir og Vestfjarbamib: Léttir til meb subaustan kalda. Aust- an og norbaustan stinningskaldi á mibum þegar líbur á daginn. • Strandir, Norburland vestra og Norburland eystra: Léttir til. Subaustlægari kaldi eba stinningskaldi. • Austurland ab Clettingi og Austfirbir: Subaustan gola og skýj- ab meb köflum meb morgninum. Subaustan stinningskaldi og skúrir á mibum og vib ströndina þegar líbur á daginn. • Subausturland: Subaustan kaldi meb skúrum. Subaustan stinn- ingskaldi og rigning eba súld þegar kemurfram á morgundaginn. Rœkjuiönaöurinn ekki sáttur viö vinnubrögö sjávarútvegsráöuneytis: Hurðarskellir og hring- ingar haldbetri en Svo viröist sem huröarskellir og upphringingar hags- munaaöila í sjávarútvegi til ráöuneytismanna í sjávarút- vegsráöuneytinu séu farsælli leiö til aö koma málum sín- um á framfæri en röksemdir sem settar eru fram á hóg- væran hátt. Þetta kom m.a. fram í ræðu Péturs Bjarnasonar, fram- kvæmdastjóra Félags rækju- og hörpudiskframleiðenda, á nýafstöðnum aðalfundi fé- lagsins í sl. viku þegar hann fjallaði um afgreiðslu ráöu- neytisins á vinnslukvóta sem gilt hefur á innfjaröarrækju og hörpudiski. En ætlunin er aö leggja þaö kerfi niöur n.k. haust vegna óánægju t.d. sjó- manna og frjálsrar verömynd- unar á rækju upp úr sjó. Framkvæmdastjórinn sagðist vera þeirrar skoöunar aö starfs- menn ráðuneytisins falli stundum í þá freistni að „velja lausnir á flóknum vandamál- um frekar með tilliti til þess að þeir eigi sjálfir léttara með að vinna aö stjórnun viðkomandi mála heldur en hvernig þeirra lausnir henti greininni sjálfri." Hann sagði einnig að sú að- ferð hagsmunaaðila að hringa oft og mikið í ráðuneytið og „skella hurðum háværlega til þess að undirstrika ollsku sína, hafi meiri, eöa a.m.k. jafn mikið vægi, í erindrekstri eins og rök sett fram á hógværari hátt." rök Pétur sagði að fyrirkomulagið á vinnslukvótanum hefði reynst vel og um það hefði einnig verið ótrúlegur friður um það með örfáum undan- tekningum. Hinsvegar hefðu ráðuneytismenn talið að vegna þess að andstæðingar kerfisins hefðu komiö svo oft og hringt í ráðuneytið og kvartað, væru hugmyndir uppi um að leggja þetta kerfi niður. Dufl í vörpu Landhelgisgæslan eyddi í gær- morgun tundurdufli sem Þuríður Halldórsdóttir GK fékk í vörpuna í fyrradag. Skipverjar fengu upplýs- ingar frá Gæslunni um að duflið sem þeir voru með um borð gæti verið hættulegt og sigldu þeir þegar í land og komu til Sandgerðis í fyrrinótt. Farið var með duflið út í Sandvík, þar sem sprengisérfræð- ingar Gæslunnar eyddu því. ■ 0,7% veröbólga Seðlabankinn miðar við aðeins 0,7% verðbólgu í sumar, sam- kvæmt nýjum vaxtaskiptasamn- ingi sem hann hefur gert við banka og sparisjóöi fyrir tímabilið maí til september. Samningurinn gengur út á það, að bankarnir greiði Seðla- bankanum 5% ársvexti af samn- ingsfjárhæðinni (17,5 milljörö- um), en Seðlabankinn greiði þeim hins vegar 4,25% ársvexti auk verötryggingar. ■ Landsmenn búnir oð fá sig fullsadda aö niöurgreiöa frjálshyggjukreddur stjórnvalda. Formaöur BSRB: Sókn í anda samhjálpar og stefnu uppbyggingar Frá hátíbarhöldunum 1. maí, þar sem Ögmundur Jónasson gagnrýndi harblega stjórnarstefnuna. Vín og sterkir drykkir hœkka um 1% ab meöaltali og tób- ak um 2,5%: Bjórinn lækkar enn um 3-4% Innfluttur bjór lækkaði í verði í §ær um 3,3% að meðaltali. Astæðan er sú að sérstakt gjald sem lagt hefur verið á cif verð innflutts bjórs var lækkað úr 50% niður í 35%. Sem dæmi um verðlækkunina bendir ÁTVR á að 6 flöskur af Heinek- en bjór lækki úr 930 krónum niður í 880 krónur. Hver bjór- flaska lækki þannig um 8,30 kr. í Ríkinu. Verður fróölegt að sjá hvort þessi verðlækkun á bjór komi til með aö skila sér til neytenda frekar en hin síðasta, samanber nýja könnun Sam- keppnisstofnunar. Verð á ís- lenskum bjór breytist hins veg- ar ekki í Ríkinu aö þessu sinni. Verð á innfluttum vínum og sterkum drykkjum hækkar á hinn bóginn um tæplega 1% að meðaltali, vegna breytinga á verði erlendis og gengisbreyt- inga. Sem dæmi um þá hækkun er nefnt Absolut vodka sem hækkar úr 2.200 kr. í 2.260 kr. 700 ml flaska. Tóbak hækkar líka um 2,5% aö meðaltali. ÁTVR segir hækkun- ina stafa af breytingum á inn- kaupsveröi í erlendri mynt og breyttu gengi. Til dæmis hafi Bandaríkjadollar hækkað um 4,8% frá því verð á tóbaki var síðast ákveðiö í sept. í fyrra. Reykingamenn virðast þvi sleppa nokkuð vel með 2,7% hækkun á amerískum sígarett- um. T.d. hækkar Winstonpakk- inn aöeins úr 260 kr. í 267 krónur. ■ Tveir menn létust í vélsleðaslysi um helgina þegar sleði sem þeir voru á fór ofan í blindgjótu í Þjófahrauni í Skjaldbreið á laugardaginn. Mennimir, tæplega þrítugur ís- lendingur og rúmlega fertugur Belgi, komu akandi yfir blindhæð í hrauninu og lentu ofan í gjót- „Okkur líst illa á hvert stefnir héma í þjóðfélaginu. Það er orðið lífsspursmál að snúa þeirri þróun við, blása til sókn- ar í anda samhjálpar og upp- byggingar og kveða niður þessa niðurrifsstefnu," segir Ógmundur Jónasson, formað- ur BSRB. í 1. maí ræðu sinni sl. sunnudag gagnrýndi Ögmundur ríkis- stjórnarstefnuna harðlega og ásakaði stjórnvöld um að stuðla meðvitað að auknu misrétti og atvinnuleysi meðal þjóðarinnar, auk þess kapps sem lagt er á að rífa niður áunnin og umsamin réttindi launafólks. Hann átaldi einnig harðlega þá samþjöppun sem átt hefur sér stað í fjölmiðla- flórunni að undanförnu. í stað þess aö búa í haginn fyrir víð- sýnni og fjölbreyttari fjölmiðla- heim, þá þrengdi þar sífellt að með þeim afleiöingum t.d. að lýöræðisleg umræða væri einatt gerö aö einhverjum skrípaleik, eins og landsmenn hafa orðið vitni að fyrir framan sjónvarps- skjái undanfarin misseri. Ögmundur segir aö það sem hafi verið að gerast hérlendis á undanförnum árum sé stefna mismununar. Hann segir að þessari stefnu hafi verið fylgt eft- ir m.a. í vaxta-, skatta- og kaup- gjaldsmálum. Auk þess hefur öll viðleitni til að auka framleiðni í landinu gengiö út á þaö að vinna sömu störf með færri höndum. unni handan hæðarinnar og skullu utan í klettavegg. Talið er að íslendingurinn hafi látist sam- stundis en Belganum tókst að komast upp úr gjótunni og gera viövart. Belginn lést síöan af sár- um sínum aðfaranótt sunnudags. Belginn var hér á ferö í stærri hópi frá Continental hjólbaröa- „Þetta er markviss pólitísk og efnahagsleg stefna sem hefur veriö á ferðinni," segir formaður BSRB. Hann segir að menn séu búnir að fá meira en nóg af því að niö- urgreiða frjálshyggjukreddur sem nema fjárhagshalla ríkissjóðs, fyrirtækinu en varð viðskila við félaga sína. íslendingurinn tók hann þá upp í. Hvorugur mun hafa veriö með hjálm á höfði. íslendingurinn sem lést hét ívar Arnórsson, 28 ára Kópavogsbúi, sem lætur eftir sig konu og 3 böm. Belginn hét Pierre vab der Merlen. ■ svo ekki sé talað um annan fóm- arkostnaö sem frjálshyggju- kreddunum hefur fylgt, efna- hagslegum jafnt sem félagsleg- um. „Það þýðir ekkert að fylgja svona stefnu sem skapar at- vinnuleysi og segjast svo hafa geysilegar áhyggjur af atvinnu- leysi," segir Ögmundur. Hann segir t.d. aö einkavæöingarstefna stjómvalda sé í senn tilflutning- ur á fjármagni í þjóðfélaginu, auk þess sem sú stefna leiði til fækkunar starfa. Ögmundur segir að sú hóp- hyggja sem einkenni orðið allt stofnana- og hagfræðingaveldið í landinu veki nokkra furðu. Þetta ósjálfstæöi birtist m.a. í því að ekki sé langt síðan að hávaxta- stefnan var lofuð í hástert en um leiö og stefnubreytinga varö vart í Evrópu í vaxtamálum þótti í lagi aö að hnikra stefnunni um nokkrar gráður til samræmis viö það sem var að gerast erlendis. Hinsvegar þótti ekki vert að taka mark á þeim sem vömðu viö háskalegum afleiðingum há- vaxtastefnunnar hérlendis áður en kúrsinn var leiðréttur erlendis frá. ■ Tveir létust í vélsleðaslysi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.