Tíminn - 31.05.1994, Blaðsíða 1

Tíminn - 31.05.1994, Blaðsíða 1
STOFNAÐUR 1917 78. árgangur Þriðjudagur 31. maí 1994 Stakkholti 4 Inngangur frá Brautarholti 100. tölublað 1994 Yfirlýstur sigur Ingibjörg Sólrún Císladóttir, veröandi borgarstjóri, er hér í hópi stuöningsmanna sinna á Hótel íslandi, aöfaranótt sunnudags. Viö þurfum aö tryggja aö þaö veröi hœgt aö búa til einhverskonar félagsskap í kringum Reykjavíkurlistann. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir: Fjöldinn á aö hafa áhrif á stefnuna Tímamynd CS Meirihlutaviörœbur framsóknar og krata hafnar á Akureyri. Jakob Björnsson: Stefnt ab því ab þetta takist Viðræöur framsóknarmanna og Alþýöuflokks um myndun nýs meirihluta á Akureyri hófust þegar á sunnudag. Við- ræðunum var haldið áfram í gærkvöldi en niðurstöður fundarins lágu ekki fyrir þeg- ar Tíminn fór í prentun. Framsóknarflokkurinn vann einn mann af Sjálfstæðis- flokknum í kosningunum og fékk fimm menn kjöma. Við þaö féll meirihluti Sjálfstæðis- flokks og Alþýðubandalags. Jak- ob Bjömsson, efsti maður á lista Framsóknarflokksins á Ak- ureyri, segir að fyrsti fundur framsóknarmanna og krata hafi farið vinsamlega fram og ekkert komið upp sem hafi dregið úr mönnum kjarkinn við að halda áfram. „Miðað við það sem þar kom fram má segja að það séu meiri líkur en minni á að sam- komulag náist. Við könnuðum meginlínurnar og ákváðum eft- ir það að fara í ákveðna heima- vinnu í dag, á báðum vígstöðv- um. Það verður að koma í ljós hverju fram vindur en það er full alvara í viðræðunum og stefnt að því að þetta takist," sagöi Jakob í gær. Hann sagðist þó ekki búast viö að meirihluta- samningur lægi fyrir eftir fund- inn í gærkvöldi en ef til vill væri hægt að gefa ákveðna yfir- lýsingu að honum loknum. ■ Réttindalaus á stolnum bíl Réttindalaus ungur maður velti bíl sem hann hafði tekið ófrjálsri hendi á Biskupstungnabraut, rétt utan við Selfoss, aðfaranótt sunnudags. Pilturinn, sem hefur ekki aldur til að aka bifreið, var undir áhrifum áfengis þegar at- burðurinn átti sér stað. Hann slapp ómeiddur úr veltunni en bíllinn er töluvert skemmdur að sögn lögreglunnar á Selfossi. ■ „Borgarmálaráð Reykja- víkurlistans er búið að halda einn fund, þar sem viö fór- um yfir stöðuna og reyndum að átta okkur á því hvað við þurfum að gera á næstu dög- um. Við eigum eftir aö fá úr- skurð um það hvað er lög- formlega rétt í þessu efni áö- ur en við tökum einhverja afstöðu til þess hvenær vib tökum nákvæmlega við hér í borginni. Þaö mun væntan- lega liggja fyrir á morgun. Þab voru engar stórar ákvarðanir teknar á þessum fundi í dag en viö munum hittast aftur á morgun og vinna markvisst í ab skipu- lagningu þess sem við þurf- um ab gera og hvemig viö munum skipta með okkur verkefnum," sagði Ingibjörg Sólrún. Ingibjörg Sólrún var spurb hvort einhver ákvörðun hefði verið tekin um hver verka- skiptingin yrði. „Nei, við vorum að byrja að vinna í því og komum til með að vinna í því áfram. Þetta snýst um það að setja a.m.k. þrjá inn í hverja nefnd, þetta eru mjög margar nefndir og þab þarf að samhæfa þetta allt saman. Við þurfum bæði að gæta jafnræðis okkar á milli og eins að fá fólk sem hæfast er á hverju sviði til þess að vinna saman. Það mun vera gerð fjárhagsleg úttekt á borgar- sjóbi á sama hátt og var gert 1978 og 1982," sagði Ingibjörg Sólrún. Ingibjörg Sólrún var spurð hvemig Reykjavíkurlistinn ætlaði að halda tengingu við grasrótina eftir aö hafa náð völdum í Reykjavík. „Það er nú eitt af því sem við ræddum á þessum fyrsta fundi okkar í dag. Vib þurfum að tryggja að það verði hægt að mynda einhverskonar félags- skap í kringum þetta. Þannig að við verðum í tengslum við allt þetta fólk sem lagði okkin lib í þessari kosningabaráttu. Það er ekki meiningin ab þab verði eingöngu þessir aðilar sem fari inn í borgarkerfið sem sitji einir meb þessi mál. Held- ur ab sá fjöldi sem kom að því að búa til Reykjavíkurlistann geti haft einhver áhrif á stefn- una," sagði Ingibjörg Sólrún að lokum. Sjá úrslit kosninganna á bls. 2-3 og 6-11 Suöurnesjabœr: Meirihluti Sjalfstæbis- flolíks og Framsóknar Tekist hefur samkomulag á milli Sjálfstæöisflokks og Framsóknarflokks um mynd- un meirihluta í fyrstu bæjar- stjóm Suðurnesjabæjar. Sam- kvæmt því verður Ellert Ei- ríksson bæjarstjóri og Drífa Sigfúsdóttir verbur forseti bæjarstjómar, eins og áður var í Keflavík. Að sögn verbandi forseta bæj- arstjómar, Drifu Sigfúsdóttur, var í gær ekki formlega búið ab samþykkja samkomulag flokk- anna, þótt búið sé ab kynna þab fyrir viðkomandi stjórnum. Hún segir að þótt stefna meiri- hlutans liggi fyrir í gmndvallar- atriðum sé töluvert starf enn óunnið og m.a. sé eftir að ganga frá nýju nefndarkerfi fyrir bæj- arfélagið. Sem kunnugt er sam- anstendur Suðumesjabær af Keflavík, Njarðvik og Höfnum. Auk þess er ekki til nein bæjar- málasamþykkt um réttindi og skyldur o.s.frv. Nokkrar breytingar verða t.d. hvab varðar f jölda fulltrúa í hin- um ýmsu nefndum nýja bæjar- félagsins frá því sem áður var t.d. í Keflavík. í hinu nýja bæjar- ráði Suðurnesjabæjar verða bæj- arfulltrúar fimm en vom þrír í Keflavík. Bæjarfulltrúar í Suður- nesjabæ em alls ellefu. É

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.