Tíminn - 31.05.1994, Blaðsíða 2

Tíminn - 31.05.1994, Blaðsíða 2
Þriðjudagur 31. maí 1994 Tíminn spyr • • « Ber áb túlka úrslit kosninganna í Reykjavík sem kröfu um upp- stokkun í flokkakerfinu? Matthías Bjarnason, þing- maður Sjálfstæðisflokks: „Nei, þaö held ég ekki enda á eftir aö reyna á samstarfið í Reykjavík. Það eru bara rétt trú- lofunardagarnir liðnir en svo tekur alvaran við. Hins vegar er öllum flokkum hollt og nauð- synlegt að endurskoöa stöðu sína öðru hvoru." Guömundur Bjarnason, þing- maður Framsóknarflokks: „Ég tel ekki að það eigi að túlka þau sem kröfu um slíkt. Þetta var samstarf þessara flokka, með ákveðið markmið í huga, sem náðist fram. Nú reynir auð- vitað á að flokkarnir vinni vel saman til að sýna að þeir séu þess trausts veröir sem þeir hlutu í kosningunum. En ég tel að meira vatn verði að renna til sjávar áður en kemur að upp- stokkun í flokkakerfinu sem slíku. Þetta getur hins vegar kallaö á þá hugsun og kannski kröfu að einhverra hálfu, að hliðsjón sé höfð af þessu sam- starfi við samstarf flokka á Al- þingi og í ríkisstjóm. Það er þó ekki tímabært að velta vöngum yfir því." Hjörleifur Guttormsson, þingmaður Alþýðubanda- lags: „Það held ég alls ekki. Ég tel að úrslit kosninganna almennt sýni einmitt byr fyrir flokks- framboð. Þau hafa t.d. hjá Al- þýðubandalaginu gefib góða raun alls staðar. Samfylkingar stóðu sig hins vegar misjafn- lega þó að árangurinn í Reykja- vík væri ágætur. Ég tel samt ekki að hann boði nein tíðindi og hef ekki orðiö var við þau sjónarmið þar sem ég kom nærri." A bak v/ö R-listann er ekkert nýtt afl heldur gömul nöfn og gamlir flokkar. Árni Sigfússon: revndi aö skila mínu verkefni vel Tíminn hafði samband við Árna Sigfússon og spurði hvort hann sæi htutina nú í öðru ljósi, en fyrst eftir ab kosningaúrslit í Reykjavík lágu fyrir. „Nei, nei, ég hef þjálfað mig í því aö sjá hlutina strax í réttu Ijósi og mér sýnist staðan vera einfaldlega sú að R-listinn er að taka hér við. Staðan er ný, að því leyti að fjórir flokkar stíga hér fram og segjast vera sigur- vegarar í Reykjavík^en þeir hafa ekki viljað kannast við það fram að þessu að þeir væru yfirleitt í þessari baráttu. Þab er augljóst að Reykjavíkurlistinn er ekki nýtt stjórnmálaafl í Reykjavík. Ég er hér með fyrir framan mig forsíðumynd DV í dag, þar sem forystumenn gömlu flokkana sjást fagna sigri með Ingibjörgu Sólrúnu. Það eru ekki ný nöfn eða nýir flokkar sem standa henni að baki. En þetta hef ég svo margoft bent á í kosninga- baráttunni, að ég tel enga ástæðu til að fara frekar í það núna," sagði Árni Sigfússon. Árni var því spurbur hvort hann teldi Ingibjörgu Sólrúnu ekki vera leibtoga nýs flokks í borginni. „Ég sé bara staðreyndimar. Ingibjörg Sólrún er verðandi borgarstjóri og ég óska henni góðs gengis og guðs blessunar." Tíminn spurbi Áma hvort það yrði ekki erfitt hlutskipti fyrir hann að leiða borgarstjómar- flokk sjálfstæðismanna næstu fjögur árin, miðað við hve lítill áherslumunur var á stefnu- skrám frambobanna í kosninga- baráttunni. „Ef R-listinn fylgir stefnu Sjálf- stæðisflokksins þá verður það ekki erfitt hlutskipti og þar sem R- listinn hefur ekki lagt fram neinar útfærslur á sínum tillög- um þá er mjög líklegt að R-list- inn muni leitast við að nýta sér það sem við höfum gert og okk- ar útfærslur. Ef það verður ekki gert, munu hann mæta mál- efnalegri andstöðu okkar," sagöi Árni Sigfússon. Ámi var spurður hvort þessi úrslit þrátt fyrir tap Sjálfstæðis- flokksins væru ekki persónuleg- ur sigur fyrir hann í ljósi þess að staðan miðað við skoðanakann- anir var 10-5 R-listanum í vil þegar hann tók við af Markúsi Erni. „Ég vona að borgarbúar, hvar í flokki sem þeir standa, hafi séð að ég reyndi að gera mitt. Ég reyndi að skila mínu verkefni vel. Við náðum árangri en greinilega ekki nægum. Ég hef líka sagt að þegar menn leggja sig alla fram þá hjóta þeir sjálfir að vera við það sáttir, þó að ég hafi að sjálfsögðu kosið að við hefðum náð settu marki." Tíminn spuröi Áma hvort það væri ákveðið hvenær Ingibjörg Sólrún tæki við lyklavöldum í Ráðhúsinu; hvort það yrði 13. eða 16. júní n.k. „Miðað viö hefðina var um að ræða 16. júní, en ef Reykjav- íkurlistinn hefur áhuga á að breyta því er alveg sjálfsagt að ræða það. Það er sjálfsagt að gera þessa breytingu eins hent- uga og þægilega og þeim þykir. Ég hef óskab eftir því að emb- Arni Sigfússon. ættismenn borgarinnar taki saman stöðumat, þannig að Ingibjörg Sólrún hafi hér upp- lýsingar um stöbu mála í hverj- um málaflokki fyrir sig, þegar hún tekur við. Það er mjög mik- ilvægt að hafa slík gögn við hendi, það tekur ekki langan tíma að gera það. Það verða ekki teknar miklar pólitískar ákvarð- anir í borgarrábi á þessum tíma og ég geri ráð fyrir því að á borg- arráðsfundi á morgun leggi ég fyrir niðurstöður af álitsgerð forstöðumanns stjórnsýslu- deildarinnar varðandi SVR, en ég tel sjálfsagt að kynna þær niðurstöður án þess að formlega sé tekin um það ákvörðun. Þetta er eitt af þessum stóm málum og það er eðlilegra að fólk fái þá tíma til að skoða alla þætti," sagði Ámi Sigfússon. Arni var spurður hvort hann mundi taka sér frí í faðmi fjöl- skyldunnar nú eftir langa og stranga kosningabaráttu. „Ég hef reyndar þjálfað mig upp í það að njóta allaf lífsins í faðmi fjölskyldunnar þó að ég sé í pólitík, þannig að ég þarf ekki á því að halda. Það era mörg verkefni sem ég hef ekki getað sinnt meðan ég var í kosningabaráttunni og ég mun takast á við þau af fullum krafti núna þegar tími gefst til. Ég mun svo skoða sumarfrí þegar ég hef klárað þessi verkefni," sagði Ámi Sigfússon að lokum. Norrœnir háskólarektorar þinga í Reykjavík. Aöalumrœbuefnib er: Samvinna háskóla Ráðstefna norrænna háskóla- rektora hófst í Reykjavík í gær og lýkur henni í dag. Um sex- tíu rektorar og stjórnendur háskóla á Norðurlöndum sitja ráöstefnuna. Rábstefnur nor- rænna háskólarektora eru haldnar á þriggja ára fresti og á þeim er tekib til umræbu þab sem er efst á baugi í mál- efnum háskóla á Norðurlönd- um hverju sinni. í ár er meg- inviðfangsefni rábstefnunnar samvinna norrænna háskóla og breytt vibhorf í samstarfi háskóla í Evrópu. Ráðstefnan hófst í gær meö er- indi Ellerts Allard, prófessors við Abo Akademi í Finnlandi, en hann ræddi almennt um vanda norrænna háskóla í al- þjóblegu samstarfi. Eftir það er ráðstefnunni skipt í þrjá fundi og var sá fyrsti þeirra haldinn í gær. Á honum var fjallað um frjálsan aðgang norrænna há- skólanema að öllum háskólum á Norðurlöndum. Menntamála- ráðherrar Norðurlandanna hafa skrifað undir samning þess efnis að allir háskólanemendur á Norðurlöndum eigi jafnan að- Sveinbjörn Björnsson háskólarektor, ásamt starfsbrœarum sínum frá Norb- urlöndum, kynnir rábstefnu norrcenria háskólarektora. gang að öllum háskólum land- anna. Gert er ráð fyrir að heima- land hvers nemenda greiði fyrir námið en ísland fær þó undan- tekningu frá þeirri reglu til að byrja með. Á öðram fundinum verður rætt um samskipti nor- rænna háskóla við háskóla í löndum Evrópusambandsins. Þar verður sérstaklega rætt hvort norrænir háskólar eigi að standa sameiginlega að þessum samskiptum eða hver í sínu lagi. Á þriðja fundinum sem fer fram síðdegis í dag verður að lokum rætt um samskipti háskóla við vísindaráö og aðra styrktaraðila um rannsóknir. Ráðstefnunni lýkur í kvöld en þá mun forseti íslands halda rektorunum mót- töku á Bessastöðum. Lokahóf ráðstefnunnar verður svo í Perl- unni síðar í kvöld.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.