Tíminn - 31.05.1994, Qupperneq 6

Tíminn - 31.05.1994, Qupperneq 6
6 Þriöjudagur 31. maí 1994 Halldór Ásgrímsson, formabur Framsóknarflokksins: Að loknum kosningum Miklar breytingar hafa orðið í sveitarstjómum landsins. Framsóknarflokkurinn hefur náð góðum árangri víða á landinu í þessum kosningum. í Reykjavík átti flokkurinn þátt í því ásamt öðrum stjórn- málaflokkum, að vinna glæsi- legan kosningasigur. Ingi- björg Sólrún Gísladóttir er verðugur fulltrúi fólksins sem borgarstjóri í Reykjavík og hún hefur áunnið sér gott traust allra þeirra sem að framboöinu stóðu. Ég vil fyrir hönd Framsóknarflokksins þakka það mikla starf sem liggur að baki þessum glæsi- lega sigri. A Seltjarnamesi átti flokkur- inn jafnframt aðild aö sameig- iniegu framboði sem vann góðan sigur, þótt ekki næðist þar meirihluti að þessu sinni. Framsóknarflokkurinn vann alls staðar á í sveitarfélögum í Reykjaneskjördæmi og er ár- angurinn í Mosfellsbæ, Garða- bæ og Grindavík glæsilegur og eftirtektarverður. Á Eyjafjarð- arsvæðinu fær Framsóknar- flokkurinn mikinn hljóm- gmnn og er sigurinn á Ákur- eyri mjög glæsilegur og sama má segja um Dalvík. Annars stabar á landinu náði flokkur- inn víða mjög góðri niður- stöðu og má nefna Borgames, Stykkishólm, Eyrarsveit, Hvammstanga, Vopnafjörð, Homafjörð og Selfoss. Víða annars stabar bætti flokkurinn við sig eða hélt stöðu sinni en á örfáum stöðum minnkakði fylgið. í flestum eða öllum til- vikum var um að ræða sveitar- félög þar sem góður sigur hafði unnist í síðustu kosn- ingum. Auk þess hefur fjöldi flokksmanna á öðmm listum hlotið kosningu. Ég tel ástæðu fyrir framsókn- armenn að vera ánægöa með þessi úrslit sem sýna góða stöðu flokksins í sveitarstjórn- armálum. Að baki liggur gífur- leg vinna sem hefur verið frambjóðendum til sóma. Málefnastarfið er mikið að vöxtum sem verður gott vega- nesti fyrir sveitarstjómirnar og mim nýtast flokknum í heild. Ég hef átt þess kost að heim- sækja flest þau sveitarfélög þar sem Framsóknarflokkurinn býður fram í kosningabarátt- unni. Það hefur verið mér mikil og verðmæt reynsla að fá tækifæri til að kynnast öllu því fólki sem þar hefur unnið. Það mun reynast mér mikil- vægt í áframhaldandi starfi í flokknum. Sú reynsla sem við höfum fengið í þessari kosn- ingabaráttu mun nýtast vel á næstunni. Það er ekki langt til næstu Alþingiskosninga en þá mun Framsóknarflokkurinn fá tækifæri til að koma núver- andi ríkisstjóm frá. Ég vænti mikils af samstarfi við flokks- fólk um allt land í þeirri bar- áttu sem framundan er. Ég óska nýkjörnum sveitar- stjómarmönnum velfamaðar í starfi og er sannfærður um ab þar fari veröugir fulltrúar byggðarlaganna sem njóta al- menns trausts. Ég er þakklátur öllu því fólki sem hefur lagt sig fram í starfinu og þá sér- staklega því unga fólki sem nú hefur komið til starfa með Framsóknarflokknum. Unga fólkið hefur sýnt það að und- anfömu að það vill fylkja sér undir merki Framsóknar- flokksins og það hefur fundið að þar getur það haft mikil áhrif. Við væntum mikils af þessu unga og áhugasama fólki og vitum að það á eftir að hafa mikil áhrif á stefnu og störf flokksins í framtíðinni. Halldór Asgrímsson, formabur Framsóknarflokksins. Sigurhátíð á Hótel íslandi Kosningavaka R-listans var á Hótel íslandi á laugardagskvöldiö og fylltist húsib eftir ab Ijóst var hvert stefndi. Eftirfarandi svipmyndir gefa til kynna þá glebi sem þar ríkti. Bros var á hverju andliti á Hótel íslandi á laugardags- kvöldiö. Tímamyndir. CS Febgar sem láta sér ncegja ab brosa út í annab. Björn Her- mannsson og Cústaf Björnsson. Hér er Þórunn Sigurbardóttir, sem sat í kosningastjórn R- listans, ab óska Sigrúnu til hamingju. Frambjóbendur fagna. Cubrún Ágústsdóttir, Cubrún Kr. Óladóttir og Sigþrúbur Cunnarsdóttir. Þab fer vel á meb Pétri Óskarssyni og Eddu Heibrúnu Backman. Dúndrandi stemning var á dansgólfinu og ungir jafnt sem aldnir stigu sigurdansinn.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.