Tíminn - 03.08.1994, Qupperneq 1

Tíminn - 03.08.1994, Qupperneq 1
SIMI 631600 78. árgangur Cirnilegt fyrir forsœtis- ráöherra aö fá kosning- ar núna. Páll Pétursson, formaöur þingflokks Framsóknarflokksins: Framsóknar- flokknum ekkert að vanbúnaði að ganga til kosninga „Framsóknarflokknum er ekk- ert a& vanbúna&i aö ganga til kosninga, viö viljum þessa rík- isstjórn burtu og fögnum því ef hennar lífdagar ver&a eitthvaö færri en til vorsins. Þetta er slæm ríkisstjórn heppilegt aö ganga til kosninga sem allra fyrst," segir Páll Pétursson. Páll telur a& þaö stefni mjög ein- dregiö í það að kosið verði í haust. „Frá sjónarmiði forsætisráð- herra er það áreiðanlega mjög girnilegt að fá kosningar núna. Hann kemst hjá því að sýna fjár- lög með bullandi halla með því að ganga til kosninga fyrir þing- setningu. Sjálfstæðisflokkurinn stendur þokkalega í skoðana- könnunum og það freistar hans ábyggilega og það er ekki eins víst aö Sjálfstæðisflokkurinn standi eins vel næsta vor í bull- andi atvinnuleysi og vandræð- um. Sumarið er skásti tíminn uppá atvinnuástand þannig að gera má ráð fyrir því að atvinnu- leysi sé minna í september en verður í apríl." „Forsætisráðherra hefur þótt þetta langur tími sem hann er búinn að sitja á sínum tignar- stóli. Honum hefur verið þar ým- islegt mótdrægt og dagarnir sjálf- sagt lengi að líða. Dagatal hans passar hins vegar ekki við dagatal okkar hinna," sagði Páll Péturs- son að lokum. ■ Húsnœöisstofnun: Hafnaði aftur öllum tilbobum Fjármagnseigendur hafa ennþá hækkað ávöxtunarkröfu sína í 12. útboði húsnæðisbréfa Húsnæðis- stofnunar. Og í annað sinn hefur Húsnæðisstofnun staðið föst fyr- ir, og ekki tekið einu einasta boði. Stofnunin tók síðast tilboðum í húsnæðisbréf með ávöxtunar- kröfu á bilinu 4,95% til 4,97%. Húsnæðisstofnun hafnaði hins vegar öllum tilboðum sem bárust í útboði í júlí, þar sem ávöxtunar- krafan haföi hækkað upp í 5,05% til 5,20%. Þeir fjórir aðilar sem nú sendu alls 20 tilboð upp á rúm- lega 300 milljónir, sem opnuð voru í gær, hafa samt enn hækkað ávöxtunarkröfu sína, í 5,10% lægst og allt upp í 5,39%. En meöalávöxtunarkrafan er um 5,22%. Næsta útboð verður 16. ágúst. ■ Börn ab leik í fjörunni vib Gjögur á Ströndum. Gjögur er fornfrœg verstöb milli Reykjafjarbar og Trékyllisvíkur. vmomynd cs Hreinar skuldir ríkissjóös hœkkaö úr 30% upp í 96% afárstekjum á fimm árum: Hreinar ríkisskuldir fimmfaldast á 5 árum Hreinar skuldir ríkissjóðs hafa rúmlega fimmfaldast á sl. fimm árum, úr tæplega 21 milljaröi 1988 í nærri 105 milljaröa á síðasta ári. Á sama tíma hafa tekjurnar að- eins hækkaö úr 70 milljörð- um í 109 milljarða. Skuldirnar hafa þannig aukist úr 30% af tekjum í 96% af árs- tekjum á þessum fimm ámm, samkvæmt hagtölum Seðla- bankans. Hreinar skuldir sveit- arfélaganna hafa einnig nærri fimmfaldast á sama tímabili, en þær eru aftur á móti miklu minna hlutfall af tekjum en hjá ríkissjóöi. Síðustu fimm árin hafa tekjur ríkissjóðs og hreinar skuldir þróast sem hér segir, í millj- örðum króna: Milljaröar: Af-tekj. AfVLF kr. kr. % % 1988 70 21 30% 7,5% 1989 84 48 57% 14,3% 1990 95 60 63% 16,5% 1991 108 65 60% 16,3% 1992 109 86 78% 22,2% 1993 109 105 96% 26,0% Hækkun:56% 406% 255% Tekjur ríkissjóðs em nær sama hlutfall vergrar lands- framleibslu (VLF) hið fyrsta þessara ára og hið síðasta (27,4%). Skuldirnar hafa hins vegar 3 - 4 á þann mælikvarða. í milljörbum talið hækkubu þær meira en tvöfalt milli '88 og '89 og kringum 20 millj- arða á ári undanfarin tvö ár. Tekjur sveitarfélaganna hafa sömu ár hækkab úr 20 millj- örðum í rúmlega 31 milljarð. Þær hafa ár hvert verið sem svarar 28% af tekjum ríkisins, þar til í fyrra að það hlutfall hækkabi í 29% tekna ríkisins. Hreinar skuldir sveitarfélag- anna hafa einnig u.þ.b. fimm- faldast á sama tímabili — úr 2,5 milljörðum upp í rúmlega 12 milljaröa í fyrra. Sem hlut- fall af tekjum sveitarfélaganna hafa þær hins vegar þrefaldast — úr 13% fyrir fimm árum upp í 39% teknanna á síðasta ári. Segja má að framangreindar skuldir séu aðallega í erlendri mynt. Því hreinar erlendar skuldir ríkissjóðs/ríkisstofnana og bæjar- og sveitarfélaga eru nærri því sömu upphæðir og að framan greinir, eða um 102 milljarðar hjá ríkinu og tíu milljarðar hjá sveitarfélögun- um um síðustu áramót. Grásleppuvertíöin: Slegist um hverja Útflytjendur grásieppuhrogna munu vera farnir að bjóða grásleppukörlum allt að 68 þúsund krónur fyrir tunnuna, eða um 1.550 þýsk mörk vegna skorts á hrognum á heimsmarkaði. Þetta kemur m.a. fram í frétta- bréfi Landssambands smábáta- eigenda. Þar er áætlað að grá- sleppuvertíðin í ár verði eilítið betri en í fyrra og að heildar- veiðin verði um 11.500 tunnur. Þrátt fyrir stóraukna sókn Kan- adamanna hefur veiði þeirra að- eins skilað þeim um tíu þúsund tunnum. Af þeim sökum hefur verð á hrognum hækkab um- talsvert, auk þess sem veiði síð- ustu ára hefur ekki leitt til þess aö verksmiðjur gætu safnað milum birgbum. Fyrir þessa vertíð var lágmarks- verb ákveðið 1.300 þýsk mörk fyrir tunnuna. En þar sem eftir- Borgarráð hefur skipað þriggja manna nefnd sem á að kanna árangur þeirra aðgerða í atvinnumálum, sem Reykja- víkurborg hefur gripið til und- anfarna mánubi. Nefndin á að kanna hvernig til hefur tekist tunnu spurnin er meiri en framboðið á heimsmarkaði hafa útflytjend- ur boðið frá 1.450 þýskum mörkum og allt upp í 1.550 þýsk mörk fyrir hverja hrogna- tunnu. ■ og koma með tillögur til úr- bóta. í nefndinni eru Hulda Ólafsdóttir og Vilhjálmur Þor- steinsson af hálfu Reykja- víkurlistans og Árni Sigfússon af hálfu Sjálfstæbisflokksins. Kanna aðgerðir í atvinnumálum a-

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.