Tíminn - 03.08.1994, Blaðsíða 2

Tíminn - 03.08.1994, Blaðsíða 2
Wtotna Mibvikudagur 3. ágúst 1994 Tíminn spyr • * t Er tími stóru útihátíbanna libinn? Egill Ólafsson, fyrrverandi Stubmabur Nei, ég held ekki. Ég held aö úti- hátíðir hafi verib í lægo undan- farin ár, en vinsældir þeirra hafa gengiö í sveiflum eins og svo margt annað hjá okkur, t.d. bókaútgáfa og verðbólga. Gunnar Sveinsson, fram- kvæmdastjóri BSÍ Tími útihátíða er ekki liðinn en þær eru að breytast. Fjölskyldan er farin að ferðast meira saman, ekki síst á útihátíðir. Það er gert meira af því að höfða til fjöl- skyldunnar þar sem einstakling- arnir hafa stuðning hverjir af öðrum. Magnús Einarsson, lögreglu- þjónn hjá umferbardeild Nei, ég tel að hann sé ekki liðinn en útihátíðir eru mjög að breyt- ast. Astæðurnar eru margar, m.a. sú að kostnaður við að sækja svona hátíðir er farinn úr bönd- um. Aðalástæðan er þó aö mínu mati sú að hjá ungu fólki er að verða áherslubreyting þannig að þaö vill nú í auknum mæli hafa eitthvað sérstakt fyrir stafni og vinna að ákveðnu markmiði, ekki síst á svibi ræktunar. Dæmi um þessa nýju þróun er Síldar- ævintýrið á Siglufiröi sem var fjölsótt og fór vel fram. Guöni Björnsson hjá Vímu- lausri æsku Nei, okkur sem höfum staðið að útihátíöum dettur ekki í hug að útihátíöir séu að líða undir lok. Við vitum betur. Um þessa versl- unarmannahelgi hefur veður ef- laust ráðið aðsókninni. Hins vegar er nú meiri dreifing á fólki og hátíðirnar eru að breytast. Þær verða örugglega áfram við r. Engin ákvöröun verib tekin um framboösmál innan kjördœmisráösins vegna haustkosninga. Hlín Daníelsdóttir, formaöur Alþýöuflokksfélags Reykjavíkur: Ekki tími fyrir opið prófk j ör Hlín Daníelsdóttir, formabur Alþýöuflokksfélags Reykja- víkur, segir ab ekkert hafi ver- ib rætt um hugsanlegar haust- kosningar innan kjördæmis- rábsins og því liggi ekki fyrir hvernig haldib verbi á fram- bobsmálum Alþýbuflokksins í Reykjavík. Hún segist því ab- eins geta látib í ljós persónu- lega skobun sína á því hvernig á frambobsmálum verbi hald- ib. „Ef haustkosningar eiga að vera nú í október þá liggur það alveg ljóst fyrir að það er ekki tími fyrir opið prófkjör. Það eru bara tveir mánuðir til stefnu og því get ég ekki séð að það sé neinn tími fyrir prófkjör. Ef það á að vera prófkjör þá hlýtur að verða að gefa fólki tíma til að kynna sig og svo á eftir að kynna listana þannig að ég get ekki séð að neinn tími sé til þess," segir Hlín Daníelsdóttir. En er ekki Alþýðuflokknum talsverður vandi á höndum vegna ágreinings Jóns Baldvins og Jóhönnu og teljið .þið að stuðningsmenn Jóhönnu sætti sig við lokað prófkjör? „Ef það verður, þá verður bara tekið á því en ég vil taka fram að ég er að segja það sem mér finnst, ég er hreint ekki að tala fyrir kjördæmisráðið þótt ég sé í stjórn þar. Nú ef Jóhanna óskar eftir því að vera á lista hjá Al- þýðuflokknum þá mun hún óska eftir prófkjöri og ég veit ekkert hvernig farið verður með þá ósk. Það er líka spurnig hvort það er opið prófkjör eða lokað prófkjör og ég get alveg séð það fyrir mér að tími sé fyrir lokað prófkjör meðal flokksbundinna, en engu að síður þurfa menn og konur að hafa tækifæri til að kynna sig," sagði Hlín Daníels- dóttir að lokum. Enginn alvarlega slasaður Hópferðabifreib með 32 erlend- um ferðamönnum, auk bílstjóra og fararstjóra, valt í Vatnsskarði fyrir ofan Bólstaðarhlíðabrekku í Skagafirði á laugardagsmorg- un. Atvikið átti sér stað þegar tvær rútur mættust á veginum. Vegurinn var blautur eftir rign- ingar og er talið að vegkantur- inn hafi gefið sig. Þegar lögregl- an á Blönduósi kom á vettvang var búið að ná öllum út úr rút- unni. Að minnsta kosti sjö sjúkrabílar komu á vettvang og fluttu þeir alla sem voru í rút- unni á sjúkrahús á Akureyri, Blönduósi og Sauðárkróki til skoðunar og aðhlynningar. Eng- inn er lífshættulega slasaður eft- ir veltuna en um tíu manns hlutu beinbrot og mar. Aðrir sluppu með minni skrámur. Rútan sem var á norburleib fór útaf og valt þegar hún mœtti annarri rútu efst í Bólstabarhlíbarbrekku. Tímamynd AC Fjármálaráöuneytiö sendir sjálfu sér langhœsta innheimtuseöilinn: Ríkið sjálft með 36% try ggingagj aldsins Á lista yfir hæstu skattgreib- endur í hópi lögabila í Reykja- vík trónir nú fjármálarábu- neytib sjálft, sem langsamlega stærsti skattgreibandi lands- ins, meb hátt í tveggja millj- arba króna heildargjöld. Heildarálögur skattstjórans í Reykjavík á lögabila í borg- inni, nemur samtals 9,1 millj- arbi króna. Þannig ab fjár- málarábuneytib verbur ab senda sjálfu sér rukkun fyrir rúmlega fimmtungi (21,5%) heildargjalda lögabila í Reykjavík. Skattálögur á fjármálarábu- neytib felast eingöngu í trygg- ingagjaldinu, sem tók við af launaskatti og fleiri launatengd- um gjöldum á síðasta ári. Trygg- ingagjaldiö nemur 60% af öll- um álögum á fyrirtæki í borg- inni, eða um 5.470 milljónum króna. Þar af er hluti launaskrif- stofu fjármálaráöuneytisins 36%. Þar við mætti t.d. bæta 160 milljónum sem lagbar eru á Borgarspítala og Landakotsspít- ala en hljóta samt að koma úr ríkissjóði og svipað mun vera ástatt um fleiri stofnanir. Reykjavíkurborg er annar hæsti greibandi opinberra gjalda í borginni, með tæplega 400 milljónir, sem einnig er ein- ungis tryggingagjald. Samtals greiða því þessir fjórir opinberu abilar rúmlega 2,5 milljaröa í tryggingagjald, eba um 46% heildarálagningar trygginga- gjalds lögabila í borginni. Til ab standa sjálfu sér skil á þessum 2,5 milljarða skatti verða ríki og borg væntanlega ab leggja aöra 2,5 milljarða skatta á þegna sína. Samanburður álagðs trygg- ingagjalds milli ára ætti að gefa mynd af því hvar launagreiðslur hafa aukist (vegna fleira fólks eba hærri launa) og hvar dregist saman. Af þeim 20 lögaðilum, sem listi skattstjórans nær til, hefur Grandi sett algert met, með 37% hækkun milli ára. Hjá Olíufélaginu hf. hækkar trygg- ingagjaldið um 16% og hjá Stöð 2 og og Olís kringum 10% milli ára. Með þessu hefur íslenska útvarpsfélagið hf. t.d. náð nán- ast sömu umsvifum og Seðla- bankinn. Meb nærri 9% hækkun milli ára virbist Reykjavikurborg hafa aukið umsvif sín verulega, en hækkunin er 4% hjá fjármála- rábuneytinu. Af fyrirtækjum sem heildar- launagreibslur hafa nánast stab- ib í stab má hins vegar nefna Flugleibir, Landsbankann, Hag- kaup og Húsasmiðjuna. Og fyr- irtæki sem virðast hafa dregið saman seglin eru t.d. Islands- banki, Eimskip, Samskip og Landsvirkjun. Tuttugu hæstu greibendur tryggingagjalds, og þar meb umsvifamestu vinnuveitendur í Reykjavík, eru eftirtaldir: Fjármálaráðuneytið Reykjavíkurborg..... Flugleibir................ Landsbankinn........ Borgarspítalinn ...... íslandsbanki........... Eimskip ................... Búnaðarbankinn..... Hagkaup .................. Landsvirkjun........... Samskip................... Landakotsspítali ..... Olíufélagið.............. Grandi...................... Olís ......................... Skeljungur............... Seðlabankinn.......... Vátryggingafélag ísl. íslenska útvarpsfél. . Húsasmibjan........... millj. .1.954 ....393 ....146 ....130 ....125 ......83 ......75 ......64 ......55 ......52 ......36 ......36 ......35 .....34 :.....31 ......29 ......24 ......24 ......24 ......20 Samtals 20 efstu:.............3.372 Þessir 20 abilar greiba þannig nærri 62% af tryggingagjaldi lögabila í Reykjavík. Hin 38% skiptast á 3.130 greibendur. ¦ •; ?!'<¦. brflsrhtu mitvóöiz ui«jnö1d Kcf mn iPsrri;»v'lr>rtij

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.