Tíminn - 03.08.1994, Síða 3

Tíminn - 03.08.1994, Síða 3
Miövikudagur 3. ágúst 1994 3 RQiHxSltlwOl. Hátíöahöld gengu vel fyrir sig um helgina: Flestir í rigningunni í Eyjum Verslunarmannahelgin gekk víöast hvar vel fyrir sig á land- inu. Veðriö setti strik í reikn- inginn á Austur- og Suöur- landi þar sem rok og rigning einkenndu helgina. Stærsta útihátíö helgarinnar var þjóöhátíö í Vestmannaeyj- um. Um áttaþúsund gestir vom í Eyjum þegar mest var en þab er nokkuö færra en mótshaldar- ar höfðu vonast eftir. Hátíbin gekk stórslysalaust fyrir sig þrátt fyrir mikla ölvun aö sögn lög- reglu. Veöriö setti sterkan svip á Árni tek- ur viö af Jafet Árni Gunnarsson, 43 ára við- skiptafræöingur, hefur veriö ráðinn útibússtjóri íslands- banka í Lækjargötu. Árni tekur viö af Jafet Ólafssyni, sem ný- lega var ráöinn útvarpsstjóri Is- lenska útvarpsfélagsins hf. Árni er nú framkvæmdastjóri rekstrarfélags Sólar hf., en hann er fyrrverandi framkvæmda- stjóri Stjórnunarfélagsins og síðar Fóðurblöndunnar hf. ■ hátíöina en í Eyjum var rok og rigning allt fram á sunnudags- kvöld. Þeir sem lentu í vand- ræðum með tjöldin í veður- hamnum fengu aö gista í félags- heimilum Þórs og Týs aðfara- nætur laugardags og sunnudags. Alls gisti þar á þriðja hundrað manns báöar næturn- ar. Nokkrar líkamsárásir voru kærðar til lögreglu í Vestmanna- eyjum um helgina en allir áverkarnir vom minniháttar. Töluverðar gróburskemmdir urbu í dalnum um helgina. Kjartan Gunnarsson, fram- kvæmdarstjóri Sjálfstæöis- flokksins, segir ab Sjálfstæðis- menn séu ekkert sérstaklega farnir aö búa sig undir hugs- anlegar haustkosningar. Menn bíbi eftir niðurstöbu frá forsætisrábherra og geri ráö fyrir því aö hún liggi fyrir á fimmtudaginn í næstu viku. Á Siglufiröi upplifðu um sex þúsund manns síldarævintýri á Sigló. Lögreglan telur aö hátíðin hafi gengið ágætlega fyrir sig miöaö við mannfjöldann en töluverð ölvun var í bænum. Nokkrir voru fluttir til aöhlynn- ingar á sjúkrahús eftir útistööur viö náungann en enginn er tal- inn hafa slasast alvarlega. Veör- iö var gott á Siglufirði um helg- ina. Töluverbur fjöldi var einnig á Akureyri um helgina og þar gekk skemmtunin sömuleiðis stóráfallalaust fyrir sig. „Viö erum náttúrlega alltaf undirbúnir fyrir kosningar, þaö er okkar meginstarf. Málefna- vinnan fór fram á síðasta lands- fundi fyrst og fremst. Þab em kjördæmisráðin sem ákveöa hvernig staðið skuli aö fram- boðslistanum. Þau ákveöa hvort það veröa prófkjör eöa hvort stillt er upp meö uppstillinga- Á bindindismótinu í Galtalæk skemmtu um fimmþúsund manns sér í góðu veöri um helg- ina. Mótshald gekk vel fyrir sig og bar lítið á ölvun. Hátíðin Neistaflug '94 í Nes- kaupstað dró ab sér um fjögur þúsund manns að mati lög- reglu. Þar bar mikið á brottflutt- um Noröfirðingum sem gistu hjá vinum og ættingjum og því ekki mörg tjöld á tjaldsvæðinu. Nokkur ölvun var í Neskaupstað en hátíöin gekk aö ööru Ieyti vel fyrir sig. ■ nefndum. Síöan staöfestir miö- stjórnin framboöin, það er ekki hægt að bjóða þau fram í nafni flokksins ööruvísi, eins og kosn- ingalögin gera ráð fyrir," segir Kjartan Gunnarsson. Kjartan segir það því geta orðið mjög mismunandi hvernig staöið veröi að framboðsmálum innan Sjálfstæðisflokksins. ■ Sögu- og minjastaöir: Fimmtíu söguskilti Fyrsta söguskiltið af fimmtíu var formlega tekiö í notkun sl. föstudag aö Möðruvöllum í Hörgárdal að viðstöddum ferðamálastjóra og þjóðminja- verði. Að athöfn lokinni buðu heimamenn gestum til kaffi- samsætis. í þessu átaki er ætlunin ab koma upp greinargóbum og varanlegum upplýsingaskiltum með skýringarmyndum og textum á fimm tungumálum á markverðum stöðum sem tengjast sögu, menningu og náttúru landsins. Vegagerð ríksins mun sjá um uppsetn- ingu skiltanna og allan frágang í samráði við staðarhaldara á viðkomandi stöðum. Vífilfell hf., einkaumbobsabili Coca Cola á íslandi, mun greiöa kostnað við framleibslu skilt- anna en Þjóbminjasafnib sér um að velja staðina og semja skýringartexta. I tilefni ferðaátaksins „ísland, sækjum það heim og í sam- vinnu við Þjóðminjasafnið og fleiri abila, hefur verið unnib að undirbúningi sérstakra merkinga á sögufrægum stöö- um og náttúruvættum víða um land. En merking sögustaða og náttúruvætta er eitt af þeim verkefnum átaksins sem mun standa um ókomin ár og skapa lifandi tengingu ferðamanna við sögu og menningu þjóðar- innar. ■ Kjördœmisráöin ákveba hvernig staöiö skuli aö framboöslistum. Kjartan Cunnarson, framkvœmdastjóri Sjálfstœöisflokksins: Alltaf undirbúnir fyrir kosningar Þingflokkur og formenn kjördœmisráöa funda á laugardag. Ólafur Ragnar Crímsson, formaöur Alþýöubandalagsins: Tilbúinn í slaginn strax í þessari viku „Vib erum búin aö vera ab undirbúa það núna undan- famar vikur ab það verbi að öllu líkindum kosningar í haust og viö höfum ákveöið aö boba þingmenn flokksins og formenn kjördæmisráða til vinnufundar næsta laugardag þar sem starfsundirbúningur og málefnaundirbúningur verbur tekinn til ýtarlegrar umfjöllunar. Á þessum fundi munum vib fara yfir margvíslegar tillögur sem við höfum verið ab vinna að ýmsir í flokknum á undan- förnum fjórum til sex vikum," Ferðamálasamtök Vestfjarða hafa gefib út þrjár gerðir nýrra ferðabæklinga; aðalbækling, þjónustubæklinga og göngu- bæklinga. Abalbæklingurinn, Vestfiröir nær en þig grunar, leysir af hólmi tíu ára gamlan bækling sem Ferðaskrifstofa Vestfjarða gaf fyrst út 1984. Auglýsingastofa P&Ó hannaði bæklinginn en heimamenn skrifuðu textann. Til að byrja með kemur hann eingöngu út á íslensku en í ráði er að gefa hann út á öðrum tungumálum. í þjónustubæklingunum eru upplýsingar um þá þjónustu sem í boði er á Vestfjörðum. Bæklingarnir eru fjórir, einn fyr- ir hverja sýslu. Göngubæklingarnir eru tvenns konar. Annar þeirra lýsir göngu- leiðum í nágrenni Bolungarvík- ur en hinn gönguleiðum á Barðaströnd. í þeim eru ná- kvæm kort auk þess sem fléttab er saman lýsingu á gönguleið- unum og þjóösögum tengdum þeim. Allir bæklingarnir em prentabir á visthæfan pappír. Hægt er að nálgast bæklingana hjá ferðaþjónustuaðilum á Vest- fjörðum og upplýsingamiö- stöðvum um land allt. ■ segir Ólafur Ragnar Grímsson. Ölafur segir að undirbúning- urinn hafi hafist í júnímánuöi þar sem þau í Alþýðubandalag- inu bjuggust við aö það yrðu haustkosningar. „Við töldum að það benti allt til þess að þab yrðu haustkosn- ingar, það væru satt að segja af- ar litlar líkur á því að ríkis- stjórnin myndi ná saman um það sem þyrfti að ná saman um. Enda ályktaði miöstjórn Alþýðubandalagsins eftir sveit- arstjórnarkosningar að það eina rökrétta væri ab efna til haustkosninga og aö nýtt þing og ný landstjórn gæti tekið hér við vandamálunum til úrlausn- ar strax í október, sagði Ólafur Ragnar ennfremur. Ólafur segir að aðferðir við val á listann séu ákveðnar af kjör- dæmisráðunum sjálfum. Hins vegar verði kosningabaráttan öll háð á landsvísu. „Það verður sjálfsagt misjafnt eftir kjördæmum, það er erfitt að fullyrða um það á þessu stigi og reyndar ekki tímabært fyrr en í ljós kemur hver verður dagsetning kosninganna og hvaða tíma menn hafa. En að- alatriðið er það að við erum sem sagt tilbúin í þessa baráttu og meb þann málefnagrund- völl sem vib munum setja fram og getum þess vegna hafið kosningabaráttuna í þessari viku," sagði Ólafur Ragnar Grímsson að lokum. ■ Nýir feröabæklingar um Vestfirði Frá Bæjarskipulagi Kópavogs Fífuhvammsland - tengingar við Reykjanesbraut Tillaga að breyttu Aðalskipulagi Kópavogs 1992-2012 auglýsist hér með skv. 17. og 18. gr. skipulagslaga nr. 19/1964. í breytingunni felst að gert er ráð fyrir nýrri tengi- braut frá Reykjanesbraut í austur inn í Fífuhvammsland (norðan skeiðvallar Gusts) að Lindarvegi. Ennfremur ger- ir breytingin ráð fyrir tengingu frá fyrirhuguóum áningar- stað austan Reykjanesbrautar (við Bæjarlindina) inn á Reykjanesbraut. Uppdrættir, ásamt skýringarmyndum, verða til sýnis á Bæjarskipulagi Kópavogs, Fannborg 2,4. hæð, frá kl. 9.00 til kl. 15.00 alla virka daga frá 2. ágúst til 13. september 1994. Athugasemdum eða ábendingum skal skila skriflega til Bæjarskipulags eigi síðar en kl. 15.00 þann 27. septem- ber 1994. Þeir, sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkir tillögunni. Skipulagsstjóri Kópavogs. Laust lyfsöluleyfi, sem forseti Islands veitir Laust er til umsóknar lyfsöluleyfi í Háaleitishverfi í Reykja- vík (Borgar apótek). Fráfarandi lyfsali gerir kröfu til þess, í samræmi við 11. gr. laga um lyfjadreifingu nr. 76/1982 og bráðabirgðalög nr. 112/1994 um breytingu á lyfjalögum nr. 93/1994, að við- takandi lyfsöluleyfishafi kaupi vörubirgðir, búnað og inn- réttingar lyfjabúðarinnar. Ennfremur kaupi viðtakandi leyf- ishafi húseign þá er lyfjabúðin ásamt íbúð fráfarandi lyf- sala er I. Væntanlegur lyfsali skal hefja rekstur frá og með 1. janúar 1995. Umsóknir ásamt ítarlegum upplýsingum um lyfjafræði- menntun og lyfjafræðistörf, skal senda ráðuneytinu fyrir 1. september 1994. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið, 29. júlf 1994.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.