Tíminn - 03.08.1994, Blaðsíða 4

Tíminn - 03.08.1994, Blaðsíða 4
 Mibvikudagur 3. ágúst 1994 nfffm STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Utgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: |ón Kristjánsson Ritstjórn og auglýsingar: Stakkholti 4, 105 Reykjavík Inngangur frá Brautarholti. Sími: 631600 Símbréf: 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Tæknideild Tímans Prentun: Prentsmiðja Frjálsrar fjölmiðlunar hf. Mánabaráskrift 1400 kr. m/vsk. Vero í lausasölu 125 kr. m/vsk. „Tíminn, hann er fugl sem flýgur hratt..." Uppgjöf innan fárra daga Forsætisráðherra hefur nú gefið þá yfirlýsingu að innan tveggja vikna verði tilkynnt hvort boðað verði til haustkosninga. Yfirgnæfandi líkur virðast á því að svo verði gert, og fyrir liggur að boðað verði til kosninga áður en þing kemur saman, ef ákveðið verður að rjúfa þing. Það eru góð tíðindi að það skuli runnið upp fyrir forustumönnum stjórnarflokkanna að samstarf þeirra geti ekki gengið lengur. Hins vegar eru til- burðir forsætisráðherra til þess að leyna uppgjöf- inni dálítið broslegir. Það er reynt að skýla sér á bak við tíðarfar og óheppilegar haust- eða vetrar- kosningar og óheppilegan tíma fyrir páskahátíð- ina. Staðreynd málsins er hins vegar sú að verði haustkosningar þann 1. október, þá er sá tími val- inn vegna þess að ríkisstjórnin hefur gefist upp við verkefni sín. Hún treystir ekki á meirihluta þing- manna og treystir sér ekki til þess að kalla Alþingi saman, hvað þá meir. Með þessari tímasetningu kemst hún hjá því að leggja fram fjárlög, eða nokkra stefnu í efnahagsmálum sem er föst í hendi. Þannig er hægt að byggja upp kosningabar- áttuna á almennu tali um að kreppunni sé lokið og stöðugleiki kominn á í efnahagsmálum, eins og haldið hefur verið að fólki nú upp á síðkastið, bæði af forsætisráðherra og utanríkisráðherra. Hin raunverulega staða er sú að fyrir liggur að leggja fram fjárlög með tugmilljarða halla. At- vinnuleysi er spáð áfram yfir 5%. Tekjur almenn- ings í landinu hafa hríðfallið vegna samdráttar í þjóðfélaginu og gjaldþrotin halda áfram með þeirri keðjuverkun sem þau valda. Stöðugleikinn, sem forustumenn ríkisstjórnar- innar hæla sér af, felst í hagtölum sem af sam- drættinum leiða, jákvæðum viðskiptajöfnuði og lítilli verðbólgu. Þetta er hins vegar svo mikið svikalogn að ríkisstjórnin treystir sér ekki til þess að takast á við efnahagsmál á komandi vetri, hvorki að leggja fram f járlög né vera við völd þeg- ar kjarasamningar standa yfir. Þetta er ritað í ljósi þess að yfirgnæfandi líkur eru fyrir kosningum nú 1. október. Það er hins vegar ljóst að því fyrr sem alvöru rík- isstjórn kemst á laggirnar hér, því betra. Vanda- málin eru stór framundan. Þrátt fyrir góða loðnu- vertíð, sem hefur dregið úr skellinum í sjávarút- veginum víða um land, er mikill aflasamdráttur í þorski, sem skapar vandamál í sjávarútveginum sem eru óleyst. Ríkisfjármálavandinn stafar ekki síst af því að hjól atvinnulífsins snúast ekki. At- vinnuátaksverkefni sveitarfélaga draga úr atvinnu- leysi á sumrin, en þau eru tímabundin og atvinnu- lífið er jafn vanmáttugt að veita öllum vinnandi höndum verkefni. Á þessu hefur ekki verið tekið af nægjanlegri alvöru þau þrjú ár sem ríkisstjórn Davíðs Oddssonar hefur setið að völdum. Sundr- ung hefur einkennt þennan tíma og deilur um af- stöðu til manna og málefna, og hvorugur oddviti stjórnarflokkanna hefur til fulls megnað að fylkja sínu liði á bakvið sig. Uppgjöfin blasir nú við, og það á aðeins eftir að innsigla hana, en það mun væntanlega verða gert innan fárra daga. „Tíminn, hann er fugl sem flýg- ur hratt / hann flýgur máske úr augsýn þér í kveld," segir skáldið Omar Khayyam þegar hann velt- ir fyrir sér hinu merkilega fyrir- brigði tímanum. Hann sá tím- ann í líki fugls, en það er í sam- ræmi við tímaskyn okkar vest- rænna manna að hann hreyfist. „Enginn stöðvar tímans þunga nið," stendur í kvæði Davíðs. Til eru menningarheimar byggðir á austrænum trúar- brögbum þar sem þessu er öfugt farið. Tíminn er í vitundinni sem stöðuvatn, hann stendur kyrr. Eins og nærri má geta hefur þetta mikil áhrif á hugsunarhátt og breytni mannanna. Þessar hugleiðingar komu upp hjá Gárra þegar hann las Tím- ann, með stórum staf, á föstu- daginn og sá þar haft eftir forsæt- isráðherra að kjörtímabilinu væri lokiö. í vitund Davíðs er tíminn áreiðanlega fugl sem flýgur hratt, og sennilega í hringi þannig að ráðherrann verður snarruglaður í ríminu. í Tímanum eru eftirfar- andi ummæli m.a. höfð eftir ráð- herranum: „í raun tel ég að hvort sem kosningar veröi í haust eba vor þá hafi ríkisstjórnin setið út kjör- tímabilib. Þetta er spursmál um þrjá, fjóra mánuði og bara spurn- ing um hagræði í kosningum til eða frá, en ekki hvort ríkisstjórn- in situr í eitt, tvö ár eða þrjú ár." • Tíminn flýgur svo hratt hjá Davíð að í hans huga skiptir engu máli hvort um er að ræða 1. GARRI október 1994 eba 1. apríl 1995. Að sönnu er tíminn fljótur að líba, en þab getur ýmislegt gerst á þeim sex mánuðum sem Garra telst að séu þarna á milli. Á þess- um tíma átti meðal annars að halda eitt Alþingi af þeim f jórum sem tilheyra hverju kjörtímabili, en svoleiðis smámunir skipta for- sætisrábherrann ekki miklu máli. Fleiri dæmi um mjög einkenni- legt tímaskyn forsætisráðherra rifjast upp í þessu sambandi. Hann staðhæfði eitt sinn á heitu sumri að úthlutun kvóta úr hag- ræðingarsjóði til jöfnunar vegna skerðingar á þorskafla færi fram, „eftir helgina" eins og hann sagði. Fólk með þetta venjulega tímaskyn hélt að þetta væri eftir næstu helgi, en að minnsta kosti ár leið þar til látið var til skarar skríða. Þetta er álíka og tímaskyn Hjörleifs Guttormssonar í ræðu- stól, þegar Steingrímur Sigfús- son, flokksbróðir hans, lét hann hafa miða rétt fyrir tólf á hádegi og bað hann ab tala til korter yf- ir. Hjörleifur sendi orðsendingu til baka, sem hljóbaði svo: „Kort- er yfir hvað?" Garri hefur þann djöful ab draga að vera dálítiö tortrygginn og getur ekki varist þeim grun að hér sé Davíð að plata og viti það ósköp vel að það gerist sitt af hvérju á sex mánubum. Jóhanna og þversummenn í Sjálfstæðis- flokknum gætu farið að sprikla. Jón Baldvin muni fara til Brussel og segja þar einhverja vitleysu. Friðrik gæti lagt fram f járlög með fimmtán milljarða króna halla, og launafólk fari jafnvel að heimta hærra kaup til þess að standa straum af einhverju af þeim álögum, sem búib er ab leggja á það á þessu kjörtímabili, sem stabib hefur í þrjú og hálft ár og er búið samkvæmt tímatali hans, sem segir ab þrjú og hálft ár séu f jögur ár. Hins vegar þakkar Garri sínum sæla fyrir ab Davíð er ekki undir áhrifum austrænna trúarbragba þar sem tíminn er í vitund manna stöbuvatn. Þá mundi ennþá vera 1. maí 1991 í hans huga og ekki von í að losna við ríkisstjórnina. Ríkisstjórn lógaö Það mat forsætisráðherra að leggja stjórn sína nibur þótt f jórö- ungur sé eftir af þingstörfum kjörtímabilsins er hárrétt. Stjórn sem er sjálfri sér sundurlynd og flokkar sem enga samleib eiga í mikilvægustu málum eru abeins til óþurftar. Það er því þjóðþrifa- verk að stytta lífsstríð hennar eins og Davíð lofar aftur og aftur og verður merkasta embættisgjörð hans síðan hann var dubbaður upp til forsætisrábherra eftir að- eins nokkurra vikna þingsetu. Flokkarnir eru í óða önn að koma sér fyrir í startholunum og búa sig undir skamma en harba rimmu um athygli og velvilja at- kvæbanna. Vegna tímaskorts verður tæpast hægt að koma við prófkjörum nema þar sem það liggur ljóst fyrir hvernig þau munu fara. Því mun úrvalslið flokkanna raða á listana og hinir verðugustu hljóta öruggu sætin. Verður það mikil framför fyrir aft- urhaldið. Stórfylking og hreinleiki Á vinstri vængnum eru mikil tíöindi eins og venjulega og verða héraðsbrestir í hverjum fjórb- ungnum af öðrum þegar Jóhanna fer yfir og leitar uppi krata til að egna upp á móti Jóni Baldvin og flokki hans. Stórfylking Ólafs Ragnars er í sjónmáli eins og síbustu tvo ára- tugina eba svo og söguleg nýmæli ab bresta á. íslandslistinn kemur í kjölfar Reykjavíkurlistans og skýjaborgirnar sindra og glitra handan sjóndeildarhrings. En þab er ekki öllum gefib að sjá ljós- ið. Kvennalistinn er staðráðinn í að halda pólitískum meydómi sín- um á landsvísu þótt eitthvað hafi fallib á skæran skjöld hreinleik- ans í solli höfubborgarinnar. í þeim herbúðum er slegið á útrétt- ar hendur vonbiblanna sem telja sér styrk ab fulltingi kvennanna í Á víbavangi ímyndabri breibfylkingu íslands- listans. Jafnvel eru þau skilabob send út ab Jóhanna meb langan rábherra- feril ab baki sé enginn aufúsugest- ur mebal sannra femínista. Hún er því á fullu ab stofna jafn- abarmannaflokk til ab fleyta sér inn á þing og verba þá jafnabar- mannaflokkamir orbnir ab minnsta kosti þrír og glæsilegt úr- val fyrir jafnabarmenn ab velja úr. Framsóknarflokkurinn siglir beggja skauta byr til kosninga og trúir á mátt sinn og megin og er nú orbin alþjóblegastur allra flokka. í bobi hans verbur haldin rábstefna frjálslyndra flokka hér á landi og mun margt stórnúmerib úr heimspólitíkinni lýsa sam- stöðu sinni með Framsókn og tala í nafni frjálslyndra miðjuflokka. Þar sem Framsókn er hinn eini og sanni íslandslisti er algjör óþarfi að hafa samflot með öðr- um í einhverju kosningabanda- lagi um framsóknarstefnuna. Þeir sem abhyllast hana kjósa einfald- lega Framsókn án abstobar eba af- skiptasemi annarra. Skruðningar Jón Baldvin er stabrábinn í ab láta kjósa um Evrópustefnuna en Davíb segir hana ekki vera á dag- skrá og ætlar ab efna til kosninga bara til ab láta kjósa og færir fram haldlítil rök meb og á móti haust- kosningum. Veigamestu rök- semdir hans eru ab þingib sé óstarfhæft og ab meirihlutinn geti ekkert gert af viti undir þrýst- ingi vorkosninga. Er helst að heyra á landsföðurnum að þing- haldið verði ekki annað en langur og strangur framboðsfundur. Svona er ástandiö tæpum tveim mánubum fyrir haustkosningar. Ríkisstjórnin óstarfhæf þar sem flokkarnir sem ab henni standa eru á öndverðum meiði í öllum helstu málum og klofningur og alls kyns skruðningar innan þeirra. Þingmeirihluti er ekki fyrir hendi í neinu því sem máli skipt- ir og fjárlagagerðin í slíku upp- námi vegna hallæra af manna- völdum að það er borin von ab frumvarp sem viburkennir leibin- legar stabreyndir um efnahag rík- isins fáist samþykkt. Strandkafteinarnir í stjórnarráb- inu eru \ rauninni ab bibja abra þab bjarga þjóbinni úr háskanum og verbur ab virða við þá að þeir eru ekki alvitlausir. En um hvað á að kjósa vitum við ekki fyrr en ab kosningunum loknum. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.