Tíminn - 03.08.1994, Blaðsíða 5

Tíminn - 03.08.1994, Blaðsíða 5
Mibvikudagur 3. ágúst 1994 5 Jóna Valgeröur Kristjánsdóttir: Einhliða áróbur utanríkisráðherra Mjög er nú haldið á lofti nauösyn þess aö íslendingar sæki um aðild að Evrópusambandinu. Áhangendur þess hafa sig mjög í frammi og fer þar utan- ríkisráðherra í broddi fylking- ar. í Noregi er vitnað til um- mæla hans til að benda Norð- mönnum á að íslendingar í- hugi alvarlega ab sækja um og er því slegið upp í norskum dagblöðum. Það er freistandi ab draga þá ályktun ab það sé m.a. tilgangur Jóns Baldvins að hjálpa jafnaðarmönnum í Noregi til að fá samþykki fyrir aðild í þjóðaratkvæðagreiðslu sem fram-undan er. Benda andstæðingum aðildar (sem eru í meirihluta) á ab þetta geti ekki verið slæmt fyrir Norðmenn úr því ab íslend- ingar muni sækja um aðild að ESB. Síðan, ef Norðmenn sam- þykkja samninginn, þá er hægt að segja við íslendinga: Sjáið þið bara, nú eru Norb- menn komnir inn, nú er röbin komin að okkur. Minnisleysi ráöherrans Allt er þetta liður í áróðurs- stríði utanríkisráðherra, sem vill ísland inn í Evrópusam- bandið hvab sem raular og tautar. Nú hefur hann gjörsamlega gleymt ummælum sínum fyrir tveimur árum, þegar hann sagbi að með EES-samningi þyrftum við ekki á því að halda að fara í Evrópubanda- lagið eins og það hét þá. Með þessu er ég ekki að segja að EES-samningurinn sé nú allt í einu orðinn góbur. Sá samn- ingur hefur stóra galla, sem raktir voru ítarlega í umræð- um á þeim tíma. Kostir hans eru viðskiptalegs eðlis, í formi lækkunar eða niðurfellingar á tollum milli þessara landa. Gallarnir eru margir, en hér skulu abeins nefndir þrír. Gallar EES Ókostir EES-samningsins eru í fyrsta lagi fullveldisafsalib, „Það er áríðandi að Islendingar láti ekki blekkjast afáróðri þeirra manna sem halda því fram að við verðum einangruð frá öðrum Evrópuþjóðum efvið ekki verðum innan Evrópusam- bandsins. Við getum einmitt orðið ein- angruð efvið erum þar inni. Á Evrópu- þinginu sitja nú 567 fulltrúar og verða 641 ef EFTA-ríkin, sem eru í biðröðinni, fara þar inn. ísland fengi þar 2 fulltrúa. Þœr breytingar, sem rœddar eru nú í stofnunum Sam- bandsins, benda til að áhrifstóru ríkj- anna muni heldur aukast en minnka." VETTVANGUR sem felst í því að við höfum í stórum málaflokkum ekki á okkar valdi að ráða laga- eða reglugerðarsetningu sem við þurfum að tileinka okkur. Það brýtur að margra dómi í bága vib stjórnarskrána, en á það mun ekki reyna fyrr en fyrir ís- lenskum dómstólum, sem fengju slíkt mál til meðferðar. í öbru lagi er stofnanaþáttur EES-samningsins bæði flókiö og stórt „batterí", sem mun kosta okkur mikla fjármuni og færa úrskurðarvald í mörgum málum til þeirra stofnana. í þriðja lagi höfum við látið af hendi einhliða fiskveiðiheim- ildir í okkar fiskveiðilögsögu þar sem eru 3000 tn af karfa. Að halda því fram að þar hafi verið um gagnkvæm skipti á veiðiheimildum að ræða þar sem em 30.000 tn af loðnu úr kvóta Grænlendinga, er bara rugl. Við höfum aldrei getað veitt okkar eigin loðnukvóta allan, hvað þá meira, á þeim tíma sem loðnan gengur. Enda hefur forstjóri Hafrann- sóknarstofnunar kallað þetta „pappírsloðnu". Staðreynd er að kaupa varð tollalækkanir á sjávarafurð- um. Því verði að láta ESB eftir veiðiheimildir innan íslenskr- ar lögsögu. Stórfyrirtækin og fjár- munir ráöa feröinni Hins vegar er samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið þó uppsegjanlegur með 12 mánaða fyrirvara. Þó segja megi að slíkt verði erfitt í framkvæmd, ef búið er ab koma á fót öllu því bákni sem fylgir framkvæmd samnings- ins. Þau lönd, sem ganga í Evr- ópusambandið, eiga aftur á móti enga leið til baka. Það er alveg ljóst í mínum huga að Evrópusamandið er ekki það fyrirmyndarsamfélag sem ég vil eiga allt mitt undir og eftirláta mínum afkomend- um. Evrópusambandið er paradís stórfyrirtækjanna, enda fyrst og fremst hug- myndagrunnur forstjóra þeirra sem þar ræður ferðinni. Byggt er á hagkvæmni stærð- arinnar, lögmálum sam- keppninnar, viðskiptalegir hagsmunir sitja í fyrirrúmi. Evrópusambandið er mibstýrt kerfi þröngra sérhagsmuna og skriffinnskan er orðin óskap- leg. Atvinnuleysi heldur áfram að vaxa innan Sambandsins og er nú um 12%. Almenningur í löndum Evr- ópusambandsins er lítt hrif- inn af kerfinu og hefur ítrekað verið á móti ákvörðunum stjórnmálamannanna. Það er t.d. umhugsunarvert hvers vegna Danir höfnuðu Maastricht á sínum tíma. Og í þjóðaratkvæðagreiðslu höfnuðu Svisslendingar EES- samningum og standa því fyr- ir utan Evrópska efnahags- svæðið. Ekki hefur heyrst að þeir séu að íhuga abild að Evr- ópusambandinu. Hræösluáróöur Það er áríðandi að íslendingar iáti ekki blekkjast af áróðri þeirra manna *sem halda því fram að við verðum einangruð frá öðrum Evrópuþjóðum ef við ekki verðum innan Evr- ópusambandsins. Við getum einmitt orðið einangruð ef við emm þar inni. Á Evrópuþing- inu sitja nú 567 fulltrúar og verða 641 ef EFTA-ríkin, sem eru í biðröðinni, fara þar inn. ísland fengi þar 2 fulltrúa. Þær breytingar, sem ræddar eru nú í stofnunum Sambandsins, benda til að áhrif stóru ríkj- anna muni heldur aukast en minnka. íslendingar eiga að stefna að því að gera tvíhliða viðskipta- samning við Evrópusamband- ið, ef EFTA-ríkin fjögur ganga þar inn. Það er hins vegar ekki vitað fyrr en í lok ársins hvort af því verður. Fari svo, er eðlilegast ab Ieita eftir nýj- um viðskiptasamningi, sem ekki þarf endilega að vera framhald samningsins um hið Evrópska efnahagssvæði, heldur nýr samningur. Ég hef þá trú að í EES-samningavið- ræðunum hafi menn verið svo uppteknir af samfloti með öðrum ríkjum að ekki voru skoðaðar abrar leiðir. Þau lönd, sem þá þegar stefndu á inngöngu í Evrópusambandið (ESB), litu á EES-samninginn sem skref. íslendingum var aftur á móti talin trú um að með þann samning í gildi þyrftu þeir ekkert meira. Og gengið var framhjá þeirri kröfu að hafa þjóðaratkvæöa- greiðslu um samninginn hér á landi. Góö samskipti viö aörar þjóöir Nú er hugsanlega tækifæri til breytinga, að ná fram hag- stæðum tvíhliða viðskipta- samningi rétt eins og við höf- um gert vib aðrar þjóðir. Að sækja um inngöngu í Evrópu- sambandið og afhenda yfir- ráðin yfir auðlindum okkar í hafinu til valdhafa í Brussel kemur ekki til greina. Að vísa í það að Norðmenn hafi gert svo góban samning, að við hljótum að geta gert enn bet- ur, er blekking. Norðmenn fengu aðeins aðlögunartíma til nokkurra ára, en eftir það færist ákvörðunarrétturinn á nýtingu auðlindanna til Brus- sel. Uppbygging Evrópusam- bandsins, ákvæði Rómarsátt- málans (stjórnarskrá ESB), er ekki til þess fallin að gera það eftirsóknarvert að gerast abili að Evrópusambandinu. For- sætisráðherra Belgíu hefur lýst því yfir að engar líkur séu á því að hægt sé að semja sig frá ákvæðum Rómarsáttmál- ans, en um það eru í raun vangaveltur þeirra manna sem telja aðild að Samband- inu æskilega fyrir íslendinga. Höfundur er þingkona Kvennalistans á Vestfjörbum og varaformabur Samstöbu um óháb Island. Af fjölmiblakirkju og húmors Undanfarið hefur það færst í vöxt, að vígðir þjónar þjóðkirkjunnar, sem eins og kunnugt er telst til þess fámenna sértrúarsafnaðar sem kennir sig við þýska munk- inn Lúther, framkvæmi trúarat- hafnir á ólíklegustu stöðum. Sér í lagi á þetta við um hjónavígsl- ur. Hér skulu aðeins nefnd tvö dæmi. Raunar voru þau bæði tí- unduð í sjónvarpsfréttum og sýndar kvikar myndir til sann- indamerkis, líkt og gert var þeg- ar hálfri miljón manna var slátr- að í Rúanda á örfáum vikum fyrr í sumar. Fyrra dæmið er af einhverjum hjónaleysum, sem datt í hug ab láta pússa sig saman uppi á jökli. Drösluðust þau þangað með klerk og svaramenn og gott ef ekki einhverja gesti að auki. Og svo vitanlega sjónvarps- menn. Ekki man ég hvort brúð- hjónin nefndu einhverja ástæðu fyrir þessu staðarvali. Má vera að sú ást, sem leiddi þau til hjúskapar, hafi bmnnið þeim svo heitt í hjörtum, að vissara hafi þótt ab kæla þau niöur, og því ekki þótt lakara að framkvæma athöfnina ofar snjólínu. Síðara dæmið, sem ég sá í sjón- varpsfréttum, sýndi klerk nokk- urn vígja hjón í bjargi. Löfðu þau þar í bandspottum, öll þrjú, og mátti heyra þau fara með guðsorb og dýra eiða. (Ekki heyrði ég á það minnst, að ein- hvers staðar yrðu vondir að vera). Þegar hersingin hafði verið toguð upp á bjargbrúnina, spurði fréttamaður hvað ráðið hefbi þessu staðarvali fyrir slíka athöfn. Kváðust brúðhjónin þá hafa kynnst í bjargsigi. Vildu þau meb öbrum orðum láta pússa sig saman viö aðstæður, sem minntu á þeirra fyrstu kynni. SPJALL Pjetur Hafstein Lárusson Ég hugsaði mitt og lét mig sökkva djúpt í stólinn. Þannig er, að ég hef rökstuddan grun um að flest hjón, eða að minnsta kosti harla mörg, kynnist á öldurhúsum, gjarnan í þannig ástandi að vissara sé að ganga hægt um gleðinnar dyr. Sá ég því fyrir mér hjónavígslu á einhverri knæpunni. Brúðguminn var á fimmta glasi, en brúðurin bara því fjórða. Þar í móti var presturinn á þriðja degi, enda lífsreyndur mabur með bauga oks og þyngsla undir augum. Svara- maður brúðgumans var grút- timbraður og beið þess í ofvæni að guðsmaðurinn hespaði af seremóníunni, svo hann gæti rétt sig af. Aftur á móti var svaramaður brúðarinnar blá- edrú eins og barn í vöggu, en svolítið slakur á taugum, enda nýútskrifaður frá Vogi. Brúðar- meyjarnar voru tvær, báöar rétt innan við fermingaraldurinn. Önnur var allsgáð, en hin hafði sloppib í pilluglösin hennar mömmu sinnar. Presturinn notaði barinn sem altari. Móbir brúðarmeyjarinn- ar, þessi sem átti pilluglösin, hafði laumast á bak við hann og var í óða önn að segja barþjón- inum ævisögu sína. Gekk frá- sögn hennar aðallega út á von- laust hjónaband, sem kostað hafbi hana glæstan listferil. London, París, Róm! í öllum þessum borgum og New York að auki, höfðu menn legib eins og flatir hundar fyrir fótum henn- ar, og elskað það eins og lífið í brjósti sér að hlusta á hana spila á munnhörpu. „Svo kom Nonni og allt var búib." Frúin skolaði niður vænni pillu með næsta vodkasjúss eftir þessa örlaga- þrungnu lýsingu. Og hugur minn reikaði víðar. Ég sá í anda sérdeilis glaða gjald- kera safnaðarnefnda. Nú þurfti ekki lengur að sólunda pening- um í kirkjubyggingar. Landið og miðin, allt er þetta kirkja, skítt veri með vígsluna. Nokkru síðar barst mér auglýs- ingableðill um skemmtanahald um verslunarmannahelgina. Þar var m.a. sagt frá því að klerk- ur einn, „þekktur fyrir sínar skemmtilegu helgistundir", eins og það var orðað, mundi halda helgistund. Jæja, hugsaði ég, þá má víst fara ab loka guðfræðideildinni. Upp með húmorinn, til fjand- ans með trúna. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.