Tíminn - 03.08.1994, Síða 6

Tíminn - 03.08.1994, Síða 6
6 Mi&vikudagur 3. ágúst 1994 Arafat heilsar Hillary Rodham Clinton: hvorugur þeirra Hússeins og Rabins vill fá honum ráb yfir Musterishœb. Hússein: draumur um uppreisn œttar. Hússein Jórdaníukon- ungur, afkomandi Múhamebs spá- manns, kann ab telja endurheimt helgra staba í Jerúsalem naubsynlega til ab tryggja framtíb œtt- ar sinnar. I Iússein konungur hefur margar gildar ástæður til a5 semja friö við ísrael. Sú mikil- vægasta af þeim ástæðum er kannski viðvíkjandi konungi sjálfum, sögu ættar hans, ósigr- um hennar, mistökum, draumi. Drauminum um uppreisn fyrir konung og ætt hans." Svo skrifaði Cordelia Edvardson, fréttaritari Svenska dagbladet í ísrael, rétt áður en þeir Hússein Jórdaníukonungtrr og Yitzhak Ra- bin, forsætisráðherra ísraels, und- irrituöu í Washington yfirlýsingu um að formlegu stríðsástandi milli ríkja þeirra, sem staðið hefur frá stofnun Ísraelsríkis hins nýja fyrir 46 árum, sé lokið. Rá&amenn helgra borga Hússein og hans frændur teljast komnir af Múhameð spámanni, gegnum Fatímu dóttur hans og Ali bræðrung hans, fjórða kalífa Arabaveldis. Ættkvísl Múham- eðs hét Hasjimítar, svo heitir og ætt Hússeins og við Hasjimíta er ríki hans kennt. Langafi Hús- seins, sem hét sama nafni, var fursti yfir Hedjas með tveimur helgustu borgum íslams, Mekku og Medínu. Sumir fræðimenn telja að sú ætt hafi rábið þar löndum nokkurnveginn sam- fleytt frá því á 10. öld. Þau yfirráð fengu bráðan endi 1924, er Abdul Aziz ibn Abdul Rahman al Saúd (þekktari sem Ibn Saúd), fursti yfir Nadjed (Najd), lagði undir sig Hedjas. Nokkrum árum síðar skírði þessi Haraldur hárfagri Arabíu, sem þá haföi á valdi síriu mikinn meirihluta skagans, ríki sitt eftir ætt sinni — Saúdi-Arabíu. Eftir ab hafa ráðið í um 1000 ár borgunum helgu, upphafslandi íslams og föðurlandi spámanns- ins, forföbur Hasjimítaættar, varð valdamissir þessi henni gíf- urlegt áfall. Ættin fékk að vísu konungdóm yfir tveimur ný- stofnuðum ríkjum, írak og Jórd- aníu, en þeirri grein hennar er írak stýrði var útrýmt í byltingu þar 1958. Og oftar en einu sinni mun minnstu hafa munab að eins færi í Jórdaníu. En eftir fyrsta stríð ísraels og araba 1948 fékk Jórdanía ráð yf- ir Austur-Jerúsalem og þar með Musterishæð, þar sem standa íslömsku helgidómarnir Mosk- an á klettinum og al-Aqsa. Þetta varð Hasjimítum mikil sárabót, því að næst Mekku og Medínu er Jerúsalem helgasta borg í ís- lam. Helgi Jerúsalem í augum múslíma kemur einkum til af því, ab í þeim sið er haft fyrir satt að Múhameð hafi eitt sinn feröast þangaö frá Mekku að næturlagi í fylgd Gabríels engils og stigið síðan til himna af Musterishæð. Loforb um útstrikun skulda Moskurnar á Musterishæð uröu gimsteinarnir í kórónu Hasjim- íta. 1951 var Abdullah konungur, afi Hússeins, myrtur á þrepunum upp að Moskunni á Klettinum af Palestínumanni, sem taldi kon- ung svikara vib málstab araba, vegna leynilegra viðræðna hans vib ísraela. Þar var Hússein, son- arsonur konungs, nærstaddur, og má vera ab af þeim sökum hafi hann tengst helgidómunum þar sérstökum tilfinningaböndum. En 1967, í sexdagastríðinu, her- tók ísrael Austur-Jerúsalem. Hús- sein konungur missti þó aldrei ab fullu ítök sín á umræddri hæð, helgri í augum þrennra trúar- bragða. Hann ræður talsverðu í stofnun þeirri íslamskri, sem sér um rekstur og viðhald á moskun- um tveimur. Hússein tók að nokkm svari ír- aks eftir innrás þess í Kúveit, sér og fátæku ríki sínu, sem sárlega er komið upp á efnahagsaðstoð er- lendis frá, til stórra vandræba á al- þjóbavettvangi. Liðveisluna við Saddam Hussein hafa Saúdar aldrei fyrirgefiðjórdaníukonungi, og aldrei mun raunar hafa gróið um heilt með þeim og Hasjimít- um frá áður áminnstum atburð- um á þribja áratugi aldarinnar. Hússein konungur hefur því trúlega ekki talið sig hafa efni á að hafna friðarsamkomulagi við ísrael. Bandaríkin lögðu fast ab honum að sættast formlega við ísrael og em sögð hafa lofað honum að skuldir Jórdaníu við Bandaríkin, sem nema milljarði dollara, yrðu afskrifaðar í stað- inn. En jafnframt er talib að kon- ungur geri sér vonir um ab ná auknum ítökum á Musterishæð í krafti samkomulagsins. Hassan krónprins, bróbir konungs, gaf nýlega í skyn í viðtali við norska blaðiö Aftenposten að Jórdanía vildi vera með í ráöum um mót- BAKSVIÐ DAGUR ÞORLEIFSSON un palestínsks ríkis eða sjálf- stjórnar fyrir Palestínumenn, ekki síst viðvíkjandi Jerúsalem. Draumur um frið- samlegan sigur Á bak við þetta liggur, skrifar Cordelia Edvardson, draumur Hússeins konungs um að ná aft- ur hinum helgu stöðum í Jerú- salem með friðsamlegu móti. Yasser Arafat, leiðtogi PLO, krefst þess að Austur-Jerúsalem verði höfubborg palestínsks rík- is. Það tekur ísrael ekki í mál og Hússein varla heldur. Hann get- ur vart hugsað sér, skrifar Cor- delia, að þurfa að biðja Arafat leyfis að heimsækja helgidóm- ana, sem hann telur nátengda ætt sinni að fornu og nýju. Komist hefur á kreik sögusögn um að ísraelsstjóm hafi á prjónun- um tillögu til lausnar á vandanum viðvíkjandi helgidómum Jerúsal- emborgar. Sú tillaga kvað vera á þá leiö að ísrael afsali sér ráðum yfir íslömskum og kristnum hdgi- dómum þar. Kirkja helgrar grafar og moskumar á Musterishæð skuli fengnar stofnun er Jórdanía, Mar- okkó, Saúdi-Arabía, Palestínu- menn og Páfagarður hafi umsjón með í sameiningu. Hvort þessir aðilar sættast á þetta er annað mál. Hvab Hús- sein konungi viðvíkur, er líklegt að hann geri sér vonir um að við endurheimt helgra íslamskra staða í Jerúsalem fyrir ætt hans muni vegur hennar í íslams- heimi aukast mjög. Þar meö kynni hún ab endurheimta ab miklu leyti þá virðingu, sem hún missti 1924 og 1967. Konung og þá frændur kann að gmna, að sú virðingarendurheimt sé nauð- synleg trygging fyrir því að þeir haldi ríki sínu til frambúðar. ■

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.