Tíminn - 03.08.1994, Blaðsíða 9

Tíminn - 03.08.1994, Blaðsíða 9
Mibvikudagur 3. ágúst 1994 Mikil óvissa um úrslit þjóbaratkvœbagreibslu um E5B: Afstaða Svía getur skipt sköpum í Noregi Andstæðingum Evrópusam- bandsaðildar í Noregi mun fækka verulega, ef meirihluti Svía og Finna greiðir atkvæoi með ESB-aðild landa sinna í þjóðaratkvæðagreiðslu í haust. Þetta á helst við um fylgismenn þeirra flokka, sem hafa verið harðastir í andstöðu sinni gegn ESB- aðild Noregs. Norska stjórnin sökuö um oð sitja á upplýsingum: Harður slagur um áfengiseinkasöluna Norsk stjórnvöld neita að tjá sig um fyrirmæli, sem nýlega bárust frá eftirlitsnefnd Evr- ópska efnahagssvæðisins. Stofn- unin hefur tilkynnt norsku stjórninni að einokun á áfengis- innflutningi og einkasala á áfengi stríði á móti ákvæðum EES-samningsins og því verði að afnema hvort tveggja. Þetta kom fram í frétt Aftenposten í gær. Formælandi norska utanríkis- ráðuneytisins neitaði á rhánu- dag að segja til um hvort stofn- unin hefði óskað eftir frekari upplýsingum frá Noregi. Stjórn- arandstæðingar segja að erfitt sé að átta sig á ástæðum þessa laumuspils stjórnarinnar. Kjell Magne Bondevik, formað- Pólverjar fagna afsökunar- bei&ni forseta Þýskalands Varsjá, Reuter Pólverjar hlaða nú lofi á Roman Herzog, forseta Þýskalands, fyrir að hafa beðist afsökunar á þeim þjáningum sem Þjóðverjar ollu pólsku þjóðinni í seinni heims- styrjöldinni. Vonast haföi verið til þess að fulltrúi Rússa við minningarat- höfnina um 50 ára afmæli upp- reisnarinnar í Varsjá myndi lýsa einhverju svipuðu yfir, en sú varð ekki raunin. Margir Pólverjar telja ákvörö- un yfirmanna Rauða hersins um að standa hjá á meðan þýski herinn murkaði lífið úr upp- reisnarmönnum hafa verið svik við Pólverja. Sú afstaða rúss- neskra stjórnvalda að tjá sig ekki sérstaklega um atburðinn gerir stirð samskipti landanna ekki auðveldari. ¦ Vinningstölur laugardaginn FJOLDI VINNINGSHAFA 1. 5at5 I Q 2.4*14$ 10 3. 4. 162 4.633 UPPHÆÐÁHVERN VINNINGSHAFA 4.696.176 50.716 5.400 440 Heildarvinningsupphæð þessa viku: 8.116.656 kr. LtPPLYSINGAR SÍMSVAPJ 91 -681511 LUKKUUNA 991002 ur Kristilega þjóðarflokksins sem tryggði meirihlutasam- þykki EES- samningsins á norska stórþinginú, sagði í við- tali við Nation að hann treysti því að stjórnin sæi til þess að sala á áfengi yrði í framtíðinni undir forsjá ríkisins, eins og ver- ið hefur. Bondevik sagði að stjórnin hefði marglýst því yfir að hún ætlaði aö tryggja áframhaldandi einkasölu og nú yrði hún að standa við þau loforð. Ef gengið er út frá því að hin Norðurlöndin tvö muni gerast aðilar að sambandinu, ætla 40 af hundraði Norðmanna aö hafna aðild, en 38 prósent greiða henni atkvæði sitt. Ef litið er fram hjá því hvort Svíþjóð og Finnland verða aðil- ar að sambandinu, ætla 49 pró- sent atkvæðisbærra Norðmanna að hafna aðildinni, en einungis 32 af hundraði ætla þá að lýsa sig fylgjandi henni. Þetta eru niðurstöður umfangs- mikillar skoðanakönnunar Op- inion, sem kynnt var í norska dagblaðinu Aftenposten á mánudaginn. Sérfræðingar, sem blaðið talaði við af þessu tilefni, voru á einu máli um að úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar, sem veröur í lok nóvember í Noregi, gætu orðið á báða bóga. Þeir voru þó sammála um að andstæðingum aðildar gæti reynst erfitt aö færa rök fyrir máli sínu á lokaspretti kosn- ingabaráttunnar, ef Svíar og Finnar væru þá þegar orðnir að- ilar að sambandinu. UTBOÐ F.h. Hitaveitu Reykjavíkur er óskað eftir tilboóum í verkið „Nesjavallavegur, Vegmálun". Verkið felst í að mála miðlínur og marklínur á Nesjavallaveg og heimreið að Nesjavöllum. Lengd vega er samtals um 25 km. Verkið skal vinna á tímabilinu 15.- 25. ágúst 1994. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn kr. 10.000,- skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað miðvikudaginn 10. ágúst 1994, kl. 11,00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR (REYKJAVÍK PURCHASING CENTER) Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800 UTBOÐ F.h. Hitaveitu Reykjavíkur er óskað eftir tilboðum í verkið Álftanesæð 1. áfangi. Verkið felst í að endurnýja hluta af aðveituæð fyrir Bessa- staðahrepp milli Engidals og Garðaholts. Æðin er 0300 mm stálpípa í 0450 mm plastkápu. Heildar- lengd erum 1200 m. Verkinu skal að fullu lokið fyrir 15. nóvember 1994. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, frá og með fimmtudeginum 28. júlf 1994, gegn kr. 15.000,- skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 16. ágúst 1994, kl. 11,00. INNKAUPASTOFNUNREYKJAVÍKURBORGAR (REYKJAVÍK PURCHASING CENTER) Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800 . Tæknilegir yfirburðir! Austurrísk gæðaframleiðsla! Fyrsta flokks viðhalds- og varahlutaþjónusta! Atlas Borgartúni 24, Sími: 621155, Fax: 616894 Hringdu strax í síma 621155 og fáðu nánari upplýsingar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.