Tíminn - 03.08.1994, Side 10

Tíminn - 03.08.1994, Side 10
10 ífSvikúdágur 3'. ágúst 1994 PJETUR SIGURÐSSON IÞRO' Molar... ... Kenny Dalglish opna&i pen- ingaveski sitt um helgina, þegar hann keypti ástralska landsli&s- manninn, Robbi Slater, frá franska 1. deildarli&inu Lenz og ger&i vi& hann tveggja ára samn- ing. Aston Villa var einnig á hött- unum eftir Slater, sem er mi&- vallarleikmaður. ... Enska 1. deildarlibib Midd- lesbrough hefur fest kaup á bóli- víska landsli&smanninum, Jaime Moreno, fyrir um 250 þúsund pund. Að auki mun félagib greiða 125 þús. pund eftir að Moreno hefur leikib 50 leiki, en hann er fyrsti Bólivíuma&urinn sem leikur í ensku deildarkeppn- inni. Bryan Robson, fram- kvæmdastjóri li&sins, segir a& hann hafi hrifist mjög af leik- manninum þegar hann gerði tvö mörk í minningarleik í Darling- ton. „Moreno er sterkur og er ákve&inn að standa sig í ensku deildarkeppninni. Hann er fljótur og er markaskorari," sag&i Rob- son. ... ítalska félagið Genúa hefur fengið japanska leikmanninn Kzuyoshi Miura til li&s vi& sig, en hann var á sí&astliðnu keppnis- tímabili kosinn leikma&ur ársins í japönsku deildinni. Ef hann nær a& leika me& li&inu í vetur, ver&- ur hann fyrsti Asíumaðurinn til a& leika í ítölsku 1. deildinni. Mi- ura, sem er gríbarlega vinsæll f Japan, var leigður frá japanska fé- laginu Yomiuri og er talað um a& um 7,5 milljónir dollara hafi skipt um hendur vi& samningsundirrit- un. Þar af hafi Miura sjálfur feng- i& 2,2 milljónir dollara. ... Danski landslibsmaburinn Torben Piecknik, sem leikib hef- ur me& Liverpool, hefur gert tveggja ára samning vi& danska 1. deildarli&i& AGF Kontraktfod- bold. Piecknik, sem hefur ekki náð a& festa sig í sessi í Liverpo- olli&inu, var& Evrópumeistari me& danska landsli&inu árið 1992, en hann lék me& danska li&inu FC Kaupmannahöfn á&ur en hann hélt í víking til Eng- lands. ... ítalski landsli&smaburinn og markvör&ur Sampdoria, Pagliuca, er genginn í ra&ir Inter Milan, en Mílanófélagið lét í sta&inn þá Walter Zenga og Ric- cardo Ferri til Sampdoria. Pagliuca, sem er 27 ára, hefur gert fjögurra ára samning vi& Int- er, en hann leysir af hójmi fyrr- um landsli&smarkvörð ítala, Zenga, sem þótti me& afbrigb- um vinsæll hjá Inter. ... Brasilíski varnarma&urinn, Marcio Santos, einn besti ma&- ur brasilfska landsli&sins sem sigr- a&i á HM í Bandaríkjunum, hefur gengib til li&s vi& ftalska li&ib Fi- orentina. Santos kosta&i li&i&, sem vann sér a& nýju sæti í 1. deild, rúmar þrjár milljónir doll- ara. Þa& var ekki einungis Fior- entina, sem var á höttunum á eftir Santos, þvíTottenham gerði har&a atlögu a& kappanum, en ur&u a& lúta í lægra haldi. Santos hittir fyrir tvær a&rar stjörnur hjá ítalska li&inu, en þa& eru Argent- ínumaðurinn Gabriel Batistuta og Portúgalinn Rui Costa. ítalskir fjölmi&lar spá því a& Fiorentina ver&i á me&al þeirra li&a sem keppa um ítalska meistaratitilinn á næsta keppnistímabili. ... Forrá&amenn Tottenham vir&ast ætla a& gefa öllum spám um erfiðleika li&sins á næsta ári langt nef, því þeir hafa fest kaup á tveimur stjörnum úr úrslita- keppni HM í Bandaríkjunum, þeim llie Dumitrescu frá Rúmen- íu og Þjó&verjanum Jurgen Klins- mann, fyrir samtals um 4,6 millj- ónir punda. Dumitrescu haf&i úr nógu a& mo&a, þegar hann ákvab sig fyrir hva&a li& hann myndi leika á næsta ári. Padova, Bari, Monaco og Atletico Madrid vildu öll fá kappann og þa& sama má segja um Klinsmann, því Sampdoria, auk tveggja spánskra félaga, vildu fá hann til sín. Landsmótiö í golfí, sem fram fór á Akureyri: Sigurpáll og Karen íslands- meistarar Nýr íslandsmeistari var krýndur í meistaraflokki karla í golfi á föstudag, þegar Sigurpáli Geir Sveinssyni voru afhent sigur- verölaun sín, eftir harða keppni á landsmótinu í golfi. Það sama var ekki uppá teningnum í kvennaflokki, þar sem Karen Sævarsdóttir stóð uppi sem sig- urvegari í sjötta skiptið í röð. Sigur hennar var öruggur, en hún var 12 höggum á undan Ragnhildi Sigurðardóttur. Sigurpáll Geir Sveinsson er að- eins 1§ ára gamall og kemur úr Golfklúbbi Akureyrar, en hann er fyrsti íslandsmeistari klúbbs- ins í 17 ár. Það var skarð fyrir skildi að fyrrum íslandsmeistari, Þorsteinn Haligrímsson úr Vest- mannaeyjum, gekk ekki heill til skógar, en hann hætti keppni eftir að hafa lokiö þremur hringjum. Hann átti við meiðsli í baki að stríða. Þaö var hörð keppni síðasta daginn, en þegar haldið var í síðasta hring hafði Sigurpáll að- eins þrjú högg á þá Birgi Leif Hafþórsson og Björgvin Sigur- bergsson. Eftir æsispennandi keppni á síðustu sex holunum, þar sem munurinn á þeim Björgvini og Sigurpáii var að- eins orðinn eitt högg, sýndi ný- krýndur íslandsmeistari styrk sinn og tryggði sér íslandsmeist- aratitilinn. Eins og áður sagði var sigur Karenar Sævarsdóttur mun ör- uggari. Hún hafði lengst af mjög þægilega stööu gagnvart keppinautum sínum og endaði mótið með því að lenda fjórum höggum undir næsta keppanda. Niðurstaðan var því að 12 högg- um munaöi á henni og næsta manni, sem var Ragnhildur Sig- urðardóttir. Frábær árangur hjá Karenu. Lokasta&an Meistaraflokkur karla högg Sigurpáll Geir Sveinsson GA 288 Birgir L. Hafþórsson GL ..290 Björgvin Sigurbergsson GK .291 Sigurjón Arnarsson GR ....292 Björn Knútsson GK.........294 Meistaraflokkur kvenna högg Karen Sævarsdóttir GS ....306 Ragnhildur Sigurðard. GR ...318 Herborg Arnarsdóttir GR ....321 Ólöf María Jónsdóttir GK ...322 Þórdís Geirsdóttir GK....326 Noröurlandamót 20 ára og yngri í kvennaknattspyrnu: Jafntefli gegn bandarískum íslenska landsliðið í kvenna- knattspyrnu skipað leikmönn- um 20 ára og yngri gerði jafn- tefli við bandarískar stöllur sín- ar, í sínum fyrsta leik á opna Norðurlandamótinu á mánu- dag, en mótið er haldið í Þýska- landi. Það var Olga Færseth sem kom íslensku stúlkunum yfir í fyrri hálfleik, en bandarísku stúlk- urnar náöu að jafna í þeim síð- ari. íslendingar eru í riðli með Svíum og Finnum, auk Banda- ríkjamanna, en í dag mæta þær Svíum. ■ íröö! Karen Sœvarsdóttir úr Golfklúbbi Suöurnesja hefur jafnaö met Björgvins Þorsteinssonar og Úlfars jónssonar og unniö íslandsmeistaratitilinn sex sinnum í röö. Noröurlandamótib í glímu: Olafur lagöi glímukónginn Fyrsta Noröurlandamótið í glímu fór fram í Hróarskeldu í Danmörku um helgina. Mesta athygli vakti að Ólafur Haukur Ólafsson, sem hætti keppni fyrir rúmlega tveimur árum, lagði Orra Björnsson, glímukóng íslands og hand- hafa Grettisbeltis, að velli í þyngsta flokknum og tryggði Ólafur sér sigur. Alls tóku 25 glímumenn frá íslandi, Sví- þjóö og Danmörku þátt í mótinu, þar af átta frá ís- landi. Að auki var keppt í axlatökum. Það voru íslendingar sem stóðu uppi sem sigurvegarar í öllum þyngdarflokkunum þremur. Fjölnir Elvarsson sigraði í léttasta flokknum, Halldór Konráðsson í þeim næsta og Ólafur Haukur í þeim þyngsta. í axlatökunum höfðu Norð- urlandabúar yfirhöndina, en þó sigraði Orri Björnsson í þyngsta flokknum. ■ Islandsmótiö í handknattleik: HK mætir íslands- meisturum Vals HK-inga, sem komu upp úr 2. deild í handknattleik á síðast- liðnu keppnistímabili, bíður erfitt verkefni í 1. umferðinni í 1. deildarkeppninni í haust, því þeir þurfa ab sækja íslands- meistara Vals heim að Hlíðar- enda. Nýíiöar ÍH þurfa hins vegar að leika gegn KR-ingum, en 1. umferö fer fram laugar- daginn 1. október. Þann sama dag hefst 1. deild kvenna og þá mæta íslands- og bikarmeistar- ar Víkinga, Haukum í Víkinni. Að öbru leyti verða leikir í 1. umferö sem hér segir: 1. deild karla Valur-HK Haukar-Stjarnan KA-Víkingur ÍR-UMFA Selfoss-ÍH KR-ÍH 1. deild kvenna Víkingur-Haukar Fylkir-Valur ÍBV-Ármann Grótta-KR Stjarnan-FH 2. deild karla UBK-Þór Ak. Fylkir-BÍ Fjölnir-Fram Grótta-IBV Ármann-Keflavík Frjálsar íþróttir: Martha bætti eigið íslándsmet Martha Ernstsdóttir bætti eigið íslandsmet í 5000m hlaupi á al- þjóðlegu frjálsíþróttahlaupi í Belgíu á laugardag. Martha hljóp á 15:55.91 mín., en gamla metiö hennar var 16:07.96. Martha keppir næst í 10 þúsund metra hlaupi á Evrópumeistara- mótinu sem fram fer í Helsinki 7.-14. ágúst n.k. ■

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.