Tíminn - 02.11.1994, Blaðsíða 4

Tíminn - 02.11.1994, Blaðsíða 4
4 diwtnw Miövikudagur 2. nóvember 1994 SWIÍIMII STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Utgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: |ón Kristjánsson Ritstjórn og auglýsingar: Stakkholti 4, 105 Reykjavík Inngangur frá Brautarholti. Sími: 631600 Símbréf: 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Tæknideild Tímans Prentun: Prentsmibja Frjálsrar fjölmiólunar hf. Mánaöaráskrift 1550 kr. m/vsk. Verö í lausasölu 150 kr. m/vsk. Hlutverk Land- helgisgæslunnar Hlutverk Landhelgisgæslu íslands er tengt hafinu og sjósókn órjúfanlegum böndum, enda er eftirlit á hafsvæbinu kringum landið meginvettvangur stofnunarinnar. Landhelgisgæslan hefur viröulegan sess í hugum þeirra, sem muna þorskastríðin og þá baráttu sem þá var háð. Nú hafa aðstæður breyst. Tvö hundruð mílna fiskveiðilögsaga er staðreynd, og ekki einu sinni það mikla hafsvæði nægir ís- lenska fiskiskipaflotanum, þannig að hann leitar á fjarlægari mið í auknum mæli, í Barentshafið, á Reykjaneshrygg og á Flæmska hattinn, svo þrjú út- hafsveiðisvæði séu nefnd. Landhelgisgæslan hefur veigamikið hlutverk í björgunarmálum og áreiðanlega er það mestur tengiliður í starfi hennar við almenning í landinu. Þyrluflugmenn Gæslunnar hafa sannað hæfni sína við erfiðustu aðstæður. Þá hefur Landhelgisgæslan yfir að ráða sveit sprengjusérfræðinga, en það fylgir hverju nútímaþjóðfélagi að hafa viðbúnað á þessu sviði. Öll þessi verkefni útheimta dýran viðbúnað í tækj- um og mannafla. Hinu má ekki gleyma að hér er um grundvallaröryggisþátt í þjóðfélaginu að ræða og engin þjóð kemst hjá því að huga að honum. Hér á Islandi höfum við sloppið við útgjöld til her- mála, en útgjöld til Landhelgisgæslunnar eru hlið- stæð slíkum fjárútlátum, sem allar nágrannaþjóðir okkar verða að inna af hendi. Nú hefur sá áfangi náðst að samið hefur verið um kaup á fullkominni björgunarþyrlu, sem kemur hingað til lands á miðju næsta ári. Einnig standa yf- ir viðræður við Varnarliðið um framtíð þyrlusveitar- innar á Keflavíkurflugvelli. Það er ljóst að tilkoma nýrrar þyrlu mun gjörbreyta aðstöðu Gæslunnar til starfa. Hitt vekur athygli og áhyggjur að í fjárlaga- frumvarpi fyrir næsta ár er ekki gert ráð fyrir fjár- magni til reksturs þessa mikla tækis og Gæslunni gert að skera niður fyrir honum. Slíkur niðurskurð- ur hlýtur að koma niður á öðrum þáttum starfsem- innar. Það verður ekki séð annað en miðað við hin miklu verkefni hennar sé skipareksturinn í lágmarki og gæsluflugið hefur verið dregið mjög saman á undanförnum árum. Það verður að gera Landhelgisgæslunni kleift að reka björgunarsveit sína af myndarskap, og það er rétt að nota tækifærið nú, þegar breytingar verba á tækjakostinum, til þess að kanna möguleika á því ab staðsetja þyrlu víðar en á einu landshorni. Allur þyrlukosturinn er á suðvesturhorni landsins. Það kostar aubvitað fjármuni að reka þyrlu annars stað- ar frá, en það er tækifæri til þess nú að endurmeta staðsetningarmálin og kanna hvaða staðsetning þjónar best vibbragðsflýti á landinu öllu og á haf- svæðinu í kring. Þjób sem byggir strjálbýlt land, misvibrasamt og hættulegt yfirferðar á köflum, og á lífsafkomu sína undir sjósókn allt árið hlýtur að búa vel að stofnun á borð við Landhelgisgæsluna. Um það á að ríkja þjóðarsamstaða. Unglingaveiki í Sjálfstæðisflokki Sagt er aö unglingar geti veriö af- skaplega grimmir hver viö annan, ekki síöur en lítil börn. Til marks um slíka grimmd heyröi Garri á dögunum um unglingsstúlku, sem bauö bekknum sínum í af- maeliö sitt og var búin aö undir- búa máliö vel, baka og kaupa gos og snakk, þannig aö nóg vaeri handa öllum. Bekkjarfélagarnir höföu hins vegar ákveöiö aö þessi stúlka væri ekki í náöinni þá dag- ana og enginn mætti í afmæliö. Afmælisbarniö uppliföi ótrúlega höfnun og niöurlægingu, sem eölilegt er. Eftir því sem sagan segir, mun stúlkan þó hafa reynt aö bera sig vel og sagt að nú hefði hún nóg af góðgæti handa sjálfri sér. Forusta Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík ber sig líka vel, enda situr hún nánast ein aö frambjóð- endunum í prófkjörinu um helg- ina. Það kom næstum enginn í prófkjörsveisluna hjá þeim um helgina og meira en annar hver sjálfstæðismaður í borginni ákvaö aö mæta ekki. Auðsjáanlega særð- ir, segjast sjálfstæðismenn vera í sjöunda himni yfir því að próf- kjörið var hunsað. Slíkt er í sjálfu sér hálf sorglegt, en þó er það nánast átakanlegt aö heyra hvernig forusta flokksins reynir að snúa áhugaleysi flokksmanna á prófkjörinu og frambjóöendum sér í hag. Allir ánægbir Sjálfstæöismenn segjast voða glaðir meö árangurinn, ekki síst hjá Davíö Oddssyni sem fær „óskoraö traust flokksmanna í fyrsta sæti", eins og það heitir. Frambjóöendurnir, sem stefndu á sæti ofarlega á listanum, em líka ánægðir þrátt fyrir aö hafa lent GARRI neðarlega, og allir segja aö próf- kjörið sé traustsyfirlýsing á þing- mennina sem hafi raðaö sér í efstu sætin. Rússnesk kosning á formanninum, segja þeir og klappa á öxlina hver á öörum. Og það eru orð að sönnu, því öllu rússneskari eða sovéskari gat þessi kosning varla veriö. Eins og í Sov- ét-Rússlandi mátti í raun ekki kjósa nema einn ákveöinn fram- bjóðanda í öll efstu sætin, því aðrir voru ekki í framboði eða framboð þeirra var bara til mála- mynda. Eins og í Sovét-Rússlandi var þaö flokksforustan sem var búin aö ákveða aö sömu menn og síðast skyldu sitja áfram, og eins og í Sovét-Rússlandi var þátttaka hins almenna flokksmanns í al- geru lágmarki og fjölmennasti hópurinn meöal sjálfstæöis- manna er sá sem greiðir ekki at- kvæði. Meira góðgæti fyrir mig Sannleikurinn er hins vegar sá aö kokhreystin er yfirborösleg og í rauninni gagnsæ um leið og að er gáð. Greinilegt er aö unglinga- veikin er vel þekkt hjá hinum al- menna sjálfstæðismanni, sem af grimmd sinni ákvað að mæta ekki hjá forustunni. „Það er bara meira góðgæti fyrir mig," segir forustan eins og stúlkan í sögunni, for- maöurinn fékk rússneska kosn- ingu. Garri Ovæntur gestur . 'fc; fci,, fc -7 n!/o ‘v< ^ : 4 - *<\- * s í * Veturinn virðist alltaf koma land- anum á óvart, þótt það sé stað- reynd að hann kemur á eftir haustinu. í fyrstu snjóum ríkir ávallt öngþveiti í borginni og allir flykkjast á dekkjaverkstæðin til þess að láta negla. Það snjóaði hér í Reykjavík nú í vikunni og það var eins og við manninn mælt að umferðarhnút- ar mynduðust. Bílaþvagan, sem rennur eins og stórfljót á hverjum morgni úr Grafarvoginum og Breiöholtinu, varð óvenju hæg- fara og spólandi bílar voru eins og klakastíflur og allt stóð fast. Svo fara bíleigendur á dekkja- verkstæðin og það er byrjað að umfelga og negla og nagladekkin byrja aö spæna upp göturnar. Þó að þau séu slíkur skaðvaldur, eru þau nauðsynleg og mér þóttu allt- af glannalegar herferðir sem voru farnar fyrir nokkrum árum til þess að hvetja fólk til þess að nota ekki nagladekkin. Nytsöm uppfinning Inn á borð fjárlaganefndar koma margvísleg málefni, erindi stofn- ana og jafnvel einstaklinga. Við íslendingar eigum ekki ýkja marga sem fást við uppfinningar. Nokkrir em þó sem leggja slíkt fyrir sig, en kerfið virðist vera svo gjörsamlega lokað fyrir þeim, að það er litið á slíka menn sem hálf- gerða „kverúlanta". Til fjárlaga- nefndar kom erindi frá einum slíkum, sem um áraraðir hefur reynt að þróa nagladekk sem eru þeirrar náttúru að hægt er að draga naglana inn þegar ekki er þörf á því að nota þá. Einhvern Á víbavangi veginn heföi ég haldið að Reykja- víkurborg ætti að leggja mikið kapp á að ganga úr skugga um hvort slík framleiðsla er möguleg. Mér er ekki kunnugt um hvaöa tilstyrk þessi uppfinningamaður hefur fengið frá borginni, en eitt er víst að hann hefur átt í vand- ræðum með að fá nokkur hundr- uð þúsund krónur í prófanir á hugmynd sinni. Hluti af alvarlegu máli Þetta dæmi er hluti af máli sem er mjög alvarlegt, en það er aðstaða manna sem fá hugmyndir og vilja ráðast í nýjungar til þess að koma þeim í framkvæmd. Stuðningur sem dugar til þess, virðist ekki liggja á lausu. Ef sá hinn sami hef- ur ekki aðgang að fjármagni eða verður að sanna sig, þarf hann að setja íbúð sína að veöi og jafnvel skyldmenna sinna til þess aö fá áheyrn hjá fjármálastofnunum. Ég er ekki vel að mér í tæknimál- um og skil ekki upp eða niður í flóknum búnaöi. Eg ber mikla virðingu fyrir þeim sem geta sett sig inn í slíka hluti. Það eru mjög margir færir á tæknisviði, sem betur fer. Það er mjög miður ef fólk sem fær hugmyndir um aö framleiða nytsama hluti og nýj- ungar, fær hvergi áheyrn. Ef hægt væri að þróa framleiöslu á nagla- dekkjum, sem væru þeirrar nátt- úru að draga inn naglana, mundi það spara stórfé, ekki síst í við- haldi vegakerfisins. Þaö ber því að sinna þessum málum, en blása ekki á þá sem nenna að leggja hausinn í bleyti um nýjungar. Jón Kr.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.