Tíminn - 02.11.1994, Blaðsíða 5

Tíminn - 02.11.1994, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 2. nóvember 1994 5 Hítará, veibihús hjá Brúarfossi. MyndirC.H. sleppingu seiða í árnar og vötn- in, auk fiskvegar við Kattaríoss 1971, sem er 15 km frá sjó, sem opnaði laxi og öðrum göngu- fiski leið inn að Hítarvatni, sem er í 29 km fjarlægð frá sjó. Að vísu hafði áður veriö byggður þar fiskvegur 1945, sem ekki kom aö notum. Auk þess var byggð stífla í útrennsli árinnar úr Hítarvatni, sem er á afrétti þeirra tveggja hreppa sem liggja á ársvæðinu, til að jafna rennsli árinnar. Núverandi leigutaki er Stangaveiðifélag Reykjavíkur. Árleg laxveiði á stöng á árun- um 1974 til 1993 voru 318 lax- ar, en mesta árleg veiði nam 649 löxum. Einnig er töluverö sil- ungsveiði í ánum og í Hítar- vatni. Ólafur Lárusson prófessor fjall- aði um það á sínum tíma í bók sinni „Byggö og saga", að menn hafi talið aö nafnið Hítará væri afbökun á orðinu Hitá. Það kunni að hafa stafaö af því að nokkru vestar er áin Kaldá og hafi þetta því verið gert sem mótsetningar, önnur hafi verið heit en hin köld. Hitt væri sennilegt að áin bæri nafn af djúpum hyl undir Kattarfossi, sem hefði verið nefndur í Hít og áin síðan kennd við hann, dal- urinn og vatnið. Fyrsti formaður veiðifélagsins var Hallbjörn Sigurðsson, Kross- holti, og síðan núverandi for- maður, Sigvaldi Fjeldsted, Ás- brún. V atna- svæbi Hítarár Hítará er á söguslóðum Bjarnar Hítdælakappa og Grettis Ás- mundarsonar, sem átti bæli sitt í Fagraskógarfjalli, sem er rétt við Kattarfoss í Hitará. Náttúrufeg- urð er víða mikil á vatnasvæð- inu. Upptök árinnar eru í Hítar- vatni, 7,3 ferkm að flatarmáli. Áin fellur um Hítardal og um láglendi Mýra og á ós í sjó í út- rennsli Akraóss, úr ystu tá Út- ness um Byrðu innanverða í suðurenda Grastoppaskers og effir Sölvaskeri hinum landfasta (á fjöru) röðli til Hítarness. Að baki árinnar er einnig Grjótár- vatn, en samnefnd á fellur úr því í Tálma, sem aftur á ós í Hít- ará, skammt vestan Staðar- hrauns, og Melsá sem á upptök á Hraundal. Hítará býr því vel að vatnskostum. VEIÐIMÁL EINAR HANNESSON Netaveibi og stangaveiði Fyrr á árum var stunduð bæði netaveiði og stangaveiði í Hítará og haföi Jóhannes Jósefsson, glímukappi og hóteleigandi, efri svæði árinnar neðan Kattarfoss á leigu um langt skeiö, 1942- 1963. Þá byggði hann veiðihús, sem enn stendur fast vib Brúar- foss og er enn notað vegna veið- innar. Reist hefur verib annað hús við hlið þess gamla, auk þess er veiðihús við Grjótá og sömuleiðis við Hítarvatn, sem jafnframt er fjallhús við Hólm- inn, vegna smölunar á afrétti. Veiðifélag um ána og leigumáli Eftir að veiðifélagið var stofnað árib 1967 var áin friðuð fyrir netum og leigð út í heilu lagi til stangaveiði. Innan vébanda Fiskvegurinn hjá Kattarfossi ÍHftará, Mýrasýslu. Vinstra megin á mynd- inni sést í fossinn. veiðifélagsins em 14 jarðir í Hraunhreppi í Mýrasýslu og Kolbeinsstaðahreppi í Hnappa- dalssýslu. Stangaveiðifélagib Grettistak hafði ána á leigu á þriðja áratug og veiddu í ánni bæði innlendir og erlendir veiði- menn. Stöðugt hefur verið unn- iö að því að auka fiskgengd á svæðinu, með fiskrækt svo sem Útrennsli Hítarvatns ásamt stíflu. Haraldur Cuönason: „Það er stand á Goddastöðum" Sá sem pistilinn skrifar hefur verið, og er, útvarpsnotandi í um sextíu ár. Hvað skyldi hann vera búinn að borga RÚV framreiknað? Hefur aldr- ei komist í flokk þeirra sem ekkert borga, en þeir hljóta að vera margir, því tæplega 90 milljón króna áskriftargjöld voru afskrifuö í árslok 1993 (heimild: Morgunblaðið). Af því nefni ég þetta að við notendur (neytendur á nú- tímamáli) rekum þessa stofn- un, en fáum þar engu ráðið, en höfðum þó áður fyrr full- trúa í útvarpsráði. En við get- um þó mótmælt. Því mótmæli ég því hér og nú að pistlahöf- undarnir Illugi Jökulsson og Hannes H. Gissurarson voru reknir, og það í síma, fyrirvara- laust. Og þá var ekki langt í þriðju VETTVANGUR „Þessir menn lífguðu upp á lítið áhugaverða mas- pœtti. Heldur einhver að þeir mundu hafa áhrifá úrslit kosninga eftir hálft ár? Nú skulum við bara hlusta á poppið á Rás 2, góðakvöldsfólkið í síma- sálinni og sömu fréttim- ar sautján sinnum á dag." uppákomuna: Ólafur Hanni- balsson rekinn af því að hann var á prófkjörslista fyrir vest- an. Þessir menn lífguðu upp á lítið áhugaverða masþætti. Heldur einhver að þeir mundu hafa áhrif á úrslit kosninga eft- ir hálft ár? Nú skulum við bara hlusta á poppið á Rás 2, góða- kvöldsfólkiö í símasálinni og sömu fréttirnar sautján sinn- um á dag. Þetta er orðinn all sérlegur farsi. Illugi á að hafa „brotib af sér" fyrir borgarstjórnarkosn- ingarnar í vor, þessvegna kynni hann ab brjóta af sér fyrir þingkosningar í apríl á næsta ári. Og þá myndu valda- menn verða vondir. „Æ, esp- aðu ekki ólukku manninn," stendur skrifað hjá Matthíasi. Vissast að setja Illuga útaf sakramenti séra Heimis strax. Nú er spurt: Hvað hefur hent okkar fyrirfólk á hæstum tróni í Efstaleiti? í gamla daga gerð- ist það stundum, ef góður kommi bilaði í sinni trú, að sú skýring þótti nærtækust aö viökomandi hefði orðið fyrir höfuðhöggi. Útilokum þetta sem orsök. Hinsvegar kynni að vera um að ræba snert af hyst- eria, sem oft læknast eftir kosningar. í Morgunblaðinu þvær meiri- hluti útvarpsráðs hendur sínar eins og Pílatus forðum, skiptir sér ekki af starfsmannaráðn- ingum. Til hvers er þetta ráð, sem kosið er samkvæmt flokkspólitískri kvótaskipt- ingu? Séra Heimir Steinsson út- varpsstjóri ritar hugvekju í Morgunblabið af alkunnu yfir- lætisleysi. Þar standa þessi spaklegu orð: „Frelsið hafði eignast enn einn farveginn um æðar Ríkisútvarpsins." Ætli blóðþrýstingurinn í æð- um Ríkisútvarpsins sé ekki orðinn full hár? Höfundur er fyrrum bókavörbur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.