Tíminn - 02.11.1994, Blaðsíða 11

Tíminn - 02.11.1994, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 2. nóvember 1994____________________________________________________________________________________________________________22 Landvernd 25 ára. Högni Hansson líffrœbingur: Brýnt að breyta um lifna&arhætti okkar í tilefni af 25 ára afmæli sínu efndi Landvernd til tveggja ráöstefna og hátíöarfundar. Fyrri ráöstefnan bar yfirskrift- ina „Hreint land — fagurt land" og fjallaöi um umhverf- ismál sveitarfélaga; sú seinni fjallaöi um nýtingu auölinda hafsins og nefndist „Hófleg nýting — hagur þjóöa". Fjölmenni sat ráöstefnuna um umhverfismál sveitarfélaga. Aö Ioknu ávarpi Vilhjálms Þ. Vil- hjálmssonar, formanns Sam- bands íslenskra sveitarfélaga, flutti Högni Hansson erindiö Frá mengunarvömum til sjálf- bœrrar þróunar — ný viðhorf í umhverfisvemdarstarfi sœnskra sveitarfélaga. Högni er líffræö- ingur og efnafræðingur og hefur veriö yfirmaður Hollustuvernd- ar í Landskrona í Svíþjóð und- anfarin sextán ár. Högni telur að breytingar á lifnaðarháttum í neysluþjóöfélaginu séu brýnar, ef ætlunin sé að vinna í alvöru aö umhverfisvernd. í erindi hans kom einnig fram aö meng- unarvarnir muni í auknum mæli beinast aö því að koma í veg fyrir mengun, í staö þess að bæta úr skaða sem þegar er orð- inn, eins og víöa hefur veriö. Þá flutti ísólfur Gylfi Pálma- son, sveitarstjóri á Hvolsvelli, erindi um nýjar aðferöir í fráveitumálum og nýtingu úr- gangsefna, auk þess sem Birgir Þórðarson umhverfisskipulags- fræðingur sagði frá umhverfis- könnun Heilbrigöiseftirlits Suð- urlands í þremur hreppum þar. Á ráðstefnunni um nýtingu auðlinda hafsins s.l. sunnudag flutti Þorsteinn Pálsson sjávar- útvegsráöherra ávarp. Gunnar Album frá Noregi talaði um hagsmunaárekstra viö auðlinda- nýtingu, þ.e. milli úthafsveiða og smábátaveiða. Ólafur Karvel Pálmason fiskifræðingur ræddi um nýtingu fiskistofna og stjórn veiða, fulltrúi frá LÍU ræddi um úthafsveiði. Bene Aas- jord, útvegshagfræðingur frá náttúruverndarsambandi Nor- egs, fjallaði um það hvort smá- bátaútgerb á noröurslóðum eigi möguleika gagnvart alþjóða- stjórnun á nýtingu auðlinda hafsins. Arthur Bogason, for- maður Landssambands smá- bátaeigenda, fjallaði um hlut- verk mannsins í vistkerfinu og Einar Júlíusson eðlisfræðingur ræddi um hvert stefni í nýtingu auðlinda hafsins. Dagskrárliöur um úthafsveiöar féll niöur á ráöstefnu Landverndar um nýtingu auölinda hafsins: Enginn útgerðar- maöur úthafsveiða gaf kost á sér Deildar meiningar eru um þaö af hverju dagskrárliöur um út- hafsveiði íslenskra útvegs- manna féll niöur á ráöstefnu Landvemdar um nýtingu auö- linda hafsins, sem haldin var um sl. helgi í tilefni af 25 ára afmæli samtakanna. Svanhildur Skaftadóttir, fram- kvæmdastjóri Landverndar, seg- ir að samtökin hafi reynt allt hvab þau gátu til að fá einhvern útgerðarabila, sem daglega hags- muni hefur af úthafsveibum, til að uppfræða ráðstefnugesti. Hinsvegar hafi enginn útgerðar- maður séð sér fært að mæta, ým- ist ekki treyst sér til þess eða bor- ib við önnum. Af þeim sökum hefði verið ákveðið, ab felia þennan dagskrárlið niður. Sú ákvörðun hafi ekkert beinst ab Kristjáni Þórarinssyni, stofnvist- fræðingi LÍÚ, nema síður sé. Kristján Ragnarsson, formaður LÍÚ, segir aftur á móti ab Auður Sveinsdóttir, formaður Land- verndar, hafi neitað nafna hans ab flytja mál sitt á ráðstefnunni, þótt LIÚ hafi tilnefnt hann sem fulltrúa sinn. Kristján gefur í skyn að að baki höfnun Land- verndar búi einhver persónuleg óvild í garö Kristjáns Þórarins- sonar, vegna fyrri skobanaskipta sem hann hefur átt í við forystu samtakanna. Hann segir það nýtt fyrir LÍÚ að rábstefnuhald- arar vilji ráða því hverjir eigi að flytja mál samtakanna á ráö- stefnum sem þeim er boðib að taka þátt í. Á ráðstefnunni sagöi sjávarút- vegsráðherra það vera barnalegt ab ætla ab banna veiðar nýtísku frystitogara innan landhelgi og hafnaði þátttöku í því aö búa til eitthvert samnorrænt Árbæjar- safn úreltra atvinnuhátta. En á ráðstefnunni kom m.a. fram að út frá atvinnu- og byggðarsjón- armiðum væru bátar og smábát- ar hagkvæmasta útgerðin við nýtingu fiskimibanna, öndvert við stórvirkustu og nýtískuleg- ustu frystitogarana. ■ Högni Hansson líffrœbingur. Brynja og Erlingur í Kaffileikhúsinu: Dags hríöar spor Boðib í leikhús meö Brynju og Erlingi heitir sýning sem frumsýnd veröur fimmtu- daginn 3. nóvember í Kaffl- leikhúsinu í Hlaðvarpanum. í kynningu segir aö hér sé um aö ræba sérstæöa kvöld- stund þar sem fjallaö verbi um sýningu leikritsins „Dags hríöar spor" eftir Valgarö Eg- ilsson, en þab var fyrst sýnt í Þjóöleikhúskjallaranum áriö 1980. Leikstjórarnir Brynja Bene- diktsdóttir og Erlingur Gísla- son segja nú frá verkinu meö leikdæmum, en höfundur tek- ur þátt í leik og frásögn ásamt Þóri Steingrímssyni. í sýning- unni eru notuð gervi og bún- ingar sem Sigurjón Jóhanns- son leikmyndahönnuður skapaði verkinu á sínum tíma. Leikritib segir frá gildi mannsins, von hans og kvíða, og smæb hans og óvisku einn- ig, eins og getiö er um í kynn- ingu. Á næstunni gefur Mál og menning út bók eftir þau Brynju, Erling og Ingunni Þóru Magnúsdóttur þar sem m.a. er fjallað um starfiö við þessa sýningu, sem þótti allný- stárleg fyrir fjórtán árum. Formaöur LÍÚ undrast fáfrœöi ritstjóra Morgunblaösins um sjávarútveg: Ööru nær aö hráefniö sé ókeypis Kristján Ragnarsson, formabur LIÚ, segir ab þab sé nú ööm nær aö útgeröin þurfi ekki aö greiöa krónu fyrir hráefnib sem sótt er í sjó, eins og fuilyrt er í síbasta Reykjavíkurbréfi Mbl. Þar er formabur LÍÚ gagnrýndur fyrir að „býsnast" yfir því á nýaf- stöðnum aöalfundi samtakanna aö álveriö, en þó einkum járn- blendiverksmiðjan þurfi lítiö ab greiba fyrir sitt hráefni í formi raf- arku, á sama tíma og sjávarútveg- urinnn greiðir ekkert fyrir sitt hráefni. „Viö þurfum skip, veiöarfæri, olíu og menn sem vib þurfum að greiba hátt kaup," segir formabur LÍÚ. Hann bendir jafnframt á að sjávarútvegurinn, sem er burðar- ásinn í efnahagslífinu með yfir 80% af öllum vöruútflutningi landsmanna, sé gert skylt að greiða 4,20 krónur í raforkuverð fyrir hverja kílówattstund, á sama tíma og álverið greiðir 95 aura og járnblendiverksmibjan 57 aura. Hann segir þab hafa komib sér á óvart og valdib sér vonbrigðum ab ritstjóri Mbl skuli fara svona villur vegar og hafa ekki lært meira um sjávarútveginn á sínum Kristján Ragnarsson. ferli en þessi skrif bera vitni um. Kristján segir að þab veki einnig furðu ab höfundur Reykjavíkur- bréfsins skuli í gagnrýni sinni gleyma öllum orkuverunum í samlíkingunni við skipin. „Járn- blendið greiðir miklu minna fyrir raforkuna en sem nemur kostn- abarverði. Þetta er eins og viö fengum skipin niöurgreidd úr rík- issjóbi," segir formaður LÍÚ. Höfundur Reykjavíkurbréfsins gagnrýnir ekki abeins formann LÍU, heldur skýtur hann líka föst- um skotum aö Þorsteini Pálssyni sjávarútvegsráöherra fyrir að leggjast gegn því að útvegurinn greibi „eðlilegt gjald fyrir afnot af sameiginlegri auðlind þjóbarinn- ar". í bréfinu er ráöherra sagður „blindur á eigin stöðu", hann sé haldinn „sjálfsblekkingu" og að hann upplifi aðeins „stund á milli stríba" í þessu máli. Það sé allt of snemmt fyrir ráöherra og skob- anabræöur hans ab fagna sigri í málinu, því viðbúið sé að umræð- an um gjaldtöku sjávarútvegsins muni eflast áður en langt um líö- ur, þegar „stóraukinn hagnaður sjávarútvegsfyrirtækja kemur í ljós". ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.