Tíminn - 03.11.1994, Blaðsíða 1

Tíminn - 03.11.1994, Blaðsíða 1
SIMI 631600 Stakkholti 4 Inngangur frá Brautarholti STOFNAÐUR1917 78. árgangur Fimmtudagur 3. nóvember 1994 207. tölublaö 1994 Húsnaebishlunnindi leigjendanna í Laugar- dal og Ellibaárdal: Ekki tilkynnt til skattayfir- valda Borgarendurskobandi segir aö Reykjavíkurborg hafi ekki til- kynnt skattayfirvöldum um húsnæbishlunnindi leigjend- anna í Laugardal og Elliöaárdal eins og skylt er. Hann segir ao samkvæmt skattalögum beri ab meta slík hlunnindi sem ákvebib hlutfall af fasteigna- mati. Um er að ræða tvö einbýlishús í eigu borgarinnar. Húsið í Laugar- dal er leigufrítt en íbúarnir sjá um gæslu á svæðinu í staðinn. íbúar hússins í Elliðaárdal borga heldur enga leigu en þeim ber skylda til ab sjá um viðhaid á húsinu fyrir kr. 300 þúsund á ári. Símon Hallsson borgarendur- skobandi segir að vaninn sé ab taka slík hlunnindi fram á launa- miðum og meta þau sem ákveðið hlutfall af fasteignamati eignar- innar. Launagreiöandi, í þessu til- felli Reykjavíkurborg, fyllir launamiðana út og sendir bæði launþegum og skattayfirvöldum. „Launagreiðanda ber ekki skylda til ab senda launþegum launa- miöa og þótt það sé ekki gert breytir það ekki skyldu þess sem nýtur hlunnindanna til að telja þau fram til skatts. Hins vegar er skylda að senda skattayfirvöldum launamiða og til þess ætlast að þar sé getið um slík hlunnindi. Það hefur ekki verið gert í þessum tilfellum," segir Símon. ¦ Ný veöurstöð Ný veðurstöð Vegagerðarinnar, sem staðsett er undir Hafnaff jalli, var tengd við textavarp Sjón- varpsins í gær. Veðurstöðin sýnir vebur og vinda á veginum undir f jallinu og telur lögreglan í Borg- arnesi að hún auki verulega ör- yggi vegfarenda. Veðurstöðin er alsjálfvirk og er hún sams konar og veðurstöðvar sem eru á Holta- vörðuheiði, Öxnadalsheiði og Hellisheiði. Lögreglan telur reyndar að upplýsingarnar þyrftu að breytast örar, en þær eru enn sem komið er sendar inn á tveggja klukkustunda fresti. ¦ Nei, sjábul f Undur veraldar eru alltafjafn fersk íaugum barnsins sem lítur þau í fyrsta sinni. Endumar á Tjörninni íReykjavík voru þessu barni slíkt undur, eftir ab mamma var búin ab benda á þab. Tímamynd: CS Tryggingaráö samþykkir tillögu um undanþágur frá sex mánaöa reglunni: Ákvæði um alvarlega sjúkdóma bætt vib Tryggingaráb hefur samþykkt tillögu um undanþágur frá sex mánaba reglunni svoköllubu og verbur hún send rábherra á allra næstu dögum. í tillögunni er ákvæbi um ab íslendingar meb alvarlega sjúkdóma, sem flytja til landsins eftir dvöl erlendis, eigi rétt á undanþágu frá sex mánaba reglunni. Sex mánaba reglan felur í sér að íslendingar, sem flytja til landsins eftir ab hafa átt lögheimili erlend- is, eru ekki sjúkratryggöir í al- mannatryggingakerfinu fyrr en sex mánuðum eftir komuna til landsins. Heilbrigðisráðherra er heimilt að setja reglugerð um und- anþágur frá reglunni aö fenginni tillögu tryggingaráðs og hefur ver- iö unnið að gerð tillögunnar inn- an ráðsins undanfarna mánuöi. Siguröur Rósberg Traustason flutti til landsins nú í haust eftir að Hagstœtt tilbob frá Crönlandsfly A/S um björgunarþyrlu á Austurlandi: Björgunarþyrla á Egilsstaði? Bæjarstjórn Egilsisstaba hefur borist tilbob frá grænlenska flugfélaginu Grönlandsfly A/S um ab stabsett yrbi 15 manna björgunarþyria í bænum yfir þrjá ertlbustu mánubina. Bæj- arstjórnin þarf ab tryggja 11 milljónir króna til þess ab af þessu samstarfi geti orbib. Um er að ræöa fullkomna björg- unarþyrlu af gerbinni Bell 412, sem gert er ráb fyrir ab stabsett yrði á Egilstaðaflugvelli frá 15. janúar til 1. apríl á næsta ári. Að sögn Helga Halldórssonar bæjar- stjóra gera Grænlendingarnir ráb fyrir að kostnaður vib staðsetn- ingu þyrlunnar yrði 22-24 millj- ónir króna, en aöstaða í flugskýíi fyrir þyrluna er fyrir hendi á Eg- iísstöbum. Kostnaður viö björg- unarstörf bætist svo vib þetta, en hver flogin klukkustund kostar um 145 þúsund krónur. Fjórir til fimm menn eru í áhöfn þyrlunn- ar og munu þeir koma til meb að búa á Egilsstöbum ef af verbur. Tilbob Grönlandsfly A/S er talib mjög hagstætt, en félagib starf- rækir umfangsmikinn þyrlu- rekstur á Grænlandi og gerir þar út 15 þyrlur af ýmsum stærbum. Ab sögn Helga Halldórssonar markar það þáttaskil í öryggis- málum íslenskra sjómanna ef til- bobinu verbur tekib, en stabsetn- ing björgunarþyrlu á Austur- landi er gamallt baráttumái heimamanna og sjómanna. Helgi segist bjartsýnn á að það takist að afla þeina 11 milljóna króna sem til þarf, en verði af samstarfi er litið á það sem til- raun með björgunarþyrlu á Aust- urlandi. ¦ hafa búið í Bandaríkjunum um árabil. Siguröur er sýktur af al- næmi og þarf þess vegna á reglu- legu lækniseftirliti og lyfjagjöf að halda. Mál Siguröar varð til þess aö tryggingaráð endurskoðaði þau drög að tillögu um undanþágur sem þaö hafbi komiö sér niöur á. Samkvæmt drögunum hefðu fimm hópar átt rétt á undanþág- um, þ.e. þeir sem þjást af brábum smitsjúkdómum, þeir sem hafa búið erlendis í sex mánuði eöa styttri tíma, námsmenn sem eru tilneyddir til að hafa lögheimili í námslandinu, nýmasjúklingar og flóttamenn. Eftir aö mál Sigurðar Rósbergs komst í hámæli komu upp deilur innan rábsins um hvort alnæmissjúklingar gætu fallið undir fyrsta hópinn, þ.e. þá sem hafa brába smitsjúkdóma. Niburstaba tryggingarábs var að bæta einu ákvæði í tillögur sínar, um að sjúklingar sem þjást af al- varlegum sjúkdómum og eiga nána ættingja á íslandi geti fengið undanþágu. Þetta ákvæði er í sam- ræmi við norskar reglur aö sögn Jóns Sæmundar Sigurjónssonar, formanns Tryggingaráðs. „Við geröum þetta að okkar tillögu til að það léki ekki nokkur vafi á að heimilt væri að veita alnæmissjúk- Sigurbur Rósberg Traustason. lingum undanþágu. Eflaust koma aðrir sjúkdómar alvarlegs eðlis einnig inn í myndina ef rábherra samþykkir tillögur okkar óbreytt- ar." Þess má geta ab Siguröi Rós- berg hefur þegar verið veitt und- anþága frá sex mánaða reglunni. Þá var stubst vib lagagrein sem segir ab heimilt sé ab veita bráö- veikum sjúklingum undanþágu. Sigurbur er kominn undir eftirlit lækna og er heilsa hans þokkaleg ab eigin sögn. ¦

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.