Tíminn - 03.11.1994, Qupperneq 7

Tíminn - 03.11.1994, Qupperneq 7
Fimrritudágur 3. nóvember 1994 7 Ungir framsóknarmenn vilja nýja kosningalöggjöf Á undanförnum dögum hafa stjórnmálahreyfingar ungs fólks vakiö mikla athygli fyrir sameiginlega kröfu um breyt- ingar á kosningaiöggjöfinni. Tveir einstaklingar frá hverri stjórnmálahreyfingu hafa myndab saman hóp sem unniö hefur ab málinu og eru þau Siv Friöleifsdóttir og G. Valdimar Valdemarsson fulltrúar Sam- bands ungra framsóknarmanna í samstarfshópnum. Tíminn spuröi þau Siv og Valdi- mar hvernig það væri til komið aö ungt fólk í ólíkum stjórnmála- flokkum hefði hafið vinnu af þessu tagi. „Við teljum það af hinu góða að vinna með stjórmálahreyfing- um ungs fólks í afmörkuöum verkefnum þar sem hægt er aö ná samstöðu. Við unnum saman að ráðstefnu um jafnréttismál í fyrra og höfum nú unnið frá því í sum- ar að breytingum á kosningalög- gjöfinni. Búið er að álykta sam- eiginlega um að jafna beri at- kvæðisréttinn. Borgarafundur- inn, sem við héldum sameiginlega í Ráðhúsinu á þriðjudagskvöldið, er einnig tákn um þá ágætu samvinnu sem ungt fólk í hinum mismunandi stjórn- málahreyfingum hefur haft að undanförnu." - En er ekki Framsóknarflokk- urinn alveg þversum í öllum breytingum sem leiða af sér jöfn- un atkvæðisréttar, þar sem flestir þingmenn flokksins koma úr dreifbýliskjördæmunum? „Kosningalöggjöfin hefur veriö lengi til umræðu innan SUF og á miðstjórnarfundi samtakanna í september s.l. var samþykkt álykt- un þess efnis að jafna beri kosn- ingaréttinn. Það er okkar skoðun að núverandi misvægi atkvæða bitni fyrst og fremst á Framsókn- arflokknum. Á meðan flestir þingmenn flokksins eru kjör- dæmakjörnir úti á landi, fáum við ekki jöfnunarsæti. Úrslitin í síð- ustu alþingiskosningum í Reykja- vík skýra þetta kannski nánar, en þá fékk Framsóknarflokkurinn nánast sama fylgi og Kvennalist- inn. Við fengum hinsvegar einn mann kjörinn, en þær þrjá. Ann- ar maður á lista hjá okkur er með 2100 atkvæði, en kemst ekki á þing meðan Jóna Valgerður er kjörin á Vestfjörðum með 453 at- kvæði," segir Valdimar. ' Siv bætir við að í ályktun SUF um kosningalögin sé varpað fram nokkrum spurningum, sem sé nauðsynlegt að svara við endur- skoðun kosningalaga. „Við spyrjum t.d.: Er hægt með breyttum kosningalögum að stuðla að aukinni þátttöku ungs fólks og kvenna í stjórnmálum? Er núverandi kjördæmaskipun sú besta fyrir land og þjóð? Er æski- legt að stuðla að tveggja flokka kerfi með breyttum kosningalög- um? Eru áhrif lítilla flokka of mik- il eða of lítil? Er æskilegt að taka upp aðra reiknireglu við úthlutun þingsæta? Er æskilegt að gera kosningarnar persónulegri og gefa kjósendum aukið vald við röðun á lista? Þessum spurning- um var varpað til framkvæmda- stjómar flokksins. Við hvöttum einnig til skipunar nefndar, sem fjallaði um endurskoðun kosn- ingalaganna, og að nefndin skili af sér fyrir flokksþing. „Þessi nefnd hefur nú verið skipuð og sitjum við tvö sem full- trúar SUF í nefndinni," segir Siv. Þau segja að breytingar á kosn- ingalöggjöfinni sé ekki máléfni sem skipti þjóðinni í höfuðborg- arbúa annarsvegar og lands- byggðarfólk hinsvegar, og það sé mat margra ungra framsóknar- manna að það sé öllum í hag og raunar sanngímismál að jafna at- kvæðisréttinn frá því sem nú er. - Teljið þið að kosningalögin hafi áhrif á þátttöku ungs fólks í stjórnmálum? „Tvímælalaust. Núverandi kerfi er sniðið fyrir miðaldra karl- menn, eins og sést best á því aö aðeins einn þingmaður var yngri en 35 ára í upphafi kjörtímabils- ins. í dag eru aðeins fimm þing- menn yngri en 40 ára, þrátt fyrir að helmingur kjósenda sé á þeim aldri. Það þarf líka að skoða hlut kvenna á þingi, en konur eru að- eins tæp 24% þingheims, sem er allt of lágt hlutfall. Þingið á end- urspegla samstningu þjóðarinnar, og miðað við núverandi kosn- ingafyrirkomulag er ljóst að sú endurspeglun næst ekki." - Þingmenn telja margir að þeir missi tengslin við kjósendur, ef kjördæmum fækkar eða landið verður að einu kjördæmi. Einnig Forustumenn ungra framsóknarmanna glugga ípappira um kjördœmaskipanina: Siv Friöleifsdottir og C. Valdimar Tímamynd CS Siv og Valdimar segja aö þau er verið að skoða ýmsar leiðir, en Valdemarsson. heyrist aö það sé ekki vinnandi vegur að sinna svo stórum kjör- dæmum. Óttist þið það ekki? „Nei. Á íslandi eru tæplega 3000 kjósendur á bak við hvern þingmann, sem er áreiðanlega heimsmet. Á Bretlandi eru rúm- lega 60.000 kjósendur í hverju einmenningskjördæmi og þing- menn eru jú fulltrúar fólksins, en ekki landsvæða. Það á því fyrst og fremst að horfa á fjölda kjósenda, en ekki lengd þjóðvega, þegar stærð kjördæma er metin," segir Valdimar. „Ég tel að það verði að setja kosningalöggjöf þar sem hagsmunir heildarinnar verði settir ofar hagsmunum einstakra landshluta. í dag er sú hætta fyrir hendi að þingmenn hafi litlar á- hyggjur af öðrum kjördæmum en sínum eigin. Það er fátt sem hvet- ur þingmenn til þess aö nota tíma sinn til þess að heimsækja önnur svæði en sitt eigið, og togstreita milli svæða getur staðið nauðsyn- legri framþróun fyrir þrifum," segir Siv. rök heyrist að ekki megi jafna at- kvæðavægið, þar sem sjávarút- vegsplássin afli mestu verðmæt- anna, sem síðan sogist til höfuð- borgarsvæðisins. Það eigi að rétt- læta margfalt atkvæöavægi á landsbyggðinni. „í þessu sam- bandi getur maður spurt sig hvort er verðmætara hlutverk fyrir þjóðarbúið að veiöa fiskinn eða selja hann. Ef hin efnahagslegu rök eiga að standast, spyr maður líka hvort þeir, sem vinna í álver- inu, eigi að hafa meiri atkvæðis- rétt en samborgararnir." - Hvernig hefur ykkar sjónar- miðum verið tekið innan þing- flokks framsóknarmanna? „Eins og áður sagði sitjum viö sem fulltrúar SUF í nefndinni sem er að fjalla um kosningalögin. Þar okkur finnst við verða vör við á- kveðna tregðu hjá þingmönnum og að menn vilji fara sér frekar hægt í að breyta kerfinu. Við lít- um á það sem okkar hlutverk að koma sjónarmiðum unga fólksins á framfæri og teljum að það sé flokknum og þjóðinni allri fyrir bestu. Framsóknarflokkurinn hef- ur ekki hagnast á núverandi kosn- ingalöggjöf, eins og andstæðingar hans halda oft fram. Flokknum hefur ekki tekist að ná almenni- legri fótfestu í fjölmennustu kjör- dæmunum, vegna þess að hann uppsker ekki afrakstur þess fylgis sem hann í raun og veru hefur á höfubborgarsvæðinu, og má þar kenna kosningalögunum um," segja þau Siv og Valdimar að lok- um. ■ Skíðaferðir til Austurríkis fyrsta og síbasta ferö ódýrari Kirchberg og Kitzbúhel í Aust- urríki verba skíbaáfangastabir Flugleiba í Austurríki í vetur. Bobib er uppá beint flug til Salzburgar alla laugardaga frá 4. febrúar til 11. mars. í skíba- ferb, sem áætlub er 26. janúar n.k., verbur flogib til Lúxem- borgar og þaban meb rútu tii Kirchberg og síban flogib heim frá Salzburg 4. febrúar. Sömuleiðis verður flogið heim frá Lúxemborg eftir síðustu ferðina 21. mars. Þessar tvær ferbir, þ.e. sú fyrsta og síðasta, eru frábrugðnar að því leyti ab dvalartími ytra er þá tíu dagar og níu nætur, og jafnframt eru þær töluvert ódýrari. Verð í þessar ferðir er frá kr. 48.390 á manninn í tvíbýli. í þessu verði er innifalið flug, ferbir til og frá flugvelli, gisting með morgun- mat, íslensk fararstjórn og flug- vallarskattar Á hverju ári leita hundrub íslendinga sér skemmtunar og heilsubótar í bestu skíðalöndum heims í Ölp- unum í skipulögðum ferðum Flugleiða eða á eigin vegum. Nú þegar er búið að bóka töluverð- an fjölda sæta í ferðirnar eftir áramót. Til að halda verbinu á skíba- ferðum í skefjum hafa Flugleibir nú eins og undanfarin tvö ár gert samninga vib hótel og gisti- heimili í þorpinu Kirchberg. Kirchberg er um 6 kílómetra frá Kitzbuhel, en á sama skíba- svæði. í boði eru hótelherbergi og íbúðir á fimm hótelum, sem eru í mismunandi gæðaflokki. Kitzbúhel/Kirchberg-svæðib er án efa eitt nafntogaöasta skíða- svæði í Ölpunum. Það er geysi- lega víðlent og býður uppá brekkur við allra hæfi, þótt farið sé uppá efstu brún. Fararstjóri Flugleiba er hinn góðkunni Rudy Knapp, sem skipuleggur skoðunarferbir og skíöasafari fyrir Flugleiðafarþega, og skíða- skólinn Total í Kirchberg verbur meö íslenskan skíðakennara í vetur. Skíðabæklingur Flugieiða ligg- ur frammi á söluskrifstofum fé- lagsins og ferðaskrifstofum. Kennarar í Kl og HIK fylkja liöi til frjálsra samninga viö ríkiö: Ganga sameinað- ir til komandi kjarasamninga Á sameiginlegum fundi full- trúarába Kennarasambands íslands og Hins íslenska kenn- arafélags sl. mánudag var ákvebib ab kennarar gengju sameinabir til komandi kjara- samninga. En samningar beggja félaganna renna út um áramótin. Gert er ráð fyrir ab gengið verði endanlega frá helstu kröfum kennarafélaganna á fundum fulltrúaráða þeirra síðar í mán- uðinum. Þótt ákvörbun þar að lútandi liggi ekki fyrir, þykir einsýnt að kennarar muni m.a. krefjast hækkunar grunnlauna. Á fundi fulltrúarába félaganna kom m.a. fram að þau telja brýnt að viðræður hefjist sem fyrst. Þau leggja áherslu á ab for- senda samningagerðar sé að fjármálarábherra virði samn- ingsréttinn og semji við sína starfsmenn í frjálsum samning- um. Þessi sameiginlega afstaða kennarafélaganna kemur ekki á óvart, en þau hafa verib að auka samvinnu sína í kjara- og skóla- málum á undanförnum mánuð- um, í samræmi við vilja félags- manna sinna. Samkvæmt því munu þau m.a. skila sameigin- legri umsögn um frumvörp um grunn- og framhaldsskóla og lokaskýrslu nefndar um mótun menntastefnu. ■

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.