Tíminn - 03.11.1994, Blaðsíða 9

Tíminn - 03.11.1994, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 3. nóvember 1994 9 UTLOND UTLOND UTLOND UTLOND UTLOND UTLOND UTLOND UTLOND „Hiö mikla hjálparrán" í Bretlandi Aðstobin kemst ekki til skila Aðstoð Breta við hrjáðar þjóðir heims hefur minnkað til muna á undanförnum fimm árum. Og sú aðstoð sem boðin er nær ekki til hinna fátæku. Þetta er meginniðurstaða af rannsókn sjálfstæðs hóps rannsóknar- manna, sem kynnt var í Lond- on í gær. Skýrsla hópsins heitir „The Great Aid Robbery — how Brit- ish aid fails the poor", eða „Hið mikla hjálparrán — hvernig breskri þróunarhjálp mistekst að komast til hinna fátæku". Sagt er að í lykilmálum eins og aðstoð í heilbrigðismálum, menntun, landbúnaði og skóg- arhöggi hafi bresk aðstoö ekki skilað sér, þrátt fyrir að ráðherr- ar sem fari með þessi mál haldi öðru fram. „Það er til skammar að ekki aðeins eru fátæklingar heims- ins hlunnfarnir, heldur er breskur almenningur blekkt- ur," sagði Ben Jackson, leiðtogi og skipuleggjandi hópsins. ■ Þessi mynd er af skjólstœöingum bresks hjálparstarfs, en höfundar bókarinnar „Hiö mikla hjálparrán" segja ab abstob nái ekki til hinna fátceku í flestum tilvikum. Eldflóð grandaöi hundr- ab manns í Egyptalandi Assiut - Reuter Óttast er að yfir hundrað manns hafi látið lífið í eldflóði í bænum Dronka í Suður-Egyptalandi í gær. Gengið hafði á með þrum- um, eldingum og úrhelli í fimm klukkustundir samfleytt þegar eldingu laust niöur í eldsneytis- Meðalhiti í Evrópu gæti lækkað þrátt fyrir það að hitastig annars staðar á jörðinni hækki, að því er fram kemur í tímaritinu Nature. Þýskur vísindamaður, Stefan Rahmstorf, hjá Haffræðistofnun- inni í Kiel í Þýskalandi, hefur sýnt fram á að lítilsháttar breytingar á birgðir herstöðvar sem er fyrir utan bæinn. Eldsneyti lak úr geymunum og flaut ofan á vatnsaganum sem var umhverf- is flest hús í bænum. Þannig flaut eldurinn áfram eins og log- andi flóðbyglja. Yfir 200 hús í bænum eyðilögðust í eldunum straumum í Atlantshafinu nægi til aö orsaka verulegar breytingar á hitastigi. Með því að nota líkan ætlaði hann að sannreyna kenn- ingar um að loftslagsbreytingar sem vom undanfari ísaldar hafi oröið í tengslum við mikla röskun hafstrauma, en komst þá að því að tiltölulega litlar breytingar og talið er að um 20 þúsund manns hafi þegar flúiö heim- kynni sín. „Þetta var eins og napalm," sagði Abdel nokkur Mohsen viö fréttamann en hann missti þrjá bræður sína, sex, átta og ellefu ára, þegar logandi olía flæddi þurfti til þess. Rahmstorf telur ekki ljóst hvort hækkun meðal- hita á jörðinni geti orsakað þær smávægilegu breytingar á straum- um sem nægja til að framkalla stórsveiflur á hitastiginu, um leið og hann segir ekkert benda til þess að það geti ekki gerst á nýja- leik. ■ inn í húsið heima hjá þeim. Kona sem skaðbrennd er á and- liti og höndum sagöist hafa misst tvö ung börn sín í eldin- um. Yfirvöld telja enn of snemmt að áætla hversu margir hafi farist, en fólk sem komst lífs af hefur þá sögu að segja að fjöldinn all- ur hafi króast inni í logandi hús- um. Auk þeirra sem hafa farist í eld- inum er talið að a.m.k. hundrað manns hafi farist í flóðum í þessu mesta óveðri sem gengið hefur yfir landið í manna minn- um. Því hefur enn ekki slotað og segja veðurfræðingar að útlit sé fyrir áframhaldandi þrumuveð- ur næstu tvo sólarhringa. Meir en 130 manns létu lífið í óveðri syðst í Egyptalandi í gær. ■ Færri liggja á hleri Lundúnum - Reuter Bresk stjórnvöld tilkynntu í gær að til stæði að fækka starfs- mönnum um 3-500 í leynilegri hlerunarstöð þar sem fylgst er með gervihnattasendingum og símtölum. Stöð þessi er í ná- munda við Cheltenham á Eng- landi vestanverðu, en þar starfa nú um 6 þúsund manns. Á undanförnum tveimur árum hefur starfsmönnum þar verið fækkað um 200, en ástæðan fyrir fækkuninni er tvíþætt. í fyrsta lagi er talin minni þörf fyrir slíka starfsemi eftir að kalda stríðinu lauk og í öðru lagi er verið að spara á öllum sviðum í opinbera kerfinu í Bretlandi. ■ Lækkar meðalhiti í Evrópu? Lundúnum - Reuter Tryggjum Ingibjörgu 4. sætib Framsóknarfólk í Reykjavík á erfitt val í vændum um komandi helgi þegar fram fer prófkjör Fulltrúarábs framsóknarfélaganna um 6 efstu sætin á framboöslista flokksins fyrir komandi Al- þingiskosningar. Aö þessu sinni sækjast 13 einstakling- ar eftir þessum 6 sætum og er óhætt aö segja aö sjaldan hafi jafn margir frambæri- legir einstaklingar gefiö kost á sér til setu á framboöslista flokksins í höfuöborginni. Þetta er aö sjálfsögöu hib besta mál þótt þaö sé á hinn bóginn bölvanlegt aö þurfa aö gera upp á milli allra þessara hæfileikaríku ein- staklinga sem allir mundu sóma sér vel í efstu sætum listans. Það vekur sérstaka ánægju mína hve margt ungt fólk sæk- ist eftir sæti ofarlega á listan- um okkar og gefur okkur þannig stóraukinn möguleika á að stilla upp lista sem höfðar til breiðari hóps kjósenda en oft áður. Þetta er reyndar í fullu samræmi við síaukna á- sókn ungs fólks til Framsókn- arflokksins og þessum áhuga verðum við að sinna af alvöru. Sé komið til móts við þennan aukna áhuga ungs fólks á stefnu og markmiðum Fram- sóknarflokksins, þá skilar það sér margfalt í mikilli fylgis- aukningu Framsóknarflokks- ins. Ekki bara í komandi Al- þingiskosningUm heldur um alla þá björtu framtíð sem okk- ur ber gæfu til að sinna öllum þegnum þessa lands á jafnrétt- isgrundvelli. I þessu samhengi er einnig rétt ab líta á liðsuppstillingu keppinautanna. Niðurstaðan í nýafstöbnu prófkjöri Sjálf- stæðisflokksins í Reykjavík stabfestir enn og aftur að Sjálf- stæðisflokkurinn er andsnú- inn ungu fólki þegar kemur að því að veita því meiri ábyrgð en þá eina sem fylgir því ab kjósa flokkinn. Ungir f.ram- bjóðendur íhaldsins komust varla á blað í prófkjörinu, var í raun hafnað af flokkssystkin- um sínum og hlýtur þessi hrikalega flenging ab vera þeim ærið áhyggjuefni fram Sigurbur Sigurbsson. að næsta prófkjöri. Framsóknarflokknum ber skylda til að vera öflugur málsvari ungs fólks, jafnt í Reykjavík sem á landsbyggð- inni og stabfesta þarf rækilega stefnu flokksins í málefnum ungra íslendinga. Það gerum við best með því að tryggja ungum frambjóðendum sæti ofarlega á frambobslistanum okkar og gefa þeim þannig tækifæri til að hafa áhrif á mótun framtíðarinnar. Einn hinna ungu frambjóð- enda í þessu prófkjöri er Ingi- björg Davíðsdóttir stjórnmála- fræðingur. Ingibjörg á ekki langt að sækja áhuga sinn á stjórnmálum því hún er dóttir Davíðs Aðalsteinssonar, fyrr- um alþingismanns Framsókn- arflokksins í Vesturlandskjör- dæmi. Það er því deginum ljósara að hún er ekki að kynn- ast stefnu og hugsjónum Framsóknarflokksins núna á allra síbustu vikum og mánuð- um. Á sínum tiltölulega skamma ferli í alvöru stjórnmálum hef- ur Ingibjörg komið fleiru í verk en margur annar á mun lengri tíma. Hún hefur sýnt í verki að þab er langtum á- hrifaríkara að framkvæma hlutina en láta nægja að tala um þá. Ingibjörg hefur verið mjög virk í starfi SUF og FUF í Reykjavík, hún situr þannig í framkvæmdastjórn SUF og annast m.a. útgáfumál sam- takanna. Ingibjörg á einnig sæti í stjórn FUF í Reykjavík og er varamaður í stjórn Regn- bogans. Ingibjörg lagði sitt af mörkum að glæsilegum sigri R-listans í borgarstjórnarkosn- ingunum með óeigingjörnu starfi á kosningaskrifstofu list- ans, eins og öllum sönnum framsóknarmönnum mun kunnugt. Ég hef átt þess kost ab starfa með Ingibjörgu að hinum margvíslegustu málefnum innan SUF. Ég þekki því af eig- in raun að hér er á ferðinni sérstaklega heilsteypt og heið- arleg ung kona sem á eftir að koma mörgu góðu til leiðar fyrir Framsóknarflokkinn, fái hún þau tækifæri sem hún og flokkurinn eiga skilin. Ég hvet því allt Framsóknar- fólk í Reykjavík til þess að veita Ingibjörgu Davíbsdóttur brautargengi í prófkjörinu um helgina og styrkja góðan fram- boðslista flokksins okkar í Reykjavík með því að kjósa Ingibjörgu í 4. sæti listans. Sigurður Sigurðsson fv. formaður SUF

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.