Tíminn - 03.11.1994, Side 10

Tíminn - 03.11.1994, Side 10
10 Fimmtudagur 3. nóvember 1994 ættu ab gera sér ferð til Durham- borgar, miðaldaborgar í Dur- hamsýslu, „lands biskupaprins- anna". Frá Durhamborg stjórn- uðu biskupaprinsarnir sýslunni sem nokkurs konar ríki í ríkinu í nærri 800 ár. Durhamborg stendur á höfða, sem er umlukinn skógivöxnum dal sem áin Wear bugðast eftir. Margar byggingar frá miðöldum eru uppistandandi í Durham, en frægasta bygging sýslunnar er án efa dómkirkjan, sem er önnur af tveimur alþjóðlegum arfleifðum í Northumbria. Bygging dóm- kirkjunnar hófst árið 1093 og henni var lokiö árið 1133. Dóm- kirkjan í Durham var fyrsta stóra dómkirkjan sem var byggð í Norðvestur-Evrópu og fyrir- mynd margra dómkirkna sem á eftir komu. Dómkirkjan hefur margsinnis verið valin fegursta bygging heims og hún er eitt af því sem allir verða ab skoða sem eiga leib um þennan hluta Eng- lands. Háskólinn í Durham er sá þriðji elsti í Englandi, á eftir Oxford og Cambridge. Durhamkastali, sem áður var heimili biskupaprins- anna, er í dag stúdentagarðar fyrir háskólastúdentana. Fyrir áhugamenn um söguna er heimsókn í Beamish-safnið í Durhamsýslu ómissandi. Beam- ish- safnið er í raun heilt þorp þar sem reynt er að sýna hvernig lífi fólks var háttað í norðurhluta Englands á fyrri hluta þessarar aldar. í þorpinu er hægt ab heimsækja m.a. verslanir, skóla, læknastofu, tannlæknastofu og sælgætisverksmiðju, sem allt hefur verið endurbyggt eins og það var um síöustu aldamót. Aö sjálfsögðu er hægt að kaupa sæl- gæti sem framleitt er í sælgætis- verksmiðjunni. Síðast en ekki síst er í Beamish eina kolanáman sem enn er opin í héraðinu. Gestum gefst kostur á að fara niður í námuna í fylgd fyrrverandi námumanna, sem lýsa því hvernig vinnan fór fram. Heimsókn í námuna er einstök leið til ab átta sig á því hversu gífurlegt harbræði námu- vinnan hefur verið. Fyrir flesta íslendinga er þó nauðsynlegt að sperra eyrun vel, því kolanámu- mennirnir fyrrverandi tala mál- lýsku heimamanna, Geordies, sem getur verið erfitt ab skilja, en er því skemmtilegra að hlusta á. ■ Durhamborg er sérlega falleg borg í nágrenni Newcastle. Hún er eink- um fræg fyrir byggingarlist, en þar má sjá margar fallegar byggingar frá miböldum. Ekki spillir fyrir frœgb borgarinnar ab skjaldar- merki hennar er eins og íslenski fáninn. „Kolavinnslan" í Beamish-safninu. Þar er eina kolanáma hérabsins sem enn er opin, þótt kol séu ekki lengur unnin þar. Newcastle — ekki bara fótboltaliö! Borgin Newcastle stendur vib ána Tyne í Northumbria-hér- aði í noröausturhluta Eng- lands. Newcastle er í dag einna þekktust fyrir knatt- spymulib sitt og hina frægu Tynebrú, en fyrr á ámm var kolavinnsla helsta einkenni héraðsins. Northumbria hef- ur gegnum söguna verið um- deilt landsvæöi, sem Skotar og Englendingar hafa barist um. Ýmsar minjar þessa alda- langa hernaðar er að finna í héraöinu og þar er skosk arf- leifb áberandi. Undanfarin haust hafa sífellt fleiri íslend- ingar heimsótt Néwcastle, bæbi til ab versla og notfæra sér abra afþreyingu sem borg- in og nágrenni hennar hafa upp á ab bjóba. Vibskiptin blómstra á sunnudagsútimarkabnum vib Quayside undir Tynebrúnni. Saga, byggingar- list og verslanir Borgin Tynebrúin er tákn Newcastle og hún er áberandi þegar komib er inn í borgina. Tynebrúin var byggð árin 1925-28 og var á þeim tíma lengsta brú í heimi án miðjustólpa. Tynebrúin var opn- uð á undan hinni víðfrægu brú í Sydney í Ástralíu, en brýrnar em nákvæmlega eins ab öllu leyti nema stærðinni. Menn eru ekki sammála um hvor brúin hafi verið fyrirmynd hinnar, þótt Newcastlebúar séu aubvitað ekki í vafa um það. Alls eru sex brýr yfir ána Tyne, þótt engin hinna fimm séu jafn frægar og brúin í Newcastle. Hjarta miðborgar Newcastle er við hið 40 metra háa minnis- merki um Grey jarl (sem Earl Grey teib heitir eftir), föður end- urbótalaganna frá árinu 1832, en þá var Grey jarl forsætisráð- herra. Grey Street er nefnt eftir Grey jarli. Það þykir vera ein feg- ursta gata Bretlands og meistara- verk klassískrar byggingarlistar. Miðborg Newcastle er frekar lít- il. Fyrir vikið eru ókunnugir fljótir að átta sig á henni og auð- velt er að finna það sem ferða- langurinn leitar að. Verslun Newcastle svíkur ekki þá sem hafa áhuga á dæmigerðri versl- unarferð. í Gateshead (eins kon- ar Kópavogi, rúmlega 4,5 km frá mibborg Newcastle) er stærsta verslunar- og afþreyingarmið- stöð Evrópu, Metro Center, með um 350 verslunum og þjónustu- fyrirtækjum undir einu þaki. Otal veitingastaöir eru í Metro Center, kvikmyndahús, keilusal- ur og innitívolí. Þar eru margar af stærstu verslunarkeðjum Evr- ópu meb verslanir. Metro Center nær yfir gífurlegt flæmi, en til að auðvelda fólki að finna það sem það leitar að eru fjögur eins kon- ar verslunarþorp þar innan dyra. í þorpunum eru ýmsar sérversl- anir og nöfn þeirra segja til um hvernig verslanir er ab finna í hverju. Yfir 25 milljónir manna heimsækja Metro Center árlega. Aðal verslunargatan í miðborg Newcastle er Northumberland Street, sem stundum er kallað „Oxford Street norðursins". Northumberland Street er göngugata og þar er ab finna stærstu Marks og Spencer versl- un héraðsins, C&A, Littlewoods, Next og margar aðrar þekktar verslanir. Við götuna er gengið inn í Eldon Square, sem er stór verslunarmiðstöð með yfir 160 verslunum, tómstundamiðstöb og veitingasvæði. Á sunnudögum er tilvaliö ab heimsækja markabinn á Quay- side undir Tynebrúnni. Þar eru á hverjum sunnudegi um 200 sölubásar og hægt að gera gób kaup, ef fólk gefur sér tíma til að skoða þab sem er á boðstólum. Land biskupa- prinsanna Þeir sem koma til Newcastle, Minnismerkib um Creyjarl, föbur endurbótalaganna frá 1832, íhjarta mibborgar Newcastle.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.